Tíminn - 11.04.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1947, Blaðsíða 2
2 TlMINN, föstiaclagimi 11. aprfl 1947 68. blað VETTVflNGUR ÆSKUNNfl MÁLfiAO SAMBANDS liiGKA FRAMSÓKNARMAMA. — RITSTJÓRI: JÓN HJALTASON. Hreinar línur Einn af efnilegustu mönnum Sósíalistaflokksins, Jónas Har- alz, flutti fyrir nokkru síðan útvarpserindi, þar sem hann taldi stefnuleysið og hringlanda- háttinn í íslenzkum stjórnmál- um einn mesta háska lýðræðis- ins. Flokkarnir gengu til kosn- inga með fögrum loforðum, en breyttu svo gagnstætt þeim, er á þing væri komið. Kjósendur vissu því raunar ekki, hvað þeir væru að gera, þegar þeir greiddu atkvæði, því að það, sem þeir gerðu í góðri meiningu, gæti haft öfugar afleiðingar. Með þessu væri fótum raun- verulega kippt undan lýðræð- inu. Þetta er alltof rétt. Það geta menn bezt sannfærzt um, ef þeir athuga kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu á síð- astl. vori. Það vantar hreinar línur i íslenzk stjórnmál. Þær koma ekki fyrr en.flokkarnir verða það í verki, sem þeir segjast vera, og standa við þau loforð, sem þeir gefa kjósendunum. Þessar línur voru allskýrar hér á landi á árunum milli styrjald- anna. En þær hafa eiginlega óskýrzt í sama hlutfalli og Sós- íalistaflokkurinn hefir vaxið. Ýmsir hafa litið á hann, sem þann flokk, er stæði lengst til vinstri. Þegar hann hóf daður sitt við Sjálfstæðisflokkinn, er síðan leiddi til algers samstarfs þeirra á þeim grundvelli, að braskarar og gróðabrallsmenn hafa aldrei llfað betri tíma, ríigluðust línurnar í íslenzkum stjórnmálum fullkomlega. Menn fóru að hætta að gera sér grein fyrir, hvað væri vinstri eða hægri, þegar þeim, sem voru á yzta kanti sitt. hvoru megin, ægði saman í einum graut. Þótt hið opinbera samband milli Sósíalistaflokksins og stór- gróðavaldsins hafi slitnað í bili, eru þar enn sterkar taugar á milli bak við tjöldin. Þess vegna gat það gerzt samtímis um sein- ustu áramót, að Sósíalistaflokk- urinn gat alveg eins gengið inn í hægri stjórn undir forustu Ólafs Thors og vinstri stjórn undir forustu Kjartans Ólafs- sonar. Stejfnuleyáið og línuleysið í íslenzkum stjórnmálum stafar þannig mest af því, að flokk- urinn, sem þykist vera merkis- beri hinnar róttækustu vinsíri stefnu, leikur fullkomlega tveim skjöldum, er í stöðugu makki við stórgróðavaldið og er alveg eins reiðubúinn til þátttöku í hægri stjórn og vinstri stjórn. Ástæðan til þessa er sú, að flokkurinn er ekki sá, sem hann læzt vera. Það er ékki fyrst og fremst róttæk vinstri stefna, er vak,ir fyrir honum. Fortingjar hans hafa meiri áhuga fyrir öðru. Hugur þeirra er bundinn meira við heimspólitík en ís- lenzk stjórnmál. Þeir hafa meiri áhuga fyrir velgengni Rússa en íslenzks verkalýðs. Menn þurfa ekki annað en að lesa Þjóðvilj- ann til að sannfærast um þetta. Þar er eytt margfallt meira rúmi í þágu rússneskra hags- muna en íslenzks verkalýðs. Þess vegna geta þessir menn líka alveg eins tekið þátt í hægri stjórn og vinstri stjórn, ef þeir álíta það henta rússneskum hagsmunum eins vel. Meðan stór flokkur, sem telur sig róttækasta vinstri flokkinn, Agætur fundur í F. U. F. í Reykjavík 65 nýir félagar hafa gengið í félagið i vetur. Að kvöldi þriðjudagsins 1. apríl var fundur haldinn í Fé- lagi ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Var hann haldinn í Baðstofu iðnajðarmanna viið Vonarstræti. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, flutti ýt- arlegt og snjallt erindi um stjórnmálaviðhorfið. Að lokinni ræðu hans urðu fjörugar um- ræður fram á nótt. Fundurinn var fjölmennur og fór fram með mikilli prýði. í Félagi ungra Framsóknar- manna í Reykjavík ríkir nú mikill áhugi. Á þessum fundi bættust margir nýir félagar í hópinn. Hafa nú 65 nýir félagar gengið í Félag ungra Framsókn- armanna á þessum vetri. Ber það glöggan vott þess, að æskan í höfuðstaðnum eykur straum- inn undir merki þeirrar þjóð- legu, raunhæfu framfarastefnu sem Framsóknarflokkurinn berzt fyrir. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Friðgeir Svéinsson, kennari er formaður, Stefán Jónsson, gjaldkeri og Andrés Kristjánsson ritari. Meðstjórn- endur: Steingrímur Þórisson og Guðni Þórðarson. Gegn forréttindaað- stöðu stórgróðamanna Þeir urðu gripnir nokkrum taugaóstyrk, piltar, sem rita æskulýðssíður íhaldsblaðanna, þegar þeim varð kunnugt um .,Vettvang æskunnar" í Tíman- um. Það var að vonum. Ritstj. íslendings þóttist verða hissa á því, aö nokkrir ungir Fram- sóknarmenn skyldu vera til. Jó- hann Hafstein tók undir hér suður í Reykjavík. Þeir héldu víst, að „nýsköpunarstjórnin" sáluga, sem missti jafnvægið á síðastliðnu hausti, hafi veitt samtökum ungra Framsóknar- manna þá und, sem af yrði ben. Þeim hefir ekki orðið að þeim vonum. Á þessum vetri hafa það sem af er, 65 nýir félagar gengið í Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík. Sýnir þetta glöggt hvert straumurinn ligg- ur. Jóhanni Hafstein hefir orðið nokkuð ágengt við að halda Reykjavíkuræskunni í Heim- dalli með dansskemmtunum í Holstein. Hann veit, að það er um að gera að halda æskunni innan þröngra veggja andlega og láta hana iðka fótmennt í þægilegu húsi, ef hún á að fylgja íhaldsflokknum að mál- um. Þetta er viturleg stefna af sjónarhóli íhaldsflokksins. Þeir vita það foringjar hans, að ef æskan hugsaði af alúð um þjóð- félagsmál myndu fáir úr hennar hópi styðja erindreka stórat- vinnúrekenda, braskara og okr- ara til setu á löggjafarsam- kundu þjóðarinnar. Það kom við kaun þeirra rit- er undir slíkum „áhrifum" geta ekki skapazt hreinar línur í ís- lenzkum stjórnmálum. Fyrir þá liðsmenn Sósíalístaflokksins, er raunverulega vilja róttæka póli- tík og hreinar línur, er hollt að gera sér þetta ljóst. Vilji þeir vera trúir stefnu sinni, verða þeir annað hvort að leysa hinn rússneska læðing af flokknum eða skipa sér í aðra fylkingu, sem fylgir fram sjónarmiðum þeirra. Gerðu þeir það, yrði þess ekki langt að bíða, að óeiningin hyrfi úr verkalýðssamtökunum og það væri líklegast til að hreinsa loftið og skapa hreinar línur í íslenzkum stjórnmálum. stjóra íhaldsins, þegar hér var bent á, hversu flokkur þeirra er byggður upp af auömönnum, sem leitast við að vernda for- réttindaaðstöðu sína í þjóðfé- laginu. Ritstjóri íslendings þótt- ist hvergi sjá okrara né brask- ara í „Sjálfstæðisflokknum“. Ekki þóttist hann heldur verða var neinna forréttinda. Ritstjóri íslendings er nýbak- aður erindreki þessa flokks. Ekki þó með öllu illa gefinn. Hann talar því hér annað hvort gegn betri vitund eða hann hef- ir látið sendast í smalamennsk- una alls óafvitandi um stefnuna, sem hann skyldi styðja. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir óheftu einstakilngsfram- taki. Lýðræðishugmynd þeirra er fólgin í frjálsu, skipulags- snauðu kapphlaupi eftir gæð- unum. Eins og nú horfir við hafa einstakir menn auðgast á alls konar braski. Þeir hafa tryggt sína aðstöðu. Á dögum „nýsköp- unarst^jþrnarinnar" var það t. d. einkar gróðavænlegt að setja á fót heildverzlun eða byggja hús til að leigja með okurleigu eða selja með stórlegum hagnaði. Þetta eru aðeins dæmi af hundruðum dæma. Þessir gróðabrallsmenn hafa tryggt sína aðstöðu. Þeir ráða fjármagninu, standa bezt að vígi. Þeir halda áfram að ávaxta fé sitt meðan alþýða manna hefir varla fyrir daglegum þörfum. Sé einstaklingsfram- takið látið óheft, verði einstök- um auðmönnum þolað að ráða ýfir arðvænlegustu atvinnu- tækjum þjóðarinnar, verði þeim þolað að ráða í atvinnulífinu er alþýða manna illa á vegi stödd. Auðjöfrar í öllum löndum hafa þessa forréttindaaðstöðu. Eða vill Magnús Jónsson, ritstjóri íslendings, halda því fram, að þeir þurfi jafnt á sig að leggja, sem fæddir eru í miljónaauði, og þeir, sem fæddir eru snauðir? Hafa þeir jafna aðstöðu í þjóð- félaginu? í öllum löndum eru það íhaldsflokkarnir, sem halda fram óheftri sahikeppni. í öllum löndum eru það auðmennirnir, sem hafa myndað þessa flokka Stefán Jónsson um sig til að tryggja aðstöðu sína áfram. Sjálfstæðisflokkur- inn hér er engin undantekning. Auðmennirnir beita nú öllum ráðum til að tryggja sem bezt allan misfenginn gróða sinn til einkaumráða. Þjóðfélagið, fær lítiö til framkvæmdanna, sem bíða. Þeir svíkja undan skatti. Þeir óttast eignakönnun, óttast um forréttindaaðstöðu sína. Þeir gera út „legáta“ eins og Aron nokkurn Guðbrandsson á 20. öld eftir Krist til að villa alþjóð sýn í þessu efni. Hann skrifar um eignauppgjör undir feitustu fyrirsögn Morgunblaðsins 21. febrúar s.l. Hann segir, að „það muni koma á daginn, þegar eignakönnun fer fram, að það verði færri stórfiskar í netinu, þegar það er dregið að landi, heldur en haldið er af þeim, sem ekkert þekkja til málanna." Hér er trútt úr hópi talað. Hér er reynt að fæla frá eigna- könnun með fáránlegustu brögð- um. Eignakönnun er heldur ekki gerð til að klekkja á alþýðu manna, eins og Aron þessi á 20. öld vill vera láta. Hún er gerð til að leiða í ljós gjaldþol borg- ara og getu þeirra til fjárfram- laga í þágu framkvæmda, sem fé skortir til. Enga eignakönnun! Frjálsan, skattsvikinn stórgróða! Þetta eru stoðirnar undh gullkálfi Arons á 20. öldinní. Þessum gull- kálfi er enn haldið að íslenzku þjóðinni. Skyldi henni ekki fara líkt og ísraelsþjóð í eyðimörk- inni í Mósebók? Mikijl hluti ís- lenzku þjóðarinnar hefir þegar of lengi dýrkað gullkálfinn. Það er tími til kominn að snúa frá. Heildsalar og smákaupmenn hafa j'afnan haft gróflega mik- inn ýmugust á samtökum fjöld- ans um verzlun. Hafla þeir frá upphafi barizt gegn kaupfélög- unum. Norður í Þingeyjarsýslu urðu þændur að svelta, þó að vörur væru hjá kaupmönnum, ef þeir vildu láta hugsjón sína rætast. Kaupmenn sögðu: „Þú færö ekki út nema þú segir þig úr kaupfélaginu fyrst.“ Bændur urðu því ákveðnari að efla sam- tök sín. Og samtökin urðu sterk. Frá því, er kaupmenn sáu, að þeir gátu ekki kæft verzlun sam- vinnumanna í fæðingu, hafa þeir beitt öðrum brögðum, sem við varð komið til að halda verzluninni í eigin höndum. Hafa þeir jafnan haft djúptæk áhrif á stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Úr pyngjum þeirra hefir drjúgum dropið til styrkt- ar flokknum. Ekki var það sízt þegar Holstein var byggður. Það er því ekki með öllu óskiljan- Friðgeir Sveinsson form. Guðni Þórðarson Blöð íhaldsins hér á landi fagna ákaflega ræðu Trumans Bandaríkjaforseta um fjárljags- lega og hernaðarlega aðstoð í innanlandsstyrjöld Grikkja. Eru það mikil fádæmi, hversu blind- ir þeir menn eru, sem sjá ekki, að hverju er stefnt með þeirri yfirlýsingu. Ef stefnunni verður svo haldið fram, er ekki annað sýnna en heimurinn klofni í tvær stríðandi fylkingar, áður en langt um líður. Rússar færa út kvíarnar, Bandaríkin færa út kvíarnar. Kommúnistar allra landa fara hamförum í áróðri gegn Banda- ríkjunum. íhaldsmenn allra landa skera upp herör gegn Sovét-Rússlandi. Þeir fá ekki mikinn hljómgrunn, sem vilja tryggja varanlegan heimsfrið og draga úr tortryggni stórveld- anna. í raun og veru þrá allar smá- þjóðir frið. En þær eru blindaðar af áróðri heimsveldissinna stór- veldanna. Þær fljóta enn sof- andi að feigðarósi. Ef smáþjóðir Sameinuðu þjóð- anna bindust samtökum um verndun friðarins og þeirra hug- sjóna, sem sameinuðu þjóðirnar eru ávöxtur af, gæti allt farið vel. Margt smátt gerir eitt stórt. Ef þessar þjóðir allar ynnu af alúiS að því að vinna friðinn, er legt, hversu sá flokkur hefir alla tíð beitt sér gegn samvinnu- stefnunni. í þessu efni skilur ritstjóri íslendings hlutverk sitt prýðilega, en það er fólgið í því að rægja kaupfélögin og hefja kaupmenn til skýja. Hann segir, að kaupfélögin greiði litla sem enga skatta. Honum ætti að vera kunnugt um það, að í flestum héruðum er kaupfélagið hæsti gjaldandi. — -Annars virðist Magnús Jónsson illa skilja eðli kau^félaganna. (Framhald á 4. siðu) Andrés Kristjánsson Steingrímur Þórisson ekki víst, að það yrði unnið fyrir gýg.Ef smáþjóðirnar geta skapaö sterkt almenningsálit gegn hel- stefnu þeirri, sem nú grefur um sig, er það drjúgt spor í áttina til að tryggja frið í heiminum. Það, sem allar þjóðir, sem unna friði, þurfa að sameinast um, er stefnan, sem mörkuð var af Churchill og Roosevelt á Atlantshafi, er varð undirstaðan undir stofnun Sameinuðu þjóð- anna. í fyrsta lagi, að ríki sækist ekki eftir stækkun, hvorki land- fræðilega né á annan hátt. í öðru lagi, að engar landa- mærabreytingar séu knúðar fram með herstyrk eða hótun- um. í þriðja lagi, að öllum þjóðum sé tryggður réttur til að ákveða sjálfar stjórnarform það, sem þær vilja búa við. í fjórða lagi, að öll ríki hafi jafnan rétt til hráefna heimsins. í íHmmta lagi, að fyllsta sam- vinna sé milli þjóða í fjárhags- efnum til að tryggja öllum bætt lífskjör, fjárhagslegar fram- farir og fjárhagslegt öryggi. í sjötta lagi, að öllum þjóðum sé veitt öryggi til að búa innan landamæra sinna í friði, sem tryggi, að allir menn í öllum löndum geti lifað lífi sínu lausir við ótta og skort. í sjöunda lagi, að öllum sé heimilt að ferðast hindrunar- laust um úthöfin. í áttunda lagi, að allar þjóðir afneiti notkun valds, þar sem enginn friður getur hald/zt, ef vígbúnaður á landi, sjó eða í lofti heldur áfram. Þetta er stefnan, sem íslend- ingar eiga að halda fram á al- þjóða vettvangi. Þetta er stefn- an, sem miðar að friði, frelsi og öryggi allra þjóða, smárra og stórra. Undir merkjum þessar- ar stefnu er drengilegt að berj- ast. J. Hj. Styrjöld eða friður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.