Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 3
Salan dæmdur til dauða? NTB—París, 23. maí. Ríkis- saksóknarinn við réttarhöldin yfir Salan, fyrrverandi hers- höfðingja óg leiðtoga OAS- manna, sem nú fara fram í dómhöllinni í París, krafðist þess í dag í lok sóknarræðu sinnar, að ákærður yrði dæmd ur til dauða fyrir að hafa stað- ið að hershöfðingjauppreisn- inni í Alsir í fyrra og fyrir starfsemi sína í hryðjuverka- samtökum OAS. Réttarhöld í máli Salans stóðu yfir í allan dag í Palais de Justice, en herdómstóll, skipaður níu hers höfðingjum, fer með málið. Saksóknarinn í málinu, Andre Gavalda, flutti tveggja klukku- stunda ræðu í dag og krafðist dauðarefsingar, þar sem sakborn- ingur hefði gerzt sekur um að stofna öryggi Frakklands í hættu ' með þátttöku sinni í herforingja- uppreisninni í Alsír í fyrra og með því að hafa stjórnað hryðju- verkasamtökum OAS í Alsír og víðar. í ræðu sinni kom saksóknari víða við og rakti glæpaferil' Sal- ans og beindi að síðustu orðum sínum beint til hans og sagði m. a.: Salan. Þér voruð leiðtoginn. Skipunarvaldið var í yðar hönd- um. Fólk fylgdí yður í blindni. Það var á yðar valdi að draga úr æsingunni í Alsír, gefa fyrirskip- anir um að vopnahléð yrði haldið og viðurkenna yfirsjón yðar. Þér hefðuð geta komið í veg fyrir rán og manndráp. Ekkert af þessu gerðuð þér samt, og þess vegna krefst ég nú, að þér sætið afleið- ingum gerða yðar. Ég krefst dauarefsingar. Salan, sem nú er 62 ára gam- all, sat grafkyrr milli tveggja lög regluvarða á meðan á sóknarræð- unni stóð, og ekki var hægt að greina nein svipbrigði á andliti hans, þegar saksóknarinn bar fram dómkröfu sína. Fyrsti verjandi Salans, Menu.et, minnti á það, að ákærði hefði þjónað Frakklandi í 43 ár. Hann hefði tekið að sér stjórn OAS vegna þeirrar sannfæringar sinn- ar, að stefna de Gaulle í Alsír- málinu væri röng. Annar verjandi, Goutermanoff, sem er frá Alsír, sagði, að það væri dómsmorð, ef Salan yrði dæmdur til dauða. Verjandinn skírskotaði- mjög til tilfinninga manna og urðu áheyr- endur sýnilega hrærðir. Sjálfur brast Salan í grát, er hann hlýddi á verjanda sinn. Ræðu sinni lauk Goutermanoff með þessum orð- um: Vertu sæll, Salan, og þakka þér fyrir, hershöfðingi. Aldarafmæli: Tómas Tomasson 100 ára er í dag Tómas Tóm- asson, Helgamagrastræti 4, Ak- ureyri. Tómas hefur enn fóta- vist og er furðu ern, þótt hann hafi verið blindur í tuttugu ár og heyrnin sé farin að bila, svo að hann á nú erfitt með að hlusta á útvarp, sem lengi stytti honum dimma daga. Tómas ólst upp í mikilli fá- tækt og fer ekki dult með það, að hann hafi sjálfur verið fá- tækur alla ævi, en á elliárun- um hefur hann notið frábærr- ar umhyggju og atlætis á heim- ili Elíasar sonar síns, fyrst á Ifrauni í Öxnadal og síðar á Akureyri og átt ástríki að fagna hjá börnum sínum, barnabörn- um og barnabarnabörnum, en iWMWmMW* niðjahópur Tómasar er orðinn stór, alls um 100 afkomendur. Tómas Tómasson fæddist 24. maí 1862 að Tyrfingsstöðum í Skagafirði og voru fareldrar hans Tómas Egilsson, eyfirzkur að ætt, ög Ástfríður Jónsdóttir af Steingrímsætt í Skagafirði. Foreldrar Tómasar höfðu lengst af ekkert jarðnæði fyrir sig, en unnu í húsmennsku á ýmsum bæj-. í í Skagafirði, Öxnadal og Þelamörk. Hraktist Tómas því víða í bernsku og átti ærið mis jafna ævi eins og títt var um börn fátækra foreldra á þeim tímum. Svo missti hann föður sinn á 12. ári, og móðir hans dó 6 áíum síðar. Öll systkini hans dóu á ungum aldri. og náðu að eins tveir bræður fullorðins- aldri, Tómas og Stefán, sem fluttist fulltíða maður til Kan- ada og varð þar gildur bóndi. Er hann nú látinn fyrir all löngu. Fleira ættfólk Tómasar Tómassonar fluttist til Ame- ríku, og má þar m.a. nefna Sig- trygg Jónasson og Baldvin Bald vinsson, sem báðir voru fyrir- menn íslendinga í Vesturheimi á sinni tíð og með kunnustu landnemum í Kanada. Voru þeir og Tómas systkinasynir. Framan af ævi var Tómas vinnumaður á ýmsum stöðum, og eftir að hann giftist árið 1885 voru þau hjón í hús- mennsku í 12 ár, en settu þá bú saman að Þverbrekku í Öxna- dal. Kons.íCóniRáar var Jóhanna Sigurgeirsdóttir, af eyfirzkum og húnvetnskum ættum. Bjuggu þau á Þv'erbrekku 3 ár, síðar 2 ár í Bakkaseli, 3 ár á Egilsá í Skagafirði, aftur í Bakkaseli frá 1909—1915 og loks á Auðn- um í Öxnadal til 1923, er þau hættu búskap og fluttu fyrst í Hraun og síðar til Akureyrar, þar sem Jóhanna andaðist árið 1928. Fór Tómas þá til Elíasar sonar síns og hefur dvalizt með honum æ síðan, sem fyrr segir. Tómas Tómasson var hinn mesti gleðimaður fyrr á árum, hafði ánægju af hestum og hvers kyns ferðalögum og var ágætur tamningamaður. Kann hann frá mörgu að segja frá langri ,ævi og man vel gamla viðburði. í lífi hans hafa að sönnu skipzt á skin og skúrir, ástvinamissir, fátækt og hrakn- ingar á einu leiti, en á hinu á- nægja og gleði af samfylgd margra góðra félaga og ástriki nánustu vandamanna, sem hann má vera og er þakklátur fyrir. Börn Tómasar og Jóhönnu voru þessi: Rósa, f. 1885, d. 1957, kona Kristjáns Gíslason- ar, lengi búsett á Akureyri; Eg ill, f. 1890, d. 1960, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, lengst af bú settur á Akureyri; Elías, f. 1894, fyrrv. bóndi í Hrauni, síðar bankagjaldkeri á Akureyri, áð- ur kvæntur Róslín Jóhannesdótt ur (látin) og síðar Sigrúnu Jóns dóttur; Aðalsteinn, f. 1900, nú búsettur á Akureyri, kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur. Á aldarafmælinu munu marg ir verða til þess að minnast hins hára öldungs og heiðurs- manns, ekki sízt hinir fjölmörgu niðjar og vandamenn, sem áreið anlega munu fjölmenna heim að Helgamagrastræti 4 í dag til þess að hylla hann á þessum merkisdegi ævi hans. Ingvar Gíslason. SALAN Geimfarið á loft í dag NTB—Kanaveralhöfðá, 23. mal. Lokið er nú undirbúningi að geim- ferð Bandaríkjamannsins, Scott Carpenters, sem fyrirhugað er að fari þrjá hringi umhverfis jörðu í geimfari sínu á morgun. Mikil eftirvænting ríkir í Banda- ríkjunum og raunar víðar um heim, vegna geimferðarinnar, ekki sízt þar sem útlit er fyrir, að bandarískir sjónvarpsnotendur geti fylgzt með, því öflug sjón- varpstæki eru i geimfarinu. Kínverskt flótta- fólk til U.S.A. NTB—Washington, 23. maí. Kennedy, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir því á blaðamanna- fundi í kvöld, að Bandaríkja- menn myndu taka við mörg þúsund kínverskum flótta- mönnum, sem hingað tii hafa leitað hælis í Hongkong. Skýrði forsetinn frá því, að bandar. sendiráðinu í Hong- kong hefði verið tilkynnt um ákvörðun þessá, sem sam- þykkt hafði verið af þinginu. Fá flóttamennirnir landvist- arleyfi með sömu skilyrðum og flóttamenn frá Ungverja- landi og Kúbu . . . Nýstofnu'ð nefnd í Bandaríkjun um, sem hefur það að markmiði að aðstoða flóttamenn frá kín- j verska alþýðulýðveldinu, hafði fyrr um daginn sent áskorun til Kennedys Bandaríkjaforseta um að hann léti breyta lögunum um, erlenda flóttamenn á þann veg, að kínverskir flóttamenn mættu leita hælis í Bandarikjunum með sömu skilyrðum og ungverskt flóttafólk. Margir þekktir Bandaríkja- menn tóku undir áskorun nefnd- arinnar, þar á meðal Paul Dougl- as, öldungadeildarþingmaður, William Douglas, hæstaréttar- dómari og Walter Judd, þingmað- ur. Hin nýstofnaða nefnd beindi einnig þeim tilmælum til hinna ýmsu hjálparstofnana í Banda- ríkjunum, að þær veittu flótta- fólkinu í Hongkong liðsinni með- (Framhald á 15 siðui Brezkt flugliB til Thailands NTB—Bangkok, 23. maí. Tilkynnt var í Thailandi í dag, að stjórn Nýja Sjálands muni innan tíðar senda hersveitir til Thailands, en þar eru nú fyrir herflokkar frá Bandaríkj unum og Ástralíu. Þá berast þær fréttir frá Lundúnum, að brezka stjórnin muni senni- lega gefa út yfirlýsingu á morgun um það, að brezkar flugvélar verði sendar til Thai- lands. í útvarpstilkynningu Thailands- stjórnar í dag var sagt, að mikil ánægja ríkti meðal fólks, vegna ákvörðunar stjórnar Nýja-Sjálands um að senda her til Thailands. Vopnahlésbrot Bandarísk hernaðaryfirvöld í Vientíane sögðu, að nú væri svo komið, að hersveitir Pathet Lao- manna gætu á fáeinum vikum lagt undir sig Laos, ef þær kærðu sig um. Útvarp vinstri manna í Laos fullyrti, að Nosavan, hershöfðingi og foringi hægri manna, héldi á- fram hernaðaraðgerðum, og skeytti engu um vopnahléð. Sagði útvarpið, að hægrimenn hefðu ráð- izt á Ban Pho í Luang Prabang fyrir þrem dögum síðan, en verið stökkt á flótta. Kosningagetraun B-listans LL._i_v .. . KOSNINGAGETRAUNIN er i fullurn gangi. Getraunaseðlar fást» á hverfaskrifstofunum, Tjarnargötu 26, og afgr. Tímans, Bankastræti. SÁ, SEM FER NÆST um kosningaúrslitin í Reykjavík, fær veglegan vinning, flugfar fyrir 2 til Noregs, Danmerkur og Þýzkalands með skrúfuþotum Flugfélags íslands. Kosningagetraun B-listans T í M I N N, fimmtudagurinn 24. maí 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.