Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fylgizt rroeð tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323
og 8 1300. — Tíminn flytur mest
og fjölbreyttast almennt lesefni.
41. árgangur.
Reykjavík, laugardaginn 29. júní 1957.
Inni í blaðinu:
Haga-fjölskyldan, bls. 2.
RáSstefna brezka samveldisins,
bls. 4.
Skákþáttur Friðriks Ólafssonar,
bls. 5.
141. bla&
í dag hefst heimsókn sænsku konungshjónanna
Konungsf lugvélin lendir á Reyk javík-
urflugvelli kl. 15 í dag - Reykjavík í
hátíðarskrúða um þessa helgi þrátt
fyrir f remur óhagstætt veðurútlit
í dag hefst hin fyrsta opinbera heimsókn sænsks þjóðhöfð-
ingja til íslands er SAS-flugvél af gerðinni DC6, sem flytur
Gústaf VI. Adolf, konung Svíþjóðar, Louise drottningu hans,
Undén utanríkisráðherra og annað sænskt föruneyti, lendir á
Reykjavíkurflugvelli. Áætlaður komutími flugvélarinnar er
kl. 15. Veðurútlit er því miður ekki hagstætt. Áttin suðaust-
læg, skýi'að loft og sennilega skúraveður. Hiti 10—13 stig.
Hennar hátign Louise Svíadrottning.
Hans hátign Gustaf VI. Adolf Svíakonungur
Óformlegar viðræður um handrita-
við danska ráðlierra í Höfn
Gvlis Þ. Gíslason menntamálaráolerira kominn setl'a á, stofn norræna stofnun
'      >¦'¦,*,!          ,.,c.  1,1,1  •  ,i    i    i  rannsokna  a  þjoðkvæðum  og
herai aí racherralundi í Mokkholmi, tefar hand-
ritamáliS á réttri braut
Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, kom heim í fyrra-
dag af fundi menntamálaráðherra Norðurlanda og úr Noregs-
för. Á heimleiðinni kom hann við í Kaupmannahöfn og átti
þar ásamt dr. Sigurði Nordal, sendiherra, óformlegar við-
ræður um handritamálið við nokkra ráðherra í dönsku ríkis-
stjórninni.
iræmingu á greiðslum  til  fræði-
Hefir menntamálaráðherra flutt manna, sem taka að sér störf í ein-
ríkisstjórninni skýrslu um þessar i hverju öðru  Norðurlandanna  en
viðræður og er hún nú til athug-
unar hjá ríkisstjórninni.
Ráðherrann skýrði frá þessu í
viðtali í gær. Hann kvaðst að svo
komnu máli ekki telja rétt að birta
nánari greinargerð um þessar við-
ræður, nema að rétt væri að taka
fram að þær hefðu verið mjög vin-
samlegar, og persónulega er ég
þeirrar skoðunar, sagði dr. Gylfi
Þ. Gíslason, að málið sé nú á réttri
leið og er bjartsýnn á horfurnar.
Ráðherrafundurinn í Stokkhólmi
. Ráðherrafundurinn var að þessu
sinni haldinn í Stokkhólmi dagana
13.—14. júní. Auk almennra við-
ræðna um menningarmál á Norð-
urlöndum var einkum rætt um
endurbætur á skipulagsmálum há-
skóla og menntaskóla svo og sam-
Hundruð manna
f arast í f ellibyl í
Bandaríkjunum
New Orlens 28. júní.
Ægilegur fellibylur hefir geis-
að í ýmsum suðurríkjum Banda-
ríkjanna síðan í gærmorgun. —
Fréttir frá Lousiana herma, að
óttast er, að nokkur hundruð
manna hafi farizt í náttúruham-
förum þessum. Geysilegt tjón
hefir orðið á húsum og ýmsuin
eignum manna. Fellibylurinn
stefnir nú í áttina til Míssqutí og
Arkansas.
heimalandi sínu og ennfremur um
að háskólapróf í einu landinu skuli
gilda í þeim öllum. Var ályktun
gerð um þessi mál. Rætt var um
norrænan húsmæðra háskóla og
var Norðmönnum falið að undir-
búa það mál og ennfremur um að
til
er
gert ráð fyrir að hún verði í Dan-
mörku.
Norrænt samstarf á sviði lista.
Fjallað var um norrænt samstarf
á sviði tónlistar og er gert ráð fyr-
ir, að það verði með likum hætti
Qg þegar er hafið í leiklistinni.
Ályktun var gerð um það að
þýða finnsk og íslenzk fræðirit á
eitthvert hinna Norðurlandamál-
anna og taki löndin öll þátt í kostn-
aði af bví.
Þá var ákveðið að bióða fjór-
um amerískum prófessorum til
Norðurlanda til að kynna sér
skólakerfið til þess að tryggja,
að stúdentar frá Norðurlöndum
fái aðgang að því stigi í amerísk-
um háskólum, sem svari til
menntunar þeirra.
En þrátt fyrir drungalegt veður
í dag eftir sumarblíðu undanfar-
inna daga, býzt höfuðborgin há-
tíðarskrúða í dag í tilefni af heim-
sókn hinna tignu gesta.
Fánar og veifur eru við hún og
bærinn hefir verið prýddur • og
fegraður undanfarna daga.
Úti á flugvelli heilsa konungs-
hjónunum forseti íslands og frú
hans, forsætisráðherra og aðrir
ráðherrar, ýmsir embættismenn,
svo og hið íslenzka fylgdarlið gest-
anna, sænski sendiherrann hér og
slarfslið hans, og íslenzki sendi-
herrann í Stokkhólmi, sem kom-
inn er til landsins í tilefni heim-
sóknarinnar.
Vlóttakan á fiugvellinum
Þegar konungshjónin hafa heils-
að forsetahjónunum, verða þjóð-
söngvar  landanna  leiknir,  en  að
Ekið verður þessa leið:
Frá Reykjavfkurflugvelli (um
kl. 15,20) um Miklatorg, Hring-
braut, Sóleyjargötu, Fríkirkju-
veg, Lækjargötu, Austurstræti,
Pósthússtræti,     Kirkjustræti,
Templarasund, Vonarstræti og
Tjarnargötu að ráðherrabústaðn-
um. Fylgja forsetahjónin kon-
ungshjónunum til bústaðar
þeirra.
Fylgdarlið konungshjónanna býr
að Hótel Borg.
Dagskráin að lokinni móttöku
Dagskráin að lokinni móttöku og
heimfylgd verður þannig, að kl.
19,30 hefst móttaka forstöðu-
manna erlendra sendiráða í ráð-
herrabústaðnum og verður TJndén
utanríkisráðherra viðstaddur. En
kl. 10,15 hefst kvöldverðarboð for-
seta að Hótel Borg. Kl. 20,10 aka
því loknu mun forsetinn kynna við-. konungshjónin frá ráðherrabú-
stadda fyrir konungshjónunum. j staðnum að Hótel Borg. f þessajri
Síðan hefst ökuferðin í bæinn. veizlu munu báðir þjóðhöfðingj-
Fimm bifreiðar flytja gestina, |arnir fWÍ* ræður. Veizlunni lýkur
og verða konungur og forseti í um kl- 23> er sænsku konungs-
hinni fvrstu, þá drottningin og f0r-;hi°nin aka að ráðherrabústaðnum,
setafrúin, þá Undén utanríkisráð-1 °S lltlu slðar aka forsetahjónin til
herra og Guðmundur í. Guðmunds-
son utanríkisráðherra og sendi-
herra Svíþjóðar hér og fylgdarmað
ur sænska utanríkisráðherrans hér.
Þriðja og fjórða bifreiðin flytur
hirðmey drottningar og íslenzkt
fylgdarlið konungshjónanna.
Bessastaða og lýkur þar með fyrsta
degi heimsóknarinnar.
Sunnudagur
Á sunnudaginn er móttaka í Há-
skóla  íslands,  heimsókn í Þjóð-
Framh. á 2. síðu.
Lítil sem engin síldveiði nyrðra
- bræla á miðunum í gærdag
Skömmtunarseðiar aí-
hentir í Gó^tempSarahús-
inu
Úthlutun skömmtunarseðla fyrir
næstu 3 mánuði fer fram í Góð-
templarahúsinu uppi næstkomandi
mánudag, þriðjudag og miðviku-
dag, 1., 2. og 3. júlí kl. 10—5 alla
dagana. Seðlarnir verða eins og
áður afhentir gegn stofnum af
fyrri skömmtunarseðlum, greini-
lega árituðum. (Frá úthlutunar-
skrifstofu Reykjavíkur.  .
Kjarnorkuspreng-
ing mistéks
í Nevada
Las Vegas, 28. júní. — Sá at-
burður varð í dag í Nevada-eyði-
mörkinni í Bandartkjmnum, að
kjarnorkusprenging mistókst. —
Hafði kveikjuútbúnaður bilað.
Máttu vísindamenairair, sem að
tilraununum unnu, klífa 150 m
háan turn til þess að freista að
skrúfa sprengjuiia sundur og
gera hana óvirka.
illi 10 og 20 sænskir blaSamenn
hér við konungskomuna
Flestir fara aftur heim til SvíbjóSar strax a$ heim-
sókninrú lokinni' en nokkrir dvelja hér lengur
Margir sænskir blaðamenn eru
komnir hingað til landsins í til-
efni konungskomunnar. — Eru
nokkrir þeirra komnir hingað fyr
ir fáeinum dögum og hafa notað
tímann til að kynna sér sitthvað
varðandi land og þjóð og svo und
irbúning konungskomunnar.
f gær voru komnir hingað sam
tals 9 sænskir blaðamenn og f jór-
ir ljósmyndarar, beinlínis vegna
konungskomunnar. Eru blaða-
mennirnir frá sænska ríkisútvarp
•inu, hinni opinberu fréttastofu í
Svíþjóð, Svenska Dagblaðinu,
Stokkholms tíðindum, Dagens
Nyheter, Aftonbladet, Göbergs
Handelstidningen og tveimur
vikublöðum Vecko journalen og
Se.
í gær voru margir blaðamenn
í ferðalagi austur að Geysi á veg
um  ferðaskrifstofu  ríkisins.  —
Nokkrir blaðamenn verða hér
eftir er konungskomunni lýkur,
en flestir halda strax heim.
Ennfremur kemur hingað blaða
fulltrúi sænska utanríkisráðu-
neytisins Sven Backlund. Hann
mun að sjálfsögðu nota tækifær
ið og heimsækja systur sína, sem
hér er búsett, kona dr. Sigurðar
Þórarinssonar, jarðfræðings.
Allsherjarþingið
kallað saman
Sameinuðu þjóðunum — New
York, 28. júní: Bandaríkin fóru
þess formlega á leit í gær, að alls-
herjarþing SÞ. yrði kallað saman
hið fyrsta til að ræða Ungverja-
landsmálið enn frekar.
I gærdag barst engin sfld til
Siglufjarðar. Stormur var á mið-
unum, og mikill hluti flotans lá
inni. Leitarflugvél fór í sildarleit
í gærmorgun, en sú för bar eng-
an árangur. Er blaðið átti tal við
Siglufjörð í gærkvöldi var ekki
búizt við að úr rættist í nótt.
Stormar á austursvæðinu.
Er fréttaritari blaðsins átti tal
við Raufarhöfn síðdegis í gær
var þar suðaustan stormur og
bræla á miðunum og litlar sem
engar fregnir um síldveiði.
Flotinn var þá á letð austur á
bóginn, en mörg skip höfðu þeg-
ar leitað vars við Raufarhöfn. —
Tvö skip, Smári og Víðir II. urðu
vör við nokkra sfld austur af
Bakkafjarðarflóa, en fengu lítil
köst af heldur magurri síld. Er
það fyrsta síldin, sem í ár veiðist
á austursvæðinu.
Á Raufarhöfn er unnið af
kappi á öllum plönum til að und
irbúa söltunina og er^mikill hug
ur í mönnum. Miklar endurbæt-
ur hafa verið gerðar á sfldarverk
smiðjunni sem getur væntanlega
tekið á móti síld til bræðslu um
helgina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8