Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1956, Blaðsíða 1
Fylgizt með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriítarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 40. árgangur. 12 síður Reykjavík, fimmtudaginn 13. desember 1956. f blaðinu í dag: Vettvangur æskunnar, bls. 5. j Bækur og höfundar, bls. 8. Um Grikki og Kýpur, bls. 6. Menningarsamtök Héraðsbúa, bls. 7. 284. blað. OMuskipið HamrafeSl 20 milljón króna tjón hlauzt af drættinum að leyfa kcup oiíuskipsins Nú er veriS a8 dæla í land fyrsta olíufarminum, sem Hamrafall flytur vil hndsins og er skipiS farið aS léttast á sjónum eins og sjá má á myndinni, sem var tekin í gær inn viS Laugarnes. (Ljósm.: Sveinn Sæm.) Hanmiarskjöltl íeggnr áherzlu á mikilvægi lögregliisveita S. þ. Helmingur brezk-frönsku herjanna á brott úr Egyptalandi Fyrst var sótt um leyfi til kaupaeua í maí 1953, en staSiS var í vegi fyrir kaupuimm af íslenzkum valdamönn- |angað til í árslok 1955 Nokkur atriíi úr ræíu Hjartar Hjartar framkvæmdastjóra viÖ komu skipsins Af drættinum einum saman hlauzt 20 miljón króna tjón. • Það tók íslenzka valdamenn nærri 3 ár að átta sig á því, að ' andspyrna gegn framtaki samvinnufélaganna var um leið andspyrna gegn mikilvægum þjóðarhagsmunum. En biðin varð dýr. — Þessar upplýsingar komu fram í ræðu, sem Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS flutti í móttökuveizlu, er eigendur Hamrafells héldu í Þjóðleik- húskjallaranum á mánudaginn í tilefni af komu skipsins. í ræðu sinni komst framkvæmdastjórinn m. a. svo að orði: New York—NTB, 12. des. — Burns, yfirhershöfðingi S. Þ. í Egyptaland'4, flutti í dag aðal- bækistöðvar sínar til bæjarins E1 Balasj á Súez-eiði. í því. til- efni las hann fyrir hermönnum sínum ávarp frá Dag Hammar- skjöld. í ávarpi þessu brýnir Hammar- skjöld það fyrir hermönnunum, að mikið sé i húfi fyrir framkomu þeirra, þeir séu .hermenn friðarins og hlutverk þeirra annars konar en nokkurra annarra, sem áður hafi borið vopn. Takist ykkur vel, sagði Hammarskjöld, mun það hafa stórkostleg áhrif til góðs, ekki aðeins í þessu máli, heldur mun gifta ykkar nú leiða til þess, að okkur tekst ef til vill að tryggja lög og rétt í heiminum framvegis. Yfirhershöfðingi brezk-franska hersins á Súez-svæðinu íilkynnti í dag, að brottflutningur herja sinna gengi mjög vel, hefði nú helmingur alls liðsins verið flutt- ur á brott. „.... Framfaraspor seinustu áratuga eru mörg og stór. Upptaln- ing, því til sönnunar, er óþörf. Staðreyndirnar tala sínu máli. Margur framandi undrast hverju fámenn þjóð hefir hér fengið á- orkað, og gjarna er spurt hvað valdi góðum árangri. Óyggjandi svar verður vart gef- ið. Hitt er ljóst, að harðbýlt land og hrjóstrugt hefir á vissan máta hert til dáða, og að margur hefir lært, að samstaða er lífsnauðsyn, eigi fámenn og fátæk þjóð að ná nokkrum teljandi árangri. Reynslan sannar þetta þráfalld- lega. Er okkur ekki öllum ljóst, að Kommúnistar hafa fangelsað verkalýðsleiðtoga Ungverja 3000 verkamenn og verkaiýðsleiðtogar hnepptir i dýfiissur Rússa og leppa þeirra á þrem dögum Hungursneyð yfirvofandi i landinu mnan London-Búdapest-NTB. 12. des.: Allsherjarverkfallið var algert í dag, en því á að Ijúka á iniðnætti í nótt. Flestar verzlanir í Búda- pest voru lokaðar í dag, en hús- nueður biðu klukkustundum sam ÍIÍ veður á togaramið- um og afli lítill Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Togarinn ísborg landaði hér 70 lestum af fiski og Marz frá Reykja vík 60 lestum í dag. Veður hafa verið ill á togarmiðum og afli því lítill. Samgöngur eru hér lélegar. Flugferðir hafa legið niðri um sinn vegna veðurs, og í gær t. d. sneri flugvélin, sem hingað átti að fara, við vegna veðurs. GS. an í biðröðum við flutningabíla til þess að reyna að fá brauðbita. Umferð um borgina var með allra minnsta móti í dag. Víðs- vegar um Búdapest mátti heyra vélbyssuskothríð og jafnvel stór- skotahríð og samkvæmt frétta- stofufregnum kom oft til átaka á milli andstæðinga leppstjórn- arinnar við stuðningsmenn henn ar og rússneska hermenn. Mörg hverfi borgarinnar voru girt af í dag og gerð í þeim ná- kvæm leit að vopnum. Utvarp leppstjórnarinnar flytur sífellt áskoranir til verkamanna um að hefja vinnu á ný, það sé grátlegur misskilningur, segir út varpið, að það verði til þess að Rússar fari úr landi með her sinn, það séu fazistar og afturhalds- sinnar, sem standi á bak við þetta verkfall og verði engum nema auð valdssinnum og gagnbyltingarmönn um til gagns. BARIZT AF IIÖRKU VIÐ PECS. Þær fregnir hafa borizt til Bel- grad, að undanfarna 3 daga hafi 3000 manns verið handteknir í Ungverjalandi og þar á meðal séu allir helztu leiðtogar verka- mannaráðanna. 133 þúsund flóttamenn hafa nú komið til Austurríkis frá Ungverjalandi og enn heldur straumurinn áfram. (Frami.ald á 2. síðu.) Djilas dæmdur í 3ja ára fangelsi Belgrad, NTB. 12. des.: Fyrrver andi varaforseti og forsætisráð- herra Júgóslafíu, Milovan Djil as, var i dag dæmdur í þriggja ára fangelsisvist í Belgrad, eftir að rétturinn hafði Iýst liann sann an að þeim sökum er á liann voru bornar. Djilas var sakaður um að hafa rekið fjandsamlegan áróður gegn stjórn landsins og gefið er iendum mönnum rangar upplýs ingar um stjórnarfarið í iand- inu. Réttarhöldin fóru fram fyr- ir luktum dyrum að öðru leyti en því, að nokkriun útvöldum blaða mönnum og fulltrúum stjórnar innar var veitt iimganga. enginn einstaklingur á íslandi hefði getað keypt olíuskipið „Hamrafell“? Það þurfti sterk samtök Oiíufélagsmanna og Sam- bandsfólksins til a3 skip þetta yrði íslenzk eign, sem sigla mætti um heimsins höf og bera fána samvinnuflot- ans og okkar fagra þjóðfána. Þegar á það er litið og við það miðað, að „Hamrafell" kostaði nær 50 miljónir, sést að ekkert eitt átak er stærra, engin einstök framkvæmd, sem til hefir verið stofnað á íslandi er stærri þessum kaupum, nema Áburðarverk- smiðja ríkisins og Sements- verksmiðjan. Ég vænti, að það teljist viðeig- andi og jafnvel gagnlegt að rifja upp við þetta tækifæri nokkur at- riði og staðreyndir, sem nú liggja að baki, sérstaklega ef vera mætti til framtíðargagns, þegar við á- þekk verkefni er fengist. Það þurfti að berjast á tvenn- um vígstöðvum og vinna sigur á báðum til þess að „Hamrafell" yrði íslenzk eign. Orrustan hér heima Þótt ótrúlegt megi virðast, reynd ist langsóttara að vinna orrustuna hér heima en hina, sem erlendis varð að heyja, þegar við glímdum við að efla íslenzka skipastólinn og færa á nýtt svið með kaupum á stóru olíuflutningaskipi. Vilhjálmur Þór sem forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga og formaður Olíufélagsins h. f. gat í ársbyrjun 1953 tryggt, að félög þessi eignuðust stórt olíuflutninga skip og sótti um leyfi til að mega hefjast handa þann 9. maí 1953. Ekki fékkst þá leyfi viðkomandi yfirvalda, og á því ári var fjórum sinnum sótt um leyfi til kaupa eða ! byggingar og reksturs olíuflutninga skips. Á árinu 1954 var enn haldið á- fram að reyna að fá heimild til að ráðast í kaup á olíuskipi, en án árangurs, og það var ekki fyrr en í árslok 1955 að leyfi fékkst loks til framkvæmda eftir nær þriggja ára þrotlausa baráttu. Á meðan leið tíminn og mörg tækifæri glötuðust til hagstæðra samningagerða. Sérstaklega var skaðlegt að hafa bundnar hendur á árunum 1953 og 1954, því þá voru fragtir lágar og minni ásókn á skipasmíðastöðvar en áður og síðar og þá að sjálfsögðu um leið sterkari samningsaðstaða kaup- enda. Happ fyrir þjóðfélagið Þegar framkvæmdafrelsi okkar var ekki lengur heft, var lagt til næstu orrustu, og fvrir margra manna tilstuðlan náðist að festa kaup á því glæsta skipi, sem siglt hefir verið farsællega aí í Tenzk- um sjómönnum í 2% mánuð og r.ú liggur fyrir festum á Reykjavíkur- höfn. Það er sérstakt happ fyrir þjóð- félagið í heild, að skip þetta skuli einmitt nú vera íslenzk eign. Válegir atburðir hafa gerzt í ver- öldinni. Allir, sem hér eru, þekkja þá og vita hver áhrif þeir hafa haft á olíuflutninga til Evrópu. Sá voði blasir við, að orkuver og iðnaður margvíslegur á meginland- inu verði fyrir verulegum truflun- um eða jafnvel stöðvist, sökum örðugleika á flutningi olíu. Á öld vélamenningar eru slíkir hlutir næsta alvarlegir. Þeir eru það ekki sízt fyrir okk- úr, sem búum við hið nyrzta haf og höfum engan annan aflgjafa fyrir bátaútveg, samgöngutæki og ýmis konar vélar en olíu flutta um langan veg. Þráfaldlega hefir erfiðlega geng ið með að fá leigð skip til íslands- ferða. Aldrei hefir þó alvarlegar horft en nú fyrir nokkrum dög- um, og auðsætt var þeim, sem á- byrgð bera í þjóðfélaginu, að hefði ekki „Hamrafell" verið íslenzk eign og tilbúið til að flytja olíu til landsins, var þjóðfélaginu svo al- varlegur vandi á höndum, að vart varð séð, hver úrræði dyggðu. Heimkoma „Hamrafells“ hlýtur því að vera einmitt nú margfallt fagnaðarefni. Við teljum okkur hafa ríka á- stæðu til að þakka þeim, sem á einn eða annan hátt hafa að því stuðlað, að sjöunda samvinnuskip- ið hefir nú bætzt í kaupskipaflota íslendinga. Flaggskip íslenzka flot- ans, sem í einni ferð flytur til landsins nær tvöfalt magn það, sem hin 5 samvinnuskipin, sem í millilandaferðum eru, færa til landsins í einni ferð. 20 miljón króna tjón Fyrst mun rétt að þakka fyrr- verandi ríkisstjórn íslands. Það má telja það þakkarvert, að ekki stóð þó lengur en raun ber vitni um á, að meirihlutavilji fengist fyr ir því að leyfa Olíufélaginu og Sambandinu að kaupa þetta skip. (Framh. á 2. síðu.l Sölur togaranna í Englandi og Þýzkal. Undanfarna daga hafa nokkrir íslenzku togaranna selt afla sinn í Englandi og Þýzkalandi og sá síð- asti þeirra, Þorsteinn Ingólfsson selur í Grimsby í dag. Togarinn Gylfi seldi í Cuxhafen sl. mánudag 201 lest fyrir 92200 mörk. Harðbakur seldi í Aber- deen í fyrradag 2883 kt. fyrir 7955 sterlingspund. Skúli Magnússon seldi í Ham- borg í gær 192 lestir fyrir 97532. Röðull seldi í Hamborg í gær 242 lestir fyrir 121.126 mörk. Þorsteinn Ingólfsson selur í dag í Grimsby og er það síðasta sala togaranna fyrir jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.