Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 1
SJALFBOÐALIÐAR Nú eru aðeins 4 dagar til kosninga og enn er eftir að inna mikla viijnu af höndum. B-listann vantar því sjálf- boðaliða til starfa nú þegar. Stuðningsmenn B-listans, hringið strax i aðalskrifstofuna, Tjamargötu 26, og látið skrá ykkur til starfa. Allar hjálparhendur eni vel þegnar. Sjálfboðaliðar, látið B-listanum í té allan þann tíma, sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldustörfum er lokið. Munið, að 4 dagar eru skammur tími. Símar skrifstofunnar eru 1-55-64, 2-47-58, 2-41-97 og 1-29-42. Fólk er beðið að athuga. að kvöðf)«ími blaðamanna er 1 8 3 0 3 SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka* stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga 116. tbl. — Miðvikudagur 23. maí 1962 — 46. árg. TJORN EINAR ÁGÚSTSSON Einar Ágústsson sparisjóðsstjóri, efsti maður B-listans, var aðal- ræðumaður hans í útvarpsumræðunum um bæjarmál Reykjavíkur, sem fóru fram í gærkveldi. í ræðu Einars komu m. a. fram þessi meginatriði: Reykvíkingar eru framsækið og duglegt fólk, sem vill búa í haginn fyrir framtíðina og skila borg- inni sinni betri og fegurri cn það tók við lienni. Reykvíkingar eiga skilið betra hlutverk en að búa við lilutdræga og athafnalausa borgarstjórn. Þeim ber að fá borgarstjórn, sem er meira í samræmi við framtak einstaklinganna. Atkvæðatölur seinustu borgarstjórnarkosninga gefa ekki fyrirheit um, að núv. meirihluta verði hrundið. Hins vegar á að vera mögulegt að skapa sterkari og jákvæðari andstöðu í borgarstjóm. Sterkari og jákvæðari andstaða í borgarstjórninni verður bezt tryggð nteð eflingu Framsóknar- flokksins og kjöri tveggja fulltrúa hans þangað. Framsóknarflokkurinn er reyndur að því að vera sá andstöðuflokkur íhaldsins, sem bezt hefur staðizt því snúing, og því er hann vænlegast- ur til að veita því öflugt og jákvætt aðhald i borgarstjórninni. Með því að efla Framsóknarflokkinn, stuðla Reykvíkingar jafnframt að þeirri heilbrigðu flokka- skipun, að frjálslyndir og framfarasinnaðir íhaldsandstæðingar skipa sér í einn öflugan flokk, en veiki ekki krafta sína með því að skipta sér í sundurlausa smáhópa. f framhaldi af þessu, rakti Einar meginatriðin í borgarmálastefnu Framsóknarflokksins og er ræða hans birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Auk Einars, talaði af hálfu Framsóknarflokksins, Kristján Benediktsson, kennari, annar maður B-listans. Nánar verður sagt frá máli lians síðar. Málflutningur Einars og Kristjáns var með miklum ágætum og sannaði vel, að hér hafa tveir ungir, glæsilegir baráttumenn, sem líklegir eru til farsællar forustu, valizt í fylkingarbrjóst Framsóknarflokksins á sviði borgarmálanna. Útvarpsumræðurnar halda áfram í kvöld og tala þá af hálfu B-listans Ásta Karlsdóttir og Björn Guðmundsson, auk þeirra Einars og Kristjáns. Hindrið gengislækkun! Nú þarf aö veita ríkisstjórnínni þannig áminningu, að hún þori ekki aö kasta nýrri gengis- lækkun í höfuð manna strax eftir kosningarnar. Eins og rakið var hér í blað- inu í gær með tilvitnunum í Reykjavíkurbréf Bjarna Bene diktssonar, hefur ríkisstjórn- in mjög til athugunar að lækka gengið enn á ný, enda er það krafa þeirra manna í stjórnarflokkunum, sem vilja færa þjóðfélagið aftur í form hinna „góðu gömlu daga“, en það eru einmitt þeir menn, sem ráða mestu um stjórnar- stefnuna. Fullvíst má því telja, að rík- isstjórnin muni láta til skarar! skríða, ef flokkar hennar fá sæmilega útreið í kosningun- um á sunnudaginn. Hið eina, sem getur komið í veg fyrir nýja gengislækkun, er að kjósendur veiti stjórnar- flokkunum þá áminningu á sunnudaginn, að þeir þori ekki að framfylgja þessari fyrirætlun sinni. Þessi áminning verður bezt veitt með því að efla Fram- sóknarflokkinn, sem er aðal- andstöðuflokkurinn og stjórn- in óttast mést og metur mest. i mál í forustugrein blaðsins á Nánara er rætt um þessi! 7. síðu. f NJÓSNAMÁLIÐ ÞAÐ' HEFUR vakið feikna athygli, að uppvíst er orðið, að erlent kommúnistaríki hefur farið þess á leit við hérlendan mann, að hann njósnaði um búnað varnarliðsins á íslandi. Sýnir þetta ásamt öðru, að kommúnisminn svífst einskls i baráttu sinni fyrir útþenslu og heimsyfirráðum. Drengskapur flugmannslns og snör viðbrögð yfirvalda komu í veg fyrir að úr þessarl óhæfu yrði og var Tékkan- um vikið af landi brott. Hann sést hér á leið um borð í flugvélina í gærmorgun i fylgd lögreglumanns, sem er hægra megin á mynd- inni. SJA 2. SIÐU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.