Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						'W!I!,!,!,!TOW!TO
ÍÞRÚTfiR
IIislÍÍ
RITSTJORl HALLUR SIMONARSON
iyr urs
eykjavíkurmófsin
Aukaleikirnir í knattspyrn-
unni hlaðast upp. í fyrrakvöld
léku Fram og Valur leik sinn
frá í vor í Reykjavíkurmótinu,
það er leiknum, sem ekki
tókst að ljúka þar sem annar
línuvörðurinn hætti störfum
í hálfleik Fram sigraði í leikn
um með 1—0, en það þýðir,
að KR og Fram eru jöfn að
stigum og verða að leika að
nýju til úrslita í mótinu. Fram
sigraði í Reykjavíkurmótinu í
fyrra.
Ekki er gott að segja hvenær
af þessum aukaleik getur orðið,
en það verður sennilega ekki fyrr
en íslandsmótinu er lokið, en síð-
asti leikur þess á að fara fram
23. september míllj Akraness og
KR. Þó er hugsanlegt ef KR og
Fram hafa enga möguleika lengur
í íslandsmótinu eftir leikina 9-
september, að leikurinn geti farið
fram fyrr.
Leikurinn í fyrrakvöld var
heldur slakur knattspyrnulega
séð, því lítið sást af skemmtileg-
um samleik. Hins vegar var hraði
á köflum mikill — og báðir mark-
menn Mðanna sýndu góða mark-
'vörzhi, og voru báðir gremilega
of góðir fyrir slakar sóknarlínur
liðanna, eins og eina markið í
leiknum gefur til kynna. Vals-
menn voru skárri fyrri hálfleik-
inn, þrátt fyrir það. að nokkra af
beztu mönnum liðsi'ns, vantaði
t.d. Árna Njálsson, Ormar Skeggja
son og Matthías Hjartarson. Þó
tókst Valsmönnum ekki að skapa
sér  verulega  góð  marktækifæri.
f síðari hálfleiknum snérust
hlutirnir við. Þá voru Framarar
miklu ákveðnari og tókst nokkr-
um sinnum að komast í færi. Mark-
ið lá í loftinu, en Framlíðið hélt
þó aðdáendum sínum volgum fram
til hrns síðasta, því aðeins rúm-
um fimm mínútum fyrir leikslok
tókst liðinu að skora sigurmarkið.
Útherjinn Ásgeir Sigurðsson var
þar ag verki méð föshi skoti af
stuttu færi, sem lenti innan á
stöng, í varnarleikmann Vals og
þaðan í markið.
Hjá Fram lék nýr miðherji að
þessu sinni, ungur drengur úr 2.
flokki, Baldvin. Baldvinsson, en
hann skoraði flest mörk 2. flokks
Fram í Danmeckurförinni. Bald-
vin er fljótur og harðfylgvnn mið-
herji en skortir enn betri knatt-
meðferð. Mikill ávinningur er þó
fyrir Fram af Baldvini, því að
hann var beztur sóknarmanna'nna.
Hins vegar virtist sem uppstilling
framlínunnar hafi ekki verið rétt,
þvf að Hallgrímur Scheving varð
að víkja fyrir Baldvini, en Hall-
grímur hefur þó verið einn skársti
maður framlínunnar í sumar. Þenn
an galla ættu Framarar að laga
fyrir leikinn við Akureyringa í ís-
landsmótinu.
Hjá Val lék Björn Júlíusson
með að nýju og var alLsterkur í
vörninni, þrátt fyrir að hann hef-
ur bætt á sig allt of mörgum
kílóum frá því hann var einn efni-
legasli varnarleikmaður okkar fyr
ir tveimur árum. En Valsliðinu
er mikill styrkur af Birni. Þá
vakti ernnig ungur piltur, Ásgeir
Einarsson, talsverða athygli sem
vinstri framvörður og virðist
þessi leikur hans spá góðu um
framtíð hans á knattspyrnusvið-
inu. Dómari í leiknum var Magnús
Pétursson, Þrótti, og dæmdi að
venju vel. En staður var hann og
virðist — eins og Björn — hafa
bætt á sig nokkuð mörgum kílóu--
og því liðtækur í betra lagi
þungavigtina.
í kvöld verður bikarkeppn-
inni haldið áfrarn og leika
Valur B og Þróttur B á Mela-
velli og hefst leikurinn klukk-
an 7. Þessi lið áttust við fyrir
nokkru og skildu jöfn, 4—4,
eftir skemmtilegan leik. Það
lið, sem sigrar, mun síðar
leika gegn Keflvíkingum.
Á laugardag leikur Fram B á
Akranesi gegn ÍA B og hefst leik-
urinn kl. 5. Er þetta fyrsti leikur-
inn i 2. umferð, en vegna endur-
tekins jafnteflis hjá Breiðabliki og
Víking, fyrst 0:0 og síðan á mið-
vikudag 3:3, verður leikur ÍBH
gegn öðru hvoru þessara Jiða, að
bíða.
Um aðra helgi leikur KR B gegn
Tý og fer sá leikur fram í Vest-
mannaeyjum.
Úrslit í landsmótunum
Lokið er keppni í landsmótun-
um í 3., 4. og 5. flokkum og fara
úrslitaleikirnir í þessum mótum
fram eftir helgina. Verða þeir all-
ir leiknir á Melavelli.
í 5. flokki leika Víkingur og Val
ur mánudaginn 3. sept. og hefst
leikurinn kl. 6,00. Strax á eftir
leika í 4. flokki Víkingur og
Fram.
Á þriðjudag leika Valur og
Fram til úrslita í 3. flokki og hefst
leikurinn kl. 7,00.          *
Ketinsla
byrjar 1. sept Enska. þýzka
franska danska. sænska
hnkfærsln ''PiVninfíur
Harry Vilhelmsson
Haðarstíg 22. Sími 18128
islandsmeistarar FRAM 1962 — taka þeir þátt i Evróp ubikarkeppninni í handknattleik.
ramarar vilja vera með í
vróDubikarnum í handbolta
— en þátttaka þeirra í keppnínni hefur ennþá ekki
verið télkynnt, Keppnin hefst í nóvember
Eins og skýrt hefur verið
frá hefur íslenzkum hand-
knattleiksmönnum verið boð-
in þátttaka í Evrópubikara-
keppninni í handknattleik,
sem hefst seinni hlutann í
nóvember. Rétt til þátttöku í
keppm þessari af IsTands
hálfu hafa íslandsmeistararn-
ir Fram. Nokkur mistök munu
hafa átf sér stað um að til-
kynna Frömurunum frá
keppninni, þannig að þeir
fengu tilkynninguna ekki fyrr
en viku eftir að þátttökutil-
¦'vnningarnar áttu að hafa
^orizt.
KostnaSur við þátttöku í keppni
sem þessari virðist ekki vera mik-
ill, og myndu Framarar ekki þurfa
að greiða nema lítinn hluta ferða-
kostnaðar, ef t. d. þeir myndu leika
fyrsta leikinn úti. Hins vegar
myndu Framarar þurfa að greiða
mikinn hluta ferðakostnaðar liðs.
er kæmi' hingað til keppni* Til-
högun keppninnar er þannig, að
fyrsta  umferð  er   einföld,   og
myndu þá einhver tvö þátttökulið
draga um, hvort þau léku fyrsta
leikinn heima eða heiman.
Ef; svo færi, að Fram léki fyrsta
leikinn hér heima, væri ekki úti-
lokað, að þeir fengju liðið sem
kæmi í heimsókn, til að leika hér
hokkra aukaleiki til að standa
fctravkn .af kostnaðinum við ferðir
iiðsins. Fullvíst má teija, að góð
aðsókn myndi verða að þeim leikj
um, enda eru einungis úrvalslið
frá hverju landi, sem taka þátt
í keppninni. Einn hængur virðist
þó vera á, sem útilokað gæti þátt-
töku íslands, en það er, að við
höfum ekki upp á neinn löglegan
leikvöll að bjóða. Uppfyllir hinn
stóri leikvangur á Keflavíkurflug-
velli, sem notaður hefur verið í
leikjum við erlend lið, ekki þau
skilyrði, sem gerð eru um stærð
leikvallar í alþjóðlegri keppni. —
Völlurinn á Keflavíkurflugvelli
mun ná tilskilinni breidd, en
vanta allt að 8—10 metrum á
lengdina. Þetta sýnir okkur enn
betur, við hve ófullkomnar aðstæð-
ur við eigum að búa, því gamla
húsið að Hálogalandi, þar sem ís-
landsmótið í handknattleik fer
fram, stenzt engan samanburð að
stærð við völlinn á Keflavíkurflug
velli, sem þó vantar þetta upp á
löglega stærð. Sennilegt má þó
telja, að við fengium undanþágu
með að nota Keflavíkurflugvöllinn
vegna sérstöðu okkar.
En eins og fyrr segir, er þátt-
tökufresturinn löngu útrunninn,
og Framarar ekki búnir að senda
þátttökutilkynningu. Er því ekki
víst, að þeir fái. að taka þátt í
keppninni, en fullur áhugi er af'
þeirra hálfu aS taka þátt í henni.
_________________________A.Þ.  |
Enn varð
jafntefli
VÍKINGUR og Breiðablik léku
í fyrrakvöld öðru sinni í bikar-
keppni Knattspyrnusambands ís-
lands. Ekki fengust úrslit frekar
að þessu sinni, því jafntefli varð,
3:3 og þurfa félögin því að leika
þriðja leikinn, þar sem um útslátt-
arkeppni er að ræða. Fyrsta leikn-
um lauk án þess mark væri skor
að — en í leiknum í fyrrakvöid,
sem fór fram í Hafnarfirði, voru
leikmenn beggja liða á skotskón-
.um, því mörkin urðu ekki færn en
sex og leikurinn all skemmtilegur
MikilsverB mál bíða úrlausnar
þings íþróttasambandsins
ÞitigiS verður 14. og 15. september.  —  Nýr
forsefí fyrir sambandið verður kosinn
íþróttaþing íþróttasambands
íslands verður haldið í húsa-
kynnum Slysavarnafélags ís-
lands á Grandagarði í Reykja-
vík, dagana 14. og 15 sept-
ember n.k.
Þingið verður sett kl. 4 e. h.,
föstudaginn 14. sept. af forseta
íþróttasambandsins, Benedikt G
Waase.                       |
Á íþróttaþinginu munu mæia !
fulltrúar héraðssambanda og 5ér-!
sambanda innan ÍSÍ, og er gert'
ráð fyrir mikilli þátttöku, vegna
þeirra mikilsverðu mála er bíða
úrlausnar þingsins, svo og sökum
þess að íþróttaþing þetta ber upp
á 50 ára afmælisár íþróttasam-
bandsins, en eins og kunnugt er,
varð ÍSÍ 50 ára 28. janúar 1902.
Auk fulltrúa munu ýmsir gesfir
sitja þingið.
Dagskrá Tþróttaþings ÍSÍ  1982
er þannig:
FÖSTUDAGINN 14 sept. kl. 4 e.h.
1 Þingsetning, forseti ÍSÍ.
2 Kosning  5  manna  kjörbréfa-
nefndar.
3. Kosning 1. og 2. þingforseta.
4. Kosning 1. og 2'. þingritara.
5. Lögð fram skýrsla framkvæmda
stjórnarinnar.
6 Lagðir fram endurskoðaðir
reikningar.
7 Umræður og fyrirspurriir um
störf sambandsráðs og fram-
kvæmdastjórnar.
8. Kosnar nefndir:
a. Kjörnefnd, þriggja manna.
b. Fjárhagsnefnd, fimm manna.
c. Allsherjarnefnd. fimm manna
d Aðrar nefndir.
9 Teknar fyrir tillögur um mál.
sem lögð hafa verið fyrir þing-
Framhald á 15. síðu.
12
TIMINN, föstudaginn 31. ágúst 1962
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16