Tíminn - 11.01.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1948, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Eddu.húsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og auglýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 32. árg. TÍMINN, mánuclaginn 11. jan. 1948 8. tolaö Báið að skipta 101,5 miljónum Psningamnköllun á öliu landinu er nú að verða lokið. Samkvæmt heimildum frá Landsbankanum í morgun er alls búið að skipta hundrað og einni miijón og fimm hundruð þúsundum króna. Búist var við, .aö i umgerð væru rúmlega 107 miljónir. Lætur því nærri að búið sé að skipta öllu því fé, er t.alið var, að væri i umferð. Nokkr- ir innlánssjóðir hafa ekki gert skil til Landsbankans enn sem komið er, en munu gera þaö í dag og næstu daga. Oveður veldur síma- biluuum Mikill stormur og nokkur úrkoma gekk yíir Suðvestur- land nú um helgina. Olli óveð- ur þetta allmiklum skemmd- um, sérstaklega í símakerf- inu. Samkvæmt viðtali, er Tím- inn átti við talsmann lands- símans i morgun, hefir Suð- urlandslína til Austfjarða skemmst mjög í Reynishverfi. Reynt verður að gera vio hana í dag. Er nú sam’oandslaust með öllu til A-ustfjarða. Einn- ig hefir landsímalínan bilað til Patreksfjarðar og er talið, að hún sé biluð á Kjalarnesi. Verður einnig reynt að gera við þá bilun í dag. Einna mest var þó hvass- viðrið sums staðar norðan lands, en þar komst veður- hæðin víða upp í 10 vindstig. Samfara stormlnum var surns staðar rigning, og er hálka mikil á vegum, þar sem svell var undir sniónur.''. Svíar cru vel vopnum búnir og hafa sterkum her á að skipa. Er það fyrst og fremst talið herstyrk þeirra að þakka, aö þeirra biðu ekki sömu örlög og Norðmenn og Danir í styrjöldinni. Að þeirri reynslu feng:- inni munu Svíar telja sér lífsnausyn að treysta her sinn og herbúnað fremur cn rýra, þótt friöur sé að kalla í hciminum (raunar er barizt í einum sjö eða átta löndum), ekki sízt, þar eð þcim virðist sem fleir- um, að ískyggileg blika sé á austurloftinu. — Myndin hér að ofan er af sænska flaggskipinu „Svíþjóð", en bak við það sést hcrskipið „Viktoria drottning". Uppi í horninu cr foringinn á „Svíþjóð. Þjóðverjar krefjast: VÍnnUStÖðVUII sameiginlegrar yfir- stjcrnar ■ r Wallace taiinn fylg- islaus í Banda- ríkjunum SSæði verkalýðssam Siöndin Isafa mót- mælt framlmtSt Isans Eins og sfcýrt hefir verið frá áður, tilkynnti Henry Wallace það í rœðu, er hann hélt í Chicago á dögunum, að hann myndi bjóða sig fram sem forsetaefni við nœstu kosningar i Bandaríkjunum, en þœr fara fram þar í lan\i á þessu ári. Mesta fylgi Wallace hefir verið talið í Miðríkjunum að norðanverðu, meðal iðnaöar- fólksins, en svo undarlega har við, fyrir nokkru, að bæði verkalýðssambönd landsins, sjálft alþýðusambanlið og CIO, samband félaga verk- smiðjufólks, samþykktu á- vítanir í garð Wallace fvrir að reyna að bjóða sig fram og þannig að spilla hinu forna flokkakerfi landgins og stofna til þriðja flokksins í landinu. Fjöldafundir í Essess ng SnSIingcn Mikil óánægja hefir grip- ið um sig í Ruhr og ýms- um öðrum hlutum Vest-' ur-Þýzkalands nú slðustu dagana vegna ónógs mat- arskamrnts. í tayrjun vikunnar fór að brydda á verkföllum hjá ýmsum starfsgreinum og var ástæðan einungis sögð vera sú, að menn vildu fá meiri matarskammt og alveg sér- staklega þó, að þeir mættu reiða sig á þann skammt,! sem þeim væri tjáð, að þeir ættu að fá vikulega. 1 Siðan hefir þessi alda hungurverlcfalla breiðst út enn meir og er nú gert ráð fyrir, að um 50,000 manns hafi lagt niður vinnu í gær. Fjöldafundir voru háðir undir beru lofti bæði í Essen j og Solingen. Fundir þessir ' fóru þó friðsamlega fram að mestu leyti. Á báðurn þessum fundum var þess krafizt, að sigur- vegararnir settu á laggirnar sameiginlega fjárhagsstjórn fyrir allt Þýzkaland og jafn- framt kom það fram, af hálfu talsmanha verkfalls- manna, að verkföll myndu endurtaka sig án afláts, unz bætt yrði úr þeim matar- skorti, er víða ríkir i Vestur- Þýzkalandi, en þó sérstak- lega í Ruhr. Sjómenn vllja ffá hækkaða ka eigrtrygging» u brðyíingn á SilBaíaskipíasm Undanfarið hafa staöið yfir samningar milli sjómanna, sem stunda línuveiðar á vetrarvertíðinni frá Suðurnesjum, og útgerðarmanna á þessum stöðum. Hefir verkalýðs- og sjómannafélag Gerða- og Miðneshrepps ákveðið að láta kcma tii vinnustöðvunar í íandi frá og með 17. þ. m., ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma, Til stöðvunar þarf hins vegar ekki að koma hjá sjómönnum, því aö línu- veiðar eru ekki hafnar enn frá Suðurnesjum. Flestir bátar þaffan stimda sildveiðar í Hvalfirði. Þó eru fjórir bátar fullbúnir til línuveiða. Geta þeir ekki hafði veiðar fyrr en samningar hafa tekizt. Það, sem sjómenn á Suður- nesjum fara fram á, er, að kauptrygging þeirra verði hækkuð upp í það, sem hún er á sumarvertíðinni og síld- veiðunum, um 1800 krónur á mánuði með núverandi vísi- tölu. Kauptryggingfn á vetr- arvertíðinni hefir verið miklu 'ægri að undanförnu, um 1100 krónur meö núverandi vísi- tölu. Ber því allmikið á milli í þessu efni. Auk þess fara sjó- menn á Suðurnesjum fram á það, að tekin verði upp önn- ur hutaskipti eða öllu held- ur, að mönnum verði fækkað um einn á hverjum bát, þannig að þeir veröi ellefu í stað tólf. En jafnmikið kæmi í hlut áhafnar og áöur, en það skiptist þá í færri staði, og hækkar það nokkuð hlut hvers og eins. Slík hluta- skipting hefir tíðkazt á Akra- nesi undanfarin ár og gefizt vel. Það, sem útgerðarmenn á Suðurnesjum sjá athuga- vcrt við hana, er það, að lík- ur eru til, aö aukavinna, sem útgerðin verður að borga sér- staklega, myndi aukast, ef mönnum yrði fækkað á bát- unum, frá því sem verið hefir. Undanfarnar vertíðir hafa margir bátar orðið að verja miklu fé til að standast straum af aukavinnu við beit ingar. Eru dæmi til þess, að slíkur kostnaöur hafi orðið meira en tíu þúsund á bát yfir vartíðina. Óttast útgerð- armenn, að þessi aukakostn- aður muni vaxa, ef mönnum verði fækkaö við bátana. Auk þess er líka oft erfitt að fá menn til að hlaupa i skörð- in við beitingu, þegar maður forfallast, ekki sízt þegar ■stöðugar gæftir eru, en þá þarf oft á aukinni aðstoð að halda. Þá er einmitt mest vinnan í landi og oft undir hælinn lagt, hvort nokkur fæst til að beita. Getur þetta (Framhald á 7. siðu) 70 sænskir hauir við síldveiðar hér síðastliðið sumar Sjötíu sænskir bátar voru á íslandsmiðum við sildveið- ar síðastliðið sumar. Voru þessir bátar flestir 100—200 smálestir að stærð, og mun heildarafli þeirra hafa unm- ið eitthvað 45 þúsund tunn- um síldar. Vegna veiðibrestsins síð- astliðið sumar gátu Sviar ekki fengið alla þá saltsíld, sem íslendingar höfðu á- kveðið að selja þeim, svo að með ihinna móti hefir verið á boðstólum af Íslandssíid í Svíþjóö í haust. Múrarar hafa ekki fengið kauphækkun nú um áramótin I Þjóðviljanum sem út kom 6. þ. m., er því haldið fram, að nú um áramótin hafi kaup múrara með sarnn- ingi milli félags vors og Múr- arafélags Reykjavíkur verio hækkað úr kr. 3.35 um klst. upp í 3.G5. Þessi frásögn er ekki rétt, og viljum vér af þyí efni taka fram það, sem nú skal greina. Svo sem kunnugt er, vinna múrarar og trésmiðir að jafn aði meira og minna saman að húsabyggingum. Er þvi eðlilegt, að báðar stéttirnar hafi sömu laun eða svipuð. Sumarið 1946 fengu trésmio- ir hækkaðan taxta úr kr. 3.35 um klst. upp í kr. 3.65. Komst þá á það lag, að flest- ir múrarar fengju einnig það kaup, og hefir það haldizt síðan. Um þetta var hins veg- ar engin samþykkt gerð þá og ekki fyrr en í október eða nóvember s.l., er Múrarafélag Reykj avíkur samþykkti þenna taxta formlega á fundi og síöan tilkynnti munnlega formanni vorusu samþykkt þessa. Taxti þessi hefir ekki, svo að oss sé kun'nugt, verið auglýstur i blöðum. og enginn samning- ur hefir verið gerður um þetta, enda enginn fariö fram á slíkt. Svo sem sjá má af ofar- skráðu, er hér ekki um, að ræða neinn samning, gaml- an né nýjan, og ekki kaup- hækkun, sem orðið hafi nú um áramótin, heldur þegar sumarið 1946 á þann hátt, sem fyrr greinir. Reykjavík, 10. jan. 1946. í stjórn MÚRARAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Gisli Þorleifsson Guðm. St. Gíslason Guðjón Sigurösson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.