Alþýðublaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 4
 ALt>YÐUBLAÐIÐ Crtgeluadi: AlþýSaílokknrinn Ritstjóri: Stefán Pétnrs.M>n. Ritstjórn og afgreiösla i A1 .ýöuhúsinu viö Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4nZ 1 og 490Í Sfmar afer^iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuorentsmiðjan h.f. Sljórnarsamvinnan og skrif Þjóðviljans ÞEIRRI SPURNINGU var beint til Brynjólfs Bjama sonar kennslumálaráðherra hér í blaðinu í vikunni, sem leið, hvort það væri hann, sem skrif aði eða léti skrifa hinar stöð- ugu dylgjur Þjóðviljans í sam bandi við deilurnar á þingi A1 þýðusambandsins, þess efnis, að Alþýðuflokkurinn, eða fjöld inn ailur af forystumönnum hans, sitji á svikráðum við hina nýju ríkisstjóm, sem Alþýðu- flokkuirinn á þó tvo ráðherra í. Á það var samtímis bent, að Alþýðublaðið hefði — þveort á móti Þjóðviljanum — aldrei blandað stjóarnarsamvinnunni inn í deilurnar um Alþýðusam bandsþingið og Alþýðuflokkur inn á hinu nýafstaðna flokks- þingi sinu heitið fullum stuðn- ingi við framkvæmd á stefnu- skrá rikisstjórnarinnar, þannig að dylgjur Þjóðviljans í garð hans væm ekki aðeins staðlaus ir stafir, heldur og með öllu ósæmilegar. • Spumingu Alþýðublaðsins hefir nú verið svarað í Þjóð- viljanum. Það er ekki Brynjólf ur Bjamason kennslumálaráð- herra, sem skrifað hefir eða lát ið skrifa róggreinamar um Al- þýðuflokkinn og afstöðu hans til ríkisstjórnarinnar, segir Einar Olgeirsson í ritstjómar- grein í Þjóðviljanum á sunnu- daginn, undirtritaðri af honum, heldur hann sjálfur, svo og hinir ritstjórarnir, ,,því að það eru þeir, sem skrifa blaðið“. Engar brigður skulu bornar á það, að Einar Olgeirsson segi þetta satt; því að sjálfum er honum veí trúandi til þess, að hafa skrifað hinar rætnu grein ar um samstarfsflokkinn; og það tilheyrir vinnubrögðum þessarra manna, að einn standi með rýtinginn í erminni meðan annar fer með blíðmæli og fagurgala. En þegar Einar Ol- geirsson fer í grein sinni að reyna að hreinsa Brynjólf Bjarnason af öllum grun með þeim ummælum, að hann hafi „manna mest unnið að því, að reyna ná sáttum á síðasta Al- þýðusambandsþingi“, þá fer varla hjá því, að ýmsum verði á að brosa. Já, sá var nú sættir manna, eða hitt þó heldur, á síðasta Alþýðusambandsþingi! Eða held ur Einar Olgeirsson ekki, að leynibréf Brynjólfs, sem lesið var upp af Jóni Rafnssvni, til neyddum, á þinginu, eftir að Ijóstrað hafði verið upp tilveru þess, hafi verið líklegt til að sætta þá flokka, sem þar átt- ust við? Og hvort finnst hon- um ekki vera samstarfslega skrifað í því bréfi í garð Al- þýðuflokksins? Það er ekki nóg, Einar Ol- geirsson, að gala hátt um sam- starfsvilja á strætum og gatna Þrátt fyrir Alþýðusambandsþingið - Yerkalýðurinn má ekki tapa trúnni á samtök sín Viðtal við Ólaf Jónsson, fulltrúa Verkalýðs- og sjómannafélags Súðavíkur OLAFUR JÓNSSON, sjómað ur, varaformaður Verka- Iýðs- og sjómannafélags Súða- víkur var fulltrúi þess á síð- asta Alþýðusambandsþingi. Alþýðublaðið átti samtal við hann eirun daigimn og fer það hér á eftir: „Súðavík er lítið sjávarþorp, íbúarnir eru 250 að tölu, eða því sem næst. Aðalatvinnuveg ur okkar er sjómennska og vinna við hraðfrystihúsin, en þau eru tvö. Annað er eign Kaupfélags ísfirðinga, en kaup félagsdeildin hjá okkur samein aðist því fyrir nokkru, en hitt er eign h. f. Frosta. Bæði hraðfrystihúsin hafa nóg að gera. Það hefir hins veg ar hamlað mjög rekstri þeirra, að erfitt hefir verið að koma afUrðunum frá þeim. í sumar leið t. d. mjög langur tími, án þess að hægt væri að losa úr frystihúsunum. Loks í septem- ber og október var hægt að senda fiskinn úr þeim. Nú er mikið af kjöti í frysti- húsimum. Frá Súðavík ganga tveir vélbátar, þeár eru 15—16 smálestir að stærð. H. f. And- vari, sem margir eiga nokkuð í, á 2 ibátamina, h. f. Vísár á einn bát og tveir menn eiga fjórða bátinn. Lítill landbúnaður er í Súðavík, allt of lítill enn sem komið er, en þar eru góð skil- yrði til þess að,koma á búskap fyrir þorpsbúa." — Verkalýðshreyfingin? „í upphafi voru starfandi verkamannadeild og sjómanna deild hjá okkur, en þetta gafst ekki vel — og nú heitir félagið „Verkalýðs- og sjómannafélag Súðavítkur,, Félaigsandi er góður I og lítið sem ekkert ber á þeirri sundrung, sem virðist helríða ýmsum verkalýðsfélögum ann- ars staðar á landinu. Félagsskap urinn gengur vel, þegar á allt er litáð, en stendur vitanlega til bóta, eins og annars staðar. Dag vinmik. hjá okikur er kr. 2. 10 á klst., annars gildir sami kaup ftiaxti hjá ofekux og á ísafirði í niær ö.llliuim greiimi(m.“ — Framtíðarmál ? „Okkur vantar góða bryggju. Höfnin hjá okkur er mjög góð, en bryggjuleysið hamíar. Það hefir all mikið verið rætt um þetta mál og deilur eru uppi hvar bryggjan eigi að koma — það hefir því miður hamlað framkvæmdum. — Annars höf um við mestan áhuga fyrir end urbótum á samgöngum á landi. Samgöngurnar eru mjög slæm l ar. Okkur vantar vegasamband við ísafjörð. Fyrir nokkrum ár um var byrjað á vegagerð, en svo var henni hætt í miðju kafi og ekkert hefir verið gert síðan. Það er einlæg ósk okkar Súðvík inga að vegagerð inn með firð- inum og til Isafjarðar haldi u- fram sem allra fyrst.“ / — Hvað segir þú um sam- bandsþingið? „Ég varð fyrir miklum von- brigðum af því. Mér kom aldrei til hugar að það yrði eins og raunin varð. Það er ekki vel til þess fallið að sameina hina vinn andi alþýðu með því framferði sem þar var viðhaft af kommún ÓLAFUR JÓNSSON istum. Það er beinlínis grátlegt þegar þannig er unnið að sundr ung alþýðunnar. Það er eins og sundrungardraugurinn sé vak- inn upp og sendur á okkur verkamenn af erfðaféndum al- þýðusamtakanna. Ég teil, þó að eáltthvað beri á milli eigi að vera hægt að jafna það, en þegar hangið er í ein- strengislegum formsatriðum og hatur tál eiinstakxia mamma er lát ið ráða úrslitum — eins og kom fram, þá er eikki von á góðu. — Ofbeldi var og framið á þinginu til dæmis gagnvart verkalýðste laginu á Þórshöfn. Allt ofbeldi er hættulegt og má ekki bedta í ‘alþýðufélögunum. Við verka- menn berjumst gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er. Ég treysti lítt núverandi sam bandsstjórn og sízt formanni hennar, en það ber að bjarga því, sem bjargað verðiur, og tmú okkar verkamanna á alþýðusam | tökin má ekki bila.“ Hallgrímur Helgason: Tónbókmennfir Við aringlóð eftir Svein Víking Guðjohnsen. Gef- ið út til ágóða fyrir fjár- söfnun til danskra flótta- manna í Svíþjóð. LAG þetta sver sig eindreg- ið í ætt við dægurlög tuttugustu aldarinnar með löngu forspili /Og „refrain“ eða viðkvæði. Hefði verið æskilegt, að ásamt fyrirsögn mætti einn- ig sjá, hvert form lagsins og til- efni væri, svo að menn villltust ekki á því að greina sundur „!klassiskt“ sönglag með inni- haldssterkum orðum og ósköp hversdagslega „brúksmúsik“ með nýtízku dansblæ og slag- arakenndum ástarsöng með ó- eðlilegu tónsviði og ofmettaðri tilfinningasemi í margnotuðum | „blue“-stíl, sem nú er farinn j að dofna helzt til mikið, og ! beinist í þess stað út á við til framkvæmdahvatningar. Sem dæmi þessarar Ijóðgreinar skal, umræddur taxti tilfærður hér: Manstu, er við arins glóð við undum kyrrlát og hljóð. mótum. Það verður um leið að grafa rýtinginn og hætta að sbrifa leynibréf með svávirðing : um um samstarfsflokkana út um land allt. Annars verða y irlýsingarnar um einingarvilj ' og samstarfs ekki alvarleg teknar af neinum. Þriðjudagur 5 descmber 1944, Al þyðuf lokkurinn Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. Alþýðuflokksfólk utan af landif sem til bæjarins kemur, er vinsamlega beðið að koma til viótals á flokks- skrifstofuna. Ég hélt í höndina á þér, og hýrt þú brostir við mér. Ég man, hve bros þitt var blítt, og björt þín augu og viðmót hlýtt. Ég færði þór mitt.fyrsta ljóð við fölvaskin af aringlóð. Þessi hárómantísku orð falla mæta vel við suðrænan „tango“ sem lagið vitnar um, kjörin til að vekja stundarstemmingu og heitar tilfinningair sem lifna rétt sem snöggvast. Sönn til- finning fyrir eðlilegri laglínu og einföldum og yfirlætislaus- um orðum er mun dýpri og var anlegri, þótt ékki falli hím máske strax í augu. En inni fyrir býr hún því öflugri. Dans- lög og jazzmúsik eru til okkar komin frá erlendum markaði, og þaðan munu þau halda á- fram að koma. Við höfum ærin. verkefni að vinna í þvi senu miðar að því að byggja upp og endurlífga íslenzkan söng, lát- lausan en kröftugan, fagran en heilbrigðan. Danslög eru al- þjóðleg, svo ti'l eins í öllum löndum hins svonefnda siS- menntaða eða „civiliseraða** heims. Það þarf ekkert per- Frh. aí 6. síöu,. ISlÐASTA BLAÐI TÍMANS er rætt nokkuð um leyni- bréf Brynjólfs Bjamasonar, er hann sendi út í verkalýðsfélög á síðasta sumri. Blaðið birtir allmörg sýnishorn úr bréfi Brynjólfs og bætir síðan við svofelldum orðum: „Þeir kaflar, sem hér hafa verið birtir úr bréfi Brynjólfs, sýna næsta Ijóslega hvernig hið svo- kallaða ,,eininganstarf“ kommún- ista er rekið. Undir þvi yfirskyni að þeir séu að vinna að „einingu", reka þeir hina fyllstu rógs- og sundrungarstarfsemi innan verka- lýðsfélaganna, er hlýtur að skipta þeim eftir flokkum, Þeir stimpla alla andstæðinga sína klofnings- menn og látast vera hinir einu sönnu sameiningarmenn, á sama tíma, sem þeir með starfsemi sinni skipuleggja pólitísk samtök og pólitískar kosningar í verkalýðs- félögunum. Meðan einn stjólrnmálaflokkur rekur þannig pólitískan undirróð ur og skipuleg pólitísk samtök innan verkalýðsfélaganna, geta þau aldrei orðið sá ópólitíski hags munafélagsskapur verkamanna, sem þeir áreiðanlega óska eftir að þau séu og þeim er líka fyrir þeztu að þau verði. Þess vegna er það nú tvímælalauist mikilvæg- asta einingarstarfið innan verka- lýðsfélaganna, að uppræta þessa pólitísku klíkustarfsemi kommún- ista þar. Bréfið er og afhyglisvert vegna þess, að það sýnir vel eina upp- eldisstarfið, sem sá maður hefir lagt stund á, er stjórnarflokkun- um hefir þótt verðugastur til að verða kennslumálaráðherra. Þetta uppeldisstarf hefir verið fólgið í því að vinna að rógi og sundrungu og er ekki að efa, að hann muni njóta vel æfingar sinnar í því í ráðherraembættinu.“ Já, þetta margumrædda bréf Brynjólfs er sannarlega ekki ó- fróðlegur vitnísburður um ein ingarstarf kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Vásir skrifar á laugardagnrm um ofbeldistiltektir kommún- ista á hinu nýafstaðna Alþýðu sambandsþingi, og farast orð m. a. á þessa leið: „Sagan endurtekur sig þessa dag ana, — sagan um það, hvernig at- vinnusamtök fólksins eru tekin £ þjónustu pólitískra atvinnumanna., Samtökin til verndar ^atvinnurétt- indunum eru gerð áð pólitísku vígi hinnar þjóðfélagslegu niður- rifsstefnu. í mörg ár vann Sjálf- stæðisflokkurinn að því, að Al- þýðusambandið yrði óháð valdi pólitískra flokka og starfaði semt óháð fagsamband verkalýðsins, ®r- væri á verði um hagsmuni hans og réttindi í atvinnumálum. Um þetta voru allir sanngjarnir menn sam- mála. Eftir langt þóf var svo Al- þýðusambandið leyst úr tengstum.: við Alþýðuflokkinn, sem þó hafðá' skipulagt það og komið því á lagg- irnar. Nú vonuðu flestir að sam- tök verkalýðsins, Alþýðusamband ið, fengi að þróast og dafna til hagstaóta fyrir þá, sem að sam- tökunum stóðu, sem hlutlaus að- ili, laus við pólitíska sundrung og: flokkadrætti. Innan samtakanna voru menn, er höfðu mismunandi stjórnmálasköðanir, en þeir höfðu allir sameiginlegra hagsmuna að gæta um atvinnu sína og afkomu. Þess vegna var það samtökunum ómetanlegur styrkur, ef hægt var að nema burtu öll pólitísk deilu- mál 0g sameinast í heild um hiu raunverulegu hagsmunamál, at- vinnumálin. Nú hafa samtökin verið gerð að stríðandi pólitískum aðila í þágu eins stjómmálaflokks og þar með verið rofin þau grið, sem þeim höfðu verið sett sem hlutlausu fag sambandi. Sem stendur er ekki hægt að líta á Alþýðusambandið Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.