Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
TÍMINN,  þriðjudaginn 11.  júlí 1%.
j^&ttvr
Enn
Skotar, 4:0
RITSTJORI  HALLUR SIMONARSON
í fyrrakvöld léku skozku
knattspyrnumennirnir annan
leik sinn á Laugardalsvellin-
um viS styrkt lið Akurnes-
inga. Óhætt er aS fullyrSa aS
þeir menn sem voru fengnir aS
láni í liSi Akurnesinga voru
liSinu til styrktar, þó þaS
nægSi ekki til betri útkomu en
4:0 fyrir Dundee.
Akurnesingar unnu hlutkestið,
kusu að leika undan smá golu.
Skotarnir hófu leikinn og gætti
nokkurs taugaóstyrks hjá Akurnes
ingum,' en smám saman fundu
þeir hvern annan og áttu sinn
bezta leikkafla fyrstu 30 mínút-
urnar. Þegar fimm mínútur eru af
leik er dæmd aukaspyrna rétt ut-
an við vítateig á Skotana, sem
Högni Gunnlaugsson framkvæmdi
vel, spyrnti á mark, en markmað-
urtnn gat slegið frá og hrökk knött
urinn fyrir fætur Skúla Hákonar-
sonar, sem spyrnti lausum bolta
beint í fang markmannsins. Þarna
fór eitt bezta marktækifæri Akur-
nesinka, og segir það sig sjálft, að
þetta var mikil óheppni fyrir Akur
nesinga að skora þarna ekki, því
að það hefði verið mikill „móralsk
S-V- úrval
valið
Lanðsliðsnefnd sendi blöðun-
um í gær nöfnin á þeim leik-
jiiönmiin, sem þeir hafa valið
sem úrval Suðvesturlands á
móli skozka > liðinu Dundee.
Liðíð er þannig, talið frá mark
verði til hægri útherja:
Heimir Guðjónsson, Árni
Njálsson, Hreiðar Ársælsson,
Ormar Skeggjason, Rúnar Guð-
mannsson, Sveinn Téitsson, Guð
jón Jónsson, Ellert Schram,
Þórólfur Beck, Gunnar Felix-
son, Ingvar Elíasson.
Varamenn: Björgvin Her-
matinsson, ' Hörður Felixson,
Helgi Jónsson, Guðmundur Ósk
arsson, Þórður Jónsson.
Leikurinn fer fram í kvöld kl.
8.30 á Laugardalsvellinum.
ur" sigur fyrir þá að fá    þarna
mark í upphafi leiks.
Akurnesingar héldu þó áfi'am
sókninni eins og fyrr segir, eins
og t. d. á 20. mín. er Þórður lék
upp kantinn og gaf vel til Ingvars,
sem renndi knettinum til Skúla,
sem var alveg frír fyrir opnu
marki, en spyimti framhjá. Skúli
hafði þarna nægan tíma og hefði
átt að geta lagt knöttinn fyrir sig.
Of fálmkenndur
En það átti ekki fyrir Akurnes-
ingum að liggja að koma knettin-
um í mark Dundee, því að það lá
eins og í loftinu að Skotarnir voru
að taka yfirhöndina. Það vantaði
þá nákvæmni og hörku í Akranes-
liðið; sem þarf til þess að skora.
Leikur þeirra var of fálmkenndur.
Og á þrítugustu mínútu kemur
fyi'sta markið og það fyrir alger-
an klaufaskap. Skúli ætlaði að
spyrna knettinum frá marki, en
hitti knöttinn svo illa, að hann
hrökk í áttina að marki Akurnes-
inga. Helgi slær knöttinn naum-
lega frá, en þá myndaðist þvaga
fyrir framan.markið, sem miðherji
Skotanna skoraði úr.
Annað markið kom svo á fertug-
ustu mínútu og var þar aftur mið-
herjinn að verki. Bakvörðurinn
hjá Dundee var kominn fram á
miðju og gaf knöttinn til hægri
innherja, sem renndi knettinum
yel> til- mjðherja.;Og skoraði hann
fallegt mark úr þröngri stöðu.
„.Síðasta tækifæri, í þessu hálf-
¦leik fyrii' Akurnesinga að skora
hjá Dundee var, þegar Þórður
Jónsson lék upp með knöttinn og
gaf til Björgvins Daníelssonar,
sem var frír fyrir framan markið
og spyrnti hann hátt yfir.
Ingvar meiddist
í lok hálfleiksins varð Ingvar
Elísson •fyrir' gróflegu broti af
hálfu vinstri hakvarðar Dundee og
var hann haltur, það sem eftir var
af leiknum. Þórður Jónsson kom
þá inn á miðjuna og Ingvar fór út
á kantinn. Betra hefði verið, að
Björgvin hefði farið inn á miðj-
una, því að það er hans staða. En
það er nú orðin hefð hér, að ekki
skipti máli hvar menn leika í fram
línunni, samanber landsliðið okk-
ar, þar eru þrír miðframherjar í
framlínunni. Auðvitað er þessi
háttur reginfirra, þar sem mið-
framherjarnir okkar sumir hverj-
Helgl slær knöttinn — skozki miöframheijin virðist vera að kalla eitthvað til dómarans.
ir kunna alls ekki aðrar stöður
en sína eigin, sem ekki er nema
eðlilegt, þar sem þeir leika þær
alltaf með liðum sínum. Þessu til
sönnunar' má geta þess að þau fáu
upphlaup, sem Akurnesingar áttu,
komu öll frá Þórði en ekkert eft-
ir að hann kom á miðjuna. Þarna
kom upp landsliðsstaðan, tveir
miðframherjar léku á köntunum
og voru algerlega óvirkir.
Dundee nær algerlega
yfirhendinni
Strax í seinni hálfleik tóku Skot-
arnir leíkínn í sínar hendur. Stöð-
ug sókn braut Akranesliðið alveg
niðúr og átti vörnin erfiðan dag;
Skotarnir gerðu tvö mörk í þess-
um hálfleik, fyrra markið kom eft
ir að þeir voru búnir að spila vörn
Akurnesinga sundur og saman,
en hitt markið skoraði hinn frægi
Gordon Smith úr fyrirsendingu
frá vinstri kanti, fékk knöttinn á
vítateigshorni og spyrnti viðstöðu-
laust í fjarstætt horn án þess að
Helgi hefði nokkur tök á að verja.
Fallegasta mark leiksins, fram-
kvæmt af bezta manninum á vell-
inum.
Leiknum lauk því 4:0 fyrir
Dundee, sem segja má að bafi ver
ið verðskuldað, þó að Akurnesing-
ar hefðu átt að geta sko'rað eitt
eða tvö mörk í fyrri hálfleik, ef1
heppnin hefði verið með.
Smith beztur
Það, sem mest áberandi var hjá
Akurnesingum var úthaldsleysi,
eins og.virðist vera með öll íslenzk
lið í dag, þó að svona langt sé lið-
ið á leiktímabilið. í vör'ninni var
Árni Njálsson beztur og hafði í
fullu og öllu við mótherja sinn.
Ekki var hægt að kenna Helga um
mörkin og lék hann einn sinn
bezta leik í sumar. Framvarðarlín-
an barðist nokkuð vel, en þeir
voru mistækir á stundum. Þórður
Jónsson var beztur í framlínunni
meðan hann var á kantinum. Ann
ars var linan sundurlaus og náði
alls ekki saman, nema rétt í upp-
hafi fyrri hálfleiks.
Skotarnir sönnuðu ágæti sitt frá
KR-leiknum. Ure er klettur í vörn-
inni, en hann var óþarflega gróf-
ur þann tíma, þegar Akurnesing-
ar höfðu yfirtökin í leiknum. Gor-
don Smith átti mjög góðan leik og
skiptingar hans ei'u til fyrirmynd-
ar. Hann var hiklaust bezti maður-
inn á vellinum.
Dómari var Guðbjörn Jónsson
og orkuðu '", uar hans vægast sagt
stundum ei"nn;ennilega á áhorfend-
ur og leikmenn. — f.h.
Isfirðingar í úrslit
í annarri deild

^^^^^^E^

Frá leiknum ísafjörður — Breiðablik: Björn Helgason sspyrnir að marki, Ármann J.  Lárusson fyrir aftan.
Núna um helgbia fóru fram þrír
leikir í annarri deild Iiér Sunnan
lands. Sandgerðingar kepptu við
Þrótt og sigruðu 4—0, fsfirðíngar
léku hér á Melavellinum við Vík-
inga og sigruðu 2—0, og á sunnu-
daginn J4ku ísfirðingar við Breiða
blik og unnu 5—1.
ísfirðingar eru því öruggir um
sigur í sínum riðli, þar sem þeir
eru búnir að sigra Víking tvisvar,
heima og heiman, og sigruðu nú
Breiðablak, en eiga eftir að leika
við þá heima.
Leikurinn milli Breiðabliks og
ísfirðiinga var háður hér
á Melavellinum í fyrradag. Leik-
urinn var ekki upp,á marga fiska,
því fátt var þar u.m fína drætti.
Breiðablik átti góða skorpu til
að byrja með, en þeim tókst ekki
að gera mark. Þó fengu þeir
dæmda vítaspyrnu í fyrri hálf-
leik ,en brenndu af.
Síð'ari hálfleikur var frábrugð-
inn þeim fyrri í því að þá sýndu
ísfirðingar á köflum stutt og
skemimtilegt spil, sem gaf þeim
góðan árangur. Breiðablik gerði
samt fyrsta markið, og var þar
að verki innherji Breiðabliks. Svo
tóku ísfirðingar upp stutta spilið
sem þeir höfðu sparað um of, og
mörkin komn nú hvert af öðru og
urðu alls 5. Björn Helgason, sem
er langbezti maður liðsins, skor-
aði fjögur mörk, þar af þrjú með
skalla og Erlingur Sigurlaugsson
skoraði eitt markanna. fsfirðin.gar
sýndu í þessum leik, og þó einkan
lega á móti Víking, að það er til
nokkuð spil hjá liðinu, og þeir
hafa á að skipa vel liðtækum ein-
staklingum. Björn Helgason er
eins og áður greinir, bezti maður
liðsins, enda er hann þeirra reynd
astur, hefur bæði leikið í pressu-
liði og B-landsliði. Auk hans mætti
nefna Jón Kristmannsson, mið'-
framvörð, Albert Karl Sanders.
framvörð og ungan og liðlerx
leikmann, Halldór Halldórsson,
miðherja.
Akureyri - Fram
2:1
Á sunnudaginn léku Akureyr-
ingar og Fram í fslandsmótinu í
fyrstu deild. Leikurinn fór fram
á Akureyri. Leiknum lauk með
sigri Akureyringa, 2—1. Jakob
Jakobsson gerði bæði mörkin fyrir
Akureyri, en Guðjón Jónsson fyr
ir Fram. Umsögn um leikinn birt'
ist á morgun.
Ekkí látnir vita
Knattspyrnulið 3. flokks á ísa-
firði er hér í bænum og tekur þátt
í íslandsmótinu í 3. flokki. Pétur
Sigurðsson, formaður Vestra 03
fararstjóri, sagði okkur að þeir
hefðu átt að keppa vi Ölfyssin.Ti
á fimmtudag samkv. leikjaskrá.
KSÍ, en Ölfyssingar ekki mætt til
leiks. Þeir hefðu hætt við þatt7
töku í mótinu, en KSÍ ekki látið
ísfirðinga vita. Kvað Pétur þetta
mjög bagalegt því að þeir hefðu
komið' þremnr dögum of fljótt af
þessum sökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16