Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						123. tbl. — Fimmtudagur 6. júni 1963 — 47. árg.
„Örlagaríkasta mál þjóftarinnar í næstu kosningum mun veríSa afstaíJa íslenzkra stjórnarvalda varoandí samninga vio*
Efnahagsbandalag Evrópu. Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherzlu á aft leita skuli tolla- og vioskiptasamn-
inga viiS Efnahagsbandalag Evrópu. Hins vegar blandast engum hugur um þao" lengur, a$ stjórnarflokkarnir stefna a$
einhvers konar aðild íslands aZ EBE, þótt í annað sé látio skína nú fyrir kosningarnar, AukaaSild atS EBE, eihs og ríkis-
stjórnin sjalf í skýrslu sinni og málílutningi hefur skýrgreint, mundi leiSa til yfirráoa útlendinga yfir helztu atvinnu-
vegum og auolindum þjóíarinnar. Meo því yroi sjálfstæSi hennar og þjóoerni stefnt í beinan voía. Því leggur þingií
áherzlu á, aí sérhver kjósandi geri sér glögga grein fyrir þessu örlagamáli í kosningunum 9. júní n.k. og standi vöroV
unv áframhaidandi sjálfstæo"i íslenzku þjóoarinnar. tslendingur: Þift val— þín framtío"".
(Ávarp 13. flokksþingisins til þjóoarinnar)
TÆKIFÆRIÐ
í kosningunum, sent fara fram á sunnudaginn kemur, ber eitt mál
hærra en öll önnur. Vegna þessa máls verða þessar kosningar örlaga-
ríkustu kosningar, sem hér hafa verið háðar síðan 1908. Þetta mál er
afstaðan til Efnahagsbandalags Evrópu. Þetía er mál málanna í kosn-
ingunum vegna þess, að það getur ráðið órlögum íslendinga um langa
framtíð, hvert svar kjósenda verður, Alveg sérstaklega er það þó mál
málanna í kosningunum vegna þess, að því verður að öllum líkindum
ráðið til lykta á næsta kjörtímabili. Því verða kosningarnar 9. júní eina
tækifærið, sem kjósendur fá til að láta í Ijós vílja sinn.
Það er ljóst af öllu, að þótt
hlé hafi orðið um sinn á samn-
ingum otiilli EBE og Breta,
munu Bretar gerast aðilar
bandal'agsins mjög fljótlega.
Þetta hefur Hallstein, formað-
ur stjórnarnefndar EBE, árétt-
að mjög skýrt fyrir fáum dög-
um. ísland kemst því ekki hjá
því að ákveða það innan fárra
mánaíía eða missera, hver á
að vera afstaða þess til þessa
mikla og vaxandi bandalags.
Tvær leiðir
Eins og réttilega kom fram í
skýrslu ríkisstjórnarinnar til
Alþingis um þetta mál 12. nóv.
s.l., hefur ísland um tvær leið-
ir að velja. Þessar leiðir eru
að semja við bandalagið um
t'olla- og viðskiptamál eða að
gerast aukaaðili að því. í skýrsl
um ríkisstjórnarinnar er mun-
urinn á þessum leiðum rétti-
lega skýrgreindur á þennan
hátt:
„Höfuðmunur tollasamnings-
Ieiðarinnar og aukaaðildarinn-
ar er í rauninni fólginn í því, að
með aukaaðildarleiðinni er auð
veldara að tryggja íslending-
um hagkvæmari viðskiptaað-
stöðu, en það kostar samninga
um viðkvæm mál, eins og rétt
útlendinga  til  atvinnurekstrar
hér á landi og innflutnings er-
lends fjármagns og vinnuafls".
Aukaaðildin þýðir m.ö.o., að
semja verður við EBE œn gagn
kvæm atvinnurekstrarréttindi,
gagnkvæm atvinnuréttindi og
frjálsa     fjármagnsflutninga.
Þetta þýðir að landið verður
opið erlendu auðmagni og er-
lendu vinnuafli, ef við gerumst
aukaaðilar að bandalaginu.
Þetta þýðir, að ísland verður
ekki lengur ísland fyrir í-s-
lendinga, heldur fsland fyrir
fslendinga og útlendinga, þar
sem hinir síðarnefndu geta
fljótlega neytt aflsmunar, þar
sem þeir eru bæði ríkari og
fleiri en við. Þetta er því mál,
sem fyrr en síðar getur þýtt
það, að þjóðin glati sjálfstæði
sínu og sérstakt íslenzkt þjóð-
félag líði undir lok.
Sfefna Framsóknar-
flokksins
Framsóknarflokkurinn hefur
frá fyrstu tíð, er mál þetta kom
á dagskrá, fylgt þeirri stefnu,
að ekki ætti að semja við EBE
nema um tolla- og viðskipta-
mál. Þessa skoðun "«ína settu
fulltrúar flokksins strax fram í
ágústmánuði 1961, er þeir
ræddu við rikisstjórnina, eins
og viðskiptamálaráðherra hef-
ur líka staðfest. Hún var á ný
greinilega mörkuð í ályktun
aðalfundar miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins, sem haldinn
var snemma árs 1962. Þessi af-
staða fl'okksins var greinilega
mörkuð á Alþingi, er málið
kom þar til umræðu s.l. haust
og svo enn sérstaklega áréttuð
á flokksþingi Framsóknar-
manna fyrir fáum vikum.
Afstaða Framsóknarflokks-
ins er byggð á augljósum rök-
um. fslendingar eiga að hafa
góða samvinnu við allar þjóðir,
en ekki bindast neinni þeirri
eða neinum þeirra svo náið, að
sjálfstæði þjóðarinnar sé aug-
ljós hætta búin, eins og greini-
lega fylgir aukaaðild að EBE.
Afstaða stjórnar-
flokkanna
Afstaða stjórnarflokkanna er
sú, að báðum framangreindum
leiðum eigi að halda opnum
fyrst um sinn, og það sé alger-
lega rangt að hafna aukaaðild-
arleiðinni nú þegar, þrátt fyrir
þær upplýsingar, er fyrir liggja
Þótt stjórnarflokkarnir hafi
ekki þannig gert hreinlega upp
á milli þessara tveggja leiða, er
það greinilegt, að þeir fylgja
aukaaðildarleiðinni,  en  vilja
ekki segja það ákveðið fyrir
kosningar. Þess vegna hafa þeir
deilt mjög á Framsóknarflokk-
inn fyrir að hafna aukaaðildar-
leiðinni, kall'að það ábyrgðar-
leysi, einangrunarstefnu og
undanlát við kommúnista. Af
þessu hefur mátt vel marka
það, að stjórnarflokkarnir
myndu velja aukaaðildarleið-
ina, ef þeir héldu meirihluta
sínum áfram.
Stjórnarflokkarnir hafa ekki
heldur farið neitt dult með það,
að þeir vildu leyfa útlending-
um hér atvinnurekstur að vissu
marki, t.d. í fiskiðnaði. Þetta
kom greinilega fram í ræðu,
sem einn ráðherra flutti á
fundi Verzlunarráðs íslands,
sumarið 1961.
Ummæli Ólafs Thors
Sú stefna stjórnarflokkanna
að vilja semja við EBE um
meira en tolla- og viðskiptamál,
kom mjög greinilega fram í
ræðu, sem Ólafur Thors flutti
á Alþingi í vetur.
Einn af þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, Þórarinn Þór-
arinsson, hafði haldið því fram,
að ekki væri að æskja annars
en samnings við EBE um tolla-
og viðskiptamál. Ólafur Thors
kvaddi sér þá hljóðs og kvaðst
gera það af þeim ástæðum, að
„sá hugsunarháttur, sem hér
væri á ferðinni, gæti verið þjóð
inni hættulegur'-. Orðrétt sagði
hann enn fremur:
„Það, sem háttvirtur þing-
maður Þ.Þ. krefst, er að við
íslendingar verði aðnjótandi
allra fríðinda EBE, sem þeir
þurfa á að balda, án annars
endurgjalds en einhverra tolla-
lækkana á þeim vörum, sem ís-
lendingar kaupa frá þjóðum
Efniahagsbandalagsins".
M.ö.o. Ólafi fannst íslending
ar láta alltof lítið á móti, ef
þeir létu aðeins tollalækkun
gegn tollalækkun!
Ólafur sagði enn fremur:
„En annars óttast ég, að ís-
lendingar verðí ekki lengi full-
glldir f tölu siðaðra menningar-
þjóSa, ef þeir í iillum viðskipt-
um sínum við þær temja sér
þaS, sem kallað er stundum hér
í þingsölunum, — a.m.k. ég og
mínir líkar, — sem kallað er
Framsóknarhugsunarháttur. En
hann er sá aff kref jast alls af
ölhmi, en láta helzt ekkert af
slnu í staOTnn".
Af þessu stafar m.a. sú hætta,
að íslendingar slíti vináttubönd
in vegna blindrar kröfuhorku".
Af þessum ummælum Ólafs
má bezt marka, hvernig haldið
yrði á málum, ef stjómarflokk-
amir fengju að ráða.
Afstaða kommúnista
Af hál'fu kommúnista er því
mjög haldið fram, að þeim ein
um sé að treysta til að standa
vel á verði í þessu máli. Þeir
reyna jafnframt eftir megni aS
tortryggja afstöðu Frams&knar-
manna sem mest. Þessi málflutn
inigur þeirra er allur byggður á
útúrsnéningum og blekkingum.
þó gloprast þeir stundum til að
segja hið rétta eins og t.d. Berg
ur Sigurbjörnsson í Frjálsri
þjóð 27. apríl s.l. Hamn sagði
þá orðrétt:
„Hér skal því ekki dróttað að
þeta Eysteini Jónssyni og Þór-
arni Þórarinssyni, að þeir sitji
á svikráðum viS kjósendur í
þessu máli eða muni ganga í
lið með stjórnarflokkunum eft-
ir kosningar til innlima landið
í EBE".
AndstaSa kommúnista til að-
ildar að EBE byggist ekki á því,
aS því ráði eingöngu íslenzk
Framhald á  15. siðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16