Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1948, Blaðsíða 8
S*. árg. Eeykjavik 30. des. 1948. 287. blað ííökur japönsku stjórnmálamannanna og hershöf ingjanna fóru fram undir ströngu eftirliti Fasgarair höguðu Sér sérstaklega vel í fasigelsi «»j>' nrðu karlmaonlega við dauSa síeuint. Sjö japanskir forustumenn frá styrjaldarárunum voru dæmdír til dauða í Tókíó i haust og hengdir laust eftir mið- næfti 22. desember. Voru þeim gefnir að sök stríðsglæpir. Fer hér á eftir lýsing á aftökunum, byggð á fiikynningum, sem scrtdar voru frá skrifstofum MacArthurs síðar þenn- an sama dag. Hinir dauðadæmdu menn J voru teknir af lífi 1 tveimur hópum. Voru fyrst fjórir hengdir samtímis, Kenji Doi- hara hershöfðingi, Iwane Ma- tsui hershöfðingi, Hideki Tójó fyrrverandi forsætisráð- herra og Akíra Mutó. Hinir þrír, sem eftir voru, Seishíró Ítagakí hershöfðingi, Kókí Híróta fyrrverandi forsætis- ráðherra og Heitaró Kímúra hershöfðingi, voru að því búnu hengdir, einnig sam- tímis. Tójó viidi fá japanskan mat. Hinum dauðadæmdu mönn um hafði verið gefin til kynna aftakan daginn áður en hún fór fram. Voru þeir þá leiddir inn í kapellu Sú- gamó-fangelsisins, tveir og tveir í einu, og fengu þeir að ræða þar eina klukkustund í einrúmi við Búddaprest í þjónustu fangelsisins, dr. Shínahó Hanayama. Þeir báru þó aðeins eina ósk fram. Tójó bað þess, að sér yrði gef inn japanskur matur þennan siðasta dag, og var sú ósk uppfyllt. Að öðru leyti notuðu hinir dauðadæmdu menn daginn til þess að skrifa bréf og kveðja hvern annan. Allir neyttu fæðu aðeins af skorn- um skammti. Lokaguðsþjónusta fór fram við helgiskrín fangelsisins. Undirbúningur aftökunnar. Tuttugu mínútum áður en aftakan átti að hefjast sóttu varðmenn hina fjóra fyrstu í klefana, þar sem þeir voru síðustu stundirnar, og fóru með þá til kapellu. Þar fór fram athöfn á vísu Búdda- trúarmanna, en að henni lok inni fylgdi yfirmaður fanga- hússins þeim inn í aftöku- klefann, ásamt Búddapresti og bandarískum fangelsis- presti. Tveir bandarískir her- menn fylgdu hverjum fanga. Tveir yfirmenn úr fangelsinu ráku lestina. Við dyr aftöku- kiefans staðnæmdist Búdda- presturinn og gekk síðan brott. Um leið og farið var inn í aftökuklefann, var gengið úr skugga um það, að hver og einn væri sá maður, sem hann var talinn vera, en að því búnu gengu þeir upp þrettán tröppur upp á gálga- pallinn, staðnæmdust þar og sneru andlitum að vitnunum. Aftakan. Þegar hér var komið, voru svartar hettur dregnar yfir höfuð hinna dauðadæmdu manna og snörunum hag- rætt. Yfirmaður böðlanna gerði grein fyrir undirbún- ingnum og tilkynnti, að allt væri til reiðu. Síðan gaf hann böðlum sínum merki um að láta pallana falla undan fót- um fanganna. Þá var klukkan hálfa aðra mínútu yfir tólf á miðnætti, og ein mínúta liðin frá því, að hinir dauðadæmdu menn komu á aftökustaðinn. Lífi þeirra lokið. Þegar klukkan var hálfa sjöundu mínútu gengin í eitt, var því lýst yfir, að Doihara væri látinn. Tójó var talinn látinn hálfri elleftu mínútu yfir tól'f, Mútó hálfri tólftu mínútu yfir tólf og Matsui þrettán mínútum yfir tólf. Seinni hópurinn. Seinni hópurinn var leidd- ur inn í aftökuklefann, er klukkan var nítján mínútur gengin í eitt. Var að öllu leyti farið eins að um þá, og fót- festunni sleppt, er klukkan var tuttugu mínútur gengin í eitt. Ítagakí var talinn látinn að hálfri þrettándu mínútu liðinni, Híróta að hálfri fjórt- ándu mínútu liðinni og Kí- múra að fimmtán mínútum liðnum. Urðu karlmannlega við dauða sínum. Hinir dauðadæmdu menn urðu allir karlmannlega við dauða sínum. Þeir gengu all- ir óstuddir upp á aftöknpall- inn, og enginn þeirra bar fram neina ósk né mælti orð frá vörum, nema hvað sumir höfðu yfir bænir Búddatrúar manna. Líkin brennd. Þegar læknar höfðu úr- skurðað þá látna, breiddu bandarískir grafarar klæði yfir líkin, er voru brennd og öskunni dreift. Strangur vörður. Áður en aftakan för fram var mjög strangur vörður | hafður um fangana. Þeir voru allir hafðir í eins manns klefum jjg gætt af átta varð- mönnum. Læknar og yfir- menn varðsveitarinnar hugðu að líðan þeirra á fimmtán mínútna fresti. i Allir aðrir fangar höfðu verið fluttir brott úr þeirri álmu fangelsisins, sem hinir dauðadæmdu menn voru í. Aðbúnaðurinn í fangelsinu. Aðbúnaðurinn í fangelsinu var góður. Japanskar sígar- ettur fengu fangarnir að vild, en þó aðeins eina í einu, og kveiktu varðmennirnir í þeim. Náin skyldmenni máttu heimsækja þá einu sinni í mánuði, og fengu fangarnir allir heimsókn 1. desember. Tvisvar á. dag máttu þeir koma hver til annars og dvelja saman, klukkan 1.30— 3 á nóttu og klukkan 7—9 að morgni. En þó máttu þeir ekki vera nema tveir sam- tímis í klefa. Notuðu þeir þennan tíma oft til þess að spila. Annars skrifuðu þeir og lásu í fangelsinu. Það kom aldrei fj'rir, að neinn fanganna reyndi að beita r>*T3tþróa eða viðnámi. Minjar og ávarp. Bæði Tójó og Híróta létu klippa lokka úr hári sínu og sneiðar af nöglum sínúm og sendu fjölskyldum_sínum til minja. Verður þessu, að jap- anskri venju, komið fýrir í helgiskrínum ættarinnar. Tójó notaði síðustu dagana til þess að rita boðskap, sem hann stílaði til alls mann- kynsins. Segir hann þar, að Japan hafi dregizt inn í stríð ið, sökum þess, að Banda- menn hefðu umlúkt landið, og hann hefði aðeins gert það, sem hann áleit rétt og .óhjá- kvæmilegt, þegar hann fyrir skipaði árásina á Pearl Har- bour. Mennirnir, sem teknir voruaf Harður við sjálfan sig og aðra. Hídekí Tójó var æðsti mað. ur Japans á styrjaldarárun- j um, forsætisráðherra og yfir- maður hermálanna. Hann fæddist 1874 og var yngstur, þriggja bræðra. Faðir hans var hershöfðingi. Hann varð fyrst forsætisráðherra 58 ára gamall og tókst að ná undir sig meiri völdum en nokkr- um japönskum forsætisráð- herra á undan honum. Orð- tæki hans var: „Ég er ekki svo gáfaður, að ég geti orðið mikill maður án þess að leggja hart að mér“. í ráðuneyti Konoya prins var hann hermáláráðherra, og á stríðsárunum var hann allt í senn — forsætisráð- herra, hermálaráðherra og forseti herráðsins. Raunveru lega var hann einráður í Japan þau ár. Einkalíf hans var talið flekklaust, og hinn eini mun aður, sem hann veitti sér, var sá, að hann reykti mikið af sígarettum. — Hann var harð ur við sjálfa sig og aðra. „Lawrence Mansjúríu" og „Kína-tígurinn“. Kenji Doihara hershöfð- ingi var harðsvíraður og þrótt mikill maður. Hann var stund um nefndur „Kína-tígurinn“ og einnig „Lawrence Man- sjúríu“ eftir Bretanum, sem sameinaði Araba til baráttu gegn Tyrkjum og Þjóðverjum 1 heimsstyrjöldinni fyrri. Doihara var um mörg ár æðsti forsvarsmaður Japana á meginlandi Asíu og gerði margvislega samninga og bandalög við ýmsa af her- stjórum Kína, er héldu þar uppi ófriði á eigin spýtur. Hann átti meginþátt í því að ræna kínverska keisaraefn- inu, Henry Pu-yi, sem seinna var gerður að keisara í jap- anska leppríkinu Mansjúkúó. Hann lagði á ráðin um ýmsa atburði, sem gáfu Japönum tylliástæðu til afskipta og á- rása í Mansjúríu og Kína. Doihara tók að ástunda guðrækni. Kenji Doihara var talinn hafa farið fram af .meiri grimmd á meginlandi Agíu en flestir aðrir j apanskir, .hers- ^ höfðingjar, en snerist tíi guð- rækni í fgmgelsinu. gkrifaði hann plgorg mikið til seinni kynslöða, þar sem hann miðl- aði ráðum af reynslu sinni. Upphafsmaður blóðbaðslns i Nanking, að talið var. Iwane Matsui varð kunn- astur af herstjórn sinni í Nanking, þegar talið var, að hann hefði látið her sinn fara rænandi og myrðandi um borgina árið 1937., En heima fyrir var hann kunnur stjórn málamaður og herforingi löngu áður. Matsui var sjötugur. Hann barðist í rússnesk-japanska stríðinu og gerðist liðsforingi tvitugur að aldri. Hann tók einnig þátt í Vladivóstok- leiðangri Japana gegn Rúss- um árið 1918. Hann var í sendinefnd Japana á afvopn- unarráðstefnunni í Genf ár- ið 1931. Seinna varð hann yf- irmaður Formósa-hersins, og komst í japanska herráðið 1934. Matsui hafði lengi barizt fyrir þeirri hugmynd að sam eina allar þjóðir Asíu í eitt bandalag, og við réttarhöld- in líkti hann þessari hug- mynd sinni við viðleitni Bandaríkj amanna að mynda al-amerískt bandalag. Matsui neitaði því að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Nanking — hfeði verið veik- ur víðsfjarri, þegar þau áttu sér stað. Þegar hann frétti um þau, hefði hann skipað öllum hersveitum brott úr borginni, nema fámennu ör- y'G'-’Sliði. Neitaði, en var dæmdur. Kókí Híróta var sjötugur. Hann var ýmist forsætisráð- herra eða utanríkisráðherra á þeim árum, er útþenslu- stefnan var að ná tökum í Japan. Hann var einnig ým- ist forseti eða varaforseti Svartdrekafélagsins, sem álit ið er samtök háttsettra jap- anskra hernaðarsinna og ó- vina vestrænna ríkja. umcMMiiittiimiiiiiusiimiiiiiaiiiiiiiiiriiiiiiiiuiiimmii I Ólafur Friðbjarn-1 I arson endurkjör-1 | ian form. Verka-1 | mannafélags Húsa ( | víkur | | Allsherjaratkvæðagreiðslu 1 1 um stjórnarkjör í Verka- i | mannafélagi Húsavíkur er \ l nýlokið. Stóð hún í tvo f \ ða.ga, og voru atkvæði tal- 1 I in í gær. Tveir listar komu i | fram, listi lýðræðissinna og I i íisti kommúnista. Listi lýð I i ræðissinna hlaut 152 atkv. I i og alla stjórnina kosna, en | 1 listi kommúnista aðeins I i 119 atkv. Þrír seðlar voru | í auðir og einn ógildur. Á § i kjörskrá voru 314 menn. i i I stjórnina voru kjörnir: § | Ólafur Friðbjarnarson, for i i maður, Þráinn Maríusson I I ritari og Salomon Erlends- | | son, gjaldkeri. | Kommúnistar hafa um | nokkurt árabil ráðið stjórn f | í Verkamannafélagi Húsa f | víkur þar til í fyrra, er 1 i þeir misstu völdin þar. Var | 1 Ólafur Friðbjarnarson þá I | kosinn formaður, og er i | hann því endurkjörinn nú. 1 i Kommúnistar höfðu mik- f I inn viðbúnað að þessu | f sinni og hugðust ná félag- f | inu aftur, en sú tilraun mis 1 f tókst svo hrapallega, sem f Íkosningin sýnir. I mmimimimi immmimi Forseti staðfestir tólf lög Á rikisráðsfundi í gær stað- festi foresti íslands 12 lög frá Alþingi og ein bráðabirgða lög. Hafa þá verið staðfest öll lög, sem Alþingi það, sem sat fyrir jólin, afgreiddi og þar á meðal dýrtíðarlögin. Híróta var þó fremur tal- inn verkfæri hernaðarsinn- anna en leiðtogi. Sjálfur neit- aði Híróta að hafa blásið að glæðum hernaðarstefnunnar. Hann var utanríkisráðherra í ráðuneyti Konoya fyrir strið- ið, forsætisráðherra skamma stund 1936, og átti sæti í stjórn Tójó, sem mynduð var 1944. Hann var ráðgjafi keis- arans, þegar Japanir gáfust upp. fíagakí gaf upp vörnina í Síngapore. Sheishírö Ítagakí var 63 ára. Hann var einu sinni her- málaráðherra í Japan og for- seti japanska herráðsins í Kína og yfirmaður hersins í Singapore. í hans hlut féll hið vanbakkláta verk að gefa upp vörn borgarinnar fyrir Mount batten lávarði í júní 1945, á- samt því að stjórna uppgjöf alls japanska hersins í Suður Kina. Ítagakí var talinn einn af helztu forustumönnum hern aðarsinna í Japan og álitinn hafa viljað hefja herferð gegn Kínverjum þegar árið 1932. Hann á líka að hafa átt þátt í atburðunum í (Framhald d 7. síðuj. jjt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.