Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fylgist með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323
og 8 1300. — Tíminn flytur mest
og fjölbreyttast almennt lesefni
41. árgangur.          \
Efnh
Erlent yfirlit, bls. 4.
íþróttir, bls. 5.
Reykjavík, þriðjudaginn 25. júní 1957.
137. bíaS.
Vélskipið Oddur kom til Akureyrar
úr rekaviðarleiðangri til Jan Mayen
Hrannir af rekavið víða á ströndum
og ná víða heilan kílómetra á land upp

m* ¦ *
Loftbelgurinn um það leyti er hann var leystur frá fsstum á Reykja-
víkurflugvelli á sunnudaginn.          ,  .
Fjölferéytt hátíðaliöld í afhragðsgóðu
•. ^
veon a
aginn
Flugdagurinn var haldinn í gær á Reykjavíkurflugvelli í
6 skipti og um kvöldið voru hátíðahöld í Tívolí. Fjöldi áhorf-
enda var saman kominn á flugvellinum og einnig var fjöldi
áhorfenda upp um alla Öskjuhlíð. Veður var hið bezta, sól-
skin og blí'ða.
| þróun   flugmála  i  heiminum   í
Athöfnin var sett kl. 2 af Há-1 stuttu en glöggu máli. Þarna var
koni Guðmundssyni, forseta Flug- j saman kominn fjöldi boðsgesta,
málafélags íslands. Drap hann á , bæði innlendra og erlendra, ásamt
| miklum fjölda áhorfenda eins og
Albert Guðmunds-
son í landsliðku
gegn Tékkum
í gær valdi landsliðsnefnd KSÍ
lið það, sem mæta á tékkneska
úrvalsliðinu í kvöld og er liðið
skipað þannig talið frá mark-
manni að vinstra útherja: Helgi
Daníelsson, Kristinn Gunnlaugs-
son, Jón Leósson, Sveinn Teits-
son, Halldór Halldórsson, Guð-
jón Finnbogason, Dagbjartur
Grímsson, Ríkarður Jónsson,
Þórður Þórðarson, Albert Guð-
mundsson og Þórður Jónsson.
Fyrirliði liðsins er Ríkarður
Jónsson. — Varamenn eru Björg
vin Hermannsson, Ólafur Gísla-
son, Reynir Karlsson, Gunnar
Guðmannsson og Skúli Nielsen.
áður er sagt.
Þá hófst flugsýning á 16 einka-
og kennsluflugvélum, þar á meðal
var sjúkraflugvél Björns Pálssonar
og ílugvél Flugmálastjórnarinnar.
Þá fór fram svifflugsýning og flug
módelsýning. Að þessu loknu fór
fram sýning á flugtaki kennslu-
þotu með aðstoð rakettuknúinna
hjálpartækja. Svo sýndu fjórar þot
ur af Keflavíkurflugvelli listir sín-
ar.
Þá fór fram fallhlífastökk og
stukku tveir bandarMcir fallhlífa-
stökksmenn af Keflavikurflugvelli.
Stukku þeir úr þyril'vængju og
lentu á túninu fyrir norðan flug-
völlinn.
Að endingu hófst atriðið, sem
allir biðu eftir, en það var belg-
flug Hollendinganna. Fyrst var
belgnum sleppt upp tvisvar í kaðli
til reynslu, að því loknu sveif belg
urinn austur yfir bæinn. Neðan úr
belgnum hékk veifa í Ji.t hollenzku
(Framhald á 2. siðu.)
í nótt var væntanlegt til Akur-
eyrar vélskipið Oddur, sem þang-
að kemur úr nýstárlegum leiðangri
til Jan Mayen. Er leiðagur þessi
gerður þangað út með leyfi
norskra stjórnarvalda til að safna
rekavið, en aðallega þó til þess að
kanna vel þar möguleika á stór-
felldri öflun rekaviðar, en af hon-
um er mikið á hinni stóru norsku
íshafseyju, sem er óbyggð.
Tólf daga útivist.
Deiðangur þessi toemur til Akur-
eyrar eftir tól daga útivist og eru
leiðangursmenn 16 talsins. Með í
förinni er Steindór SteindórSson
menntaskólakennari á Akureyri, er
fór til að skoða náttúru land'sins og
aðistæður á rekafjörum.
Samkvæmt upplýsingum, sem
borist hafa frá leiðangursmönnum
er gífurlega mikið af rekavið á fjör
um þar nyrðra og héfir safnázt þár
fyrir um aldir. Erii rakaviðarhrann
irnar sums staðar langt upp á landi
og þess mun dæmi að rekaviður sé
um eða yfir heilan kílómetra frá
sjó.
Frá Rússlandi og Ameríku.
Kennir þar ýmissa grasa á rekan
um. Þar eru nýleg góðviðartré inn-
an um fúna rafta, sem legið hafa
lengi og allt þar á miHi. Talið er
að mest af þessum rekavið á f jör-
um þar nyrðra sé komið frá Rúss-
landi, en einnig ef til vill eittbvafi
frá Ameríku.
Þar sem leiðangursmenn komu
að landi á stóru svæðí var að sjálf
sögðu engin byggð, en Jan Mayen
er óbyggð eyja, en ^ign Norð-
manna, eins og kunnugt er. Þangað
er um 40 klutkkustunda sjóferð frá
Akureyri með stórum og ganggóö
um mótorbátum.
i
Upphaf að öðru meira.
Bf aðstæður þykja heppilegar
þar til rekaviðaröflunar, eftir þenn
. an leiðangur, sem kemur heim með
talsvert af rekavið, má búast við að
hafin verði starfsemi og viðaröflun
þar nyrðra í stórum stíl og viður-
inn fluittur til Akureyrar.
Þetta er í annað sinn sem íslend
ingar gera út leiðangur til viðar-
öflunar á rekafjörur Jan Mayen. —
Fyrri leiðangurinn var líka farinn
frá Akureyri á 36 lesta bát, sem
Snorri hét.
Kom bátorinn heim fullfermdur
af rekavið. Það var árið 1918 og
þá var mikill eldiviðarskortur fyrir
norðan og keypti Akureyrarbær all
an viðinn og notaði til eldiviðar,
enda þó mikið af honum væri harð
viður og góðviður. Hvatamaður að
þessum fyrsta leiðangri var Rögn-
valdur Snorrason og er það ef til
vi'll engin tilviljun, að það er
frændi hans, Sveinbjörn Jónsson
byggingameistari og iðjuhöldur í
Reykjavík, sem. forgöngu hafði um
þennan nýja leiðangur til Jan
Mayen.
Úrslit í f r jálsum
íþróttum í gærkv.
Á frjálsíþróttamótinu á íþrótta
vellinum í gær urðu helztu nrslit
þessi: í kúluvarpi sigraði Zibolea
ko R. kastaði 15,59 m. Gunnar
Huseby kastaði nærri því eins
langt eða 15.56 m.
f 100 m hlaupi sigraði Manfred
German VÞ á 10,5 sek. Annar
varð Hilmar Þorbjörnsson á 10,6.
f langstökki sigraði Helgi
Bjarnason ÍR á 6,78 annar varð
Valbjörn Þorláksson á 6,69.
f 1500 metra hlaupi sigraði
Pine R. á 3:47,4 mín. Annar varð
Sigurður Guðmundsson á 4:06,7.
f
Stanzlaus síldarlöndun á Sigklirði
síðan á sunnudagsmorgun
Síldarlöndun stóð stanzlaust á
Siglufirði frá því klukkan 10 á
sunnudagsmorgun þangað til i
gærkveldi og er blaðið hafði síð-
ast spurnir af biðu enn f imm eða
sex skip eftir að geta landað.
Þessi afli fékkst einkum á sunnu
dag og aðfaranótt mánudags.
Veður var afbragðsgott á Siglu
firði í gærdag, logn og sólskin.
Afli var góður í gærmorgun en
tregaðist eftir hádegið. Eitthvað
mun þó hafa glæðzt með kvöld-
inu og var báizfc við að skipin
fengju einhvera afla í gærkveldi
eða nótt.
Flugvél frá síldarleitinni flaug
yfir miðin í gærmorgun og sá hún
þá síld á Strandagrunnshorni.
Nokkur skip munu hafa farið þang
að og fengið dágóðan afla. Er
blaSið hafði tal af síldarleitinni í
gærkveldi var leitarflugvélin ný-
Framh. á 2. síðu.
Stórstúkuþing hefst
í Reykjavík í dag
Stórstúkuþingið verður sett 25.
júní í Reykjavík. Þmgfulltrúar og
aðrir templara, sem óska að taka
þátt í sferúðgöngu í kirkju, eru
beðnir að mæta í Góðteimplarahús-
inu M. 13,30. Verður gengið það-
an i dómkirkjuna, og befst þar
guðsþjónusta kl. 14. Björn Magnús-
son prófessor, prédikar, og dó;n-
prófastur verður með honum fyrir
altari. Dr. Páll ísóMsson stjórnar
dómkirkjukórnum. Úr kirkju verð-
ur gengið í Góðtemplarahúsið, og
verður þingið sett þar kl. 15. Síðan
starfar skírteinanefnd og stigveit-
ing fer fram kl. 19. Framkvæmda-
nefnd Stórstúkunnar mælist til
þess við templara, að þeir fjöl-
menni við guðsþjónustuna í dóm-
kirkjunni Og við setningu þings-
ins. Allir velfeomnir, bæði utan
reglunnar og innan í kirkju.
Vélbáturinn Oddur við bryggju á Akureyri á'ö'ur en lagt var af stað.
MikíÖ annríki hjá ríkisverksmiðjunum í Sigluíir'ði:
Búnir að f á helming þess síldarmagns
sem barst í allt f yrrasumar
Síldarverksmiðja, er staðið hef ir auð í mörg
ár tekin í notkun. Skip biðu löndunar í gær
Samkvæmt símtali við Siglu-
fjörð seint í gærkveldi:
Klukkan 20,30 í gærkveldi voru
síldarverksmiðjur ríkisins búnar
að taka á móti 45 þús. málum síld
ar, og eru þá meðtalin skip, sem
þá var verið að landa úr.
Þrjú skip biðu þá löndunar. Til
samanburðar má geta þess að á
síðasta sumri fengu síldarverk-
smiðjur ríkisins á Siglufirði að-
eins um 100 þús. mál síldar ogj
er þá meðtalinn síldarúrgangur
sá, sem til féll á söltunarstöðvun-
um og síldarverksmiðjur ríkisins
fengu.
Síldarverksmiðja Siglufjarðar-
kaupstaðar, Rauðka, mun vera
búin að fá um 9 þús. mál og hóf
vinnslu í gær.
Margar verksmiðjur teknar
í notkun.
S.R. 46 hóf vinnslu klukkan 18
á sunnudagskvöldið. SRP verk-
smiðjan mun hef ja vinnslu í dag
og undirbúningur er hafinn til að
tryggja það að SRN verksmiðjan
geti hafið vinnslu hið fyrsta, en
hún hefir ekki verið  starfrækt
undanfarin síldarlcysisár.
Eftir því siem blaðið hefir
fregnað mun vera ákveðið aS
Skagastrandarverksmiðjan taki
til starfa fljótlega, ef síldveiðin
helzt eins og horfur eru á.
Meginið af þeirri síld, sem
veiðzt hefir, er djúpt undan en
kunnugir segja að sjáanlega sé
hér um mikið síldarmagn aS
ræða.
FélagungraFram-
sóknarmanna stof n-
að í Keflavík
f kvöld kl. 8,30 verður stofnað
Félag ungra Framsóknarmanna í
Keflavík. Verður fundurinn í
Bíókjallaranum. Ungir Framsókn
armenn í Keflavík og nágrenni
eru hvattir til að mæta og ganga
í félagið.
Formaður SUF ásamt fleirum
úr stjórn sambandsins munu
koma á fundin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8