Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftareímar: 2323 og 81330. Tíminn flytur mest og (jöibreyttast almennt lesefai. 41. árgangur Inni I blaðinu f dag: Reykjavík, föstudaginn 10. maí 1957. Bónorðsbréfið til Svíaprinsessu, ' bls. 2. | Réttarhöldin í Munchen, bls. 4. j Vettvangur æskunnar, bls. 5. Hinn nýi forseti Austurríkis, bls. 6 103. blað. Einstakt afreksflug Bjöms Pálssonar til Græníands. Flutti tvær konur í barnsnauð frá Scoresbysundi til Rvíkur Lenti á skíðum, þar sem annað var útilokað. — Björgunarflugvél fylgdi honum. í gær fór Björn Pálsson í sjúkraflug, sem einstætt mun vera í sinni röð, og vafasamt verður að telja, að nokkur annar maður en hann hefði lagt í, eins og á stóð. Björn flaug í hinni litlu sjúkraflugvél sinni til Scoresby-sund í Grænlandi, að sækja þangað tvær sængurkonur, sem ekki gátu fætt. Hafa konurnar legið sjúkar síðustu 8—10 dagana. Það var talstöðin í Meistaravík, sem sneri sér til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og bað um að- stoð. Enginn læknir er í Scoresby sund, en næsti læknir í Meistara- vík. Útilokað var hins vegar, að læknirinn í Meistaravík kæmist til hjálpar. Nú hagar svo til í Scoresby- sund, að þar er enginn flugvöliur og ekki heldur auður sjór, sem hægt er að lenda á. Útilokað var því, að björgunarflugvél varnar- liðsins gæti sótt konurnar. Eina ráðið var því, ef Björn gæti flogið til Grænlands á sjúkraflugvél sinni og lent þar á skíðum. Sjúkraflug í Álftaver. Þetta gat þó ekki talizt hættu- laust flug á slíkri flugvél yfir haf og ís. Hlýtur slíkt flug að vera mjög vafasamt. Björn varð þó ekki lattur. Hann skrapp fyrir há- degið í sjúkraflug austur í Álfta- ver, og þegar hann kom þaðan eftir hádegið, bjóst hann þegar til Grænlandsflugsins. Bjó hann vél sína eftir föngum á skömmum tíma. Höfuðið upp úr hrúgu benzínbrúsa. Hann hlóð í fiugvélina eins mörgum benzínbrúsum og unnt var, og þegar hann var setztur í flugmannssætið, stóð liöfuð hans upp úr benzínbrúsalirúg- unni. Þannig ók liann út á braut arendann. Björgunarflugvél til fylgdar. Björgunarflugvél varnarliðsins bjóst einnig til ferðar, búin til langflugs. Skyldi hún fylgjast með ferðum Björns, vera til taks, ef eitthvað bæri út af með þau björg unartæki, sem hægt yrði að beita. Einnig átti hún að varpa benzín- brúsum niður til Björns í Scores- bysund, svo að hann gæti birgt sig til heimferðarinnar, því að benzín er ekki að fá á flugvél í Scoresbysundi. Lent á ísafirði. Björn flaug til ísafjarðar og lenti þar á flugvellinum. Tók hann þar benzín eins og hægt var, og flaug þaðan laust eftir kl. hálf- sex síðdegis í gær. Veður var bjart en nokkur mótvindur mun hafa verið og vélin seinfleyg á mót- vindi vegna skíðanna. Bárust nú litlar fregnir af Birni, og kom þar, að hann var búinn að vera klukkustund lengur en ætlað var. Barst þá skeyti frá björgunarvél- inni þess efnis, að hún væri yfir stöðinni í Scoresbysundi og Björn myndi lenda þar innan skamms. Litlu síðar barst skeyti um, að Björn hefði lent heilu og höldnu klukkan 20,45. Lagt af stað með konurnar. Um klukkan hálfellefu barst flugturninum á Reykjavíkurflug- velli svo skeyti um það, að Björn hefði hafið sig til flugs í Scores bysundi kl. 22,45, væntanlega með konurnar eins og ráð var fyrir gert og áætlaði koniu sína til Reykjavíkur um kl. 1 í nótt. Björn er einn í flugvélinni með konurnar, því að fleiri tekur vél- in ekki. Má nærri geta, hvernig það er að fljúga slíka langferð með tvær sængurkonur og geta ekki liðsinnt þeim neitt, þótt þörf krefði, þar sem hann er bundinn við stjórn flugvélarinn- ar. Rússneski kafbátaflotinn brátt þrisvar sinnum fjölmennari en floti Þjóðv. var Bretum stendur mikill stuggur al kafibátunimv sem senn vería um 700 talsins Lundúnum, 9. maí. — Flotamálaráðherra Breta, Selkirk lávarður skýrði frá því 1 lávarðadeildinni í dag, að rússnesk- ar skipasmfðastöðvar smíðuðu nú á ári hverju helmingi fleiri kafbáta en brezki flotinn hefir samtals yfir að ráða. Eftir tvö ár munu Rússar hafa þrisvar sinnum fíeiri kafbáta til umráða á Atlantshafi en Þjóðverjar höfðu, þegar kafbáta- styrkur þeirra var sem mestur á árum seinustu heimsstyrj- aldar, sagði ráðherrann. Það væri að vísu sennilegt, að rússnesku kafbátarnir stæðu hin- um þýzku nokkuð að baki að gæð- um. Þetta væri þó engan veginn víst og hyggilegast að vanmeta ekki rússnesku kafbátana. Ráðherrann kvað Breta hafa á- hyggjur nokkrar af mætti rúss- nesku kafbátanna og ríkisstjórnin væri með ýmsar ráðstafanir á prjónunum til að mæta þessari ógnun. Væru þessar aðgerðir gerð- ar 1 samráði við bandamenn Breta innan Atlantshafsbandalagsins. Verið væri að byggja marga kaf- (Framhald á 2. eíðuj. SíSustu fréttir: Kominn yfirísaf jörð - flugið sóttist vel Rétt áður en blaðið fór í press una, klukkan 15 mínútur yfir tólf, hafði flugturninnum borizt skeyti frá fylgdarvél Björns, og ovru vélarnar þá að koma yfir fsafjörð og gekk Birni vel. Var áætlað að hann lenti í Reykjavík laust eftir kl. 1. Sæmilega bjart var yfir vesturhluta landsins. Óljósar fregnir voru þá um það, að tvær konur væri í vélinni — önnur í barnsnauð en hin með ungt barn. Eftir því virðist önn- ur sængurkonan hafa fengið bata eða orðið eftir af öðrum ástæð- „Hábjargræ8istími“ Sjálfstæðis- ] manna er aðeins þegar þeir eru í ríkisstjórn ! /Vinnustöívun hörmulegw árið 1954, en nú /getur ríkisstjórnin sjálfri sér um kennt“ 1954: 1957: Hermaður bíður bana í Aðalvík ÍSAFIRÐI í gær. — Það slys varð að Látrum í Aðalvík í gær, að bandarískur liermaður beið bana í slysi. Slysið varð með þeim hætti, að maðurinn varð milli stórrar jarðýtu og uþpskipunar- fleka og dó samstundis. Ýtan var að ýta þessum stóra uppskipunar- fleka, sem er á flotholtum, á sjó fram. Var flekinn koniinn á flot í fjöruborðinu og ýtan hætt verk jDg búið að lyfta upp tönn liennar. Reið þá alda undir flek- ann og skaut honum lítið eitt upp í fjöruna, og varð maðurinn þá á milli ýtutannarinnar og flek- ans. G.S. Hinn 22. maí 1954 endaði leiðari Morgunblaðsins á þess- um orðum: „Það væri hörmulegt, ef nú kæmi til langrai* vinnustöðvunar um hábjargræðistímann." í gær, 9. maí 1957, endaði leiðari Morgunblaðsins á þess- um orðum: „Ríkisstjórnin og flokkar hennar geta sjáifunt sér um kennt og engum öðrum, að nú er ekki sá friður á vinnumarkaðnum, sem þeir óska, 09 að mörg félög launþega hafa sagt upp samn* ingum." Þetta eru tvö sýnishom af því, hvernig Morgunblaðið telur, að „liagsmunir verkalýðsins verði bezt tryggðir“. Svona átti að „tryggja“ þá 1954 og svona 1957. í maí 1954 voru Sjálfstæðis- menn í stjórn. Þá sögðu miklu fleiri félög og stærri upp samn- ingum en nú. Morgunblaðið fagnaði ekki þeim uppsögnum með sigurfyrirsögnum. Það skrifaði fjálglega um það, hve það væri mikill þjóðarvoði að segja upp samningum, allir hefðu næga at- vinnu, og það væri „hörmulegt ef kæmi til vinnustöðvunar um hábjargræðistímann". Þá var ekki talað um, að „ríkisstjórnin gæti sjálfri sér um kennt“. Nú eru liðin nokkur ár og aftur komið vor. Hábjargræðistíml fer að, og nokkur hin minni félög hafa sagt upp samningum, Mogginn fagnar þvi, en þykir þau allt of fá, vildi um fram allt að öll félög sögðu upp samningum. Nú eru uppsagnir aðeins of« ur eðlilegar, og ríkisstjórnin getur bara sjálfri sér um kennt. Sjálfstæðismenn eru ekki í ríkisstjórn. Mönnum ætti að fara að skiljast, hver „hábjargræðistíminn" á fslandi er í augum Sjálfstæðismanna. Það er ekki sumar, ver- tíð eða aðrir annatímar íslenzkra atvinnuvega. „Hábjargræðis- tíminn“ er það, þegar Sjálfstæðismenn eru í ríkisstjórn og geta rakað ómældum hluta þjóðartekna til gróðagæðinga sinna, alið braskara sína við stall og blásið upp verðbólgu. Þá er vinnu- stöðvun „hörmuleg“. Nú er viðhorfið annað, enginn „hábjargræðistími" fyrir íhald- ið. Nú eru verkföll fagnaðarefni, og „ríkisstjórnin getur bara sjálfri sér um kennt.“ Það getur ekki dulizt neinum, að flokkur, sem þannig hagar sér, getur hvorki borið fyrir brjósti velferð verkalýðs né at- vinnuvega. Hann er loddaraflokkur, sem segir eitt í dag og ann- að á morgun, eftir því hvað hann telur líklegast til að auðvelda sér leið til valda og gróða. Það er hans stefna. Þjóðmál, at» vinnuvegir og verkalýðsmál eru leiksoppar hans í þeirri refskák, og hann svíkur á víxl, eftir því sem „hagsmunir okkar“ krefjast. Síðasta ár var ágætt verzlunarár hjá Kaupfélagi Borgfirðinga MjóIkursamlagnS tók viÖ 5 millj. lítra. — 6% endurgreidd í stofnsjóft félagsmanna. — Þóríi Pálmasyni þakkaft 25 ára heilladrjúgt starí Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi var haldinn þar dagana 7. og 8. maí. 65 fulltrúar frá 16 félags- deildiun sátu fundinn auk stjórnar, kaupfélagsstjóra og gesta. Sigurður Snorrason bóndi á Gilsbakka var fundarstjóri, en Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka, formaður félags- ins setti hann. gróðursetja annað eins á þessu ári. Á árinu gerðist félagið aðili að lífeyrissjóði starfsmanna S.Í.S. Síðasta ár var gott verzlunarár hjá félaginu og framkvæmdir með meira móti. Sláturhús var byggt að Gröf í Kolbeinsstaðahreppi í stað annars gamals. Einnig var sláturhúsið að Hurðarbaki stækk- að og endurbætt. Hafin var bygg- ing verzlunarhúss í Borgarnesi. Verður það stórbygging, um þús- und fermetrar að flatarmáli og verður þar rúm fyrir 3—4 sölu- búðir félagsins, skrifstofur og fl. Á vegum félagsins voru gróður settar um 50 þús. trjáplöntur í Norðtunguskógi, og er ráðgert að Vörusalan 45 millj. kr. Þórður Pálmason, kaupfélags- stjóri, flutti skýrslu um rekstur félagsins og skýrði reikninga þess. Öll vörusala hjá félaginu nam 45 millj. kr. á árinu og eru þá ull og sláturfjárafurðir ekki talið með. Fyrir sláturfjárafurðir greiddi félagið um 8 millj. kr. og 1,5 millj. kr. í uppbætur fyrir sömu vörur fyrir árið 1955. Endan legt verð á kjötframleiðslu ársins 1955 varð kr. 16,25 til bænda fyrir 1. og 2. verðflokk dilka- og geld fjárkjöt.s. Mjólkursamlag kaupfélagsir.s (Framhald á 2. aíðu) Þórður Pálmason þakkað 25 ára starf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.