Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 10. nóv. 1948. 249. blaff (jatnla Síó Wýja Síó Sígaunastiílkan Vesaðingarnir Jassy Mikilfengleg amerísk stórmynd (Jassy) byggð á hinni heimsfrægu sögu meö sama nafni eftir franska EnsV: stórmynd í eSlilegum lit- stórskáldið Victor Hugo um frá EAGLE-LION félaginu. Maragaret Lockwood Aðalhlutverk: Patricia Roc Fredric March Dennis Price Charles Laughton Dermot Walsh Rochelle Hudson Sýnd kl. 7 og 9 Sir Cedric Hardwicke Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5 og 9 yjarnatbíé Ifripcli-bíQ Oliver Twist Mátífl í Mexico Framúrskarandi stórmynd frá Skemmtileg amerísk stórmynd í Eagel-Lion eftir meistaraverki eðlilegum litum gerð eftir sögu Dickens. Williams Kozleiiko. Robert Newton Aðaihlutverk leika: Alec Guinness Kay Walsh Waiter Pidgeon Ilona Massey Francis L. Sullivan Jose Iturbi og John Howarcl Davies í hlut- Jane Povell verki Olivers Twists Sýnd kl. 5 og 9. Sýnd kl. 5 og 9. Sími 1182 Bönnuð börnum yngri en 16 dra. Erlcait yflrlit (Framhald af 5. síBuJ. markað sér mun róttækari stefnu en ella og skipað sér fastar um jnerki Roosevelts forseta. Sigri Trumans fagnað í Vestur-Evrópu í Vestur-Evrópu hefir sigri Tru- mans veriS mjög fagnað af blöð- um miðflokkanna og jafnaðar- manna. í fyrsta lagi er sigur hans talin trygging fyrir áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Vest- ur-Evrópu. í öðru lagi er hann Jalinn stuðningur fyrir umbóta- öflin, því að sigur Dewey hefði getað ýtt undir iíia’Vtóöflin og orðið þeim til örfunar. íhaldsblöðin láta sér heldur ekki tíðrætt um .íjosningaúrslitin. Talið er, að kosningaúrslitin hafi orðið Rússum veruleg vonbrigði. Þeir áttu von á því, að fylgi Wallace yrði meira. Þeir munu og hafa óskað eftir sigri Dewey, þar sem auðveldara hefði veírið að stimpla hann og stjórn haní sem fuiltrúa ameríska auðvaldsins 70 milj. kr. halli á einu ári (Framhald af 5. síðu). fylgjast vel ijneð og spyrna ViS fótum áður en hallinn á mesta tekjuári ríkissjóffs var orðinn 70 milj. kr. Ráðherr- ann hefir bersýnilega á árinu 1947 gengið í sömu dáleiðsl- unni og nýsköpunarstjórnin. hessvegna hafa afleiðingarn ar af óstjórn hennar orðiff enn tilfinnanlegri á því ári en þær hefðu þurft að verða. X+Y. Bergnr Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirffi, sími 9234 Söng'jsióí kirkjukór- anna í Vestur-Skafta íelíssýslu (Framhald af 5. siðu). ágætur .maður valdist í það embætti, hr. Sigurður Birkis. Þessi maður hefir, síðan hann tók við embætti sínu, ferðast um mestan hluta landsins, stofnað. fjölda kirkjukóra og glsett og'aukið sönglíf lands- manna meir en nokkur ann- ar einn maður hefir gert fyrr og síðar.&Auk þess, sem flest- ir af okkar beztu seinnj tíma söngmönnum hafa notið leið- sagnar hans og tilsagnar í byrjun, sem hefir reynzt þeim haldgott veganesti á leið sinni til frægðar og frama. Þaö er staðreynd, að íslend ingar eru söngelsk þjóð og það er mikil blessun fyrir hana. í fáu finnst jafnmikil göfgi og menning, sem fögr- um söng og enginn veit, hve djúptæk áhrif aukið sönglíf í landinu kann að hafa til hverskonar menningarlegra framfara, og ekki sízt aukinn og bættur kirkjusöngur. Þess vegna vil ég, að gefnu þessu tilefni, þakka hr. Sigurði j Birkis og hinnj ís- I lenzku kirkju fyrir hið stór- merkilega menningarafrek, sem hann hefir þegar af hendi leyst til eflingar söng- menningar í landinu og sem alþjóð verður að þakka með því að auka og styrkja þessa starfsemi, svo að hún geti orðiö að enn meiri notum. Það er áreiðanlega gæfuveg- ur. Óskar Jónsson. Jóhannes Elíasson — lögfræSíngur — Skrlfstofa Austurstrætl 5, III. hæö. (Nýja Búnaðarbankahúslnu) Viðtalstími 5—7. — Sími 7738. SONGUR FRELSISINS (Song of the Freedom) Tilkomumikil og spennandi ensk söngvamynd með hinum heimsfræga negrasöngvara Paul Robeson í aðalhlutverki Danskur texti . Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sterki McGurk (The Mighty Mc Gurk) Skemmtileg amerísk kvkmynd tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverk leika: Wallace Berry Edvard Arnold Dean Stockwell (drengurinn, sem lék í „þá ung- ur ég var“) Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9249 Sajafkíá Ha^nat^itii Pygmaliou Ensk stórmynd eftir hinu heims- fræga leikriti Bernhards Shaws Aðalhlutverk leikur hinn látni leikar Leslie Howard. Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9184. (Mániff eltii* nýsköp- un bæjarins (Framhald af 3. síðu) mold, en þöktu svo með þök- um á eftir. Alveg var óhugsandi ann- að en að þetta reyndist kák eitt, og að þökurnar hryndu eða fykju burtu. Enda sýnir það sig nú, að sú er raunin á. Auðvitað má laga þetta, gerir ekki mikið til með kostn aðinn. Skattþegnarnir borga. Jafn bratta kanta og hér er um að ræða, er einn veg- ur að hlaða úr snyddu, ef ending á nokkur að verða. Reyna mætti að vísu að negla allar þökurnar með fleygum við móður jörð. Ef tli vill brosti einhver vegfar- andi, sem sæj þá nýsköpun hjá bæjaryfirvöldunum. En þetta var gert á bröttum hús þökum í sveitinni hér áður fyrr og þótti nokkur bót að. Allt er betra en hrundu þök urnar og moldarskellurnar í grasgarðinum þarna innfrá. Þau fyrirbæri eru alltof á- berandi auglýsing fyrir allra augum, um algeran barna- skap nýsköpunarmannanna, sem hér hafa að unnið. 6ÖSTA SEGERCRAHTZ: 47. dagur Við freistingum gæt þín. þessar litlu Evur gleymdu því fljólega, að smávægilegar syndir íþyngdu samvizku þeirra. Þegar þau höfðu snætt góðan kvöldverð, reikaöi Ancker út í skemmtigarð borgarinnar með Tove konu sinni. Hún hallaði sér blíðlega upp að honum, og öðru hverju námu þau staðar og kysstust heitt og innilega. Tove sagði honum ferðasögu þeirra kvennanna — að undanskildum örfáum atriðum — og lýsti rækilega flugferðinni, slysinu og dvölinni í frumskóginum. Sögulegastur varð þó sá þáttur frásagnarinnar af dvölinni í óbyggðunum, er snerist um ástarævintýr Gunnhildar Svantesson og Snowden. Þau höfðu orðið ástfangin hvort af öðru, og í stað þess að verða þeim hinum samferða til Rangoon, höfðu þau fengið sér bifreið og ekið eitthvað út í buskann. — Það verður hræðilegt fyrir Svantesson að frétta þetta — hann kvað vera mesti indælis maður... . — Já — þessar konur, sagöi Ancker um leið og hann laut enn einu sir-ni að konu sinni og kyssti hana. Mér þykir samt sárast, að manneskja eins og þessi Gunn- hildur skuli gera ykkur leiðindi með því að haga sér svona ókristilega. ... En segðu mér, Tove — að hverjum hélzt þú þig helzt? Kynntist þú ekki neinum skemmti- legum náungum í þessari löngu ferð? — Nei — í Siberíu sáum við varla nokkurn mann, sem maður gat kallazt — ekki heldur á skipinu, sem við fórum með til Hong-Kong. Þar voru ekki aörir en einhverjir kaupsýslumenn með akfeitar kerlingar. f gistihúsinu í Hong-Kong skemmtun við okkur raunar ágætlega — við lékum tennís hver við aðra og böðuöum okkur.... — Hefirðu ekki kornizt í kynni viö neinn karlmann? — Karlmann? Nei — og langaði alls ekki til þess.... Og þó að mig hefði langað til þess — heldurðu, að ég hefði farið að leggja mig niður við það aö elta þessa Kínverja? Þú ætlast þó ekki til þess? Máninn hellti yfir þau fölum geislum sínum. Það var kyrrt og hljótt í garðinum... . Þau settust á bekk — Tove hallaði sér upp að manni sínum. Von bráðar gleymdu þau öllu, er í kringum þau var.... ÞRÍTUGASTI OG FYRSTI KAFLI. Þegar Svantesson og Gabríella komu til Port Said, fréttu þau, að skip væri á förum til Konstantínópel. Það var síðasti staðurinn, sem keppendurnir voru skuld bundnir til að koma við á í hnattförinni. Og fjórum dögum síðar komu þau til Konstantínópel — fáum mínútum of seint til þess að ná hraðlestinni til Parísar. En Svíinn var nú svo langt á undan keppi- i'autum sínum, að hann lét sér það vel líka, þótt hann ! yrði að bíða í tvo daga með hinni hrífandi Parísarmær í böfuöstað Tyrkjaveldis, ekki sízt, þar eð þau höfðu | gerzt allgóðir viný* á ferðalaginu frá Singapore.... ; Þau fengu gistingu í Hótel Bristol í Konstantínópel, og fyrst af öllu varð þeim fyrir að lesa blöðin. Svantes- son ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, er hann sá, að það var satt, er hann hafði lesið í ameríska blað- inu — að konur blaðamannanna höfðu 1 raun og veru farið til Austurlanda og ætlað að mæta mönnum sínum þar. Hann las gaumgæfilega frásögnina um ferðir þeirra og varð agndofa af skelfingu, er hann sá, að flugvélin, sem þær tóku sér far með frá Rangoon, hafði horfið á leiðinni. Hann sefaðist þó brátt, því að í nýrri blöðum sá hann, að síamskur leiðangur hafði bjargað hinu nauðstadda fólki og komið því heilu á húfi til mannabyggða. En þess var alls ekki getið í þessum fréttagreinum, að kona hans hafði farið með Snowden flugmanni til smábæjar í Indlandi, þar sem þau voru nú í góðu gengi. ... Tilveran er líka stundum ótrúlega miskunsöm.... Allt í einu missti ritstjórinn blaðið úr höndum sér — og starði sem dáleiddur út um gluggann. Gabríella tók blaðið upp. — Hér er eitthvað um Paget, sagði hún. Svantesson tók aftur við blaðinu — hann átti allt i eins von á því, að hann væri orðinn geggjaður. En 1 þarna stóð það samt svart á hvítu: Franski blaðamaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.