Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 1
: Veðurhorfur: Úrkomulaust að mestu. Sums staðar léttskýjað. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra k&upenda. Umtalsefnið: Hið hörmulega slys í Hekluhrauni. Forustugrein: Eru þeir loksins að byrja að sjá? XXVII. árg. Þriðjudagur 4. nóv. 1947. 257. tbl. líapp ffir hernámssvæði Rússa á Þýzka- iansfi ffir á hernámssvæði Srefa og kom þaðan fil Englands. ---------«—------- .MIK.OLAJCZYK, foringi pólska bændaflokksins, sem hvarf fyrir hálfum mánuði, er nú kominn fram. Brezk herflugvél kom í gær með hann til Englands frá her- námssvæði Breta á Þýzkalandi; en þangað hafði hon- um tekizt að komast huldu höfði yfir hernámssvæði Rússa. Frá þessu skýrði Mayhew, aðstoðarutanríkismálaráð- berra brezku jaínaðarmannasijórnarimiar, á þingfundi í þjóðanna, á taíi við Trygve Lie, aðalritara bandalagáns. r" Umrnæli ísSesizky fulStrúanna í útvaros- ræSum á synnudaglnn. VIÐ HÖFUM REYNT að gæta þess vancllega, að ísland verði ekki dregið í dilk með neinu öðru ríki eða ríkjasam- bandi, sagði Thor Thors, sendiherra og. •aðalfulltrúi íslands á þingi sameinuðu þjóðanna í útvarpsræðu, sem flutt var af plötum á sunnudagskvöl'd. Sagði hann ennfremur, að íslandi væri mikill'vandi á höndum að gæta atkvæðis síns. *„Oft höf- um við átt samleið með Vesturveldunum,“ sagði sendiherr- ann, „stundum með Rússlandi, alloft með hinum Norður- löndunum, en þó ekki alltaf.“ Ríkisútvarpið fékk sendi- menn okkar á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna í New Russar vilja láfa um- boðssfjórn Brela í Palesfínu vera á enda 1. janúar, RÚSSAR leggja til, að um- boðsstjórn Breta í Palestínu verði lokið 1. janúar í vetur, og að allur brezkur her verði burt úr landinu ekki síður en fjórum mánuðum seinna. Þessar tillögur flutti full- trúi Rússa í undirnefnd stjórnmálanefndarinnar á þingi sameinuðu þjóðanna í New York í gær; en áður höfðu Bandaríkjamenn lagt til, að umboðsstjórn Breta stæði til 1. júlí næsta sumar • og hefðu þeir þá að sjálf- sögðu her í landinu þangað til. Bretar hafa enn ekki tekið afstöðu til þessara tillagna. York til að flytja ávörp á plöt ur, og gerðu þeir það í New ork 30. fyrra mánaðar. Var ræðunum útvarpað á sunnu- dag, ;nema ræðu Ólafs Thors, sem af mistökum barst ekki með hinum. Það kom fram í ræðun- um, að hinir þrír fyrrver- andi forsætisráðherrar, sem eru með Thor Thors í sendinefndinni, eru á för- um beimleiðis, þótt þing- inu ljúki ekki fyrr en seint í mánuðinum. Thor Thors situr þá þingið á- fram fyrir okkar hönd. Thor Thors skýrði svo frá, að íslenzka sendin'efndin væri ein hin fámennasta, og hefðu stærri þjóðir tugi og jafnvel hundruð manna á þinginu, meðal annars af því að þingið starfaði aðal- lega í sjö nefndum, sem halda fundi samtímis, og all ir eiga sæti í. Þá ræddi sendiherrann mál, sem fram hafa komið á þinginu, og skýrði atkvæði okkar í þeim tveim málum, sem leyst hafa verið. í Grikk (Frh. á 2. síðu.) neðri málstofunni síðdegis í gær; og laust allur þingheimur upp fagnaðarópi, er hann heyrði fréttina um undankomu hins ofsótta pólska foringja. *-----------------------------— Mikolajczyk sem kom til Englands í gær. Róítæki fíokkorlno heimtar nú einnig, að hún segi af sér. ----------*--------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. Á EFTIR DANSKA ALÞÝÐUFLOKKNUM hefur rót- tæki flokkurinn nú einnig krafizt þess, að Knud Kristensen forsætisráðherra og stjórn hans segi af sér og virðist því nú lítill efi á, að hann hljóti að gera það. Vafalítið verður Hans Hedtoft, formanni Alþýðuflokksins, þá falið að mynda stjórn. Mikolajczyk, ssm var á ó- friðarárunum um skeið for- sætisráðherra pólsku útlaga- stjórnarinnar á Englandi, átti tal við blaðamenn skömmu eftir að hin brezka herflug- vél skilaði honum þangað, og sagði hann þeim nokkuð frá flótta sínum. Ha,nn sagðist hafa farið frá Varsjá 20. október ásamt nokkrum fylgismönnum sín- um; en þá hefðu þeir verið búnir að fá vitneskju um, að fyrirhugað var að láta þing- ið í Varsjá svifta hann frið- helgi þingmanna og fram- selja hann dómstólum stjórn arinnar; en um það hefði ekk'i þurft að efast, að þeir hefðu dæmt hann til dauða. Mikolajczyk gerði ekki mik ið úr svaðilför sinni yfir her- námssvæði Rússa á Þýzka- iandi og vildi litlar upplýs- ingar gefa um hana. En hann sagðist hafa verið í sömu föf um á ferðalaginu >um her- námssvæði Rússa, en hins vegar hefði hann haft gler- augu, sem hann væri annars ekki vanúr að gera. Ákveðið hefur yerið, að for ustumenn flokkanna komi saman á fund í Kaupmanna- höfn á þriðjudaginn, og hef- 1 ur Knud Kristensen látið svo um mælt að hann muni beygja sig fyrir meirihluta- vilja þar. Það er og nú, eftir kröfu róttæka flokksins, ekki efamál, að honum yrði steypt strax og fólksþingið kemur saman, ef hann yrði ekki far- inn frá fyrir þann itíma. Róttæki flokkurinn lætur þá ósk í ljós, að mynduð verði samsteypustjórn með þátttöku Alþýðuflokksins, en það eitt virðist nú víst, að Alþýðuflokkurinn myndi þá stjórn, sem kemur. Danir æfla að smíða fengslu brúíheimi - yfir Sférabeltí. Verður £8 km. löng Flokkssfjérnarfundur ál- þýðuflokkslns í þessari viku •------«------- Hefst á fimmtudagÍHn kl. 4,30 síðd. -----------------<*•---- ■ SVO SEM lög Alþýðuflokksins mæla fyrir, kem- ur öll flokksstjómin saman á fund á þessu hausti, hér í Reykjjavík, og hefst hann á fimmtudaginn í þessari viku kl. 4,30 síðdegis. Fundarstaður og fundarefni verð- ur auglýst í Alþýðublaðinu á morgun. Flokksstjómarfundur er, samkvæmt lögum flokks- ins, haldinn annað hvort ár, það árið, sem ekki er hald- ið flokksþing. og kostar 800 millj. Frá réttaritara Alþýðubl. KHÖFN í gær. BYRJAÐ er nú að ræða á ný smíði brúar yfir Stóra- belti, þ. e. milli Sjálands og Fjóns, en það yrði lengsta brú, sem hingað til hefur ver ið smíðuð í heiminum. Brúin þarf að vera 18 km. löng, og er talið, að hún myndi kosta 800 milljónir króna. Smíði hennar myndi taka 10 ár. Danir hafa, sem kunnugt er, áður smíðað brú yfir Litlabelti, þ. e. milli Fjóns og Jótlands, og yfir Masned- sund. þ. e. milli Sjálands og Falsturs. HJUl.ER.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.