Alþýðublaðið - 22.10.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1943, Blaðsíða 6
101 hennar. Frár er hann varla á fæti, en hann vekur eftirtekt, og það er aðalatrðið í Hollywood. Það er krókódíll, sem ein leikkonan þar hefir valið sér fyrir reiðhest. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. Stundir. En kyndugt er að heyra „neyðarleg spangól í nútímans glaumi.“ Aðrir velja sér þá iðju. „Helgafell er gott rit og hugmynd- in um samskot til erlendra barna prýðileg — en maður minn líttu þér nser, liggur í götunni steinn. Erlent fjúk er að vísu mikið skáldlegra en íslenzki næðingur- inn. Komi maður í yfirfullar íbúð- ir Reykjavíkurbæjar og sjái lífið þar og líðanina og þekki íslenzka kuldann, dettur inanni ósjálfrátt í hug að „fátt dansar eins fjörlegt um jörð, og fjúkið helkalt og dauð- inn.” ÞEIR, SEM STADDIR VORU á meginlandinu, þegar íslendingar buðust til að taka finnsk börn minn ast þess að tiiboðinu var tekið með góðlátlegu brosi og spurningunni: Eru þeir aflögufærir? Ríkið gæti boðið styrk, vafasamt hvort hann yrði þeginn. Gæti ekki skeð að öðrum þjóðum væri annara um sína æsku, líkt og íslendingar hafa viljað sýna hér? Þegar Danmörk var hertekin sögðu Danir: „Engin getur tekið frá okkur bros barn- anna, skæru augun þeirra og feg- urð náttúrunnar.“ „ÞEIR, SEM TEKIÐ hafa að sér ungbarnavernd og kvenvernd síð- ustu árin ættu að vakna af værum blundi. Skriffaraldur gengur yfir landið. Síðustu heilbrigðisskýrslur helga konum 10 síður, þjóðinni til lítils sóma. Embættisbréf, skrifuð í Kiljansstíl, eru máske „heillandi“, eins og frú Eimreið kemst að orði, en aðeins, sem skáldverk. Nútím- inn launar slík skáldverk af ríkis- fé, sumum finnst það illa farið með fé. Embættisbréfin fara sérkenni- legum orðum um konurnar og er- lenda menn ,,á óstýrilátasta kyn- þroska aldri.“ Bacehus, Amor og Eros hafa að visu stjórnað frón- búanum en hann ekki þeim. Hvernig eiga svo slíkir menn að stjóma þjóðarheimilinu?“ „HEILBRIGÐISSKÝRSLURN- AR geta ekkert um hinar veiga- meiri orsakir: ábyrgðarleysi og siðleysi íslenzkra manna, fyrir- myndanna, framkvæmdarvaldsins. Væri ekki eðlilegra að þeir sættu ábyrgðinni, og væru teknir úr umferð? Væru mannkostir þeir, er nokkurt gildi hafa, metnir hér að verðleikum, þá sýndi það sig, að konur eru körlum fremri að öllu nema aflinu, hnefaréttinum, hin- um frumstæða hæfileika. Hefðú þær ráðið þjóðarheimilinu myndu herbúðir hvergi finnast innan bæj- ar, landsbúar sjálfir sætu fyrir nauðsynlegustu landsafurðum mjólk og eggjum, ávextir væru ekki seldir eftir lyfseðli.” „FYRIRMYNDARMENNING- ARÞJÓÐIR selja vafasamar bækur almenningi eftir ávísun læknis. ís- lendingum ‘ferst öðruvísi. Þetta væru þó landvarnir, veigameiri en sleggjudómarnir um siðleysi kvenna, svo maður aðeins nefni dæmi. En þjóðin sjálf var fyrr svelt til fjár, og konur fengu kinn- hest fyrir að afla fæðu handa starfsfólkinu, en slíkt varð dýr- keypt. Valdhafarnir ættu að minn- ast þess að ábyrgðarleysið og fram taksleysið mun hefna sín fyrr eða síðar, ekki síður en kinnhestarnir forðum.“ ALMENNIN GUR krefst þess að hafa fyrirmyndarmenn og kon- ur til leiðbeiningar í ábyrgðarstöð um þjóðfélagsins, en ekki uppgjafa afbrotamenn og sálsýkinga. Heil- brigðismálin bíða úrlausnar, aðrar þjóðir eru löngu hættar að hafa þau að féþúfu fjáraflamannanna. Menn skrifa, en minna er um framkvæmdir. Munu menningar- þjóðirnar vilja senda börn sín til lands, sem er þekkt fyrir neftó- baksnautnir og annan óþrifnað, forngripasafn sjúkdóma, sem hverri siðaðri þjóð þætti skömm að? Það þarf meira en myndir af fyrirmyndunum í blöðunum, af veizluhiöldum og nefndarfundum, þá gleymist að mynda embættis- manninn dauðadrukkinn, eða viti sínu fjær borinn heim til sin eða hreingerningarkonurnar, önnum kafnar við að þvo og hirða spýj- urnar og spjarirnar, sem fyrir- myndirnar hafa kastað af sér hér og þar.“ „AUGLÝSINGAR í dagblöðum bæjarins gefa til kynna að rjúpna- veiðar séu leyfðar. Verður ekki sett hámarksverð á þessa -vöru, sem öllum landsmönnum þykir svo Ijúffeng fyrir utan hvað hún er holl.“ „ÞÚ ÆTTIR að benda verðlags- eftirlitinu á verðlagið á tölum. Fg keypti um daginn smá tölur á peysu, sem ég hefi prjónað á litla dóttir mina. Hvað heldur þú að stykkið hafði kostað? 0,75 aura! Jakkatölur og frakkatölur, sem kostuðu fyrir stríð 0,10—0,25 kr. kosta nú 1,50—2,00 kr.“ „ÉG LÉT 8 HNAPPA á þessa peysu og þeir kostuðu næstum eins mikið og gamið í peysuna. Ég vil taka það fram, að þetta voru alveg venjulegar tölur (vestistöl- ur) gráar, frekar ljótar. í þcssai'i verzlun held ég að sé margt, sem mætti athuga hvað verðlag snertir og ekkert gerði til þó afgreiðslu- dömurnar fengju að afgreíða ann- arsstaðar í viku til V2 mánuð til að læra aðeins eitthvað í almennri kurteysi og lipurð, því lipurðin er ekki höfðu á hávegum þar frek- ar en á mörgum öðrum stöðum.“ „HVERSVEGNA eru ekki haldnir almennir fyrirlestrar í Út- varpið til að kenna fólki aö hegða sér. Nemendur t. d. í skóla Ágúst- ar H. Bjamasonar held ég læri mest að slíku, því hann talar oft mikið um það við nemendur rg þeir bera mikla virðingu fyrir þeim siðfágaða manni, sem von er. ALÞYÐU*LAÐIÐ það, að Sig. Ólafsson taldi sig ekki geta setið áfram í stjórn- inni, ef þetta yrði framkvæmt. E. Þ. vissi, að með burtför S. Ó. úr stjórn fulltrúaráðsins er ein- ingunni í ráðinu og verkalýðs- hreyfingunni í Reykjavík og víðar stefnt í vísan voða, en slíkt setur E. Þ. ekki fyrir sig, en æpir aðeins enn þá hærra í dálkum ,,Þjóðviljans“: „Eining una í verkalýðshreyfingunni ver'ður að efla.“ Rétt er að geta þess, að Þ. P. á ekki að hafa með höndum innheimtu félagsgjalda og önn- ur dagleg störf fyrir félög þau, sem skrifstofan á að starfa fyr- ir, heldur á hann eingöngu að reka áróðursstarfsemi; hvaða áróður það veður eru víst fáir í miklum vafa um. Þá er ótalið það afrek E. Þ„ þegar hann lét fultrúaráð verka lýðsfélaganna gangast fyrir hinni margumtöluðu Rússasöfn un s. 1. vetur, en lét drepa til- lögu um söfnun til Banda- manna allra. Rússasöfnunin var flokkspóli- tískt mál Kommúnistaflokksins, sett til þess fram jöfnum hönd- um að ýta undir Rússadekrið, sem er þeirra eina lífakkeri og til þess að vekja deilur, sem drægju athygli kjósenda þeirra frá svikum kommúnista við vinstri samvinnuna og öll svik- in á kosningaloforðunum. Rússasöfnunin var hið mesta sundrungarmál um leið og hún var stórfelld fölsun á afstöðu íslendinga til styrjaldaraðil- anna. Hefði verið safnað til Bandamanna allra, er vafa- laust, að safnazt hefði stórfé, sem sýnt hefði vinarhug okkar íslendinga til þeirra þjóðá, sem heyja nú frelsisbarátuna fyrir allt mannkynið. En með því að safna fyrir Rússland eitt og með þeirri þátttöku, sem vitað var að myndi verða í slíkri söfnun, vorum við íslendingar settir í þá hættu, að misskilið yrði hug arfar okkar í garð styrjaldar- aðilanna. Inn á stjórnarfund i Alþýðu sambandinu skreiö svo E. Þ. skjálfandí á beinunum með Rússasöfnunina og bað um upp- áskrift sambandsins, eftir að nokkrir fínir borgarar eins og biskupinn yfir öllu Islandi, Magnús bankastjóri o. fl. voru búnir að sýna verkamannaást sína og þjónkun við utanríkis- máladeild Rússa með því að skrifa upp á meðmælaskjal með söfnuninni Hér áður hefði það þótt fyrir- sögn, ef sagt hefði verið, að kommúnistar leituðu sér fyrst skjóls og liðsinnis undir kjól- faldi biskupa og bankastjóra og fengju þar góðar viðtökur og fararbeina. í sambandsstjórninni fékk Rússasöfnunin kaldar viðtökur, en einu áorkaði E. Þ. með því að koma með hana inn á stjórn- arfund. Með því leiddi hann asna óeiningarinnar inn í sam- bandsstjórn og eyðilagði hið nýbyrjaða samstarf hennar, svo að þaðan í frá hefir aldrei feng- izt fullkomið samstarf í sam- bandsstjórninni. Án efa hefir þetta líka verið ætlun E. Þ., einn þátturinn enn í einingar- starfi hans. * Á síðasta þingi Alþýðusam- bandsins þótti sýnt, að ekki næðist samkomulag um að láta hina margreyndu forustumenn verkalýðssamtakanna fara á- fram með stjórn sambandsins og var þá horfið að því ráði að kjósa stjórn, sem skipuð var lítt þekktum mönnum í verka- lýðshreyfingunni og skildi gæta þess, að þeir menn, sem kosnir voru. væru ekki úr þeim hópi manna. sem gengið höfðu fram fyrir skjöldu í hinum pólitízku deilum í hreyfingunni á undan- förnum árum. Föstudagur 22. október 1943». Steinn Steinarr: Sjálfstæðismálið. (Ræða á Þingvöllum, flutt yfir Jóni á Brúsastöðum einuna.) MÉR er illa við Dani og álla þá kúgun og smán, , sem oss er daglega boðin af þeirra hálfu. Þetta er misindisþjóð, sem ástundar ofbeldi og rán og ætlar sér jafnvel að tortíma landinu sjálfu. *T <. | .,.1 Þeir tóku af oss forðum með tölu hvert einasta skinn og töluðu um handrit, sem vörðuðu menningu alla. Það er von að oss gremjist sú meðferð og svíði um sinn, því síðan er íslenzka þjóðin skólaus að kalla. Og loks varð hin íslenzka þjóð sem eitt þrautsligað hross, vér þekkjum víst allir þá styrjöld, sem Danskurinn háði; hann þröngvaði kartöfluræktinni upp á oss svo allt kom það fram, sem Jón heitinn Krukkur spáði. Vér hugðum að vísu, sem hugprúðum mönnum ber, að hrista af oss varginn og stympast eitthvað á móti. En til hvers er það, eins og landslagi háttar hér; það er hætt við, vér dettum og meiðum oss á þessu grjóti. En nú, mínir herrar og frúr, er til batnaðar breytt, og brátt munu aðrir og voldugri menn skakka leikinn. (Ég leyfi mér hér með, að segja frá sjálfum mér eitt: Sósíalistaflokkurinn má vera hreykinn). Það er gaman á þessum gullaldar sögustað, að geta tjáð yður sannar fregnir af slíku. Sjá, oss hefir loksins lánazt að semja um það, að land vort og þjóð skuli tilheyra Ameríku. -J Það verður að viðurkennast, að með litlum undantekningum hafi þetta tekizt vel í vali aðal- fulltrúanna. En í þessu sem öðru voru undirmál hjá komm- únistunum, sem komu fram síðar. E. Þ. var af þeim til- nefndur 2. varamaður í stjórn- ina, og var það af Alþýðuflokks: mönnum talið skaðlítið, þar sem ætla mætti, að hann mætti sjaldan eða aldrei, nema ef dauðsföll eða aðrir-stórviðburð- ir bæru að. En kommúnistar vissu betur. Þeir voru fyrirfram búnir að tryggja Jóni Rafnssyni erind- rekastarfið og þar með, að hann gæti sjaldan mætt á stjórnar- fundum. Með því að láta ýmsa af öðrum aðalfulltrúum sínm ekki mæta, hafa þeir tryggt E. Þ. sæti að staðaldri á stjórnar- fundum. Hefði það verið upplýst, þeg- ar verið var að steja stjórnina á laggirnar, að E. Þ. ætti að vera í henni, býst ég við, <að örðugt hefði reynst að fá 4 Al- þýðuflokksmenn í hana, svo þekktur er E. Þ. sem spellvirki í verkalýðshreyfingunni. Þetta vissu kommúnistar líka. Þess- vegna notuðu þeir þá aðferð, sem lýst hefir verið hér að framan, til þess að koma E. Þ. í stjórn Alþýðusambandsins þvert ofan í vilja yfirgnæfandi meirihluta alls verkalýðs í landinu. Hverjar afleiðingar þessi undirmál kommúnista kunna að hafa fyrir verkalýðshreyf- inguna er ekki ennþá komið á daginn. En þá nýtur betri manna við en E. Þ., ef að ekki hljótast af stór óhöpp. Mælt er, að E. Þ. hyggi á meiri frama í náinni framtíð. Við næstu kosningar í Dags- brún mun hann ætla að láta kjósa sig formann í félaginu, eftir að búið verður að ýta Sig- urði Guðnasyni til hliðar eins og slitinni flík. Kommúnistar eru sagðir þeirrar skoðunar, að S. G. sé nú þegar útnýttur og beri því að láta hann fara í sömu gröfina og þeir bjuggu fyrverandi húsbónda hans, Héðni Valdimarssyni, gröf gleymsku og þagnar, þar sem ríkir eilífur friður fyrirlitn- ingar og meðaumkunar allra fyrverandi flokksmanna og starfsbræðra þeirra, sem séð hafa í gegnum það moldviðri svika og undirferlis, sem ís- lenzkir kommúnistar hafa þyrlað upp í íslenzkum þjóð- málum og verkalýðsmálum á undanförnum árum. HVAÐ segja hin blöðin? Frh. af 4. síðu.. innar og svo líka erindrekar fjandl’ mannanna, iþegar hagsmunimum yfirstéttarinnar var öruggastt borg ið með því að opna landið fyrir fjandmannahernum. Það voru auð- hringar Frakklands, sem sviku landið í hendur nazista. Það voru auðhringar Breta, sem studdu Hitler. Það voru auðhringar Amer- íku, sem birgðu Jpani að stáli, járni og olíu, svo þei rgætu ráð- izt á Kína og Engilsaxa. Það var Standard Oil of New Jersey, eitt /voldugasta auðfélag heims, sem gerði hinn alræmda samning við þýzka auðfélagið I. G. F. og leyndi samkvæmt honum herstjórn Bandaríkjanna aðferðinni við að framleiða gervigúmmí.“ Þetta segir Þjóðviljinn og er sízt ástæða til að. bera nokkurt blak af makki brezkra og ame- ríska auðhringa við þýzk og japönsk auðfélög fyrir stríðið. En hver var það, sem gerði „hinn alræmda samning“ við' Hitler og Co. í Moskva haustið 1939? Og að hverju leyti var hann betri en samningar auð- hringanna? Vill ekki Þjóðvilj- inn svara því? Kaupuin tnskar hæsta verði. Baldnrsgðtn 30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.