Alþýðublaðið - 29.09.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1943, Blaðsíða 6
0 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. sept. 1943. HVAÐ segja hijn blöðin? (Frh. af 4. síðu.) Þetta er línan. Menn geta líka séð þetta í ,,Þjóðviljanum“. Lesi meníi t. d. greinarnar „Dögun sig- ursins“ og „Amgot — Tæki Bandaríkjaauðvaldsins til þess að undiroka og arðræna Evrópu“ — og sjá — línan er mjög skýr. — Kommúnistar hérna eru býsna lyktnæmir þegar þess þarf með.“ ÞaS getur nú rétt verið, þó að vináttusamningurinn milli Stalins og Hitlers 1939 virtist óneitanlega koma dálítið flatt upp á þá. En vissulega hljóta þeir að hafa lært hitt og þetta af honum, þannig að endurnýj- un hans þyrfti ekki að koma þeim eins gersamlega á óvart. Annars fer bezt á því að bíða á- tekta í þessum málum og sjá, hvað framtíðin leiðir í ljós. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. EKKERT HÁMARKSVERÐ hef ir verið sett á rófur. Hámarksverð hefir hinsvegar verið sett á kart- 6flur. Vitanlega nota menn sér þetta, Þetta er gott dæmi um það, hvernig ástandið væri yfirleitt ef ekkert verðlagseftirlit væri. Hannes á horninu. Sendisvein 12—14 ára vantar á skrif- stofu. Vinnutími kl. 9—5. Tilboð merkt „9—5“ sendist afgr. blaðsins. I Rondótt náttfataflúnel í mörgum litum nýkomið. VERZL. DÍSAFOSS Grettisgötu 44. Tfirdebkjnn hnappa Athugið að málmfestilykkj an getur ekki bilað. VERZLUNIN DÍSAFOSS Grettisgötu 44. Frh. af 4. síðu. Verkamannafélagsins til Verk- lýðsfélagsins. í svarbréfi trúnaðarráðs Verklýðsfélags Akureyrar, 25. marz 1943, til þeirra Jónanna, er fram tekið: „Stjórn félagsins hefir sent yður tillögur um sameiningu áðurnefndra félaga, (það er Verklýðsfélagsins og Verka- mannafélagsins) byggðar á gerðum samþykktum trúnað- arráðs, og heldur það fast við þær, enda er trúnaðarráðinu ókunnugt um, að nokkur á- greiningur sé milli yðar og þess, um inngöngu þeirra manna úr Verkamannafélagi Akureyrar eða annarra manna, sem óska kynnu inngöngu í Verklýðsfé- lagið, og' rétt hafa til inngöngu í það sem verkamenn, svo nefnd til að ákveða um inn- göngu þeirra manna er alger- lega ástæðulaus, og lagabreyt- j ingar í sambandi við þær ó- nauðsynlegar. En til þess að greiða fyrir þeirri sameiningu, sem á döf- inni er, skal eftirfarandi tekið fram: Félagið er reiðubúið til þess að endurskoða lög sín á þessu ári, og breyta þeim á löglegan hátt, eins og löglegur meiri- hluti • félagsmanna óskar eftir, og taka til athugunar ábend- ingar sambandsstjórnar við þær breytingar. Trúnaðarráð leggur allt þetta fyrir félagsfund, þegar tími hefir unnizt til að kalla hann saman á löglegan hátt og málin hafa verið skýrð fyrir félagsfólkinu, og undir- búin með samningum við yð- ur, sem trúnaðarráðið óskar að hefjist nú þegar.“ Svar við þessu bréfi trún- aðarráðsins barst formanni Verklýðsfélagsins í hendur kl. 9 sd. 2. apríl, eða 8 dög- um síðar, en þeim Jónunum var afhent það, en 27 klst. áður en Verklýðsfélaginu var vikið úr Alþýðusamband- inu. Eins og áður er frá skýrt hafði stjórn og trúnaðarráð Verklýðsfélagsins bæði 25. og 27. marz s.l. gengið eftir því, að lagðar yrðu fram af hendi sambandsstjórnar tillögur um þá sameiningu félaganna hér, sem hún hafði sent þá Samein- ingar-J ónana til að fram- kvæma. Og loksins eftir hálfs- mánaðar hringl þeirra Jónanna hér norður frá barst formanni Verklýðsfélagsins plagg það, er þeir Jónarnir nefndu „end- anlegar samningatillögur“ kl. 9 síðdegis 2. apríl, og heimtuðu svar við kl. IOV2 daginn eftir. eftir. Það, sem kostað hafði sam- bandsstjórnina hálfan mánuð að unga út, með aðstoð Sam- einingar-J ónanna, átti Verk- lýðsfélag Akureyrar að taka á- kvörðun um á einni nóttu. Samkvæmt þessum „endan- legu sameiningartillögum“ átti Verklýðsfélag Akureyrar að taka menn úr Verkamannafé- lagi Akureyrar og aðra þá, sem kommúnistar höfðu smalað, inn í félagið, þá þegar. Lögum fé- lagsins átti að gerbreyta, eftir kokkabók þeirra nafna, og að mörgu leyti á annan veg en áð- ur hafði verið talað um, en svíkja átti Verklýðsfélagið um eignir þær, sem enn töldust til Verkamannafélagsins, og verð- ur nánar vikið að því síðar. Eins og gefur að skilja var algerlega ókleift að kalla sam- an trúnaðarráðfund um há- nótt, og enn síður var nokkur leið að koma á fundi í Verk- lýðsfélaginu. Fundi í því varð að boða með tveggja sólar- hringa fyrirvara, ef löglegir áttu að vera, og vitanlega gat ekkert samkomulag verið bind- andi í þessum efnum fyrir Verk lýðsfélagið, nema það væri sam- þykkt á löglegum fundi í félag- inu. Þeir menn, sem skipuðu trúnaðarráðið, voru ' flestir verkamenn, sem voru bundnir í vinnu að deginum til og fyrsti möguleiki til þess að taka til- lögur þeirra Jónanna til með- ferðar var á trúnaðarráðsfundi kvöldið eftir að þær komu frá þeim í hendur formanns trún- aðarráðsins, enda var íundur trúnaðarráðs þá haldinn um málið. En kl. 19 þá um kvöldið, IV2 klst. áður en trúnaðarráði gafst tækifæri til að taka um- rætt mál til umræðu, barst for- manni Verklýðsfélagsins sím- skeyti frá sambandsstjórn, svo hljóðandi: „Tilkynnum yður, hafi ekki náðst samkomulag um samein- ingu Verklýðsfélags Akureyrar og Verkamannafélags Akureyr- ar fyrir kl. 24 í dag, 3. apríl, er Verklýðsfélagi Akureyrar hér með vikið úr Alþýðusamband- inu, og umboðsmönnum Al- þýðusambandsins, Jóni Sigurðs- syni og Jóni Rafnssyni, fyrir- skipað ,að stofna nýtt sambands- félag verkamanna á Akureyri nú þegar. Stop: Afrit af skeyti þessu sent umboðsmönnum Al- þýðusambands íslands. Guðgeir Jónsson, forseti, Björn Björnsson, ritari.“ Formaður Verklýðsfélags Ak ureyrar svaraði skeyti þessu tafarlaust þannig: „Stjórn Alþýðusambands ís- lands, Reykjavík. Oss furðar mjög á hótunar- skeyti yðar um að víkja Verk- lýðsfélagi Akureyrar úr Alþýðu sambandinu, þar sem félagið hefir ekki á nokkurn hátt brot- ið lög sambandsins (Stop) Það telur sig ekki eiga meiri sök á drætti þeim, sem orðið hefir á samningamálum yðar hér en aðrir aðilar þess máls, og mun, leita réttar síns f.yrir dómstól- um landsins, ef til framkvæmda kemur á hótun yðar (Stop) Til- lögur fulltrúa yðar um samein- ingu bárust oss í hendur klukk- an 2l í gær. Ræddar nú í trún- aðarráði félagsins og verða full- trúum yðar send svör fyrir klukkan 24. Fyrir hönd stjórnar Verklýðs félags Akureyrar. Erlingur Friðjónsson formað- ur.“ Um leið og þeir Sameiningar- Jónarnir sendu Verklýðsfélagi Akureyrar sínar „endanlegu sameiningartillögur“, sem voru líka þær fyrstu og éinu tillögur, sem þessir sameiningarpostular létu frá sþr fara í því máli, sem þeir höfðu verið hálfan mánuð að sjóða saman, en Verklýðsfé- lagið átti að svara á einni nóttu, létu þeir fylgja handritað bréf, sem fróðlegt er fyrir lesarann að kynnast, til þess að skilja betur innræti og göfugmennsku þess- ara hjálparkokka sambands- stjórnarinnar, þegar það er skoð að í ljósi staðreyndanna. í bréfi þessu segir meðal annars: t „Við viljum taka það fram, j að við teljum tvímælalaust að ' fyrir verkalýðssamtökin, ekki aðeins hér á Akureyri, held- ur og í heild, er besta lausn- in á málum þessum, að fullt samkomulag geti náðst.“ Er hægt að ganga lengra í sví- | virðilegri hræsni, þegar athugað i er að hin tilvitnuðu orð eru sett fram samhliða því, að þeir senda i frá sér samningaplagg, sem fyrir | fram er tiltekið af þeim, að ekki fáist breytt í einum staf auk þá ' heldur meiru, og heimtað er svar ! á svo stuttum tíma að alger- lega var óframkvæmanlegt fyrir 1 Verklýðsfélagið að svara á lög- legan hátt? • Hverjum bar að sýna þá til- ; hliðrunarsemi í málum þessum, sem „verklýðssamtökunum ekki áðeins hér á Akureyri, held ur í heild“ var fyrir beztu? Var það eingöngu Verklýðsfélag Ak ureyrar, sem hafði skyldur þar, I en sendimenn sambandsstjórn- ’ arinnar, erindrekar allsherjar- samtaka verkalýðsfélaganna í landinu, höfðu þeir engar skyld ur til þess að haga sér á þann | veg sem „verkalýðssamtökun- um í heild er fyrir beztu“? Og sambandsstjórn, hafði hún eng- ar skyldur? Henni er trúað fyr ir því að stjórna hinum félags i legu samtökum launþeganna í : landinu, og sendimenn hennar j segja að „tvímælalaust sé það bezt fyrir verklýðssamtökin, ekki aðeins á Akureyri, heldur í | heild, að fullt samkomulag' | geti náðst“. Bezt er að láta staðreynd- irnar svara þessum spurning- um. Eins og áður er frá skýrt se'tti sambandsstjórn Verklýðs- félagi Akureyrar 5 klst. frest til að svara þeim fyrstu og einu samningatillögum, sem fram voru komnar af hennar hendi, j eftir hálfs mánaðar þvæling sendimanna hennar hér. I Þess eru tvímælalaust engin dæmi, að annar samningsaðili | heimti að fyrstu tillögum, sem j hann leggur fram; sé svarað á í jafn stuttum tíma, og í þessu j falli hlaut sambandsstjórn að j miða svartímann við það að fé- laginu væri kleift að svara á löglegan hátt. Henni hlaut að vera það ljóst að engin leið var ' að kalla saman fund í félaginu á þeim stutta fresti, sem hún setur því til svara, enda sam- kvæmt lögum félagsins fundir ekki löglegir néma boðaðir séu með 2 daga fyrirvara; og engin dómstóll í landinu myndi hafa dæmt félagið til að svara á styttri tíma en lög þess mæltu fyrir um að þyrfti til þess að skila svari, sem afgreitt væri á lögmætum fundi. Alþýðusam- bandsstjórnin fer með dómsvald gagnvart félögum innan Al- þýðusambandsins. í þessu falli Þið, sem eigið eftir að kaupa miða í happdrætti Hall- grímskirkju, ættuð ekki að fresta því deginum leng- ur. Fyrr en varir getur svo farið, að þið grípið í tómt. hefir hún brotið skýlausar dóms venjur, bersýnilega í þeim til- gangi að byggja fyrir það að „samkomulag gæti náðst" sem erindrekar hennar töldu „tvímælalaust það bezta fyr- ir verkalýðssamtökin, ekki aðeins á Akureyri, heldur í heild“. Af þessu framferði sambands stjórnjar er því fullvíst, að hún hefir aldrei ætlað sér annað í því, sem hún hefir kallað sam- einingarmál, en að láta Samein ingar-Jónana þvælast hér á Ak- ureyri, til málamynda og lát- ast vera að undirbúa samein- ingu og búa svo til einhverja ó- merkilega átyllu til þess að víkja Verklýðsfélagi Akureyrar úr sambandinu, til þess áð geta stofnað félag hér, sem komm- únistar væru einráðir í. Og eng inn þarf að ímynda sér að Verk lýðsfélag Akureyrar verði eina félagið, sem meiri hluti sam- bandsstjórnar hagar sér þannig gagnvart, ef kommúnistar þar og utan sambandsstjórnar sjá sér leika á borði með þess hátt- ar vinnubrögðum. Ef sendi- menn sambandsstjórnar hefðu haft einhvern snefil af siðaðra manna háttsemi í samningum sínum við Verklýðsfélagið, hefði mál þetta verið útkljáð á tveim til þrem dögum, en jafnvel þó dónaháttur þeirra væri á svo háu stigi gagnvart félaginu, að af því væri tekinn algerlega rétt urinn til þess að ákveða um, hvaða menn yrðu teknir inn í félagið, og fenginn 4 manna nefnd í hendur, þá var Verk- lýðsfélagið búið að gangast inn á það til þess að málin strönd- uðu ekki á því atriði. Lögum félagsins var búið að gerbreyta, líka með það eitt fyrir augum að þóknast durgslegum kröfum þessara Sameiningar-Jóna. Það eina, sem trúnaðarráð Verklýðs félagsins neitaði afdráttarlaust að ganga inn á af þeim siðlausu kröfum, sem sambandsstjórn leyfði sér að gera til félagsins, var að taka inn Verkamannafé- lag Akureyrar án þess að eignir félagsins fylgdu með; og síð- asta tillaga trúnaðarráðsins í því atriði var sú, að verkamenn irnir úr Verkamannafélagi Akur eyrar yrðu teknir inn í Verk- lýðsfélagið þá þegar, en þeir öðluðust ekki félagsréttindi fyrr en sambandsstjórn hefði skilað Verklýðsfélaginu afsali fyrir eignum Verkamannafélagsins; en það lá vitanlega algerlega á valdí sambandsstjórnar, hvort nokkur dráttur varð á því að af sal yrði afhent fyrir eignunum, eða ekki, eða að þessir menn yrðu strax löglegir félagar í Verklýðsfélaginu eða dráttur yrði á því. En þessari sjálfsögðu kröfu trúnaðarráðsins var al- gerlega neitað af sambands- stjórn og getur lesandinn þá gizkað á, hversu annt henni muni hafa verið um að ná því „samkomulagi,“ sem sendimenn hennar töldu „tvímælalaust það bezt fyr- ir verklýðssamtökin, ekki aðeins á Akureyri, heldur í heild . . . .“ Það var meira að segja búið að ganga inn á það, að kosinn yrði 1 maður úr hópi þeirra 13 verkamanna, sem eftir voru í Verkamannafélaginu, í stjóm húseignarinnar, sem það og Einingin höfðu farið með sem sína eign síðustu árin, en full- trúaráðið keypti upphaflega handa öllum verklýðsfélögun- um hér sem í Alþýðusamband- inu voru, og 2 menn yrðu kosn- ir af Einingunni, svo yfirráð þéssarar eignar áttu eftir sem áður að vera í höndum komm- únistanna, sem meðal annars höfðu farið svo hraksmánarlega með þennán samkomustað verklýðsfélaganna, að leigja hann útlenda setuliðinu 2 síð- ustu árin, og nítt eign þessa nið- ur í hinu argasta hirðuleysi. Niðurlag. á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.