Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.03.1939, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ fundust ekki fyr en löngu seinna. Enginn skildi hvernig á þessu stóð, og sízt af öllu datt nokkrum í hug, að þetta stæði í sambandi við svefngöngur Ragnheiðar. Undr- un og ótti heimilisfólksins óx með degi hverjum. Einn morg- uninn vantaði t. d. öll bollapör Jóhönnu húsfreyju, en svo hét kona Aðalsteins. Innan stundar fundust þau öll í einum böggli vafin innan í svuntu og hengd úti á hjall-ás. Einnig má nefna það, að til var á heimilinu gam- all kaffiketill (pottketill), sem venjulega hékk uppi í eldhúsi. Eitt sinn hvarf hann með öllu, og fanst ekki fyr en löngu síð- ar, en þá var hann kominn á sinn sama stað. Á sama hátt hvarf hitt og annað. Kaffikann- an var ekki á sama stað á morgnana, og skilið hafði verið við hana kvöldið áður, fötur og dallar voru færðir úr stað, og maður gat aldrei vitað að hverju röðin kæmi næst og ekk- ert var óhult. Þegar þessu hafði þannig farið fram um hríð, var gripið til þess ráðs, að læsa baðstofu- hurðinni með hengilás, svo Ragnheiður gæti ekki á svefn- göngum sínum komist fram í bæinn, því þegar hér var kom- ið var fólkið farið að gruna, að þarna væri eitthvert leyndar- dómsfult samband á milli. Að lásnum gengu 2 lvklar. Annan geymdi Aðalsteinn og hafði hann vandlega bundinn við vesti sitt. En vestið braut hann saman á hverju kvöldi og setti undir kodda sinn, svo óhugsan- legt var, að nokkur maður gæti náð í lykiiinn, því Aðalsteinn svaf laust. Hinn lykillinn var geymdur niður í læstri hirzlu hjá húsfreyju mótbýlismanns- ins (Jóhanns), og enginn hafði lykil að þeirri hirzlu, nema hús- freyja sjálf. Eftir að farið var að læsa baðstofunni, bar minna á því en áður, að hlutir væru færðir úr stað að nóttunni. En í þess stað fóru hlutir að hreyfast og færast til um hábjartan daginn. I fyrstu var þetta í mjög smá- um stíl, en færðist í aukana með hverjum deginum, sem Ieið. Eitt það fyrsta, sem vakti allverulegan beyg hjá fólkinu, og allir vissu að ekki gat verið af manns völdum, var það, að velt var um stóru fati með skyr_ blöndu í búri Jóhanns, og rann blandan um alt gólfið, undir skílrúm og fram í bæjardyr. Ól- öf móðir Jóhanns bónda og Ragnheiður komu í búrið, að þessu nýafstöðnu, og urðu bæði hræddar og ráðalausar, sem von var. En rétt í þessu bar þar að Kjartan Þorgrímsson, sem var á leið til vinnu sinnar, og sá hann þessar aðfarir. Stúlk- urnar kölluðu til hans og báðu hann að koma til aðstoðar. Hann rétti fatið við og þurfti til þess talsvert átak, að koma því í sínar skorður, því enn var allmikið eftir í því af skyr- blöndunni. — Upp frá þessu var alt á tjá og tundri á heim- ilinu, bæði utan húss og innan, en þó einkum innanbæjar, og stóð fólkinu mikil ógn af þess- um aðförum. Allir sjónarvottar voru sammála um, að hér væri einhver óþekt öfl að verki, og enginn vissi hvaða atburðir bæru næst að höndum, og var undur þessi og fyrirburði. En enginn gat afstýrt vandræðun- um og allir voru ráðalausir. Um þessar mundir var í sveitinni einn maður, sem var þektur að því, að hafa mikla vantrú á dularfullum fyrir- burðum og hélt því fram, að alt slíkt mætti rekja til eðli- legra orsaka. Þessi maður var Hjörtur hreppstjóri Þorkels- son á Ytra-Álandi. Hann var vitur maður og gætinn, og þótti öllum hann manna líklegastur til þess, að leysa þessa torráðnu gátu og ráða fram úr þeim miklu vandamálum, sem hér báru að höndum. Jafnvel sum- ir voru trúaðir á, að hann hlyti að finna eðlilega skýringu á fyrirburðum þessum. Einkum gæti afstýrt frekari vandræð- um. Hjörtur féllst fúslega á þetta, því bæði var það, að hann langaði beinlínis til að kynnast sjálfur þessum fyrir- burðum, og svo er hér aðeins um stutta leið að ræða, því frá Ytra-Álandi að Hvammi er að- eins rúmlega tveggja stunda gangur. Á leiðinni sagði Aðal- steinn hreppstjóranum enn gjör frá reimleikunum og kvaðst alls ekki geta skilið, að þetta væri af mannavöldum. En ýmsir ut- anbæjarmenn vildu halda fram hinu gagnstæða, svo hann sagði að aðalerindi hreppstjóra aust- ur væri fyrst og fremst það, að komast að hinu sanna í þessu efni. Aðalsteinn dró ekki dul á það, að heimilisfólkinu fyndist eitthvert samband vera á milli reimleikanna og svefngöngu- ferða Ragnheiðar. Hins vegar var öllum augljóst mál, að Ragnheiður gat ekki sjálf verið völd að reimleikunum, enda féll henni afar illa allur þessi gauragangur, en þó sérstaklega það, að munir voru skemdir og mat spilt í stórum stíl. — Um það bil, sem lyklarnir týndust, sem að framan getur, dreymdi Ragnheiði, að henni þykir stúlka, er hana dreymir oft, koma til sín- og segja við sig: „Lyklarnir skulu aldrei finnast, en öryggisnælan þín finst fljót- lega.“ Þetía rættist hvort- tveggja. Öryggisnælan, er Ragh. hafði tapað þá fyrir stuttu, fanst innan fárra daga, en lyklarnir fundust aldrei. — Ragnheiður sagði frá því, að hana dreymdi oft þessa sömu stúlku, og lýsti henni allná- kvæmlega. Hún væri tæplega meðalkvenmaður að hæð, en mjög grönn, íremur lagleg stúlka, í grænum kjól, með bláa svuntu og glóbjart hár í tveim- ur fléttum niður að mitti. Það þótti Ragnheiði einkennilegast við draumkonu þessa, að hún snéri ávalt hliðinni eða vangan- um að henni, þegar hún talaði við hana, en var aldrei beint á móti henni. Draumkonan kvaðst heita Aðalljón. Mun ekld hafa verið laust við, að Ragnheiður legði trúnað á það, að huldu- fólk væri til, og að draumkon- þessi væri huldustúlka. (Frh.) Frú Jóhanjma: Ma'ðiurimn miinrt er hlaupinn burt frá mér meö v'injniuiko.nunní. Frú Sigríður: Það er voðía'jegt.. Frú Jóhianna: Já, það pr voða- lógt, því það ier enga viinnuikionu hægt að fá sviQnia í miðjumi ágújst tnánuði. Baldvin Jónatansson frá Víðiseli: Vísa um haustið. |^AÐ HAUSTAR AÐ og hélar jörð og húmið færist nær, og bylja élin blása hörð, svo birkið svignað fær, — það haustar að í hjarta manns, þá hárið grána fer, en ellin kreppir hendur hans, sem herðalotinn er. því ekki að undra þó fólkið væri bæði hrætt og kvíðandi. Þannig fór þessu fram um liríð, og sá enginn maður nokk- ur ráð til að afstýra þessum vandræðum. En nú gerðist nýr atburður, sem var svo furðuleg- ur, að alt heimilisfólkið stóð höggdofa af undrun. Einn morgun, er Aðalsteinn fór á fætur, ætlaði hann að grípa lykilinn, sem hann geymdi 1 vestisvasanum undir kodda sínum, því jafnan opnaði hann dyrnar fyrstur á morgnana, en þá var lykillinn horfinn og fanst hvergi. Hann þóttist þess fullviss, að enginn menskur maður hefði komist undir koddann og náð í lykilinn. Hann tók því það ráð, að draga út kenginn og ætlaði síðan að ná í hinn lykilinn, en hann var, sem fyr segir, geymdur í læstri hirzlu hjá mótbýliskonunni. En alt fór á sömu leið. Hann var horfinn líka, og var það meira en nokkur maður gat skilið. Nú var komið fram í febrú- armánuð 1913. Sagan um reim- leika þessa barst um allar sveit- ir, svo að fólk fór að streyma ’ að úr öllum áttum, til að sjá voru það utanbæjarmenn, sem ekki höfðu verið sjónarvottar að atburðunum, er héldu því fram, að hér væri einhverjir þorparar að verki, sem væri að leika sér að því að hræða fólk- ið, og þá var það augljóst mál, að hreppstjórinn var manna líklegastur til að geta kveðið niður þess konar draugagang. Þegar hér var komið, var því næsta eðlilegt, að leitað væri til þessa manns. Hinn 24. febr. lagði Aðal- steinn bóndi af stað, fyrir á- eggjan sögumanns míns og alls heimilisfólksins, og heimsótti Hjört hreppstjóra. Hann sagði hreppstjóranum frá atburðum þeim, er að framan getur, og kvaðst ekki skilja að þeir gætu verið af manna völdum og nú síðast kvæði svo ramt að þessu, að ýmsir hlutir væru skemdir, til stórtjóns fyrir heimilið, og það svo að bolla- og diskalaust væri heimilið að verða o. s. frv. Þegar Aðalsteinn hafði sagt hreppstjóra sem greinilegast frá því, sem gerst hefði, mælt- ist hann til þess, að hann kæmi með sér austur að Hvammi, ef verða mætti til þess, að hann

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.