Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 3
177. blað TmiXJV, þriðjwdaglim 1. okt. 1946 ALICE T. HOBART: 3 Furðulegt lagaákvæði Tryggingalögin nýju mæla svo fyrir, að boða skuli sameigin- legan fund sveitarstjórna í hverju tryggingarumdæmi til þess að kjósa trygginganefnd og ákveða þóknun hennar. Þetta lagaákvæði leiddi til þess hér í Suður-Múlasýslu, að 70—80 hreppsnefndarmenn voru kvaddir til fundar. Nokkrir áttu að sjálfsögðu skamma leið að fara, en þó flestir langa og nokkrir um veglausa fjallvegi. Ef að líkum lætur, er sami leik- ur leikinn um allt land um þessar mundir. Það væri til fróðleiks, að einhver kunnáttumaður reikn- aði út hvað þessar nefndakosn- ingar kosta samanlagt á öllu landinu. En hver svo sem út- koman yrði, þá verður ekki annað séð, en þeim kostnaði sé með öllu á glæ kastað, þar sem augljóst er, að sýslunefndir gætíi innt af höndum starf þessara funda án nokkurs auka- kostnaðar. Ef hið háa Alþingi hefði ekki átt í hlut, þá hefði ég leyft mér að kalla fyrrnefnt lagaákvæði íslandsmet í asnaskap. En að gífuryrðum slepptum verð ég að staðhæfa, að hér hafi illa til tekizt. Þykir mér leitt, ef marg- ir svona agnúar koma í ljós við framkvæmd tryggingalaganna Talað til kvenna Ég gekk í dag framhjá Hol- stein, þegar átti að fara að halda þar fund um herstöðva- málið. Ég spurði, hvort öllum væri heimill aðgangur. Aðeins Sjálfstæðismönnum, var svarið. Spurði ég þá, hvort málið væri rætt frá öllum hliðum. Nei, ekki var það svo. Gekk ég þá í burt. Vissi, að sá málstaður, sem hér yrði upp tekinn, væri málstaður Bandaríkja Norður- Ameríku en ekki íslands. Slikt er orðið það hlutskipti sem Sjálfstæðisflokkur íslands hef ir kosið að takast á hendur. Því miður hafa konur látið lítið til sín taka um þetta mál, sem og mörg önnur. Engir fundir hafa verið um það haldnir í kvenfélögum. Það er ekki auðvelt fyrir konur að átta síg á þessu máli, þar sem flokk- arnir virðast ástunda að gera það að flokksmáli og ræða það einungis frá sinni hlið, hver um sig. Þvi miður eru þeir svo margir, sem lesa aðeins eigið flokksblað og verður þá erfitt að gera sér fulla grein fyrir því, sem um er að ræða. Ég skora því hér með á öll kvenfélög að halda nú þegar fundi til þess að ræða og gera sér grein fyrir þessu mikilsverð- asta máli, sem allir íslendingar verða að gera sér fulla grein fyrir, konur jafnt sem karlar. Efast ég ekki um að íslenzka konur muni enn sem fyrr reyn- ast vel í baráttunni fyrir frelsi þessa lands. Það er eign og arfur okkar, ekki síður en karlmann- anna, sem nú ber mest á í þessu máli. Minnumst þess enn einu sinni, að það voru tvímælalaust dætur Jóns Arasonar, sem stóðu bak við, er norðlenzkir vermenn káluðu Kristjáni skrifara og kunningjum hans og öfluðu okkur þannig að minnsta kosti hundsbóta fyrir dráp Jóns Ara- sonar ög sona hans, sem ávallt verða taldir í hópi hinna fáu en framúrskarandi stjálfstæðis- manna jfelands, og létu lífið fyr- ir þann málstað. Gömul Sjálfstæðiskona. nýju, því sú lagasetning er að minni hyggju á margan hátt góðra gjalda verð. Vænti ég að umrætt ákvæði verði endurskoð- að áður en langt um líður, því mér og öðrum, sem ég hef átit tal við, finnst það fráleitt. Liggi hins vegar einhver þau rök að þessu fyrirkomulagi, sem hulin eru sjónum almúgans, væri æskilegt, að þau kæmu fram í dagsljósið, því skylt er að hafa það, er sannara reyn- ist. 17. sept. 1946. Vilhjálmur Hjálmarsson. Morgunbl. gefst upp Laugard. 14. sept. skrifar Mbl. enn um kjötsölumálið. En nú er það rökþrota. Það gefst alveg upp við að verja þau fádæma mistök, sem valda því, að enn mega menn ekki borða nýtt kindakjöt. Öll þjóðin skilur, að í þessu er ekkert vit. Enda gefst Mbl. upp. En það er úrillt. Það langar til að kenna andstæðingunum um ófarir sinna manna. En sektin brennur á vörum þess. Vonirn- ar hafa brugðist, meðgengur það. Fyrir ári síðan tóku þessir menn alla yfirstjórn kjötverzl- unarinnar í sínar hendur. Eng- inn var verðugur að vera með nema sauðtryggir Sjálfstæðis- menn. Þess gerðist ekki þörf, að notast við reynslu og þekkingu andstæðinganna. Þeirra ráð voru hundsuð eða ekki á þau hlýtt. Hér var farið að með vald- beitingu og hroka, en lítilli stjórnvisku. En nýsköpunarstjórnin okkar getur ekki umskapað lögmál lífsins. Enn uppskera menn eins og þeir sá. X. Alvöruorð Nú eru alvarlegri tímar í landi voru en okkur hefði órað fyrir í vímu lýðveldisstofnunarinnar 1944. Hvað hugsa bændur og búalið? Finnst þeim herstöðva- málið svo lltilf jörlegt. mál, að það sé þjóðinni óviðkomandi? Geta þeir ekki staðið saman í því máli, hvar í flokki, sem þeir annars standa? Erum við ekki siðferðilega skyldug að verja land vort allt til yztu annesja fyrir erlendri ásælni, bæði frá austri og vestri? Krefjumst þess, öll sem einn, að þjóðin fái að láta vilja sinn skýlaust i ljós, að þing verði rofið, og nýjar kosn- ingar fari fram, eða að minnsta kosti þjóðin öll greiði atkvæði um herstöðvamálið. Hér er kom- ið í það öngþveiti, að við fáum ekki frið um málið að nokkrum öðrum kosti. Norfflenzk kona. Sextugur: (Framhald af 2. siOu) urlendur hans og heyra hann, af skilningi og hlýleik lýsa því, hvað bóndinn ber úr býtum í samskiptum sínum við moldina íslenzku, ef viti og striti er beitt. Og manni detta ósjálfrátt í hug þessar setningar úr heil- ræðum þeim, sem valkyrjan gaf Sigurði Fáfnisbana. „Heil sú hin fjölnýta fold, mál og mann- vit“. Og að íslenzku bændastétt- inni bætist í framtíðinni margir slíkir menn. D. Yang og yin og mjúkum líkama sínum? En svo heyrði hann hið gamal- kunna, sefandi hljóð: Þarna kom hún skríðandi til hans, leysti irá sér kyrtilinn og tók grannan barnslíkamann i ylrikan faðm sinn. En í skálanum, þar sem móðir Sens bjó, var sjálfur embættis- maðurinn staddur á þessari stundu. Hann ræddi þar við ráðsmann ættarinnar, sem var nýkominn heim úr eftirlitsferð til Szechúan, þar sem Sen átti stórar jarðeignir. Móðir hans hlýddi á samræður þeirra og hafði vakandi auga á þeim. „Verður góð uppskera í ár?“ spurði laó tai tai, ættmóðirin. „Við þurfum mikla peninga. í næ'sta tunglmánuði verður að biðja fyrir sál hinna framliðnu.“ „Við verðum að stækka ópíumsekrurnar,/ svaraði ráðsmaður- inn. II. SHANGHAIBÚAR könnuðust svo sem við kristindóminn. Þar voru breiðar götur og skrautlegir garðar, og á Woosung- fljótinu var krökt af gufuskipum og fallbyssubátum hinna vestrænu stórvelda — skipum, sem báru eins og gull af eiri af hinum brúnu sampönsum og frumstæðu skútum Kínverjanna. Og vesturveldin áttu sjúkrahús, þar sem mein Kínverjanna voru læknuð, og ópíumkrár, þar sem þeir voru aftur rændir andlegri og líkamlegri heilbrigði sinni. Meðfram sjálfum aðalgötunum blómguðust búðir, þar sem hver sem vildi gat vafningalaust keypt eina kúlu af „útlenda reyknum,“ tekið legubekk á leigu og sofið úr sér áhrifin — allt fyrir örfá sent. Kristnir hermenn höfðu kúgað Kínverja með vopnavaldi til þess að leyfa þessa verzlun, og kristnir kaupmenn hirtu ágóðann af henni. Tímamót gengu yfir þessa borg. Ný tækni og aukið hreinlæti kom til sögunnar, ásamt miskunnarlausri gróðafíkn. Á stöku stað risu upp stofnanir, sem áttu að vinna í þjónustu mannúðarinnar. í borgarhlutanum, þar sem hvíta fólkið bjó, var lengsti bar, sem sagnir fóru af i heiminum, en „amercan girl“ var samt sem áður nafngift, sem engin ung amerísk stúlka myndi láta festast við sig. Á nóttunni mátti sjá borgina hvaðan sem var af marflötum ós- hólmum Gulafljóts — ljóshafið lýsti í gegnum svörtustu þoku og minnti Kínverja á dýrð hennar. Og dag eftir dag streymdi ópíumið niður hinn mikla fljótsdal og skall yfir Shanghai eins og svört flóðbylgja. Peter Fraser gekk frjáls og glaður um götur Shanghaiborgar. Hann hafði lokið prófi sinu, og sjúkrahúsið í hinni fjarlægu borg í upplöndum Kína var næsti áfanginn á leið hans. Sá ótrúlegi atburður hafði gerzt, að honum var falin forstaðan. Æðsta ráð trúboðsfélagsins hafði að vísu gefið honum það fyllilega í skyn, að í rauninni væri hann allt of ungur og óreyndur til þess að taka við þessu starfi, en það væri hörgull á hæfum læknum og gamli læknirinn, Buchanan, þarfnaðist bráðrar hvíldar. Honum var veitt undanþága frá því að hafa stundað kínversku- nám í tvö ár, og hann hlakkaði til þess, að geta nú aftur beitt hönd og huga í baráttunni gegn sjúkdómum og dauða. Hann setti það ekki fyrir sig, þótt ofan á erfitt og þreytandi starf í illa búnu sjúkrahúsi bættist mjög tilfinnanlegur skortur á kunnáttu i með- ferð kínverskrar tungu. Hann ók af stað í handvagni í áttina til verzlunarhverfisins, og innan lítillar stundar var hann kominn inn í hið þysmikla mið- bik borgarinnar. Hvílík stórborg! hugsaði Peter, hrifinn af mikil- leik hennar. Hann hafði steingleymt því, hve lítil og lágkúruleg honum hafði fundizt hún, er hann steig hér fyrst á land. Hann borgaði dráttarkarlinum og hélt áfram fótgangandi. Gat- an var breið. Til annarrar handar var búð við búð, en til hinnar stór og vel hirtur garður með klipptum flötum og skrautlegum blómabeðum. Falleg, hvít börn léku sér þar á afgirtum velli í um- sjá ungra stúlkna. Framundan voru bryggjurnar við Woosung- fljótið, þar sem allt iðaði af lífi og starfi. Hann nam staðar við hina stóru, freistandi glugga ensku bóka- búðarinnar. En laun hans voru lág, svo að hann gat ekki leyft sér neinn munað. Hann gat líka fengið þær bækur, sem hann þurfti við, með lægra verði, ef hann leitaði aðstoðar trúboðsfélags- ins. Peter beit þvi á vörina og sneri baki við búðarglugganum. Hann varð aö sætta sig við þá staðreynd, að framvegis hafði hann ekki úr öðru að moða en því kaupi, sem trúboðslækni var greitt: Þetta fékk hann meðan hann var ókvæntur, lítið eitt meira, ef hann tók sér konu, smávægilega uppbót á hvert barn, sem hann kunni að eignast. Hvorki dugnaður hans né viðurkenning sú, sem hann kunni að hljóta fyrir læknisstörf sín, hafði nein áhrif á launastigann. Það rann í fyrsta skipti upp fyrir Peter, að hann var dæmdur til þess að lifa við léleg kjör allt sitt líf. Hann náði í annan handvagn og nefndi nafn sjúkrahúss, sem hann hafði ásett sér að heimsækja. Það var talið bezta og full- komnasta sjúkrahúsið í borginni. Þetta var löng leið. Dráttarkarlinn skokkaði eftir breiðum götum með háa múra til beggja hliða. Öðru hverju grillti í þak á skrautlegu húsi. Það leyndi sér ekki, að hér bjuggu hinir ríku, vestrænu kaupsýslumenn. Peter langaði til þess að skoða þetta hverfi betur. Hann bað dráttarkarlinn að nema staðar og hélt förinni áfram fótgangandi eftir hinni löngu, rykugu götu. Það var honum mikil hugarhægð að geta nú einu sinni gengið götu, þar sem hann átti ekki á hættu að verða fyrir burðarstól eða dráttarkarli. Það var eins og hann væri allt í einu kominn út í dagsljósið eftir að hafa setið í myrkrastofu allt sitt líf. Þeir, sem áttu leið framhjá honum í ökutækjum, virtu hann fyrir sér með ískaldri forvitni, sumir jafnvel opinskárri fyrirlitn- ingu. Peter fór að verða órótt við augnatillit kynbræðra sinna: Litu þeir niður á hann, af því að hann var fótgangandi og illa búinn? Það hrikti i járni, og stóru porti var hrundið opnu hægra megin við Peter. Tveir menn komu út, akandi í handvögnum, annar miðaldra, hinn kornungur. Báðir voru mjög vel búnir, báðir létu hendurnar hanga hirðuleysislega út af armstokkum vagnanna, «n»:::mt»»m:»»:»nw»»»:nnm»t»nnn»»»:»:ni!iBi»»»nt»mtm:mt»!» *• O N A N hreyflar Onan bensínrafstöff. Varahreyflar fyrir Onan ben- sín-rafstöðvar, 12 volta, 400 watta 12 volta 800 watta og 32 volta 1000 watta, eru fyr- irliggjandi. Höfum auk þess ýmsa aðra varahluti í QNAN ben- sín-rafstöðvar. VÉLA- & RAFTÆKJAVERZLTOW REKLA Tryggvagötu 23. Sími 1278. Frá Miðbæjarskólanum Þriðjudagur 1. okt.: Læknisskoðun. Kl. 8 f. h. 13 ára drengir, kl. 9 13 ára stúlkur, kl. 10 12 ára stúlkur, kl. 11 12 ára drengir, kl. 1,30 e. h. 11 ára stúlkur og kl. 2,30 11 ára drengir. Börnin komi í skólann, sem hér segir: Miðvikudagur 3. okt.: Kl. 8 13 ára börn (f. 1933), kl. 10 12 ára börn (f. 1934), kl. 1,30 10 ára börn (f. 1936), kl. 3 9 ára börn (f. 1937); Fimmtudagur 3. okt.: Kl. 8 11 ára börn (f. 1935), kl. 10 8 ára börn (f. 1938) og kl. 1,30 7 ára börn (f. 1939). ATH. Núverandi suðvesturtakmörk Miðbæjarskólahverf- isins eru: Öldugata, Bræðraborgarstígur og Brunnstígur. Þessar götur og götur fyrir sunnan þær og vestan heyra nú til Melahverfi. Hins vegar heyrir allt Garðastræti til Miðbæjarskólahverfi. Þó verða börn f. á árunum 1933— 35 (að báðum árum meðtöldum), sem heima eiga við Bræðraborgarstíg og austan hans suður að Hringbraut (Hringbraut ekkl meðtalin) áfram hér 1 skólanum næsta vetur. Austurtakmörkin eru um Klapparstíg, Skólavörðustíg, Njálsgötu og Fjölnisveg. Öll börn, sem búa við þessar götur og vestan þeirra og norðan eiga sókn í Miðbæjarskólann. Nánar í Morgunblaðinu laugardaginn 21. sept. s. 1. Skólastjóriim. *• Nýkomnir steðjar og skrúfstykki, margar stærðir. Verzl. Vald. Poulsen Klapparstíg 39. Austurbæjarskólanum Börn, 11—13 ára (fædd 1935, 1934 og 1933), sem sókn eiga í Austurbæjarskólann, mæti í skólanum þriffjudaginn 1. okt., kl. 9. Börn, sem ekki voru í skólanum s.l. -ár, en eiga nú sókn i hann, mæti sama dag, kl. 11. Læknisskoðun fer fram miðvikudaginn 2. okt. Nánar tll- kynnt I skólanum. Öll börn 7—10 ára (fædd 1939, 1938, 1937 og 1936), sem sókn eiga í skólann, mæti þriðjudaginn 1. okt., kl. 14. Skólastjóriim. UTBREIÐIÐ TÍMANN VINNEÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.