Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						m
Prenteði; fréftina
af Líbanon-uppreisn
fyrírfram
S]á3.sí8u
Verkamenð! gerðu
uppreisnina
gegn Salazar
Sjá 3. síðu
1. tbl. — Miðvikudagur 3. janúar 1962 — 46. árg.
Vðrufaltiing
Þaö er ekki allri Önn lokið
hjá  verzlunarfólklnu,  þótt
iólaösin sé um garð gengin. Eftir áramótin kemur vörutalningin.
Sumlr teygja sig upp í hillur eða grúfa sig niður i skúffur og telja,
aðrir eru með blýantinn á lofti og skrá. Þessl mynd er úr verzlun
S.Í.S. í Austurstrætl. (Ljósmynd: TÍMINN — GE).
Isf irðingar fá nú
110 lítra á sek.
1
Isafirði, 2. jan.
Á gamlaársdag var hleypt
vatni á nýju lögnina frá Úlfsá
| í Skufulsfirði. Vatnsleiðslan er
5 km. á lengd úr 8" víðum
eternit pípum. í Úlfsá var
gerður stíflugarður 60 metrar
að lengd með 11 metra yfir-
falli, hæð 3,90 metrar. Leiðsl-
an flytur 80 sekúndulítra af
vatni, en fyrir var leiðsla ur
Tungá, sem f lytur 30 sekúndu-
lítra.
Verkfræðiskrifstofa , Sigurðar
Thoroddsens í Reykjavík, sá um
teikningu á leiðslu og stíflu, og
annaðist Jóhannes Guðmundsson
það verk. Daníel Kristjánsson, tré-
smiður á fsafirði, sá um gerð stífl-
unnar, en öll leiðslan var grafin
niður með skurðgröfum og vann
Sigtryggur Jörundsson það verk.
Verkstjóri við pípulögnina var
Jón H. Guðmundsson skólastjóri,
þar til skólar byrjuðu. Þá tók við
Oddur Pétursson bæjarverkstjóri.
1958 var byggt vatnsleiðsluhús
á ísafirði, hið eina sin-nar tegmid-
ar á landinu. 1959 var síðan reist
u,r vatnsgeymir, sem rúmar 900
tonn af vatni.
Meira en annars staðar
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen gerði all'ar teikning-
ar að vatnsveitunni, sem fyrr seg
ir og farast Sigurði þannig orá í
bréfi til bæjarstjórnarinnar:
„Mun þetta vatnsmagn nægja
bænum um fyrirsjáanlega fram-
tíð, þ.e.a.s. þann tíma, sem veoja
er að taka tillit til við slíkar fram
kvæimdir. Vatnsmagnið er um
þrisvar sinnum meira en það,
sem hefur verið til ráðstöfunar
og meira, en við þekkjum nokkurs
staðar til, miðað við fólksfjölda."
Kostar 5,2 milljónir
Kostnaður við þetta mannvirki
er nú kominn í 5.2 milljónir, og
er því þár með lokið að heita má.
Vatnsveitustjóri er Daníel Sigurðs
son, og hafði hann yfirumsjón
með verkinu.              GS.
Rakst á sleða-
meiða og lézt
Uppþot í Haf narf irði
Gerður aísúgur aí lögreglunni — einn féll fyrir
kylfuhöggi
Nokkrar óspektir urðu í
Hafnarfirði á gamlaárskvöld.
Unglingar gerðu aðsúg að lög-
reglunni og einn féll fyrir
kylfuhöggi.
Blaðið átti í gær tal við Jón
Guðmundsson, yfirlögregluþjón á
staðnum. Hann sagði, að lætin
hefðu byrjað, þegar lögreglan
handtók mann, sem reyndi að
hindra hana í starfi, þar sem hún
var að fjarlægja bát, sem hafði
verið dreginn upp á Strandgötuna
og látinn þar þversum, svo að um-
ferðin stöðvaðist.
Maðurinn var handjárnaður og
færður á lögreglustöðina, en múg-
urinn elti og formælti lögreglunni
og heimtaði manninn lausan.
Utan við stöðina handtók lög-
reglan annan þeirra, sem hafði sig
mest í frammi. Þá gerði múgurinn
áhlaup. Lögreglan tók upp kylfu
ÍSAFIRÐI, 2. janúar —
Um tvöleytið á gamlaársdag
varð hörmulegt banaslys á ísa-
firði. Varð það með þeim
hætti, að 10 ára telpa, Hélga
María, dóttir Finnborgar Jóns-
dóttur og Friðriks Bjarnason-
ar málarameistara, var að
renna sér á skíðasleða með
löngum járnum aftur úr og
slasaðist svo alvarlega, að hún
andaðist litlu síðar.
Helga' María var að renna sér
niður Urðarbraut og mun hafa
ætlað að beygja út Hlíðaveg, en
sleppt sleðanum á undan sér. Við
það rakst hann á Ijósastaur og
lyftust meiðarnir upp að aftan.
Mun telpunni þá ekki hafa tekizt
að stöðva sig, og rakst á meiða-
járnið, sem gekk á hol. Helga var
samstundis flutt á sjúkrahús, en
dó það undir eins. Slysið varð á
fjölförnum vegi, en ekki er vitað
til, að slys hafi orðið áður.
G.S.
og sló einn úr hópnum. Hann féll
við höggið, en stóð upp aftur.
Læknir var sóttur til að líta á
hann. Maðurinn var svo fluttur
heim.
Yfirlögregluþjónninn  taldi,  að
honum hefði ekki orðið meint af. !
Múgurinn  hétt' áfram  ærslum
sínum nokkra stund  á  eftir,  enj
i kyrrðist svo. Eftir það bar ekki til
• tíðinda.   Engin,   s'kemmdarverk
; voim unnin í bærium, að sögn yfir-
lögregluþjónsins.   Samkomuhúsin
, voru lokuð, og hefur svo verið á
gamlaárskvöld þrjú  eða  fjögur
Isíðustu ár.                    |
Samstæða frá
Vopnafirði
Þórshöfn —'2. janúar
Eins og kunnugt er af frétt
Tímans á sunnudaginn, brann raf
stöðin hér hinn 29. f.m., og var
þorpið rafmagnslaust um hríð. í
skúr, sem stóð austan við raf-
stöðvarhornið, var hi«s vegar lítill
ljósamótor, og var hann tengdur
inn á bæjarkerfið á gamlársdag;
Hann framleiðir 40—50 kv. — í
(rramhaio a a  <iðu >
tökk alelda
ör brennuríni
Mjög leiðinlegur atburður
átti sé stað við brennuna í
Sörlaskjóli á gamlaárskvöld.
Þar vildi svo slysalega til, að
eldur komst í kött og varð að
aflífa hann þegar i stað.
Svo var mál með vexti, að
köttur hafði sótt að kestinuni
dagana fyrir áramótin. Höfðu
drengir iðulega farið með hann
brott þaðan.
Þegar kveikt var £ kestinum
á gamlaárskvöld, mun köttur-
inn hafa kúrt einhvers staðar
inni í honum, án þess að menn
vissu af því. Hann virðist síðan
hræðslu, þegar kveikt var i
kestinum, og kom ekki út úr
hotiiim, fyrr en eldur hafði
læsf sig í feld hans. Sjónar-
vottar segja, að það hafi verið
mjög átakanlegt ¦ að sjá og
heyra, þegar kötturinn kom úr
eldinum, allur skaðbrunninn.
SIó felmtri og óhugnaði á þá,
sem viðstaddir voru, en maður
einn áttaði sig flótt, þreif kylfu
af lögregluþjóni, rotaði köttinn
með einu kylfuhöggi og firrti
þar með frekari þjáningum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12