Alþýðublaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYPUBLAÐið Sunnudagur 27. ágúst 1944: Alþýðusambandið beðið um hjálp og aðsloð til að leysa Iðjudeiluna Kommúnistar samþykkja varnargrein frá° Birni Bjarnasyni gegn gagnrýni þeirri sem hann hefir orði$ fyrir íðnaðarverkafólk getur ekki sætt sig við Iak ari kjör en Dagsbrún og Framsókn D JÖRN BJAR.NASON formaður Iðju kom á fund stjórnar Alþýðusambandsins í fyrrakvöld og bað um hjálp þess og aðstoð til að leysa deiluna, sem hann hefur af svo miklum klaufaskap leití félag sitt út í. Jafnfijamit liað hann um stuðning slambandsins gegn þeirri gagnrýni, sem hann hefur orðið fyrir undanfarandi. Þetta er í fyrsta skipti, sem Cftgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: og 4902. Símar afgr-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. 'Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eftir snmarlejrfiD. ALLIJR þorri manna mun nú hafa tekið sumarleyfi. Og að þessu sinni eru þeir fleiri en nokkru sinni fyrr, sem áttt ihafa kost á því að dveljast utan bæjarins í nokkurra daga leyfi sér til hvíldar og bressingar. Verkamenn hafa nú orðið þess- ára fríðinda aðnjótandi í skjóli oriofslaganna. Engum dylst það lengur, hví- lík nauðsyn er á því, að fólk, sem elur aldur sinni í bæjum, eigi kost útivistar i hreinu og heilnæmu lofti. Og hvað ríkust er þessi nauðsyn, þegar Reyk- vikingar eiga í hlut. Andrúms- loftið hér í bænum er slíkt, að nærri stappar að sólskinsdag- amir séu plága fyrir það fólk, seim neyðist til að hírast í bæn- um. Þá stendur rykmökkurinn eftir öllum götum, fyllir vit veg farenda og þrengir sér inn í hús in. Auk þess er jafnan svo, að rnikill fjöldi þess fólks, sem í bæjum býr, er kyrrsetufólk, sem vinnur innivinnu og hefir ekkert af líkamsáreynslu að segja. . . * . 1 Þessi staðreynd er nú alvið- urkennd, enda keppast menn um að komast út úr bænum, ekki aðeins í sumarleyfi, held- ur einnig um helgar og á frí- dögum. íslenzka sumarið er stutt og veðursældin misbresta söm, en skammdegið langt og lamandi .Útivist í sólskini sum arsins er nauðsynlegur viðbún- aður undir myrkur og drunga skammdegisins. Sumarið, sem nú fer senn að kveðja, heíir ver ið sólríkt og veðursælt. Reyk- víkingar hafa notað. sér það eft- ir föngum. Flestir þeirra hafa nú átt þess kost að njóta sólar og útivistar að einhverju leyti, þótt mjög sé þeim gæðum mis- jafnt skipt eins og öðrum. Hin hversdagslega önn er hafin á nýjan leik og í hönd fer langur og dimmur vetur. En það er líka hægt að sækja þrótt í útívist og halda áreynslu að vetrinum, enda fer vaxandi, að það sé gert. Skíða- og skautaíþrótt ættu sem flestir að iðka. ❖ í sambandi við þetta er Vert að minna á það, hve Reykvík ingar eiga þess hörmulega lítinn kost að njóta sólar og útivistar í bænum sjálfum. Hér er mjög tilfinnanlegur skortur á skemmtigörðum og opnum svæðum í bænum, þar sém fólk geti safnazt saman í góðviði’inu.' Þá vantar Reykvikinga einnig sjóbaðstað. Úr þessu þyrfti að bæta hið bráðasta. Þetta er hvorttveggja í sénn áhrifarík heilbrigðisráðstöfun og menn- ingaratriði. Sumarið er svo stutt hjá okkur íslendingum, að við megum ekki láta undir höfuð leggjast að njóta þess svo sem frekast er unnt. Og í því efni verður að búa sem bezt í hag- inn fyrir almenning. Björn ræðir í sambandsstjórn um þetta mál — og er það ekki glæsilegt fyrir Alþýðusamand- ið að eiga nú að kippa því í lag í málefnum Iðju, sem Björn hefir eyðilagt. Sambandsstjórnin — eða meirihluti hennar, 4 af 8, sem á fundi voru, samþykkti beiðni Björns. Var að sjálfsögðu «ekki óeðlilegt þó að sambandsstjórn samþykkti að hjálpa til að leysa Iðjudeiluna á viðunandi hátt fyrir iðnaðarverkafólkið, en hitt er ekki nema broslegt, er stjórn Alþýðusambandsins læt- ur hafa sig til þess, að sam- þykkja blaðagrein, sem Björn mætir með skrifaða og er hans eigin vörn gegn gagnrýni sem hann hefir orðið fyrir út af hinni ðhrjálegu stjórn sinni á deilunni. Að vísu gerði sam- bandsstjórnin þessa samþykkt sína með ha.ngandi hendi. For- seti Alþýðusambandsins, Guð- geir Jónsson, sem ekki má telj- ast öfundsverður af því að eiga að stjórna allsherjarsamtökum verkalýðsins með þessum blá- Ibjánum, sem kommúnistar hafa sett í sambandsstjórniná með honum, sagði í viðtali við Al- þýðublaðið í gær að 4 hefðu greitt atkvæði með grein Björns, 3 greiddu atkvæði á móti, en sjálfur sat forsetinn Ihjá við atkvæðagreisðluna. Björn hefir því fengið stuðning frá kommúnistum einum — og er það ekki óeðlilegt, svo mjög sem þeir bera ábyrgð á hon- um. Það voru þeir Þorstéinn Pétursson, Jón Rafnsson, Her- mann Guðmundsscn og Björn sjálfur, sem gerðu þessa sam- þykkt. Tilgangur Björns með þess- ari liðsbón er ekki óeðlilegur. Hann hefir fundið það undan- farið, hversu mjög gagnrýni sú, sem hann hefir orðið fyrir hef- :r átt miivirn hljómgrunn hjá verkafólkinu. þ?ss vegna reynir hann níi að skýla sér unöir værig A.lþýðusambandsstjórn- or. Alþýðusambandið, er nú ekki fremur en Dagsbrún öf- undsvert af því að eiga að leiða Iðju deiluna til lykta. Svo mjög hefir Björn Bjarnason unnið ill verk, en þess verður að vænta að því takist að bjarga iðnaðarverkaf ólkinu úr s j álf- heldunni, sem Björn Ihefir sett það í. Hann hefir nú komið af sér ábyrgðinni á lausn deil unnar og það væri svo sem eftir honum að koma eftir á og kenna Alþýðusambandin. ef eitthvað verður hægt að f ma að þeirri lausn, sem fæst. Alþýðublaðið hefir gert stjórn Björns Bjarnasonar á málefnum Iðju svo að umtals- efni, vegna þess að hann og starfsaðferðir hans eru táknræn fyrir þá menn, sem eru hættu- legastir verkalýðshreyfingunni. Þeir flana óundirbúnir út í deilu, hefja bumbuslátt og óp án nokkurrar fyrirhyggju, kasta hundruðum heimila út í stórdeilu og vekföll og hafa svo ■enga stjórn á úás viðburðann^. Þetta hefir oft komið nauðsyn- legum stéttarsamtökum á kald an klaka — og reynst heimilum alþýðunnar dýr keypt. Að þessu sinni er eina von iðnaðverkafólksins aö Alþýðu- samhandinu takist með hjálp Dagsbrúnar að ná viðunandi lausn I deilu þeirri sem BJörn hefir sett þáð í af svo lítilli fyrirhyggju — og með svo mikl um bægslagangi. — En það má ekki gleymast, að iðnaðarverka fólkið getur aldrei, við lausn deílunnar, sætt sig við lakari kjör en stéttasystkini þess í Dagsbrún og verkakvennafélag inu hafa í iðnaðinum. Skólastjéraskiptt við Gaghfræðaskóla Reykjavíkur A GÚST H. BJARNASON prófessor, sem verið hefir skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur frá stofnun hans hefir sagt starfinu lausu frá 1. okt. n. k., og hefir Knútur Arn grímsson kennari verið ráðinn skólastjóri skólans um eins árs skeið frá 1. okt. n. k. að telja. Fréttatilkynning fra Ut- anríkisráðuneytninu. HINN 17. júní bárust sendi- ráði íslands í Kaupmanna höfn kveðjur frá nokkrum mönn um og blómagjafir í tilegni af stofnun lýðveldis íslands. Nafn spjöld með áletruðum hamingju óskum sendu t. d. forstjóri ut- anríkisráðuneytisins, deildar- stjóri forsætisráðuneytisins og sendiherra Finna í Kaupmanna- höfn, en hann er aldursforseti fulltrúa erlendra ríkja Joar. Dagskrá hátíðahaldaná á Þing velli 17. júní var Íslendingum kunn af símskeyti Ríkisútvarps ins til sendiráðs íslands í Stokk ‘ hólmi. Samkvæmt beiðni sendi ráðsins í Kaupmannahöfn til- kynnti íslendingafélagið bréf- lega um 700 manns, að útvarpa ætti hátíðahöldunum á Þing- velli. Eigi var hægt að tilkynna í danska útvarpinu, að útvarp ætti að fara fram heima, og því Skogrækfarfélag Is- lands skipuieggur skógrækiarslöðina í Fossvogi SKÓGRÆKTARFÉLAG ís- lands gerir um þessar mundir gangskör að því, að auka til muna meðlimatölu sína, og hefir stjórn félagsins í þessum mánuði sent fjölda mörgum Reykvíkingum bréf með tilmælum um að þeir styrki félagið og málefni þess með því að gerast meðlimir. Mun þessu verða haldið áfram einn ig í næsta mánuði, en ekki mun þó að sinni verða náð til nærri allra með þessu móti, sem æski legt væri að ná til, og óskar stjórnin að 'ben.da mönnum á, að til þess að gerast meðlimir í Skógræktarféíagi Islands þarf ekki annanð er. að senda nafn og heimilisfang á bréfsspjaldi, ásamt tilkynningu um að hlut- aðeigandi óski að gerast með- limur i Skógræktarfélagi ís- lands. Utanáskriftin er Skóg- ræktarfélag íslands, Laugaveg 3, Reykjavík. Skóræktarfélagið hyggst að skipuleggja skógræktarstöð sína í Fossvogi á næstunni, og hefjast handa um ýmsar nýjar framkvæmdir í stöðinni jafn- skjótt og ástæður leyfa, svo sem framræslu, plöntun skjól- belta, lagningu vega og stíga um stöðina, en þó fyrst og fremst stórum aukið plöntuupp eldi. Eru nú í sáðreitum tugþús undir birkiplantna, og liggur fyrir þegar á næsta vori, að planta töluverðu af þeim i plöntubeð. Allar þessar fyrirhuguðu framkvæmdir mun kosta tölu- verð fjárframlög á næstu árum, en takist Skóræktarfélaginu að auka til muna meðlimatöíu sína, mun því um leið vaxa svo fisk ur um hrygg fjárhagslega, að það verði fært um að standa straum af þessum framkvæmd um. síður gat orðið um endurvarp þar að ræða, enda eigi um það beðið. í stóra samkomusalnum í Sturenterforeningen, þíu- sem íslendingar ætluðu að halda dag inn hátíðlegan, var komiö upp útvarpstæki af beztu gerð, og var öllum gefinn kostur á að hlýða á útvarpið um eftirmiðdag inn, en ekkert heyrðist, og fór 'Svo víðast .bvar ann^rs staóar á venjuleg tæki. Engu að síður bárust fréttir af því, sem gerst hafði heima nógu snemma til þess að hægt væri að segja frá því um kvöldið. íslendingafélagið og Félag ( íslenzkra stúdenta stóðu að há- tíðahöldunum, og var þátttaka mikil, um 250, enda þótt sumir sætu heima. Formaður íslendingafélags- ins, Martin Bartels bankafull- trúi, setti hátíðina. Aðalræðuna, Minni íslands, flutti’Jón Helgá son prófessor. Að ræðunni lok inni var lesinn texti að heilla- Bœrinn í dar t Næturlæknir er í nótt. og aðra nótt í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í nótt og aðra nótt í Lyfjabúðinni Iðunn. Helgidagslæknir er Alfreð Gísla son, Víðimel 61, sími 3894. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 11.00 Morguntónleikar (plötur): Lagaflokkurinn „Reikistjörnurn- ar“ eftir Holst. 12.10—13.00 Há- degisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkf unni (séra Árni Sigurðsson). 15.00 Miðdegistónleikar (plötur): a> Tataralög. b) 15.25 Syrpa af ensk um þjóðlögum. c) Lög og dansar eftir Foster. d) Endurtekin lög. 19.25 Hljómplötur: a) Chaconne eftir Vitali. a) Fiðlusónada eftir Veracini. 20.00 Fréttir. 20.20 Ein leikur á píanó (Fritz Weisshapp- el): Preludium og intermezzo eftir MacDowell. 20.35 Erindi: Víðhorf íslendinga til koungdóms (Skúli Þórðarson magister). 21.00 Hljóm- plötur: Norðurlandasöngvarar. 21.15 Upplestur: Smásaga (Anna Guðmundsdóttir leikkona). 21.35 Hljómplötur: Fiðlusónata cfíir Brahms í A-dúr, Op. 100, nr. 2. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturakstur annast Hreyfiii, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Mið- degisútvarp. 19.25 Hljómplöturr Dansar frá Kuba. 20.00 Fréttir. 20.30 Þýtt og endursagt: „Sleða- ferðin mikla“ eftir Georg ensem (Einar Guðmundsson kennari. 20.50 Illjómplötur: Lög leikin á trompet. 21.00 Um daginn og veg: inn (Gunnar Benediktsson rithöf- undur). 21.20 Útvarpshljómsveit- in: Lög eftir íslenzka höfunda. -— Einsöngur (Kristján Kristjáns- son): a) „Og jeg vil ha mig en hjertenskær“ eftir Grieg. b) „A little love, a little kiss“ ftir Lao Silesu. c) „Betlikerlingin“ eftir Kaldalóns. d) „Söngur völunnar‘R' eftir Pál ísólfsson. e) Melodia eftir Gastaldon. 21.50 Fréttir. Dagskrár lok. FerSir að Kolviðarhól verða í dag frá Bifreiðarstöð Heklu, kl. 9 árd. og kl. 1 e. h. óskaskeytum til forseta og for- sætisráðherra. Heillaóskaskeyti konungs til ríkisstjórnarinnar- var eigi birt í blöðum í Kaup- mannahöfn fyrr en 18. júní, en Jón Krabbe sendiíultrúi var lát inn vita um skeytið 16. júní og hafði fengið leyfi til að lesa það upp á samkomunni 17. júní. Fögnuðu menn símskeyti kon-* ungs. Bar Jón Krabbe fram til- lögu um, að samkoman sendi konungi Dana kveðju símleiðis og- var það gert. Síðan sagði Gunnlaugur Pétursson ritari í utnaríkisráðuneytinu frá því er frétzt hafði um hátíðahöldin á Þingvelli, einnig úrdrætti úr ræðunum, og hlustuðu menn á fréttirnir með mikilli athygli. Þá söng söngkórinn íslenzki und ir stjórn Axels Arnfjörðs, og lék Axel auk þess íslenzk og út- lend tónverk á hljóðfæri. Allir, sem tóku þátt í skemmt uninni, settust síðan að sameig inlegu borðhaldi, og voru ís- lenzkir söngvar sungnir yfir borðum og ræður fluttar. Jakob Benediktsson bókavörður flutti minni Danmerkur, Krisján Al- 'bertsson lektor minni Norður- landa og Tryggvi Sveinbjörns- son minni Sveins Björnssonar forseta. Samkoman var hátíðleg og fór mjög vel fram. LýMdisföpulur Isfendinga í Danmörku 17. júní

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.