Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.07.1939, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.07.1939, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 AlþýðulPireðskapiir. ---♦--- SLÁTTUVÍSUK. Ú standa yfir heyannir í sveitum landsins, og er þá ekki úr vegi að rifja upp nokkr- ar vísur tilheyrandi þeim störf- um. Sláttumaður kvaddur til verka. Sólin ekki sinna verka sakna lætur. Jörðin undan grímu grætur, grasabani, komdu á fætur. Ef þú hefir heiftarhug við heilög stráin. Nú, þar dagsins birtir bráin, berðu að þeim hvassa ljáinn! Sigurður Breiðfjörð. Niður setja má ég mig, meðan hvet ég ljáinn. ’Svo skal hetjan hermannlig honum etja á stráin. Þorbergur Björnsson, snikkari, Þingeyrum. Grundu á ég geri slá, gljúfrið háa viður, fagurbláum fyrir ljá falla stráin niður. Baldvin Jónatansson, Þingeyingur. Kveðið við slátt, Núna fljótast fyrir þér falla hljóta stráin. Fríðum snótum angur er, ei mun þrjóta Ijáin. Rakstrarkonur. Fjórar raka fróni á fingra jaka grundir. Hátt í brakar hrífum þá, hamrar taka undir. Kári S. Sólmundarson. Einyrkja-hjónin. Á mig kallar heiðin heið heim að fjallabænum. Veginn alla á ég leið eftir hjalla grænum. Stend ég hjá og horfi á hjónin knáleik þreyta. aldurhá og hærugrá hrífu og ljá þau beita. Örmum lúnum hann og hún hart að túni ganga. Svitanúning römm er rún rist á brún og vanga. Má þar líta óða önn. Örugt bítur ljárinn, Grasið þýtur grænt í hrönn, glottir hvítur skárinn. Hrundin veikum hrindir strám hratt um bleikar grundir, flekkja hreykir bylgjum blám, blærinn leikur undir. Jón Magnússon. Og svo koma hér að lokum nýjar sláttuvísur. Munu þær hafa verið gerðar nú í sláttu- byrjun. Þykja þær báðar góðar. Bjarni Ásgeirsson á íteykj- um kvað: Brautarholtstúnið grænkar og grær og grasið leggst á svig, Ólafur slær og Ólafur slær og Ólafur slær um sig. Þá kvað Kolbeinn í Kolla- firði: Ólafi skal ekki lá, en aðra menn ég þekki. Peir eru a'ð slá og þeir eru að slá þótt þeir slái ekki. Til þess aff fá gott loft í sjúkra- herbergi er ágætt að hella dálitlu af terpentínu í sjóðandi vatn inni í herberginu. Grænsápa verður mikið drýgri, ef þér sjóðið hana og látið á flösk- ur, gætið þess þó að hafa hana ekki of þunna. Skák. Leningrad 1939. NIMSOVITCH-VÖRN Hvítt: S Reshevsky. Svart: Tolush. 1. d2 — d4; Rg8 —f6. 2. c2—c4; e7—e6. 3. Rb 1 — c3; Bf8 —b4- 4. e2 — e3; Rb8 — c6. Svartur ætlar sér með þess- um Ieik að leika e6 —e5 hið fyrsta. 5. B f 1 — d 3; e6 — e 5. tí. Rgl—e2; 0 — 0. Ágætt áframhald fyrir svart- , an væri 6. —„—; e5xd4. 7. e3xd4; d7 —d5- 7. 0 — 0; H f 8 — e 8. Of hægur leikur, en var bezt að leika e5xd4- Nú fær svartur þröngt tafl og erfitt 8. d 4 — d 5 ! R c 6 — b 8. Betra er R — e7. 9. e3—e4; a7 — a5. Til að styrkja reitinn c5 fyr- ir riddaranum, eða að öðrum kosti að opna a-línuna. 10. a2 — a3; Bb4 —f8- 11. Re2—g3; d7 —d6. 12. h2 — h3. Undirbýr 13. B — e3 og hindrar svartan í að' leika R —g4. 12. g7 —g 6. Betra er nú að leika Rb8 — a6 og næst til c5. 13. B c 1 —e3; c7 —c5? Hingað á drottningarriddar- inn tvímælalaust að fara, en nú hefir hann engan góðan reit. Dönsku konungshjónin koinu nýlega tíl Fredericia. Tóku börn á móti þeim með fána í höndum, eins og sézt á myndinni. Bak við konungshjónin er borgarstjórinn og stiptamtmaöurinn. 14. D d 1 — d2; Rb8 — d7. 15. Be3 — h6; Bf8— e.7. 16. Rg3 — f5; Rf6 — h5- Auðvitað ekki g6xf5, vegna D — g 5 -j- og mát í næsta leik. 17. Rf5xe7; Dd8xe7- 18. B d 3 — e 2; Rh5—g7. (Ef 18. ; R —f 6, 19. B — g 5.) 19. f2 — f4; e5x f4. 20. D d2xf 4; He8 —f8- 21. Rc3 —b5; Ha8 —a6. Svartur á ekkert betra. Ef t. d. 21. —; R—e5, 22. B — g5; D — d 7. 23. B —f 6 og hótar bæði R x d 6 og B x g 7, sem væri auðveld- lega unnið á hvítt. 22. Be2 —g4; Rd7 —e5. 23. Bh6 — g5; f7—f6. Svartur varð að láta skipta- muninn. 24. Bg5xf6; Hf8xf6. 25. Df4xf6; De7xf6. 26. Hflxf6; Bc8xg4- 27. h 3 xg4; Re5xc4. 28. Rb5 —c7; Ha6 — b6. 29. Rc7—e6; Rg7xe6. 30. d5xe6. Gefið. Ó. V. , Dönsku konungshjónin.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.