Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 1
Fjölmertnt var á fyrsta kjósendafundi B-listans hér í Reykjavík, sem haldinn var í Framsóknarhúsinu í gærkvöldi. Bar fundurinn vott um einhuga sóknar- vilja í þeirri kosningabaráttu, sem nú er hafin. lítsvars- og skattamálin verða eitt mesta stórmál næsta kjörtímabils Lækka verður beina skatta á einstaklingum og afstýra spillingu í álagningu útsvara Úr ræðu Þórarins Þórarinssonar á kjósendafundi B-Iistans í gærkveldi Það hlýtur óhjákvæmilega að verða eitt helzta viðfangsefni Alþingis á næsta kjörtímabili að taka útsvars- og skattamál til endurskoðunar frá rótum og draga stórlega úr hinum beinu sköttum, útsvörum og tekjuskatti, frá því sem nú er. Ef nauð- synlegt er að afla ríki og sveitarfélögurn tekna í staðinn er eðiilegt að gera það heldur í formi óbeinna skatta. Sú skatta- tilhögun, sem nú er búið við, er alveg sérstaklega ranglát gagnvart launastéttunum og bíður margs konar spillingu heim, einkum þó útsvarsálagningin, eins og gleggst sést á út- svarsíríðindum forsprakka Sjálfstæðisflokksins. Þanrig fórust efsta manni B-list- ans i Reykjavík, Þórarni Þórarins- syni, orð á fyrsta kjósendafundi listans, er haldinn var í Framsókn- arhúsinu í gærkveldi. Þórarinn sagði ennfremur: Reykvíkingar greiía 330 millj. í útsvar og tekjuskatt — Það hefur margt verið rætt um verðiag landbúnaðai’afurða und anfarið. Það hefur verið látið eins og þar væri aðalmeinsemd dýrtið- arinnar fólgin. Seinustu vikurnar 'hafa menn þó verið að fá miða, sem haía minnt þá óþægilega á það að fleira á sinn stóra þátt í dýrlíð- inni. Ég á hér við skatta- og út- svarsseðlana. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hefi aflað mér, munu Reykvíkingar greiða um 90 millj. kr. í tekjuskatt á þessu ári. Útsvörin, sem íhalds- meirihlutinn í bæjarstjórninni legg ur á Reykvíkinga, nemur nær þrisvar sinnum hærri upphæð eða um 240 millj. kr. Alls greiða Reyk- víkingar því í útsvar og tekjuskatt á þessu ári um 330 millj. kr. Slíkar álögur ganga vissulega langt úr hófi fram. KaupiíS lækkaft, en útsvörin hækkuÖ Tekjuskatturinn og útsvörin, sem Reykvíkingar greiða í ár, eru nú tölulega hærri og koma þyngra við skattgreiðendur, miðað við af- komu, en nokkru sinni áður. Eðli- legt hefði verið, þegar kaupið var lækkað um áramótin seinustu, að 'tekjuskatturinn og útsvörin hefðu verið lækkuð tilsvarandi. Þvert á móti var tekjuskatturinn látinn standa óbreyttur, en útsvörin hækk uð, þannig að nú er jafnað niður 10—20 millj. kr. hærri útsvarsupp- hæð en í fyrra. Slíkt var tillag rík- isstjórnar Alþýðuflokksins og bæj- arstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins til þess að stöðva dýrtíð- ina á þessu sviði. Skattgreiðendur flestir munu líka finna það, að það er örðugra fyrir þá nú en í fyrra að rísa undir útsvarinu og tekju- skattinum. Gegndarleysi útsvara Eins og áðurnefndar tölur sýna, eru útsvörin langsamlega megin hluti beinu skattanna, sem Reyk- víkingar greiða. Að sjálfsögðu þarf Reykjavíkurbær verulegt fé til starfsemi sinnar, og hér hljóta því að vera verulegar útsvai-sálögur, meðan útsvörin eru helzti tekju- stofn bæjarins. Hinu mun hins veg ar enginn neita, að útsvarsálögurn- ar ganga alveg úr hófi fram, þegar þær eru orðnar 240 millj. kr. á einu ári. Ástæðan fyrir svo gífur- legum útsvarsálögum getur ekki verið önnur en sú, að algert sukk ríki í bæjarrekstrinum og að ekk- ert tillit er tekið til gjaldgetu skatt þegnanna. Þetta síðastnefnda sést; sennilega bezt á því, að á einum fjórum árum eða síðan 1955 hefurj heildarupphæð útsvaranna verið miklu rneira en tvöfölduð. Slíki hefði ekki getað átt ,sér stað, ef nokkuð hefði verið hugsað um gjaldþol borgaranna af þeim, sem stjórna bænum. Launastéttirnar vertSa IiarSast úti Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, sýna vissulega, að hinir beinu skattar, útsvörin og tekju- skatturinn, eru orðnir alltof háir. En það er fleira, sem er athuga- vert við úlsvörin og tekjuskaltinn. Þeir koma mjög misjafnlega niður (Framhald á 2. síðu) Hæstiréttur sýknar framleiðsluráðið Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í framleiðsluráðsmálinu í gær. Var Framleiðsluráð landbúnaðarins þar algerlega sýknað af ákæru þeirri, sem reist var gegn því fyrir að hafa lagt lítils háttar verð- jöfnunargjald á sölu kjöts innan lands. Niðurstaða dóms undirrétt- ar í málinu var alveg staðfest, en forsendum breytt lítillega. !nn um „finu nefndina” Bjarni Benediktsson heldur áfram að skrifa um „finu nefnd- ina" og er það nú orðið aðaltromp hans, að undirritaður hafi átt að segja sig úr nefndinrii fyrst fund- ir voru ekki haldnir i henni. í tilefni af þessu vil ég aðeins taka þetta fram: Mér barst tilkynning um það í febrúar eða marz 1958, að ég ætti sæti í nefndinni og að utanríkis- ráðherra væri formaður ísl. nefnd arhlutans. Ég átti fljótlega eftir þetta tal við ráðherrann um það hvernig störfum nefndarinnar yrði háttað, og taldi hann líklegt, að hún myndi halda einn eða tvo fundi árlega eftir ástæðum. í framhaldi af þvi ræddi ég um það við ráðherrann, hvaða mál yrðu rædd á fyrsta fundinum og lagði ég áherzlu á að rætt yrði m. a. við fulltrúa Bandaríkjanna um eftlrtalin at.-jði: 1. Að varðstöð varnarliðsins í Hvalfirði yrði strax lögð niður. 2. Að endurskoðaðar yrðu þær reglur, sem giltu um sambúð varnarliðsins og landsmanna, m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir árekstra og óþörf ferða lög varnarliðsmanna. 3. Að hafnir yrðu samningar um, að íslendingar tækju við störfum á Keflavikurflugvelli, sem hermenn gegna nú, — hern- aðarstörf að sjálfsögðu undanskil- in — eða byggju sig undir að taka við þeim, svo að þeir gætu annazt alla eðlilega starfrækslu þar strax og rétt þætti að láta herinn fara. Af ástæðum, sem ég kann ekki að greina, hefur nefndin aldrei verið kvödd til fundar. Ég hef samt talið rétt að biða átekta frek- ar en að segja mig úr nefndinni, svo að ég ætti þess kost að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, ef svo færi, að fundur yrði hald- inn. Meðan ég hef hins vegar ekki átt þess kost að koma á framfæri innan nefndarinnar þeirri gagn- rýni, sem ég hef talið nauðsyn- lega, hef ég talið mér skylt að gera það á opnum vettvangi eða hér í blaðinu. Hygg ég, að þetta geti ekki talizt óeðlileg afstaða. Annars ætti enginn maður síður en Bjarni Benediktsson að sKamm ast yfir því, þótt menn drægju nokkuð að segja sig úr nefndum, sem illa gengi að fá til starfa. Bjarni á nefnilega algert íslands- met í þessum efnum. Hann. var i tólf ár formaður þingkjörinnar nefndar, sem ekkert aðhafðist án þess þó að segja af sér. Það virð- ist þannig ekki ein báran stök hjá Bjarna. Hann getur aldrei kastað steini öðru vísi en úr gler- húsi. Þórarinn Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.