Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 1
SUNNUDAGSBLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS V. ÁRGANGUR SUNNUDAGINN 1. MAÍ 1938 18. TÖLUBLAÐ r Utlönd í hnotskurn Ls Séð yfir danska flatlendið út um gluggann á hraðlestinni. Eftlr Davfð Áskelsson. ■pINS OG ALLIR VITA, eru ^ Danir náskyldir okkur, bæði hvað þjóðerni og tungu- *nál snertir. Ef til vill má einn- *g segja, að þeir séu líkir okkur í hugsunarhætti, en það eru þó ekki nema hálf sannindi. Hugs- unarháttur og framkoma Dana hefir mótast mikið eftir lands- laginu og umhverfinu. Ég hygg að e. t. v. hafi hugsunarháttur Dana mótast meira eftir Dan- mörku en íslendinga eftir ís landi. Ég álít að fjöllin, öræfin, ísinn, snjórinn, hafi ekki mótað hugsunarhátt okkar jafn mikið °g flatlendið og tilbrigðisleysi náttúrunnar hefir gert við Dani. Annars halda Danir því fram í alvöru, að fá lönd hafi jafn til- breytingamikla náttúru eins og Danmörk. En ég get sagt ykk- ur, að ferðist maður þvert yfir Jótland ,frá Horsens til Ring- köbing, er öll Danmörk séð, þ. e- a- s. frá hlið náttúrunnar. Aki maður með hraðlestinni frá Kaupmannahöfn til Aalborg. b'tur maður út um gluggann fyrstu tíu mínúturnar. En svo ekki meira vegna þess, að sama sjónin blasir við: „Bakke op og Bakke ned“. Gulir akrar, um- girtir einfaldri eða tvöfaldri irjágirðingu, hér og þar smá skógabelti, nokkrar vindmyllur, bvítkalkaðir, stráþaktir bónda- bæir og punktum. Öll hin stór- feldu svipbrigði íslenzkrar nátt úru vantar í Danmöxku. En Danirnir eru ánægðir með sitt hlutskifti. Þeir verða sem töfr- aðir af hinu „yndislega útsýni“, ef þeir koma upp á hæð, sem nær 50—-80 metra yfir sjávar- mál, svo þeir geta séð 3—4 kílómetra út yfir engin og akr- ana. Ég held að einmitt landslagið hafi sett sinn svip á Dani. En nú er spurningin: Hvaða breyt- ingum veldur það á eðli þeirra og framkomu? Því er ekki svo létt að svara í nokkrum línum. Slíkt væri efni í stóra bók. En samt sem áður mun ég reyna að draga upp svolitla samlíkingu milli Dana og Is- lendinga. Danir eru duglegir. Að mörgu leyti duglegri en ís lendingar. Og þeir eru þraut- seigir og gefast ekki upp fyrir örðugleikunum. Þeir eru næm- ir og skilningsgóðir á allt verklegt. Þeir eru sparsamir, ráðvandir og hafa marga þá kosti, sem íslendinga vantar ef til vill að nokkru leyti. Fáar þjóðir geta jafnast á við þá í fullkomnun atvinnuveganna, t. d. landbúnaðar. Hin dönsku svín eru heimsfræg fyrir löngu og það með réttu. Maður getur hiklaust sagt. að þeir kunni að notfæra sér landið út í yztu æs- ar, en slíkt er meira en hægt er að segja um okkur íslendinga (en vitanlega hefir það einnig sínar ástæður). Þeir eru kaldir og rólegir og hafa öll einkenni stærðf ræðingsins. En allar þjóðir verður að dæma frá meira en einni hlið, líka Dani. Og þeir eru líka flatir. Sálarlíf þeirra ber svip af láglendinu. Þetta er stað- reynd, sem flestir (að Dönum undanskyldum) viðurkenna. — Ekki svo að skilja, að það finnist ekki andans snillingar í Danmörku. En þegar maður dæmir heila þjóð, dæmir maður eftir alþýðunni, „den brede Befolkning“, eins og Danskur- inn segir. Og mér finnst virki- lega ,,hæðarmunur“ á henni í Danmörku og á íslandi. Nú vill fólk kannske fá nán- ari skýringu á því, hvað ég á við með að danska þjóðin sé flöt. Ég á við það, að Danir séu lausir við alt hugmynda-- flug. Þeir geta ekki hafið sig upp úr hinu hversdagslega. Og vegna þessa stóra galla er danska alþýðan svo laus við bæði bókmennta- og hljómlist- arsmekk, að undrun sætir, — þegar maður tekur tillit til þess, hve vel menntuð hún er. Ég hefi heyrt marga halda því fram, að danska þjóðin sé bæði

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.