Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin býst til að hleypa fleiri þjóðum inn í landhelgina Sunnarlega á Djúpalónssandi, skammt frá hinum fornu ver- búðum í Dritvík, liggja fjórir fraegir aflraunasteinar, sem nefndir hafa verið Fullsterkur, Hálfsterkur, Hálfdrættingur og Amlóði. Þreyttu vermenn þann leik fyrr á tímum að koma þessum steinum upp á mlttisháan bergstall. En erfttt var að festa hendur á steinum þessum, því að þeir eru brimsorfnir mjög og ávalir, svo að Iftla handfestu var að fá. Steinarnir voru vegnir árið 1906 að beiðni Einars Þorkelssonar rithöfundar. Gerðu þelr, sem að því störfuðu, svolátandi grein fyrir athöfninni: „Það gerum vér, Helgi Árnason, búandi i Gíslabæ á Hellisvöllum, Jón Helgason, vinnumaður á sama bæ, og Pétur Pétursson, vinnumaður í Malarriti, góðum mönnum kunnugt með þessu voru opnu bréfi, að þá er liðið var frá guðs burði 1906 ár og fimm mánuðir, vorum vér staddir á Djúpalónssandi austan Dritvíkur i Uaugarbrekkuþingsókn undir Jökli, til þess að beiðni annars fornskjalaritarans, herra Einars Þorkelssonar í Reykjavík, að vikta hin fornu steinatök fyrri alda vertiðarmanna í Dritvík, er svo nefndust: Fullsterkur, Hálf- sterkur, Hálfdrættingur og Amlóði. Svo reyndist oss þyngd steina þessara, að Fullsterkur vó 310 pund, Hálfsterkur 280, Hálfdrættingur 98 og Amlóði 46". Verbúðirnar eru löngu horfnar, en steinarnir liggja þarna enn, Hálfsterkur og Hálfdrættingur uppi á stallinum, en Fullsterkur og Amlóði, klofinn í tvennt, fyrir neðan hann. (Ljósmynd: Ólafur Pálmason). steinatokin a Djúpalónssandi Einstæð hrakningasigling til Englands AHÚFNIN GERÐI UPPREISN Eysteinn Jónsson krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær- morgun, að þing yrði kallað saman I gærmorgun gerðust þau tíðindi, að utanríkismálanefnd var fyrirvaralaust kölluð sam- an á fund, og var þar frá því greint, að viðræður hefðu að undanförnu staðið yfir milli ríkisstjórnarinnar og vestur- þýzkra stjórnarvalda um að Vestur-Þjóðverjar fái sams jkonar fríðindi og undanþágur I innan fiskveiðitakmarka við | ísland og Bretar fengu í vetur. Umræður um þetta hafa farið fram, án þess að utanríkismála- nefné Væri höfð í ráðum, og fram kom, að fleiri þjóðir, að minnsta kosti Danir og Svíar, hafa einnig I hreyft því, að þeim yrði veitt svip- , uð fríðindi. Það var og Ijóst, að ríkisstjórn- in vill verða við tilmælum Vestur- Þjóðverja, enda greiddu fulltrúar s'tjórnarflokkanna í utanríkismála- nefnd, Emil Jónsson, Jóhann Haf- stein og Gísli Jónsson, atkvæði með því. Gegn því greiddu at- kvæði Eysteinn Jónsson og Finn- bogi Rútur Valdimarsson. EYSTEINN JÓNSSON krafðist þess þegar, að engir samn- ingar um undanþágu innan land- lielginnar verði gerðir við nokkra þjóð, án þess að alþingi verði fyrst kvatt saman til þess að fjalla um málið. Jafnframt (Framhald á 2. siðui Frá þrotabúi viðreisnarinnar Þegar kreppumenn hófu að þvinga fram samdrátt og kjara- skerðingu, sögðu þeir að menn yrðu ag þola versnandi lífskjör til að grynnka á skuldunum við útlönd, þær yrðu oig skyldu lækka árlega sem svaraði af- borgunum af erlendum Iánum. Lántökur yrðu að' hætta. Hvað segir svo reynslan? Skuldir þjóðarinnaj jýð út- Iönd hækkuðu 1960 um 546 milljónir og þar af meira í stuttunr lánum en nokkru sinni fyrr. Ofan á þetta bætist að þessi ríkisstjórn tekur lán með verri kjörum en þekktust áður. í stað þess að taka engin lán 1960, urðu lántökur erlend is því 546 milljónir ('skulda- aukning) að viðbættu sem svar ar afborgunum eldri lána á ár- inu, a.m.k. 280 milljónum kr., eða samtals nýjar lántökur a. m.k. 826 milljónir á einu ári. Þetta gerðu þeir sem sögð- ust kreppa að til að hætta er- lendum lántökum og lækka eldri skuldir árlega sem svar aði afborgunum lánanna !! Hakakross límdur á vestur-þýzka fánann í fyrrakvöld vöktu nokkrir i ungir íslendingar ósmekklega i athygli á sér á Hótel Borg. I Skáluðu þeir óspart fyrir jAdolf Eichmann, lýstu aðdáun jsinni á honum og vinnubrögð- um hans, gerðu aðsúg að þýzkum gestum og óvirtu vestur-þýzka fánann. Skammt frá borði þessara að- dáenda Eichmanns sat ferð^- mannahópur við borð, og var þar aðallega töluð þýzka. Stóð einn piltunganna upp frá borði sínu, dró fram armboiða með þýzka hakakrossinum og veifaði framan í ferðafólkið, þótt það virti hann ekki viðlits. Settist hann að svo búnu og héldu þeir félagar áfram að dá nazismann hástöfum. Þegar (Framhald a 2 siðui Einstæða hrakningasiglingu átti vélskipið Baldur frá Dal- vík nu fyrir skömmu frá ís- landi til Englands, og er sú hrakningasaga orðin fræg um allt England af blaðaskrifum. Ferðin hófst með strandi í Hornafirði. Þar bræddi vélin einn- ig úr sér. Er til Englands kom, átti handhafi skipsins enga pen- inga handbæra til þess að borga laun skipverja og viptir skipsins, ekki heldur fyrir tryggingu, hafnargjöldum og löndunartækja- leigu. Skipshöfnin gerði uppreisn og neitaði að sigla út úr Grimsby. Handhafi skipsins týndist í Lond- on með kvenkokknum. Var skipið um hálfan mánuð í reiðileysi í Grimsby, og á endanum fór eig- ■ andinn með lögfræðing með sér til | Englands tii þess að bjarga mál- j inu. Vélskipið Baldur hafði lands- kunnur maður, Njáll Gunnlaugs- son frá Dalvík, tekið á leigu til eins árs af Jóni Franklín útgerð-j (Framhatd á 2 síðu) I Bréfmlöinn, sem límdur var á vestur-þýzka fánann á Hótel Borg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.