Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 1
BtaSiS stækkar aftur upp í sextán síður upp úr helginni, en þá verSur pappírsskortur blaSinu ekki lengur fiötur um fót. 44. árgangur — 53. tbl- Tíminn flytur daglega meira af innlendum fréft- urr. en önnur blöS. Þeir, sem vilja fylgjast meS, kaupa Tímann. Laugardagur 5. rnarz 1960. Verður hafin fram- leiðsla á geitaosti t..............................> Geitf járrækt til umræðu á Bunaðarþingi í gær og hvernig komið verði í veg fyrir að geitur verði ak dauða hér á landi Nú eru hafnar umræöur um þaS, hvaS megi verSa til bjargar geit- unum. Þeim hefur fariS fækkandi jafnt og þétt undanfarin ár, og hafa raunar aldrei veriS margar. NorSmenn græSa drjúgum á því aS selja geitaost, og nú hefur veriS bent á þaS á BúnaSarþingi, aS sá möguleiki sé fyrir hendi, aS framleiSa geitaost hér á landi, sem hafi öll skilyrSi til aS verSa eins Ijúffengur og frægur meS erlendum þjóSum og sá, sem NorSmenn frændur vorir fram- lelSa. Myndin er af geitahjörS i ÖxarfirSi, en óhætt er aS segja aS NorSur-Þlngeyjarsýsla sé helzta heimkynni geitarinnar. Myndina tók Óskar Sigvaldason. ----------------------------------> Bíll á símann Styrktarfélag lama'ðra og íatlaðra þarfnast fjár vegna starfsemi sinnar og hefur nú stofnað til símahappdrættis með tíku sniði og áður. Félagið rekur æfingastöð fyrir fatlaða og lamaða að Sjafnargötu 14 í Reykjavik og hefur einnig að undanförnu rekið svipaða stöð í Varmalandi í Borgarfirði. Dýr starfsemi Starfsemi félagsins er með af- brigðum kostnaðarsöm sakir þess að allir þeir sjúklingar sem leita sér heilsubótar á stöðvum þess, eru œeira og minna ósjálfbjarga. Lækningaáhöld og annað er líka einnig kostnaðarsamt en sjúkling- arnir og aðstandendur þeirra margt efnalítið fólk. Til þess að standa straum af þessum kostnaði hefur félagið stofnað til síma- happdrættis og væntir þess að al- menningur bregði vel við nú sem endranær. Hringt í vinningsnúmer Happdrættið verður með þeim hætti að simnotendur fá afhentan miða um leið og þeir greiða af- notagjald sitt. Veitir miðinn heim- ild til að kaupa happdrættismiða með símanúmeri eigandans. Happ- drættismiðinn kostar 100 krónur og verður enginn happdrættismiði seldur nema gegn afhendingu heimildarmiðans til 15. maí n. k. (Framhald á 2. sfðu). -------------------------------------------------------------------------------------/ Á Búnaðarþingi í gær áttu sér stað athyglisverðar umræður um geitfjárrækt í sambandi við ályktun búfjárræktarnefndar um erindi Garðars B. Pálssonar, Garði, um styrk til geit- fjárræktar. Framsögumaður var Baldur Baldvinsson. Upplýsti hann, að samkvæmt síðustu skýrslum um geitfjárstofninn, en þær eru frá árinu 1958, væru geitur í landinu níutíu og tvær að tölu. Líklegt væri að þeim hefði fækkað síðan. Nokkrar íkviknanir í kuldakastinu Húseigendur kyntu miðstöðvar sínar um of Geiturnar eru aðallega í Þing- eyjarsýslum, einkum norðursýsl- unni. Auk þess eru geitur til á þremur bæjum utan þeirra marka. Nú væru uppi sú skoðun að við- liald stofnsins væri sjálfsagt bæði af hagkvæmnis og menningar- ástæðum. Baldur benti á tvær leið- ir í þessu sambandi, annars vegar að styrkja einn mann eða hins veg- t---------------- Verðhækk anirnar Verðhækkunin í gær var á strásykri. Fyrir hækkunina kost aði kflóið 3,95, en kostar nú 5,10. Verðhækkunin er kr. 1,15, en það þýðir, að nú fást ekki nema 3,5 kg. fyrir svipaðan pening og áður gaf 5 kg. V----------------/ ar að styrkja geitnaeigendur yfir- leitt að vissu marki. Lagði búfjár- ræktarnefnd tii, að árlega yrði lagður fram sextíu krónu styrkur á hverja geit. en þó ekki fleiri en f.iörutíu. Þarf aö athugast Nokkrar umræður urðu um á- lyktun búfjárræktarnefndar. Bún- aðarmálastjóri taldi mál þetta at- hyglisvert, og að það snerti ekki síður Nátturuverndarráð en Bún- aðarfélag íslands. Lagði hann til að málið færi til milliþinganefnd- ar, en taldi eðlilegt að Búnaðar- félagið vjprði nokkurri fjárhæð til þess að íryggja tilveru geitastofns- ins á meðan í athugun væri, hvernig bezt yrði snúizt við þessu, ef hætta væri á, að geitum yrði út- rýmt á næstu tveimur árum. Geitaostur Halldór Pálsson benti á, að geit- ur kynnu að eiga miklu hlutverki að gegna \ framtíðinni. Norðmenn (Framhald á 2. síðu). Merki fyrir 118 Þús. kr. Merkjasala Hauða krossins gekk ágætlega nú sem jafnan áð ur. í Reykjavík seldust merki fyrir 118 þús. kr. Skil eru að sjálfsögðu ekki ennþá komin ut- an af landi- Séra Jón Auðuns, sem átti tal við blaðið um söfnunina, bað að skila þakklæti til allra, sem þar lögðu hönd að verki og þá ekki sizt til barnanna, sem stóðu sig með mikilli prýði við merkjasöl- una, þótt svo svalan blési á göt- um Reykjavíkur, að jafnvel full- orðnir kveinkuðu sér við að koma út úr húsi. Túninn vill taka undir við séra Jón Auðuns og kemur þakklæt- inn hér með á framfæri. Nokkuð var um útkallanir slökkviliðs í kuldanum í gær og fyrradag. Slökkviliðið var ails kallað út fjórum sinnum þessa tvo daga, og í tveimur tilfellum vegna þess, að hús- eigendur kynntu miðstöðvar sínar um oí. Klukkan rúmlega þrjú í fyrra- dag var liðið kvatt að Melstað við Kleppsveg. Þar var eldur laus í litlum skúr, sem byggður var utan á hænsnaskúr, og í var geymt timbur og annað dót. Rífa varð svo að segja aflan skúrinn til þess að komast fyrir eldinn, því skúrinn var fóðraður með spónum, sem log- uðu glatt í norðanstrekkingnum. Talið er, að börn hafi valdið íkveikjunni. Þá var slökkviliðið kvatt að Fjölnisvegi 2. Þar var talsverður eldur í miðstöðvarherbergi. Hús- eigandinn hafði viljað ylja betur upp hjá sér og kynnti í kolamið- stöð í kjallaranum, en þar var mik- ið af pappa og trékössum, sem hafa sennilega legið of nærri mið- stöðinni. Mikill reykur varð af þessu, en eldskemmdir litlar. Þá var það einnig kvatt a'ð Skógar- gerði 5, en þar hafði kviknað í bréfi og striga, sem vafið var utan um eldrör, sem var fóðrað með gosull. Einnig var að byrja að sviðna utan af hitadunk. Skemmdir urðu litlar. Loks var liði'ð kvatt að skúr- ræksni við Hlíðarveg 22 í Kópa- vogi. Þegar á staðinn kom reynd- ist skúrinn vera kominn að niður- falli vegna vanhirðu, en eldurinn í honum var slökktur vegna hættu af neistaflugi. Giftist að brúðgumanum fjarstöddum — bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.