Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fylgist með tímanum og lesiS
TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323
og 81300. Tíminn flytur mest og
fjölbreyttast almennt lesefni.
4.1. árgangnr.
Efnl:
Erlent yfirlit, bls. 4.
Flugferðir verði auoveldaðar,
bls. 5.
Reykjavík, þriðjudaginn 4. júní 1957.
122. fcLo".
Jóhannes Eliasson
Hnnbogi R. Valdimarsson
Tveir nýir bankast jórar
Utvegsbanka Islands
Eru þaí Jóhannes Elíasson' hæstaréttarlög-
maftur, og Finnbogi R. Valdimarsson, alþing-
ismaour. Fyrsti fundur bankaráosins í gær
Hin nýja bankalöggjöf, sem Alþingi samþykkti fyrir
skemmstu, var birt í stjórnartíðindunum í gær. í gær
var Stefán Jóhann Stefánsson settur formaður hins nýkjörna
bankaráðs Útvegsbanka íslands, sem nú verður ríkisbanki og
tekur við af Útvegsbankanum h.f.
Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra Dana segir:
Danir eru reiðubúnir til að taka
handritamálið upp á nýjan leik
Kosið í bankaráð
Búnaðarbankans
S. I. föstudag kusu báðar land
búnaðarnefndir Alþingis í banka
ráð Búnaðarbankans. Sigurjón
Guðmundsson, framkv.síj. var
endurkjörinn og Jón Pálmason
alþingismaður í stað Þorsteins
Þorsteinssonar, fyrrv. alþingis-
manns. Form. ráðsins er skip-
cður af ráðherra.
Fuíítrúaráðsfundur
í kvöíd
Stefán Jóbann Stefánsson hefir
verið formaður bankaráðs Útvegs
bankans h.f. í rúmlega 20 ár. Boð-
aði hann til fyrsta fundar hins
nýkjörna bankaráðs í gærkveldi
kl. 9 og var tekið fyrir að ráða
bankastjóra að bankanum, þar
sem ákveðið var í hinum nýju lög-
um um Útvegsbanka íslands, að
umboð  fultrúaráðs  bankans  og
Kosið í bankaráð
Iðnaðarbankans
S. 1. laugardag var haldinn aðal-
fundur Iðnaðarbankans h.f. og var
þar kosið nýtt bankaráð. Það bar
til tíðinda, að Páll S. Pálsson, er
verið hefir formaður bankaráðs-
ins, var felldur frá kosningu, en
í hans stað kosinn í bankaráðið
Sveinn Guðmundsson forstjóri í
Héðni. Einnig var Magnús Ást-
marsson, prentari, kosinn í stað
Einars Gíslasonar málarameistara.
Endurkjörnir voru í ráðið Helgi
Bergs, verkfræðingur, Kristján
Jóhann Kristjánsson, forstjóri og
Guðmundur H. Guðmundsson, bæj
arfulltrúi.
Á sunnudaginn var formaður
bankaráðsins kjörinn, og er það
Kristján Jóh. Kristjánsson.
bankastjóra félli niður, er lögin
öðluðust gildi.
Fyrir fundinum lá orðsending
frá Valtý Blöndal, fyrrverandi
bankastjóra Útvegsbankans h. f.,
um að hann óskaði ekki eftir að
vera ráðinn bankastjóri við
hinn nýja banka, enda tæki hann
nú við öðru starfi, sem ekki væri
samrýmanlegt bankastjórastöðu
þar. Ákveðið er, að hann verði
formaður hins nýja bankaráðs j
Landsbanka íslands, sem heldur
fyrsta fund sinn í dag.
Bankastjórar Útvegsbanka Is-
lands voru ráðnir Jóhannes Elías-
son, hæstaréttarlögmaður, Finn-
bogi R. Valdimarsson, alþingis-
maður og Jóhann Hafstein, fyrr-
verandi bankastjóri Útvegsbank-
ans h.f. Eru bankastjórarnir ráðn
ir frá og með deginum í gær að
telja.__^
Valtýr Blöndal, sem lætur af
bankastjórastarfi, hefir verið
bankastjóri Útvegsbankans h.f.
rúmlega tuttugu ár og notið óskor
aðs trausts og almennra vinsælda.
Áður var hann starfsmaður Lands
banka íslands.
I bankaráði Útvegsbanka íslands
eru auk formanns Gísli Guðmunds
son, alþingismaður, Guðm. í. Guð-
mundsson utanríkisráðherra, Lúð-
vík ' Jósefsson, ' sjávarútvegsráð-
herra og Björn Ólafsson alþm.
FuIItrúaráðsfundur verður hald
inn í Edduhúsinu í kvöld kl. 8,30.
Fulltrúar og varamenn í fulltrúa
ráði eru hvattir til að mæta stund
víslega.
Samið við verzlun-
arraenn ot helgina
S.l. sunnudag tókust samningar
milli Verzlunarmannafél. Reykja
vikur og séreignafélaga kaup-
manna í bænum, og kom því ekki
til þess verkfalls,sem boðað hafði
verið með mánudegi. Sáttasemj-
ari hafði deiluna til meðferðar,
Og stóð síðasti sáttafundurinn
nær sólarhring. Eftir það voru
haldnir fundir í viðkomandi fé-
lögum og samningar samþykktir
Verzlunarmenn fengu allt að 5%
kauphækkun, en nokkuð misjafnt
eftir greinum, sumir nokkru
minna.
Ný rannsóknarstofnun tekíir til starfa í þessum
mánuSi og þar vertmr handritasafníS Ijósmynda'ft
Eins og kunnugt er dvaldi fréttamaður danska blaðsins
Kristeligt dagblad hér á landi fyrir skömmu, og éftir heim-
komunn til Danmerkur birti hann í blaði sínu viðtal við séra
Sveinbjörn llögnason um handritamálið og umræður um
það á alþingi.
Á laugardaginn ræðir Kristeligt
dagblad enn um málið, og hefir
blaðið þá átt tal við Jörgen Jörg-
ensen menntamálaráðherra Dana
um deiluna og hugsanlega lausn
hennar.
Blaðið hefir það eftir ráðherr-
anum að handritamálið hafi kom
izt á nýtt stig er alþingi tók það
til umræðu á nýjanleik, og leggi
fslendingar  fram  tilmæli þess
efnis   geti   Danir   enn^  tek-
ið málið til yfirvegunar. Ég hef
mikinn áhuga á því  að  unnt
verði að leysa handritamálið, seg
ir ráðherrann að lokum.
Síðan rekur Kristeligt  dagblad
sögu handritamálsins allt frá því
að íslendingar gerðu fyrst kröfu
til að fá handritin afhent. 4. apríl
1946 vísaði menntamálaráðuneytið
danska kröfum íslendinga á bug,
en málið hafði þá verið tekið upp
í sambandi við dansk-íslenzku við-
ræðurnar út af sambandsslitunum.
SUF veitir styrk til
aíþjóðaskákmóts
studenta
Stjórn Sambands ungra Fram-
sóknarmanna samþykkti á fundi
sínum í gær að veita 1000 kr. til
styrktar alþjóðaskákmóti stúdenta
sem haldið verður hér á landi
í júlímánuði næstkomandi.
2-3 hektarar af túnimeð gó$u grasi
voru slegnir í Vík í Mýrdal í gær
Frá fréttaritara Tímans í Vík í Mýrdal.
í dag voru slegnir hér 2—3 hektarar af túni með ágætu
grasi, og næstu daga mun verða slegið eitthvað meira hér
í Vík. Tún þetta eiga Sæmundur Bjarnason verkamaður og
svnir hans og Páll Tómasson.
Vélbátur sökk á ísafjarðardjúpi —
feðgar björguðust naumlega
Frá fréttaritara Timans á ísafirði.
Aðfaranótt föstudagsins sökk vélbáturinn Vísirí sund-
inu milli Æðeyjar og Ögurhólma. Báturinn var 7 lestir að
stærð, súðbyrðingur. Tveir menn voru á bátnum sem var
á leið til ísafjarðar.
Slysið varð með þeim hætti að
sveifarás vélarinnar brotnaði
framan við vél, og sveifaráshjólið
féll niður í bátinn og braut á hann
gat. Formaður og eigandi bátsins,
Þórður Sigurðsspn bóndi í Vatns-
firði, var á bátnum og með hon-
um GarOar  sonur  hans.  Bátinn
fyllti þegar af sjó og sökk hann á
12 mínútum. Það varð þeim feðg-
um til lífs að þeir höfðu í eftir-
dragi lítið fjögra manna far sem
þeir höfðu verið beðnir fyrir til
ísafjarðar til viðgerðar. Komust
þeir í bátinn og á honum til lands
í Ögur kL 4 um nóttina.
Á tún þessi var borið í apríl og
hafa þau síðan sprottið jafnt og
þétt og virðast vorkuldarnir ekki
hafa kippt úr sprettunni. Þetta
er slétta, sem sáð var í vorið 1955,
ræktuð upp á sandi.
Allgóð spretta er orðin á túnum
sums staðar í Mýrdal, en sláttur
mun þó ekki hefjast þar trax. Þó
munu sumir bændur, sem ekki
beittu túnin um sauðburðinn,
byrja að slá um miðjan júní.
Hér hefir verið mjög kalt  síð-
FUF ráðgerir hvíta-
sunnuferð til Eyja
Komið hefur til tals, að fara
ferð til Vestmannaeyja um hvíta-
sunnuna. Farið yrði með flugvél
báðar leiðir, en fæði og gisting
yrði við vægu verði.
Nánari upplýsingar verða
veittar á skrifstofu Framsóknar-
félaganna í Reykjavík, sími 5564
í dag og á morgun.
ustu dagana, og í nótt var frost.
Nú er aftur farið að hlýna í veðri.
Ó.J.
Sundurleitar skoðanir nefndar.
1951 fjallaði dönsk nefnd um
málið og komst að þeirri niður-
stöðu að íslendingar ættu enga
lagakröfu til muna á dönskum
söfnum, handrita á konunglega
bókasafninu eða hluta af safni
Árna Magnússonar. En skoðanir
nefndarinnar voru engu að síður
næsta sundurleitar. í henni áttu
sæti prófessor Erwin Munch-Pet-
ersen, sem var formaður nefndar-
innar, Hans Hedtoft (seinna Al-
sing Andersen) sem fulltrúi sós-
íaldemókrata, Otto Himmelstrup
fyrir vinstri menn, Halfdan Hend-
riksen fyrir íhaldsflokkinn, Thor-
kild Holst fyrir kommúnista, Erik
Arup fyrir radikali, Paul Holt fyr-
ir Dansk samling, Viggo Starcke
fyrir Retsforbundet og auk þess
Svend Dahl ríkisbókavörður, Axel
Linvald ríkisskjalavörður, prófess
or Carsten Höeg og prófessor
Johs. Bröndum-Nielsen.
Svend Dahl, Paul Holt, Axel
Lindvald og Munch-Petersen töldu
að Danir ættu siðferðilegan rétt
til handritanna sem bjargað hefði
verið frá eyðileggingu af dönskum
og norskum vísindamönnum og á-
litu að afhending þeirra væri
mjög vafasöm eða jafnvel hættu-
leg. En þeir lögðu þó til að ís-
lendingum yrði afhentur einhver
hluti handritanna að gjöf gegn því
að þessi ráðstöfun yrði samþykkt
sem endanleg lausn málsins og
löndin tvö fengju að ljósmynda
handrit hvors annars.
Halfdan Hendriksen féllst á
þetta með því skilyrði að Hafnar-
háskóli samþykkti þessa ráðstöf-
un fyrirsitt Ieyti.__.  ________
Alsing Andersen og Erik Arup
töldu að ekki mætti láta þjóðar-
metnað eða fræðileg sjónarmið
ráða lausn málsins að öllu leyti.
íslendingum skyldi afhenda þau
handrit sem væru fyrst og fremst
íslenzks eðlis þar á meðal merk-
ustu handritin, þ. e. a. s. hinar
fornu skinnbækur. Þó skyldi ekki
afhenda þau handrit sem ekki eru
skrifuð á íslandi.
(Framhald á 3. síðu).
Þrír smástrákar ræiidu
um ór verzlun í gærdag
krón-
Um miðjan dag í gær frömdu þrír ungir drengir bíræf-
inn þjófnað í verzluninni Kjóllinn við Þingholtsstræti. Stálu
þeir kventösku með 6—7 hundruð krónum í peningum, en
afgreiðslustúlka í verzluninni átti töskuna.
Er drengirnir komu inn í verzl-
unina var annríki þar mikið, og
mátti afgreiðslufólk ekki vera að
því að sinna drengjunum um hríð.
En loks er yrt var á þá hlupu þeir
á burt úr verzluninni og sást einn
þeirra koma þar út úr bakher-
bergi. Er afgreiðslustúlkurnar
hugpðu að, kom upp úr dúrnum
ao taska einnar þeirra, er hún
hafði geymt i bakherberginu, var
horfin. í töskunni voru um 700
kr. í peningum og auk þess happ
drættismiðar, lyklar og fleira smá
legt. Strákarnir þrír voru 8—10
ára að aldri.
Afgreiðslustúlkan taldi sig geta
þekkt strákana aftur ef hún sæi
þá og eins fleira fólk, sem statt
var í verzluninni. Er þess því að
vænta að mál þetta komizt fljót-
lega upp. En það eru tilmæli lög-
reglunnar að fólk sem kann að
hafa séð þrjá drengi á flækingi
með svarta kventösku, um kl. 4
í gær, skýri henni frá því og
eins aðrir þeir sem orðið hafa
drengjanna varir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8