Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.03.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.03.1939, Blaðsíða 1
.IfÐUBLAÐli UNNUDAGS- SUNNUDAGINN 12. MARZ 1939 VI. ÁRGANGUR 11. TÖLUBLAÐ Reimleikarair í Þistilfirði. Þegar skyrsáirnir dönsuðu og bollapörln flugu um loftið. iii. , EIR Aðalsteinn og Hjörtur hreppstj. komu að Hvammi um kvöldið fyrgreindan dag í hálfrökkri. í baðstofu logaði ljós ■ og hafði kona Aðalsteins tilbúið kaffi á könnu, er hún ætlaði hinum ferðlúnu mönnum. Þeg- ar hreppstjórinn var nýseztur niður, ætlaði konan að víkja sér frá og ná í eitthvað, en um leið valt kaffikannan á gólfið — alveg eins og henni væri kastað á eftir húsfreyjunni. — Kannan stóð á eldavél rétt framan við dyrnar á hjónaher- berginu, en hreppstjórinn sat á stól fast við dyrnar. Ekki sagðist hann hafa getað séð, að neinn kæmi við könnuna, en hélt þó fram, svona til mála- mynda, að húsfreyja hefði kom- ið við könnuna með pilsinu um leið og hún hefði gengið fram hjá eldavélinni. En húsfreyja fullvissaði hann um, að svo hefði ekki verið, enda var það sannfæring hennar, að því er hreppstjóri segir. Ekki liðu nema nokkrar mínútur, þar til annar atburður gerðist. Diskur, sem stóð á borði í frambaðstof- unni, kastaðist um 3-r-4 álnir frá borðinu og niður á gólf og brotnaði í rúst. Hreppstjórinn reyndi að finna eðlilega skýr- ingu á þessu, og kendi um ketti, sem sat á kommóðu rétt hjá borðinu, en samt þótti honum það furðulegt, að diskurinn skyldi kastast þannig, þó kött- urinn hefði komið við hann. En ef diskurinn þefði dottið niður af borðinu og beint niður á gólfið, hefði kannske verið eitthvert vit í því að kenna kisu þetta. Litlu síðar var þeim hreppstjóranum og Aðalsteini færður matur. Borðið stóð und- ir súð og var fjögra rúðu gluggi rétt yfir borðinu. Þegar þeir voru' farnir að borða, heyrðist afarstór smellur utan við gluggann, alveg eins og skotið hefði verið í hann. Hreppstjór- inn stóð samstundis á fætur og þreifaði á öllum rúðunum og voru þær fastar og ósprungnar. Alt heimilisfólkið, af því búi, var í baðstofunni og bjart um hana alla. Áður en staðið var upp frá borðum, heyrist annar smellur, sýnu meiri en sá fyrri og á sania stað. Héldu nú allir, að glerið í glugganum hefði brotnað, en svo var ekki. Var nú farið út í húsasundið og að glugganum. Nokkurt föl var á jörð, svo gott var að rekja spor. En ekki sáust nokk- ur merki eða spor, er bentu til þess að maður hefði verið þarna á ferð. Að vísu var dimmt úti, en þó ekki dimmra en það, að þeir, sem voru að gera þessar athuganir, sáu glögt sín eigin för í fölinu. Litlu síðar var því veitt athygli, að yfirfrakki hreppstjórans var horfinn, en hann hafði verið hengdur á snaga í bæjardyrum. Var nú farið að leita að honum og fanst hann í eldhúsi og var breiddur yfir hlóðirnar þannig, að fóðrið snéri upp. Hlóðirnar voru fullar af ösku og hálf- brunnu moði og voru þar glæður í. Yfirfrakkinn var orðinn heit- ur, en ekki brunninn. Þetta gat auðvitað verið af mannavöldum. En það kom bara engum til hug ar, að gruna nokkum um þetta. því það er óhugsanlegt,,að þama á staðnum hafi nokkur verið svo illa innrættur, að vilja gera fólkið hræddara en það var þegar orðið. Eftir að frakkinn hafði verið hengdur á sinn stað, fór fólkið til baðstofu og segist hreppstjóri hafa staðið rétt framan við dyrnar á hjónaher- berginu. Þá heyrist hár smell- ur eða högg í stafnþilið móti húsdyrum og yfir rúmi hjón- anna. Á þilinu hékk klukka og loftvog, og heyrðist mjög greinilega eftir höggið eins og hvinur í klukkufjöðrinni, líkt og hún hefði mætt þrýstingu. Þeir, sem viðstaddir voru, töldu óhugsandi að nokkru hefði ver- ið kastað í þilið, því skilrúmið náði alveg upp í mæni, og í húsinu var aðeins sjúkt gam- almenni, er varla gat snúið sér hjálparlaust. Þetta hús var að- eins tvö stafgólf af baðstofunni og brann þar ljós á 14 línu lampa. Var þarna því vel bjart. Ekki fannst neitt, sem kastað hefði verið, hvorki í rúminu eða á gólfinu, en á bak við þilið er þykkur torfstofn, stálfrosinn, eins og bæði þekja og aðrir veggir. Fleira bar ekki við þennan dag, sem í frásögur er færandi, Fólkið háttaði á venjulegum tíma, og var hreppstjórinn lát- inn sofa í baðstofu mótbýlis- fólksins. Einfalt þil var á milli baðstofanna, en engar dyr á milli, því gengið var inn í bað- stofumar báðar úr sama gang- inum. Um leið og hreppstjórinn vaknaði um morguninn, heyrð- ist skarkali mikill í baðstofu Aðalsteins, líkt og stórt stykki hefði verið felt í gólfið. Segir þá Ólöf Arngrímsdóttir: ,,Nú er það tekið til.“ Þetta var rétt um það bil, sem byrjað var að skíma. Við athugun kom í ljós, að oltið hafði um skattholsræf- ill, er stóð undir baðstofuhlið á vinstri hönd er inn var geng- ið. Aðalsteinn var að klæða sig þegar skattholið valt um, en aðrir voru enn sofandi í þeirri baðstofu. Rétt eftir fótaferðartímann var kastað bjórakippu fram yfir þilið, sem náði aðeins upp að bita. Bjórakippan hékk áður á innanverðu eldhússþili, en þeyttist alla leið fram í bæjar- dyragang. Þegar þetta gerðist var hreppstjórinn staddur við baðstofudyr, sem eru andspæn- is bæjardyrunum, og voru um 10—12 álna göng á milli þeirra, hann hljóp strax fram, en sá engan mann, og gat alls ekki álitið að nokkur maður hefði getað komist burt á svo stutt- um tíma. Fáum augnablikum síðar var velt um tunnu í búrinu, er stóð á sléttu gólfinu, en til þess þurfti talsvert átak, því tunnan var nokkuð meir en hálf af skyrblöndu. Búrið var mann- laust, þegar þetta skeði. Tveggja rúðu gluggi var á suðurhlið baðstofunnar, yfir skattholinu, sem áður er nefnt. Það var og þennan dag, að báðar rúðurnar þeyttust úr gluganum og komu niður í bæjarsundinu, önnur heii, þó merkilegt sé, en hin mölbrotin. Komu margir menn að og skoð uðu .vegsummerki, og þótti öll- um 'furðulegt. Við athuganir sínar hafði Skráð af Benjaiuín Sigvaldasyni

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.