Tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1950, Blaðsíða 1
Ritstjórt: Þórarinn Þórarinsson FréttaritstjórU Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Eddukúsinu ) Fréttasimar: 6 81Z02 og 81303 AfgreiOslusími 2323 Auglýsingasími 81300 1 PrentsmiSjan Edda 34. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 16. marz 1950 62. bla? Gengislækkunar . rætt á albinsi í nótt Itreytnngartillögur konsinar frain í sasK- ræmi við samkomulag síuðiimgsHokka ríkisstfóniarÉiuiar Annarri umræðu um frumvarp til laga um gengis- skráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslu-1 gjöld o. fl. var haldið áfram í neðrideild í gær og nétt og j stóðu umræðúr yfir þegar blaðið fór í pféntun. Ekki var vitað hvort takast mundi að Ijúka umræðunni í nótt. í gær- kveldi komu fram breytingartillögur við frumvarpið i sam- ræmi við samkomulag stjórnarflokkanna, og er þeim lýst að nokkru í leiðara blaðsins í dag. í gær flutti Gylfi Þ. Gísla- son framsöguræðu sína, en síðan var fundi frestað til kl. 9 í gærkvöidi. í gærdag lagði Skúli Guðmundsson fram minnihlutaálit sitt í fjárhags nefnd um afstöðu Framsókn arflokksins til málsins í heild* og var það svohljóðandi: Eg líti svo á, að eins og nú er komið atvinnu- og fjármál um þjóðarinnar, sé óhjá- kvæmilegt að breyta skráðu gengi íslenzkrar krónu, en um það er 1. gr. þessa frum- varps. Verðgildi íslenzku krón unnar hefir í raun og veru farið sílækkandi um alllangt skeið, þó að það hafi ekki ver ið viðurkennt opinberlega með breytingu á gengisskrán ingunni. Hins vegar tel ég, að gengisbreyting ein út af fyrir sig sé ekki nema ein af mörgum ráðstöfunum, sem þarf að gera til þess að koma fjárhags- og atvinnumálum landsmanna á traustan grund völl. Af öðrum aðgerðum, sem ekki síður eru óhjákvæmi legar, má t. d. nefna í veg fyrir áframhaldandi greiðslu halla hjá ríkissjóði, koma fram umbótum í viðskipta- málum, verðlagsmálum og húsnæðismálum og að leggja skatt á miklar eignir ein- stakra manna Framsóknar- flokkurinn hefir ætíð lagt á- herzlu á það, að ráðstafanir í þessum málum, sem svo mjcg snerta hag alis almenn ings í landinu, verði gerðar um leið og gengisbreyting eða niðurfærsla kemur til fram- kvæmda. Flokkurinn mun því vinna að umbótum í þessum efnum, bæði með stjórnar- framkvæmdum og með því að beita sér fyrir lagasetn- ingu um þau mál þegar á þessu þingi. Framsóknarflokkurinn legg ur til, að í sambandi við af- greiðslu þessa frumvarps verði tryggð veruleg fjár- framlög til byggingar á hóf- legum íbúðarhúsum í sveit- um og kaupstöðum og einnig lánsfé til Ræktunafsjóðs. Jafnframt hefir flokkurinn gert tillögur um mikilsverð- ar breytingar á ákvæðum frumvarpsins um sérstakan eignarskatt, m. a. um það, að skatturinn verði stighækk- andi upp i 25% og leggst á allar hreinar eignir einstak linga, eftir að þær hafa náð vissu marki, en að eignum fé laga sé skipt niður á eigend ur hlutafjár og stofnfjár í fé lögum. En vegna þess að nú er áformað að leggja slíkan skatt á allar eignir einstak- linga, sem eru umfram 300 þús. kr. að verðmæti, er lagt til, að horfið verði frá því að leggja sérstakan skatt á eign arauka, sem áður var ákveð inn i lögurn, enda hefir sá skattur ekki enn verið reikn aður út. Þá er lagt til, að framleiðslugjald samkv. 11. gr. verði ráðstafað nokkuð á annan hátt, en þó í þágu sjávarútvegsins. Fiyt ég, á- samt tveim öðrum nefndar- mönnum fjárhagsnefndar, breytingartillögur á sérstöku þingslcjali um þessi atriði frv., sem samkomulag hefir orðið um milli *stuðnings- flokka ríkisstjórnarinnar. Þar að auki flyt ég einn breytingartillögur á öðru þing skj ali. Ég legg því til, að frum- varpið verði samþykkt með framannefndum breyting- um. Klukkan 9 síðdegis var fund ur settur að nýju og lágu þá fyrir breytingartillögur stjórn arflokkanna við frumvarpið, bornar fram af fulltrúum þeirra í Fjárhagsnefnd. Eru þær raktar nokkuð í leiðara blaðsins í dag eins og fyrr segir. Eru þær allviðamikl- ar og bætt í frumvarpið nýj- um greinum. Mikill afli hjá Hornafj ar ðarbátu m Fiá fréttaritara Tímans í Höfn. Undanfarna daga hefir ver ið stundaður sjór reglulega frá Höfn og aflazt vel. Koma bátarnir oftast hlaðnir að landi, einkum þegar beitt er loðnu. í vetur genga sex bát- ar frá Höfn og eru þeir nú búnir að afla helmingi meira en tvöfalt flleiri bátar höfðu aflað á sama tíma í fyrra. Aflinn er allur saltaður og eru cll geymsluhús að verða full, en saltbirgðir og kola að þrotum komnar. iHdirbúningur hafinn að þátt tökii íslands í Evrópumeist- aramótinu í frjálsíþróttum Aíta tsl ísai íslpiidiiig'ar taídir í fremsíu rö?S evrópískra íVjálsíjirólíainaisna Evrópumeistaramótsnefnd, sem skipuð var af Frjáls- íþróttasambandi íslands kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá væntanlegu meistaramóti fyrir Evrópu í frjálsum íþróttum, sem haldið verður í Belgíu dag- ana 23.—27. ágúst í sumar. Hefir 27 þjóðum verið boðin þátt- taka í mótinu, og eru íslendingar þar á meðal. Þjóðverjar munu ekki taka þátt í móti þessu og þeir menn einir fá að keppa þar sem eru fæddir Evrópumenn. Af þeim ástæðum munu nokkrir ágætir íþróttamenn, sem mikið hefir borið á hér í álfu undanfarin ár ekki koma þar fram, svo sem kunningi okkar, McDonald Bailey. Á vegum frjálsíþróttasam bandsins hafa æfingar íþróttamanna með tilliti til þessa móts farið fram síðan um áramót, og hefir Bene- dikt Jakobsson séð um þær. í því sambandi hefir verið sett lágmark í iþróttagrein- um og þeim árangri þurfa í- þróttamenn okkar helzt aö ná til að koma til greina um þátttöku í mótinu. Lágmörk in í íþróttagreinunum eru þessi, stökk og köst: Kúla 42 m., kringla 77 m. spjót, 65 m. sleggja 52 m. langstökk 7,15 m., kringla 77 m., spjót 65 m. stökk 4 m. hástökk 1,90. Kvenfólk mun einnig taka þátt í þessu móti. Evrópumeistaramót þetta er hið 4. í röðinni. Hið síð- asta var háð í Osló 1946 og kepptu íslendingar þar við góðan orðstír eins og kunn- ugt er. Þar varð Gunnar Húseby Evrópumeistari í kúluvarpi og Finnbjörn Þor valdsson komst í úrslit í spretthlaupi Er enginn vafi á að sá árangur og sigrar í- þróttamanna síðar hafa glætt mjög áhuga á frjáls- íþróttum hér. í riti sem nýlega er komið út í tilefni af hinu væntan- lega Evrópumeistaramóti, eru taldir upp margir beztu íþróttamenn álfunnar sem líklegir eru taldir til sigur- vinninga á mótinu. Þar eru taldir níu íslendingar, sem taldir eru standa í fremstu röð iþróttamanna í álfunni. Menn þessir eru Gunnar Huseby, Örn Clausen, Finn- björn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Guðmundur Ágústs son, Torfi Bryngeirsson, Jóel Sigurðsson og Skúli Guð- mundsson, og eru þeir allir taldir líklegir til að verða framarlega í sinuin iþrótta- greinum. Verið getur, að' íslenzku þátttakendur keppi í í- þróttum í Skotlandi á leið sinni á mótið, en það er þó ekki afráðið enn. Flestir þeir menn, sem nú æfa undir mótið eru héðan úr Reykja- vík og nágrenni en nokkrir utan af landi. Hafa ýmsir þeirra samband við Benidikt Jakobsson, sem gefur þeim bréflegar leiðbeiningar og æfingaskrár. Landskeppni sú í frjálsum íþróttum, sem fram á að fara í sumar milli Dana og íslend inga mun verða háð í byrjun júli. Lítill afli hjá Akra- nesbátum Frá fréttaritara Timan,1 á Akranesi. Akranesbátar hafa róið atí staðaldri undanfarna daga er. afli hefir verið lítill og mjög misjafn. Beiía þeir allir loðnc en það virðist gefa illa raun S.I. mánudag var afli beztui þar sem verið hefir á þessar vertíð, og bárust þá á lantí um 180 sinálestir, en í fyrra- dag var aflinn aðeins um 90 lestir. Afli þeirra báta, sem komnir voru að í gærkvöldi þegar blaðið átti tal við frétte ritara sinn, var misjafn og mjcg lítill hjá flestum. Brúarfoss var væntanleguv til Akraness í morgun til aí taka hrogn til Svíþjóðar. Lélegur línuafli, en góður netaafli Frá fréttaritara Tlmans í Keflavík. Af li Kef lavikurbáta vai mjcg misjafn undanfarna tvo daga. Flestir öfluðu lítið en einstaka bátur fékk þtí sæmilegan afla. Beita þeii loðnu. Netabátar, sem stunc að hafa veiðar suður í Grinds víkursjó hafa hinsvegar afi að allvel. Minningarathöfn um þá, sem fórust með „Jóni Magn- ússyni” Minningarathöfn um menn þá, sem fórust með vélbátn- um „Jóni Magnússyni“, fór fram í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Séra Garðar Þorsteins- son flutti guðsþjónustu, en Karlakór Hafnarfjarðar söng Var athöfnin i alla staði hin virðulegasta. Kirkjan var troðfull, og meðal kirkjugesta var biskup inn yfir íslandi og biskqpsfrú in. Kveðjur bárust frá séra Jóni Guðjónssyni og séra Ei- ríki Brynjólfssyni á Útskál- um og söfnuðum þeirra. Búðir voru lokaðar í Hafnar firði og vinna féll niður í flestum vinnustöðvum meðan 1 minningarathöfnin fór fram. Margir hafnfirzku bátanna reru ekki i gær vegna hennar. Seinni hluti hand- knattleiksmótsins íslandsmótið í handknatt- leik innanhúss seinni hlut hefst í kvöld kl. 8 í íþróttahús inu við Hálokaland. Keppi verður í meistarafl. og 2. fl kvenna og 1., 2. og 3. flokk karla. Keppnin verður rnjög spennandi í öllum flokkun. og þá sérstaklega í meistara- fiokki kvenna, en þar keppt 6 félcg þar á meðal Skandi- navisk Boldklub, sem nú senc ir kvenflokk í fyrsta sinni keppnina. Félögin, sem taks þátt í keppninni eru: Glímu- félagið Ármann og Knatt- spyrnufélagið Fram senda 5 flokka hvort félag, Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur 4 Haukar, I.R. og Valur 3 flokkfc hvert, Vikingur, F. H. oc Skandinavisk Boldklub 2 fi hvert, samtals 29 flokkar er það svarar til að 290 keppenc ur séu í mótinu. Keppnin í kvöld er sem héi segir: 2 fl. kvenna K.R. —-•* Fram Meistarafl. kv. Ármann — Haukar. 3. fl. karla K.R. — F.H. og Víkingur — Valur. 1. fl. karla Fram — Ármann. Ferðir verða frá Ferðaskrií stofu ríkisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.