Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1948, Blaðsíða 3
TÍMIN'N, fimmtudaginn 18. marz 1948. 3 S4. blaff - ■ - -. Arnaldur Jónsson blaðamaður Eitt haust fyrir mörgum árum komst ég í kynni við kornungan pilt, sem kominn var til Reykjavíkur til náms. Hann hét Arnaldur Jónsson •— sonur Önnu Jósefsdóttur og Jóns Stefánssonar fyrrum ritstjóra á Akureyri. Hann hafði alizt upp í Skagafirði og stundað nám á Laugar- vatni og öðlast á báðum stöð- unum veganesti, sem glætt hafði vilja hans til átaka í ólgu lífsins. Það atvikaðist svo, að við áttum fljótlega talsvert sarn- an að sælda, og áður en mörg ár liðu, vorum við orðnir náir- ir samstarfsmenn. Þótt leíð- ir skildi aftur við og við og stundum bæri heil heimshöf og hálfar álfur á milli, rofn- uðu aldrei síðan þau tengsl, sem þá mynduðust. Nú er Arnaldur Jónsson dá- inn, mjög fyrir aldur fram. ekki þrítugur maður. Sögu ungs ’ manns — sögu dýrra vona og sárra harma er lok- ið. Arnaldur Jónsson var gædd ur hæfileikum, sem líklegir voru að endast honum til frama og gengis. Hann var maður vel greindur, sneydd- ur mörgum hömlum, er vilja verða mönnum fjötur um fót, bjó yfir ríkri athafnaþrá, kunni að sækja af kappi að settu marki og kaus sér mjög ungur það verksvið, sem hann var vel fallinn til og hugur hans þráði mest fram á siöasta dag. Blaðamennsk- an var hans kjörni vettvang- ur, og þar auðnaðist honum líka um skeið að vekja at- hygli qg skapa sér álit, frem- ur flestum starfssystkinum sínum. Það var enginn vafi, að hann gat brýnt til stáls í hörð um sennum og skipað ser hiklaust í fylkingu. En mikl- um mun minnisstæðari eru mér þó aðrir þættir í fari hans — glaðværð, tryggð við vini sína og hjálpfýsi langt um fram það, sem almennt; gerist. Ómar Khayyám var hans eftirlætisskáld. Ég hefi ekki þekkt annan, sem meir hafi lifað í hans anda á gleðifund um. Ef til vill hefir þar spunn izt saman gæfa hans og ó- gæfa — í bikar glaðværðar og örlætis hafi eitrið falizt. Fyrr en hann sjálfan varði hafði hin gullna veig orðið að þeirri þungu elfu, sem hann megnaði ekki að sporna við, þrátt fyrir einlægan vilja. Arnaldur Jónsson kunni tvímælalaust flestum betur að deila skapi við hvern sem var. Hann var næmur og fljót ur að skilja cg fljótur að hríf ast. En eigi að siður vissi hann vel, að hann átti til þeirra að telja, sem manns- bragð hefir þótt að. Hann taldi sér ekki heldur samboð- ið, hvao sem var, þótt ekki hefði hann það á orði. Og þótt ógæfan knésetti hann til hálfs, án þess að hann megn- aði að verjast henni, lét hann aldrei bugast. Fáum dögum áður en hann dó hafði hann einsett sér að hverfa burt úr Reykjavík til dvalar hjá tryggum vini, sem hann elskaði og virti flestum fremur, og hafði uppi ráða- gerðir um framtíð sína, þegar hann kæmi aftur. En það sannaðist, að enginn má sköp um renna. Og í dag fylgjum við hon- um til grafar — drengnum frá Daufá, skólapiltinum frá Laugarvatni, námsmannin- um frá Minneapolis, blaða- manninum í Reykjavík. — Það verður stundum styttra um kveðjur en maður hygg- ur. En þalckir gamajla starfs- manna skulu honum goldn- ar, sem nú er í valinn fallinn, og samúð vottuð móður hans, ungri systur, sem hann dáði heitt, aldraðri ömmu og ööru skylduliði hans. J. H. Athugasemd um Grænlandsmálið í tilefni af grein í „Tím- anum“, mánudaginn 8. marz „Ætla Danir að selja Græn- land“, leyfi ég mér að taka f ram: Greinarhöfundurinn segir um fríðindi ýmissa þjóða á Grænlandi: „ísland er einn hagsmuna- aðilinn, sem er algerlega af- skiptur, þrátt fyrir jafnrétt- issamninga við Dani, sem og fyllsta rétt til landsins á lagalegum og sögulegum for- semdum. Einum oss, land- námsþjóðinni, er meinaö þar allra laga og bjargráða." ; Sannleikurinn er sá: íslend * •nft'-Æ;* tð&r V. ■ A> ingar höfðu samkvæmt sam- bandslögunum frá 1918 ná- kvæmlega sömu. réttindi sem danskir þegnar á Grænlandi — það er að segja fleiri en þeir útlendingar, sem nefnd- ir eru í greininni. Þessi réttindi hafa íslend- ingar enn í dag, þar sem sam bandslögin munu ekki ganga úr gildi í Danmörku hvaö þetta snertir, fyrr en sam- komulag hefir náðst milli Danmerkur og íslands. Það er ekki leyndarmál, að Danir hafa ekki óskað eftir að nema úr gildi þau jafn- réttindi, sem fríðindi íslend- TAPAÐUR LEI í minningu látins félaga Arnaldur Jónsson var dag- farsprúður maður og umtals- góður. Það má telja til und- antekninga hafi hann nokk- ur tíma talað illa um nokk- urn mann algáður, en jafn- an er ærin mannlýsing í því, hvernig fólk talar um félaga sína 'og kunningja. Mann- göfgin finnur það, sem gott er í öðrum, og góðvildin held- ur því á loft. Mæðumönnum hættir stundum við að kenna vonzku annarra eða grimmd samfélagsins um ógæfu sína. Margur telur sér trú um, aö hann hefði orðið allur annar maður, ef atvikin hefðu lagzt eitthvað dálítið öðruvísi, og kennir þannig ytri atvikum eða örlögunum um mistökin. Arnaldur hafði of mikið raun sæi, of ríka réttlætiskennd og of mikinn drengskap til að afsaka sig með slíkum hug- myndum. Arnaldur Jónsson var vel fallinh til blaðamennsku. Hann hafði góða yfirlitsþekk ingu um flest merkari mál innanlands og utan og áttaði sig því fljótt á fréttum og frá sögnurti. Hann talaði vel og skildi enska tungu. Og hann var bæði viðbragðsfljótur og eljusamur að leita nánari fregna og fyllri upplýsinga um mál og atbui'ði. Hann sam einaði almenna þekkingu, dugnað og samvizkusemi hins góða fréttamanns. Hann leit á blaðamennsk- una .sem köllun sína og ár- um saman hafði hann kosið að gera hana sér að lífsstarfi. Hæfileikar hans og mannkost iixga á Grænlandi eru byggð á, þó að sambandinu frá 1018 sé slitið. Greinarhöfundur segir enn fremur: „Þessari, að ráðherrans (Hans Hedtofts) „skynsam- legu og tímabæru" spurningu („af hverju seljum við ekki Gi’ænland?“) gat hann að vísu ekki svarað ,,formelt“ játandi, og bar aðallega við velsæmisástæðum. Hins veg- ar varðist hann að láta í ljós nokkurn efa um það, að Dan- ir hefðu lagalegan rétt til að selja landið, og ekki neitaði hann því, að það gæti verið mikill gróðavegur. Efnislega er spursmálinu um sölu Græn lands því enn haldið opnu, hvenær sem Danir kynnu að sjá sér færi, og viðeigandi form eða yfirborðsafsökun íyndist til slíkrar ráðstöfun- ar á þessu gamla íslenzka þjóðlandi." Hans Hedtoft forsætisráð- herra svaraði þeirri spurn- ingu, af hverju Danir seldu ekki Grænland, á þessa leið: „Af því að það væri ósam- rýmanlegt heiöri og samvizku vorri. Grænlendingar eru og finnst þeir vera landar vorir, og okkur finnst þeir vera oss nátengdir. Það getur ekki veriö verk- efni kynslóðar vorrar að gera Danmörku minni, og það væri ósamrýmanlegt stefnu ríkisstjórnarinnar og óskum þjóðarinnar." Martin Larsen blaðafulltrúi við danska sendiráöið. ir skipuðu honum lika með prýði þar á-6ekk, ef að þeim hefði notazt. íslenzk blaða- mannastétt þurfti hans með. Það sýndist því vel ráðið, þegar nokkrir vinir hans tóku hann til samstárfs við sig að blaðamennskú á síðást’liðnu sumri, eftir að hapn hafði ver ið starfslítill um hríð. Þar kom hann að starfi, sem hann þráði og var vel til fallinn, og átti að vinna það í þeim félagsskap, sem ætla mætti, að væri honum freihiir noll- ur. — En vínhneigður maður, sem vill bæta ráð sitt í Reykjavík, er eins og ofsótt og umsetið fórnarlamb í vargakjöftum. í þi-já mánuði: gekk allt þolahlega að kálla mátti, en þá bar út af. Gömul og óholl kynni urðu hinum góða vilja og betri sambönd- um yfirstei-kari. Eftir það seig jafnan á ógæfuhliðina þar til yfijlauk. Og nú er Arnaldur Jónsson látinn, aðeins 28 ára gamall, fullum fjörutíu árum áður en ætla mætti, að starfsdegi hans væri lokið með eðlileg- um hætti. Þegar slys ber að höndum þykir hverjum góðum dreng skylt að gera sér grein fyiir því, hvað valdið hafi og hvernig megi komast hjá slíkum atburðum framvegis. Þá spyr hver heiðarlegur mað ur sjálfan sig, hvort hann hafi átt nokkurn þátt í því, hversu hörmulega hafi til tek izt, eða hvort hann geti nokk uð gert til að afstýra slíkum óhöppum framvegis. Það er ekki síður ástæða til að at- huga ráð sitt, þegar vinir okk ar verða úti og farast á veg- leysum hins íslenzka mann- félags mitt í menningunni. Það er dýrt að missa góðan starfsmann 40 árum fyrir náttúrlegan hættutíma. Þó má virða það hégóma hjá þeii’ri kvöl og þjáningu, sem oftast fer á undan slíkum af- drifum, sem hér er um að ræða. Arnaldur Jónsson var ’nöfð- inglyndur og hjálpfús, þegar hann mátti, og engan mann hefi ég vitað þakklátari fyrir það, sem fyrir hann var gert, og þurfti þá ekki annað til en jafnvel smávegis umhyggju- semi og nærgætni. Hann vildi verða öðrum að liði og því eflaust ljúft, ef við gætum eitthvað lært af dæmi hans pg reynslu. Því vil ég ræða málið af fullri hrein- skilni og einlægni. Ai-naldur byrjaði að di’ekka eftir að hann var kominn til Reykjavíkur. Hann var með fólki, sem taldi það meinlaust að fá sér glas um helgar og raunar sjálfsagt að skemmta sér þannig til hátíðabrigða. Smám saman vandist hann þessu svo, að honum fannst engin skemmtun fullkomin eða eins og hún ætti að vera> nema þar væri áfengi haft um hönd. En honum fannst, að hann hefði mjög gott vald á drykkjuskap sínum. Hann var glaður og reifur við skál, hlýr og léttur eins og honum var eiginlegt, gerði aldrei neitt hneikslanlegt og kom til starfs að morgni. Hann va>’ fyrirmyndar hófdrykkj umáb’- ur. En hér fór sem oftar/aö hættan í leiknum var meir.. en í fyi’stu sýndist. Undir skemmtuninni. sen. '. fyrstu . virtist svo sakleysis leg, þróaðist ástríðan og varri voldugri og heimtaði sröoug. meira og meira. Og í staðim fyrir léttan leik gleðimann^ ins í tómstundum sínunf, kemur gleðivana þjónusta.'Vi-J drottnandi ástríöu Svo hefst lokaþáttui'inn. ö. nýjan leik er tekið tii starfs og í þetta sinn er hættan Mtx. í starfstímanum. En atáU starfstímans er freisting og’ hætta við hvert fótmál Gám ir kunningjar og félagár, séhi nota öll ráð til að di’aga menx niður til sín. Auðnuleysing - inn á götunni, sem hvergi-L höfði sínu að að halla, heft betlað saman og sníkt h].J brjóstgóðum kunningjum pé . inga fyrir einni brennivihs ■ flösku og hann býður gönp. um vini af örlæti hjar.tans að deila drykknum með sé: . Fínt fólk, beti’i borgarar J virðulegustu embættum c y bi’osmildar blómarósir, ætlasx, til þess, aö kunninginn ger það fyrir sig að drekka meö sér áfengi. Ógæfumaöurinn V, líf sitt og hamingju undir þvi, að honum takist að hrincta öllum þessum elskulegu fréj/i, urum frá sér, hvers kgnai gervi sem þeir bera og hvaL’ sem líður eigin einstæðings- skap og áhyggjum. En hér var oflangt komið. Þrá. hifis einmana eftir samúö, hlýj . og félagsskap mætir höföing, • legri alúð gestrisninnar yfn glóandi skálum. Og þegar fyrsta staupið er drukkið, ex- viðnámsþrótturinn þiotinn, ástríðan vakin í almætti síxu.'. og öll hversdagsleg sjónarmiö hins heiðarlega og vandaða manns verða að' þoka, En. san. hliða hinni áfengu nautn féi' lamandi sektartilfinning, sem nístir innstu og beztu taugar drengskaparmannsins og veldur honum ósegjaiy ■ legri kvöl. Hann veit, að háhh er illa kominn, dæmi lians c sönnun þess, að kenning bin-J. indismannanna sé rétt, ol: „grátlegast af öllu er, hvemig’ brennivínið fer með manns ■ efnin.“ En þó fær hann ekki reist rönd við örlögún. sínum. Og í landi frjálsræðis- ins rennur hann skeiö sitt u enda í nístandi þjáningú, meðan syndir þjóðfélagsirís eru að murka úr honum líffci á kvalafullan og viðbj óðsleg • an hátt. Þegár svo tjaldið fellur vifJ andlát ógæfumannsins, segja menn kjfnnske sem svo, áö hann hafi haft veikan vi'j og veika skapgerö. Jainy.e. þeir, sem eru á sömu vegterc, en aðeins fimm eða tíu árun.i á eftir honum, og finnst bv,, að þeir hafi ennþá fullt vakJ á drykkjuskap sínum, kunn,, að segja slíkt, hvað þá hinn, sem eru af annarri gerð, SVu að ástríða þeirra verður eki . jafnsterk. Hrokinn og dóm sýkin munu verða sein til á ; sigrast á löstunum.. Hitr e ’ sönnu nær, að þó að mer i (Framhald á 6. sícvj' ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.