Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1963, Blaðsíða 8
LUNDÚNABRÉF frá Páli Heiðar ÞAO ER AN3 GAMAN AÐ VERA FORSÆTISRÍÐHERRA London, 3. ágúst 1063. Þessi voru orð Harolds Mac- mill'ans, forsætisráðherra Breta í sjiónvarpsviðta'ld fyrir 5 dögum síðan. Það eru tveir þaettir í sjón- vörpunum hér, sem oft eru at- hyglisverðir; Pianorama I BBC og „This weefk'* í ITN. í þetta skipfið kom ráðherrann fram 1 „Tíhis week" og svaraði spurningunni: Hvemig er að vera forsætisráð- herra? Þetta svar Macmillans þykir mér æði karlmannlegt, þegar tekið er tillifc til þess mótWásturs, sem hann sem forsætisráðherra hefur orðið fyrir undanfarið: Útilokun Breta frá Sameiginlega markað- inum, og nú upp á síðkastið hvert hneytkslismálið eftir annað. Varl'a hefur liðið svo mánuður, að ekki hafi komið upp nýtt hneyksli, sem ergilegt hefur verið fyrir ráðherr ann: Vassall njósmamálið, Mana- haro umræðurnar, nýjar upplýs- ingar um Harold Philhy og svo vitanlega hneyksli ársins, Pro- fumo-málið, sem raumar er ekki séð fyrir endann á enn þá. En tíminn hefur unmið með Maemll'an. Fyrrgreind mál hafa horfið í skuggann fyrir nýjustu fréttum: Samkomulagi um bann við vetnis- og kjamorkusprengju- tilnaunir í lofti, á sjó og jörðu. Dagblöðunum hér kemur saman um, að það hafi verið stoltasta augnablik í ráðherraferli Mac- millans, þegar hann gat lýst yfir samkomulagi því, sem þeir Hails- ham, Harriman og Gromyko und- irrituðu í Moskvu á dögunum, í neðri málstofu brezka þingsins. Þar hafi ráðherrann séð rætast hluta af áralöngum tilxaunum sín- um til þess að komast að einhverju samkomulagi við Austurblokkina, og þrái hans, að gefast ekki upp á þeim umleitunum, þótt ýmislegt hafi á móti blásið, voru taldir sýna, að Mac hafi til að bera þá eiginleika, sem Bretar eru einna stoltastir af í fari sínu: Seiglu og þolinmæði. Nýjasta skoðanakönnun Gallup stofnunarinnar meðal enskra kjós- enda bendir til fylgisaukningar íhaldsflokksins, en hún er að nokkru leyti talin eiga rót sína að rekja til þessa samkomulags. Aft ur á móti hangir annað sverð yfir höfði Macmillans og stjórnar hans: Denning-skýrslan. Einum kunnasta dómara hér í landi, Lord Denning, var eins og kunnugt er, falið að rannsaka Profumo-málið frá grunni, og gef ið vald til að kalla fyrir sig vitni og krefjast ýmiss konar gagna, sem gætu verið þessu einstæða máli til skýringar. Á rannsókn lá- varðarins að beinast að öryggis- málahlið málsins. í sjónvarpsvið- talinu, sem ég vitnaði tU hér að framan, var Macmillan spurður um skýrslu þessa, og hvort hún mundi verða birt. Spurningin var auðsjáanlega borin fram vegna ummæla ráðherrans í Neðri mál- stofunni, þar sem hann ræddi um 8 Harold Macmillan. birtingu a. m. k. á einhverjum hluta skýrsl'unnar. Stjórnarand- staðan greip þessa setningu á lofti og spurði hvað ætti að draga undan, og hvers vegna. Ráðherra varð fátt um svör, og tveim dög- um síðar, í viðtalinu, birti hann seinni yfirlýsinguna. Rannsókn Lord Dennings hefur að sögn verið æði nákvæm og um fangsmikil. Er haft eftir vitnum, sem lávarðurinn hefur yfirheyrt, að hann líkist í rannsókn sinni einna helzt samblandi af sálusorg- ara og heimilislækni, og láti ekk ert fram hjá sér fara. Álitið er, að lávarðurinn muni ekki ljúka samningu skýrslu sinnar, fyrr en semast í þessum mánuði í fyrsta lagi. Þá var forsætisráðherrann spurð ur þeirrar spurningar, sem brunn- ið hefur á vörum margra undan- farið: Er einhver fótur fyrir því, að þér munið láta af störfum for- sætisráðherra og forustu íhalds- flokksins á næstunni? Ekki stóð á svari hjá Mac, enda aðilinn vanur að fást við óþægi- legar spumingar, og að svara þeim þannig, að spyrjandinn er jafnnær eftlr á. Hann vék sér lið- lega undan beinu svari, með því að ■vísa til þess, sem mundi vera vilji flokksins, og síðan hvað þjóðinni mundi vera fyrir beztu. Ef „þjóð- in“ állti að rétt væri að skipta um forystu, væri það sjálfsagt mál fyrir hann að draga sig í hlé. Ef ekki, nú þá stæði ekki á honum að halda áfram. í framhaldi af þessu kom ráðherrann inn á það mál, sem hann sjálfur og ihaldsflokk- urinn gera að aðalmáli stjórnmál- anna í dag: Þær samningaumleit- anir, sem kunna að eiga sér stað milli austurs og vesturs á næst- urnni. Þar þarf Bretland vissulega á forystumanni að halda, sem vanur er að kljást við austan menn. Virtist mér auðsætt, að Maomillan væri ekki í vafa um sjálfur, hver heppilegastur mundi vera forystumaður Breta í þeim umræðum. Hvernig fer maður að því að verða forsætisráðherra? var ein spurningin, sem fram var borin í viðtali þessu. Formúla Macmill- ans var eitthvað á þessa leið: Ekki að múðra og válda étnðífei'k- um. Að vinna vel, það sem manni er fal'ið að gera, og gera það, sem manni er falið. Þessari aðferð til staðfestingar vitnaði ráðherrann í sinn eiginn stjómmálaferil, og lá í orðum hans að hann hefði ætíð fylgt þessari reglu dýggilega. Skyldi Mr. Butler hafa hlustað? skrifaði sjónvarpsgagnrýnandi The Observer um setningu þessa. Réttarhöldin yfir dr. Stephan Ward og nú síðast sviplegur dauð dagi hans hafa verið eitt aðalum- ræðuefni blaðanna undanfarnar tvœr vikur. Eins og kunnugt er, var doktorinn sekur fundinn um tvö af fimm ákæruatriðum: Að hafa að nokkru eða öllu leyti lif- að á tekjum af því, sem á ensku er kallað „ómorölsku" athæfi Kristínar KeeLer og Mandy Rice Davies. Dauði dr. Ward veldur því, að dómur verður aldrei kveðinn upp í máli hans, en þær sakar- giftir, sem hann var af kviðdóm- inum fundinn sekur um, geta varð að allt að sjö ára fangelsi. : Meðan á máilaferlunum stóð, hélt dr. Ward sýningu á teikning- um sínum hér í London, en hann þótti með afbrigðum góður and- litsteiknari. Aðsókn að sýningunni var geysimikil, og meðal opnunar- gesta var hin nafntogaða ungfrú Davies, sem reikaði um salina með kampavínsglas í hendi, reykj andi sígarettu úr heljarlöngu munnstykki og með halarófu af ljósmyndurum og blaðamönnum á eftlr sér. Fjöldi mynda seldist fyr- ir lygilega hátt verð, sbr. eftirfar- andi: Morgun emn skömmu áður en sýningarsalirnir voru opnaðir, knúði þar dyra virðulegur herra maður í svörtu, regnhlíf og bowler, og gerði boð fyrir forstjórann. Fal- aði gentlemaður þessi til kaups fimm andlitsmyndir af meðlimum Þáttur kirkjunnar SKALHOLT Þótt einu sinni áður hafi verið rældlega minnzt á Skál holt í þessum þáttum, marg- háttað hlutverk þess og fram tíð í þágu kristilegrar menn- ingar í landinu, er þó fyrir- gefanlegt, þótt aðeins sé ymt að því aftur nú, þegar við- reisn þess er á hvers manns vörum. Það hafa verið fluttar ræð- ur nú iun viðreisn þessa foma fræðaseturs af flestum helztu mönnum þjóðarinnar og er þar raunar litlu við að bæta. Það má teljast undur, þegar litið er til baka, hve allt hef- ur þar breytzt til batnaðar og risið úr öskustó niðurlæg- ingar á fám árum. Það eru nákvæmlega 23 ár síðan fyrst var rætt opinberlega um þá smán, sem þjóðin gjörði sér með þvi að, láta Skálholt vera í þeirri vesæld og um- hirðuleysi sem þá var. Nú er komin þar kirkja, sem mörgum líkar vel og biskupsbústaður eða prests- setur í svipuðum stíl, og búið að ákveða stað fyrir kristileg- an eða kirkjulegan lýðskóla. Þeir, sem líta um öxl þessi 20 ár, muna vel að Skálholts félagið og forráðamenn þess lögðu fram persónuleg störf og fórnir af eldmóði og til- finningu ,ort voru ljóð og söngvar sungnir, sögulegar sýningar og svipmyndir frá sigrum og baráttu staðarins settar á svið jafnvel á auðum hólnum. Allt þetta hélzt af miklum krafti, hugsun og hjartahlýju, jafnvel innsæi og eldmóði allt til 1936 á Skálholtshátíð í 9 alda minn- 1 ingu biskupsstólsins. Nú hefur hið opinbera, rík- ‘ið og skrifstofur þess ásamt Alþingi, tekið Skálholt að sér og sá sögulegi atburður skeð, að það hefur eitt allra eigna kirkjunnar að fornu verið af- hent henni aftur til eignar og allra forráða. Og það er stórt spor, það er gott, stór og dýr- mæt eign, mikill sögulegur auður og andlegur fengur. En. svo er önnur hlið, önnur fátækt, sem ekki má verða á- berandi gagnvart svo merk- um stað við hjartastað ís- lenzkrar menningar og sögu. Hvar var fólkið um daginn 21. júL, hvar var þjóðin sjálf? Að vísu stóð stór hópur úti i storminum og horfði á skrúð- göngu presta, og boðsgesti sem hurfu inn í kirkjuna fögru á hólnum. En hvar voru gjafir þessa fólks, vinarhugur þess og fögnuður Hvar voru söngvar og ljóð þjóðskáld- anna og prestanna, hvar var eldmóður þeirra og hrifning? Hvort brunnu hjörtun við himinlog helgra hugsjóna? Að vísu sást birt eitt fallegt kvæði um Skálholt eftir ungt skáld í höfuðborginni. En hve oft hefur Fjallkonan ávarpað þjóðina 17. júní með speki- orðum skálda og listamanna? Hvort gat þá ekki Skálholts- kirkja, móðirin, frumvaki allra kirkna og safnaðar á Is- landi ekkert flutt á sömu strengjum eða dýpri? Gjafir stórar og virðulegar höfðu borizt frá öllum Norð- urlndum allt frá Finnlandi til Færeyja, en gjöf íslands gleymdist, utan afhending staðarins, sem var ekki gjöf heldur grunnur þess, sem gjöra skal og skapar bæði vanda og vegsemd íslenzkri kirkju um aldir. Hátíðahöldin tókust vel, þar var allt hátíðlegt, skipu- legt, formfast og fagurt, en samt fannst á, að þar var meira sagnrænt en lífrænt í söng og stíl. Hið sögulega og forna er gott svo langt sem það nær. Þess þarf til að skapa jarðveg og grunn þess, sem er og verður, vex og þroskast, annars verður allt rótlaust og losaralegt, en þar má ekki snúa rótunum upp: „Gerðu ei maður gamalvisi grænan pálma að svörtu hrísi. Gerðu ei loks með lær- dómsgreinum lífsins tré að dauðum steinum." Þessa verður hver þjóð. hver kirkja að gæta, sem vill endurreisa og endurfæða menningu sína og rótfesta hana í samtíð sinni. Engum nútímapresti mundi þýða að bera á borð, andlega talað, fyrir söfnuð sinn orða- lag og háttu prédikana í hús- postillu Jóns Vídalíns, engu skáldi að enduryrkja Passíu- sálma Hallgrfcns, þótt hvort tveggja sé snilld út frá sínum tíma séð. Þannig þýðir ekki heldur að bera fram að mestu grallarasöngva og gainlar tíð- ir, jafnvel þótt Þorlákur helgi eða Jón Ögmundsson biskup ættu í hlut. Og um endurreisn Skálholts og gildi þess fyrir nútíð og framtíð íslenzkrar menningar, gilda fyrst og fremst orð meistarans, sjálfs Krists er hann segir: „Guðsríki er líkt þeim manni, sem ber fram nýtt og gamalt fram úr sjóði sínum.“ Hann nefnir hið nýja fyrst. Og hvorugt má án annars vera. Megi Skálholt jafnan verða sá staður á íslandi og í sögu þess, þar sem hjörtun brenna og hrifning vaknar, hrifning þeirrar þrár mannlegs anda, sem vill vaxa inn í himininn. Megi skuggar sögunnar vikja fyrir birtu hins komanda, þar sem unnið verði í anda ísleifs í skólanum og Gissurar í kirkjunni, verði þar setið að mælsku Vídalíns og andagift Hallgríms, er hann færði biskupsdóttur ljóð sín. Er. samt má aldrei gleyma: Að lögmál Guðs var ekki ritað á steintöflur né forn handrit, heldur á hjarta- spjöld úr holdi, og að bók- stafurinn deyðir, en andinn lífgar. Árelíus Níelsson. J hinnar konunglegu familíu, sem þar var stillt upp. Fylgdi það skil- yrði tilboði komumanns, að mynd irnar yrði hann að fá afhentar þeg ar í stað. Lauk þessum viðskiptum svo, að forstjórinn féllst á að selja myndir þessar á samtals £ 5400- 0-0 og yrði greiðsla að fara fram á staðnum. Gentlemaðurinn hafði um það fá orð, en opnaði skjala tösku sína og taldi fram þessa svimandi fjárhæð (sem næst 650 þúsund íslenzkra króna) í nýjum 5 punda seðlum, vafði umræddar myndir saman og gekk út. Sá for- stjórinn það seinast til ferða hans, að gentlemaður þessi, sem aldrei hafði látið nafn síns getið, hvarf inn í leigubíl og hefur ekki sézt síðan. Talið var, að hér hafi verið sendimaður frá Buckinghamhöl] á ferðinni, og að höllinni hafi ekki getizt að því að meðlimir hinnar Framhald á 13. síðu. T í M I N N, sunnudagurlnn 18, égúst 1963, —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.