Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 4
a TÍMINN, miðvikudaginn 12. janúar 1955. 8. blao. I. Þcrsr.pinn Gislason s.'rá'd c. lii.slióri, hafði óumdolian leg ólirif á íslenzka ljóðagerð n-.eð kverinu Nokki'r kveðl, er 1 að kom út árið 1904 Þar g-atii allmikið þeirra dra’ -n- rænu og þjóðkvæðakenndu hughrifa, sem síðan hafa mótað ljóð rnargra íslenzkra ijóðskálda. Þorsteinn var í tvo áratugi mjög mikilvirkur bókaútgefandi, og í blað sitt Lögréttw skirfaði hann margt um bækur og höfunda. En ennþá mun þó ótalinn sá þáttur i starfsemi hans á sViði bókmenntanna, sem mundl hafa verið áhrifatík- astur. Hann birti. í mynda- blaðinu Óðni Ijóð fjölmargra ungra skálda og cbundið mál eftir ýmsa höfUnda og flutti tnynrtir af inörgum þessara manna og kynnti þá þjóð inni. Og í sambandi við þessa þjónustu sina í þágu bók- menntanna átti hann bréfa viðskiptS við fjöida skálda og hagyrðinga víðs vegar um land, og skáld ov ljóðasmiðir kcmu á hans íund og þágu af honum ráð og leiðbeining ar. Var hann glöggskyggn, en ekki harðdæmdur og hafði gott lag á að finna að og leið beina. án þess að menn firrt ust við hann eða misstu móð inn. í Óðni birtust ferskeytl- ur, dreymin og dulkennd ijóð, sagnræn kvæði, hag- iega stuðlaðir óðir og rím iaus ljóð, og ber þetta vitni um kredduleysi Þorsteins og skilning hans á gildi mis munandi efnis og forms. Af skaldum þeim, sem birtu ljóð eða óbundin skáldmál í Óðni má t. d. nefna Sandsbræður, Sigurjón og Guðmund, Guð mund Magnússon (Jón Trausta), Guðmund Guð mundsson, Guðmund Björns son (Gest), Jóhann Sigurjóns son, Jónas Guðlaugsson Gunnar Gunnarsson og Ja- kob Thorarenseri. Á íslenzk bókmenntasaga ógoldna stóra skuld við minningu Þor steins Gíslasonar, þar sem bókstaflega ekkert mun hafa verið skrifað um áhrif hans :á íslenzkar bókmenntir og gildi hans fyrir íslenzk skáld á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar. Ég las ungur af áfergju Ijóðin og sögurnar í Óðni og þá ekki siður greinarkorn In úm höfundana. Og ég naut Ijóðanna jafnt í hvaða stil ,sem þau voru, var jafnvak :andi fyrir hreimum, sem samstilltir voru erfðatónum islenzkra bókmennta, og fy :ir nýstárlegu hljómfalli, sem átti sér að fyrirmynd hörpu slátt sýmbólista og nýróman iískra skálda úti í heimi Og þarna las ég fyrstu kvæði Jakobs Thorarensens, fann hvort tveggja þá þegar, að þar var á ferðinni sér- íennilegur persónuleiki og skald, sem stóð föstum fót- j.m á grundvelli fornrar kveð skaparhefðar og sagnrænn- ar íslenzkrar þjóðmenningar. Og því var það, að ég greip reginn fyrstu bók Jakobs, Anæljós, þegar hún barst r.ér, enda þannig ástatt, að íg gat lesið hana og athugað . sérlega góðu næði. í sumar jcm leið voru fjörutíu ár, sið :xn sú bók kom út, og bækur mkobs, sem nú eru orðnar jrettán talsins, hefi ég allar esið með svipaðri athyg’i og xnægju og þá fyrstu. Aðdá- in hans á manndómi og i trengskap, hvort sem þessir ciginleikar koma fram hjá : icföingjum eða fólki í tötr- ;_.m, kaldræn og þitur gagn- Gubmundur Gíslason Hagalín: GAMALT OG NÝTT Skrifað eftir lestnr bókarhmar Fólk á stjái, eftir Jakok skálel Tkorarensen rýni hans og hin beiska og stundum nokkuð hrjúfa gam ansemi sóru sig í ættina við jann anda, sem einkennt hef ir þá með þessari þjóð, sem í heljarnauðum aldanna hafa heldur kosið að brotna en bcgna. 2. Jakob gaf út fjórar Ijóða- bækur, ,áður en nokkur saga kæmi frá hans hendi. Ég — og sjálfsagt margir aðrir — þóttust sjá, að í honum byggi sagnaskáld. Mörg af kvæðum hans frá fyrstu tveimur ára- tugunum fela í sér tilvalin söguefni, og ýmis þeirra eru sagnræn að formi. Má í þessu sambandi minna á kvæði eins og Sambýlið á Jöðrum, Hann stal, Eldabuskan, Skratta- kollur, Gæfumaður, Barnlaus hjón, Seinni kona, Hrefna á Heiði og Hrossa-Dóra. Mér er ekki kunnugt um, hve snemma Jakob hefir tek ið að fást við sagnagerð, cn þá er ég kynntist honum, vorið 1918, þóttist ég verða þess vísari, að eitthvað mundi hann hafa föndrað við sagna gerð. Hins vegar komst ég líka á snoðir um, að hann mundi ekki flíka sögum sin- um fyrr en hann þættist þess nokkurn veginn viss, að ekki mundi það, sem hann byði upp á, síðra en þau beztu af kvæðunum, sem frá hon- um höfðu komið. Nú liðu sex ár. Svo var það sumarig 1924, að Jakob hittl mig á förnum vegi og bað mig að ganga heim með sér. Hann sagði, að kunningi sinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en kallaði sig Jón Jöklara, hefði skiliö eftir hjá sér ofurlítið sögu- korn, sem sér þætti ekki illa lukkað. „En það er nú kannske nokkuð hrjúft og harð- hnjóskulegt fyrir suma,“ sagði hanh og kímdi á sinn sérkennilega hátt. „Þetta er maður, sem hefir alizt upp í peysu og með lambhúshettu, þessi kunningi minn.“ Jakob hafði ekki lesið í margar mínútur, þó að ekki væri hann hraðmæltur, þá er ég þóttist kenna bæði orð- færi og hugblæ. Og víst lét ég vel af sögunni að lestri loknum. „Þú heldur þá, að höfund- inum sé óhætt að sleppa þessu frá sér fyrir sjónir al- mennings?“ sagði Jakob. „Jú, ætli það ekki!“ sagði ég drýgindalega. „Nú kannske maður ráði honum þá til þess,“ mælti Jakob og hló við. „Það held ég, að þér beri að gera,“ svaraði ég, „og mætti segja mér, að sögu- kornið þætti tíðindum sæta.“ Svo birtist þá sagan Hel- fró í Eimreiðinni og vakti mikla athygli allra, sem nokk urt skyn bera á skáldskap, og þóttust ýmsir kenna, hver hefði þarna gengið fram á sviðið í gervi Jöklarans. Og víst er um það, að Helfró mun ávallt verða talin í úr- valsflokki íslenzkra smá- sagna. 3. í allmörgum af sögum Ja- kobs, eldri og yngri, kennir ádeilu á aldarfar og þjóðlífs- hætti — og einnig á þá þætti í skapgerð manna og fram- komu, sem benda til yfirborðs mennsku, ábyrgðarleysis og spillingar, en hins vegar lýs- ir hann oftast með lítið eitt meinfýsinni, og samúðar- kenndri glettni þeim van- köntum manna, sem viröast þeim ósjálfráðir og má segja, að stundum megi lesa á milli sögunni línanna í sögum Jakobs: Það sem er er bæði skömm og gaman að því! Og oft er hann allur á bandi þess hrjúfa og náttúr- lega, sem hneykslar náung- ann, og má í þessu sambandi benda á lýsinguna á Þorbergi gamla í Forboðmí eplin. Þá er Jakob lýsir sorgarbörnum tilverunnar, fylgir hann þeim af hljóðlátri og mjög skilningsríkri nærfærni, og tíðum verður honum vikið að söguefnum, þar sem fram koma kynjar tilverunnar, þau atvik, er sýnast auðráðin, en reynast, ýmist fyrir viðsjár manneðlisins, eða fyrir ein- hver dulræn, en þó sannar- lega raunvirk rök, hinir skæðustu örlagavaldar. Fólk á stjái, síðasta bók Jakobs, er tvö hundruð blað- siður, og eru í henni tólf sög ur. Þær eru allar með ljósum einkennum þessa sérkenni- lega höfundar, og verður ekki séð, að honum sé tekið að förl ast sýn eða tungutakig farið að dofna. í þessum sögum hans gætir lítt ádeilna. en hins vegar ber þarna meira en oftast áður á viðsjánum í tilverunni, hinu örlaga- bundna og dulramma, sem á sér rót í mannlegri skamm- sýni, óviðráðanlegum eðlis- hvötum eða jafnvel í ein- hverjum þeim lögmálum nátt úrunnar, sem eru mannin- um ókunn og óskiljanleg, en honum hefnist fyrir að viður kenna ekki sem staðreynd — nxáske mælir á kvarða grunn færrar þekkingar einnar og kallar hégiljur og hindur- vit.ni. Glettni jakobs gætir að vanda í sögunum, surns staðar kaldrænnar, en oft iliaðar innri glóð. Ég mun ekki víkja að öll- um sögunum í þessari bók. Dálitið eru þær misjafnar að gæðum, en hafa þó allar eitt- hvað til síns ágætis. í fyrstu sögunni, Hvíld á háheiðinni, gætir listrænnar hófsemi og hljóðlátrar og tregakenndr ar lífsundrunar, og er fróð- legt að bera hana saman við Gistinguna á Tryppamýri, þar sem galsi og glaðhlakk höfundarins yfir þvi mein- brellna og um leið hlálega í mannlegu fari er í essinu sínu. Sumum mundi þykja næsta ótrúleg manngerðin í Sómavendni, þar aðalpersónan Sig- mundur Ármannsson, en sú mannlýsing á sér rót í veru- leika „fornra dyggða," sem Jakob metur og virðir mik- ils. í Valkyrjunni og Hindur- vitnum fjallar skáldið mark visst um atriði, sem menn vilja yfirleitt ekki viður- kenna sem staðreyndir, en margir vita, er til þekkja, að reynzt hafa hörmulega ör- lögþrungin, ef til vill fyrir það, að menn trúi meira á þau en þeir vilji vera láta, ef til vill fyrir helberar en í fyllsta lagi sérkennilegar til- viljanir, en máske vegna þess, að þar séu raunveru- lega dulin öfl að verki. í sög- unni Fyrir rannsóknarrétti bregður skáldið skemmtilega á leik á vettvangi óstýrilátr- ar, en óneitanlega oft ærið skemmtilegrar „mannlegrar náttúru". Svo er og I hinni með afbrigðum vel gerðu og hnitmiðuðu sögu Kölkun, sem nokkuð minnir á eldri sögu eftir Jakob, en nýtur sin samt fyllilega, svo heilsteypt sem hún er fyrir listræna tækni og hófsemi skáldsins, er aftur og aftur fer eins langt og hann má fara, en aldrei lengra. Síðasta sagan, Víða liggja vegamót, er ein sú veigamesta, sem Jakob hefir skrifað. Hún er ekki betur gerð en Kölkun, still- inn ekki hnitmiðaðri eða jafn vægari, en innviðirnir eru ennþá veigameiri. Þar er okk ur sýnt hið brellna; meinvið- sjála lífsundur 1 mjög átak- anlegu og eftirminnilegu ljósi. Ærukærni, ein hinna „fornu dyggða,“ sem skáldið fyllilega viðurkennir sam- kvæmt uppeldi sínu og lífs- reynslu sem verðmæta og virðingarverða, reynist þar öriögvaldur um mikinn harm ieik. Og hugur lesandans hvarflar langt út fyrlr þau, sem þarna standa „angaslit- in, greinabrotin" úr lífsins hríðum og hretum, og sér aug ljósar og hörmum slungnar hliðstæður. Víst er vandrat- að í henni veröld! Jakob Thorarensen er sjö- tugur á næsta ári. Enn er hann hraustur og hressileg- ur. Enn fer hann daglega í sjó, þegar frostlaust er veð- ur og enn er hann bratt- gengur göngugarpur. Og „fólk' ið á stjái“ ber sannarlega ekki vitni um það, að andlega sé honum tekið að förla. Beztu sögurnar í þessari bók eru hvort tveggja i senn, með al þeirra vandgerðustu og þeirra snjöllustu, sem hann heíir skrifað. ;«»Sí:SSSSS'.«SS$SSS3SSS3SSSSSSS$SS5S<WSS$SS$SS$43SS5$S3$SSSS$SSSS5a$S$SM Atvinna Ungur og reglusamur maður, vanur afgreiðslustörfum og bifreiðaakstri getur fengið atvinnu nú þegar hjá kaupfélagi í nágrenni Reykjavíkur. — Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Tímans fyrir 17. þ. m. auðkennt: Samvinnumaður. Vinnið Ötullefla tiif útbreiðslu T I M A JV S •*tssss9sgsssassas5iwsssssss««»ssass8gs3ss ItSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSf J Á R N S ( D A ritið um járniðnaðinn á íslandi frá hinum forna rauðablæstri til vorra daga, skrlfuð af Gunnari M. Magnúss, kom út fyrir jólin. Þar er rakin saga hagleiksmanna og smíðisgripa fyrr á öldum, um íslenzka hugvitsmenn, um 19. aldar smiði, um aldamóta mennina, um menntun og skólavist og vöxt stéttarinnar. Bókin er hin fróðlegasta og skemmtilegasta, með fjölda mynda, sem teknar voru í þjóðminjasafninu af göml- um smíðisgripum og úr því einnig margar mannamyndir. Sökum mikillar eftirspurnar og takmarkaðs upplags verffur bókin affeins send út um land gegn pöntun bóksala eða einstaklinga. Bókin er 340 bls. í stóru broti og kostar ígóðu bandi kr. 105.00. Send burðargjaldsfrítt. Þeir, sem hafa hug á að eignast þetta sérstaka rit, þurfa að senda pantanir fyrir janúarlok. Utanáskrift: „Járnsíffa". — Pósthólf 1063, Reykjavík. sssssssssssSsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssgssssssssssssssssasssassgssasssa&s&sftfcMftsresftfcfcywswi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.