Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ffylgist  með  tímanum  og  lesið
'TÍMANN.   Áskriftarsímar:  2323
og 31330. Tíminn flytur mest og
íjölbreytíast almennt lesefni.
41. árgangur
Reykjavík, sunnudaginn 28. apríl 1957.
Inni í blaðinu í dag:
Fermingar í dag, bls. 4.
Mál og menning, bls. 5.
Skrifað og skrafað, bls. 7.
Vígsla félagsheimilis í Önguls-   f
staðahreppi, bls. 2.
94. blað.
Ógnaröldin í Ung-
verjalandi hrylli-
legri en fyrr
LONDON, 27. aprfl. — Anna
Kethly, fyrrv. ráðherra í stjórn
Inire Nagys lét svo ummælt í
London í dag, að í dag ríkti í
Ungverjalandi enn hryllilegri
ógnaröld en nokkru sinni fyrr.
Leppstjórnin hefði nú komið upp
fangabúðakerfi um gjörvallt
landið. í Budapest hefði verið
konuð upp stórum fangabúðum
þar sem eingöngu pólitískum
föngum væri komið fyrir.
Viscount-fíugvéí-
arnar koma
Hinar nýju Viscount-flugvélar
Flugfélags íslands eru væntanleg
ar hingað til lands næsta miðviku
dag, 1. maí. Munu þær lenda á
Reykjavíkurflugvélli um kl. 4 síð
degis. Fer þar fram allvegleg mót
tökuathöfn. Brezkir flugmenn
munu fyrst í stað leiðbeina ís-
lenzku áhöfnunum í millilanda-
fluginu, en annars hafa íslenzkar
áhafnir verið þjálfaðar í meðferð
vélanna um skeið í Bretlandi.
Á lognkyrru vorkvöldi við Skerjaf jörðinn
WM
Kadarst jórnin kveðst haía komið upp
um vopnað samsæri þann 15. marz
FreLsishetjum verour nú stefnt fyrir herrétt
leppst j órnarinnar.
Það hefur verið stormisamt undanfarið, en þó gefst stundum
lognkyrr stund, og þeim fer vonandi fjölgandi með hækkandi
sól og sumri. Á lognkyrrum vorkvöldum er fagurt við sundin
við Reykjavík. Þessi mynd var tekin úr Kársnesinu fyrir skömmu
—  sér þar gegnum fornfálegt hlið yfir Skerjafjörðinn lognkyrran
—  heim að forsetasetrinu  á Bessastöðum.         (Ljósm:  G.Þ.).
Leikflokkur Þjóðleikhússins sýnir
Gullnahliðið í Kaupm.höín og Osló
Óperan Tosca sýnd í Þjóo'Ieikhúsinu í haust, 'i
Stefán íslandi syngur aoalhlutverk. Rætt viS j
Guolaug  Rósinkranz,  þjóoleikhússtjóra  ný-
kominn úr Nor biirlandaför
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, er nýkominn
heim af fundi Norræna leiklistarráðsins, og um leið heim-
sótti hann ýmis leikhús Norðurlanda. í för þessari gekk hann
frá samningum um gestaleiká Gullna hliðinu í Kaupmanna-
höfn og í Ósló í júnímánuði. Einnig samdi hann við Stefán
Islandi um að syngja aðalhlutverk í Tosca, sem sýnd verður
í Þjóðleikhúsinu næsta haust. Blaðið átti í gær tal við þjóð-
leikhússtjóra um förina.
—  Hvenær fer leikflokkurinn
utan?
— Hann fer til Kaupmannahafn-
ar í boði Folketeatret þar í borg
og sýnir Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson í sambandi við hátíða-
höld á 100 ára afmæli leikhússins,
sem boðið hefir öllum þjóðleikhús-
um á Norðurlöndum að koma með
gestaleik þangað í tilefni af af-
mælinu. Verður það í fyrsta sinn,
sem öll þjóðleikhús á Norðurlönd-
um koma í leikheimsókn til eins
og sama leikhússins.
Tvær sýningar í Höfn.
Leikflokkurinn fer héðan 13.
júní og verða tvær leiksýningar í
Kaupmannahöfn, 14. og 15. júní.
Til Óslóar verður haldið 16. júní
og sýnt í Nationalteatret í boði
þess 18. júní. í hópnum verða um
20 manns. Auk þess mun höfund-
urinn, Davíð Stefánsson, verða með
í förinni og lesa prologus á öllum
sýningunum.
— En hvað er að frétta af fundi
Nprræna leiklistarráðsins?
— Sá fundur var haldinn í Hels-
inki dagana 14.—17. apríl. Hann
sátu um 50 manns, leikhússtjórar
frá öllum Norðurlöndum, formenn
félaga leikara, leikritahöfunda og
gagnrýnenda. Þar var rætt um
ýmis sameiginleg áhuga- og vanda
mál norrænna leikhúsa, meðal ann
ars, bvað hægt væri að gera tii
þess að stuðla að kynningu og sýn
ingum innlendra leikrita á leik-
sviði. Reynslan hefir sýnt, að al-
menningur hefir lítinn áhuga á
nýjum, innlendum leikritum, og er
það sama sagan á öllum Norður-
löndunum. Á slíkum leiksýning-
um verður því oftast halli.
Einnig var rætt um skipulagn-
ingu gestaleikja milli norrænna
leikhúsa, styrk frá ríkissjóði til
þessara heimsókna o. fl.
Afstaðan til sjónvarpsins.
• Þá var rætt um afstöðu leikhús-
manna til sjónvarps, og var það al-
menn skoðun á fundinum, að ekki
gætu farið saman störf leikara í
leikhúsum og í sjónvarpi, og yrði
því sjónvarpið að hafa sérstaka
sjónvarpsleikara. Loks var rætt
um samstarf hinna norrænu leik-
listarsamtaka við alþjóðastofnun
leikhúsmála í París. Kom forstjóri
þeirrar stofnunar á fuhdinn.
Gullna hliðið í París?
— Var nokkuð rætt u.m norræna
leikheimsókn til Parísar?
— Já, forstjórinn íjáði fundin-
um, a.ð alþjóðaleikhúsið í París
hyggðist á næsta vori efna til nor-
rænna leiksýninga í einn mánuð,
þar sem öllum þjóðleikhúsum Norð
urlanda og ef til vill nokkrum
einkaleikhúsum yrði boðið að sýna,
éinkum þjóðleg leikrit Eg ræddi
við Julien forstjóra um þátttöku
Guðlaugur  Rósinkranz,
þjóSleikhússtjóri
íslands og benti honum 3. að sjá
sýningu okkar á Gullna hliðinu í
Kaupmannahöfn í júní til þess að
mynda sér skoðun um, hvort það
verk myndi falla Frökkum í geð.
Kannske förum við með Gullna
hliðið til Parísar næsta vor?
Merkilegar leiksýningar.
— En gafst þér ekki færi á að
sjá ýmsar leiksýningar?
•— Jú, margar, og gestrisni og
'vinátta Finna var framúrskarandi
góð. Fundarmenn voru b'oðnir til
forsætisráðherra, borgarstjóra og
menntamálaráðherra. Dagana, sem
fundurinn stóð, voru árlegir leik-
dagar Finna, þar sem sýnd eru
mörg verk og gestaleikir frá ýms-
um finnskum leikhúsum. Eitt
þeirra verka var Gullna hliðið, sem
sýnt hefir verið undanfarið í Tamm
erfors. Var sú sýning harla ný-
stárleg í mínum augum, svo að
ekki sé meira sagt. Tel ég að þar
hafi andi höfundarins í leiknum
verið nær því þurrkaður út. For-
seti Finnlands var á sýningunni,
óg gat hann þess í viðtali við mig,
(Framhald á 2. sfðu).
VINARBORG - NTB, 26. apríl. —
Budapest-útvarpið skýrði frá því
í dag, að lögregla stjórnarinnar
hefði tekizt að afhjúpa samsæri,
sem beinzt hefði gegn Kadar-
stjórninni. Það væri nú komið
á daginn, að flokkur manna
hefði ætlað að efna til yopnaðr-
ar uppreisnar gegn Kadarstjórn
inni þann 15. niarz síðastliðinn,
en þá var afmæli byltingarinn-
ar frá 1848.
Útvarpið sagði, að rannsókn
heíði leitt í ljós, að menn þessir
hefðu haft yfir að ráða miklum
vopnabirgðum og miklu magni
af sprengiefni. Það hefir nú verið
ákveðið að stefna hinum seku
mönnum fyrir herrétt.
í tilkynningu stjórnarinnar
sagði, að leiðtogi gagnbyltingar-
manna og fasista hefði verið mað
ur að nafni Josef Petrus, er hand
tekinn var í Pecs er uppreisnin
stóð  yfir,  en  hefði  síðar  yerið
leystur  úr  haldi  af  uppreisnar<
mönnum.
I
Þjóðleikhúsið fær
mjög vandaðan flygil
í gær var notaður í fyrsta sina
rnjög vandaður flygill, sem ÞjóS
leikhúsið hefir fengið. Lék dr.
Úrbancic á hann í fyrsta sinn á
tónlistarhátíðinni. Það hefir ver
ið sagt, að verulega vandaður
flygill væri ékki til hér á landi,
en nú er úr því bætt, því að þetta
er miklu fullkomnari flygill en
' áður hefur verið til hér á landL
Þetta er þýzkur flygill, og fékk
þjóðleikhússtjóri Harald Sigurðs
son, prófessor til að fara til Ham
borgar og velja hann.
Glæsileg árshátíð Framsóknarmanna
í Árnessýslu haldin á SeUossi
Síðasta vetrardag efndu Framsóknarmenn í Árnessýslii
til veglegrar árshátíðar á Selfossi. Var hún mjög fjölmenn,
sótt af fólki úr öllum hreppum sýslunnar og þótti í alla staði
hin ánægjulegasta samkoma.
Látrabjargi, bjargsigi þar og fugla-
lífi. Nokkrir menn úr Gaulverja«
bæjarhreppi sýndu leikþátt. Loks
var dansað af miklu fjöri og söng
Sigurður Ólafsson með hljómsveit
inni. Fjölmenni var svo mikið, a8
fleiri komust ekki í hið stóra hús-
Samkoman var haldin í Selfoss-
bíói og hófst kl. 9,30 síðd. Hófst
hún með ávárpi Ágústs Þorvalds-
sonar, alþingismanns, en síðan
söng Sigurður Ólafsson. Þá flutti
Sigurvin Einarsson, alþingismaður
einkar skemmtilega frásögn  frá I næði.
Friðrik Ólafsson sigraði á Skák-
þingi Islands á Akureyri
Þráinn Sigur 5sson sigrabi í meistaraflokki.
AKUREYRI í gær. — Skákþingi
íslands lauk á Akureyri í dag.
Teflt var í salnum í Landsbanka
húsinu, en skákstjóri var Guð-
mundur Jónsson. Friðrik Ólafs
son bar sigur úr býtum í lands
liðsflokki og hlaut 8 vinninga.
Freysteinn 7V2, Arinbjörn 6%,
Ingimar 5^4, Bjarni iVz, Júlíus
4, Gilfer og Bragi 3y2,Stígur lVá
og Kristján Vi-
í  meistaraflokki  urðu  úrslit
þau, að Þráinn sigraði með 8 vínri
ingum, Haukur með 1l/2, Jóhann
og Ásgeir 7, Unnsteinn og Stein-
grímur 6V2, Randver 6, Haraldur
Ól. 5y2, Albert 4, Magnús og Har«
aldur Bogason 3 og Anton 1.
Hraðskákmót íslands hefst á
Akureyri í dag. Teflt verður í 3
undanrásar-riðlum og einum úr-
slitariðli. Skákþinginu verður slitl
ið í kvöld.
Friðrik Ólafsson, skákmeistari íslands, tefldi við hinn aldna skákmeistaraí
Eggert Gilfer í 1. umferð og sjást þeir hér við skákborðið. Skák þeirr*
var ein sú fjörugasta, er tefid var á mótinu. Síðast þegar Skákþing islanda
var háð á Akureyri bar Eggert sigur úr býtum, en nú tókst honum ekkl
að velta ungu mönnunum harða keppni. (Ljósm.: Gísli Ólafsson).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12