Alþýðublaðið - 11.07.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.07.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Þriðjudagur 11. júlí 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLKS Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrætti Sambands ungra jafnaðar- manna. J laugavegur maíbikaður á íveim dögum með malbikunarvéL Tilraoo roeo að setja malbikslag á malar- götor án oýrrar yndirbyggiagar. STORVIEKARI MALBIKUNARVEL en áður hcfur þekkzt bér er nú notuð vi'J gatnagerðina í Reykjavík. Var Lauga- j Ólafssyni í Reykjavík 20 þús. kom upp á nr. 1964 í happ- drætti háskélans. DREGIÐ VAR í Happdrætti Háskóla íslands í gær. Hæsti vinnirigurinn, 20 þúsund krón- ur, kom upp á nr. 1964, sem er fjórðungsmiðar, allir seldir hjá vegurinn (1200 m) malbikaður með þessari vél á tveimur dög- um í vikunni, sem leið, og tók það um helmingi styttri tíma en áður heíur þurft til verksins. Önnur nýjung í gatnagerð- inni er sú, að verið er að gera tilraun með að malbika malar- götur án þess að undirbyggja þær eða ,,púkka“ áður, og hef- ur slík tilraun nú verið gerð á S50—400 metra svæði á Borg- artúninu. Þessi aðferð er að ejálfsögðu mun fljótlegri og ó- dýrari heldur en þegar götur eru áður undirbyggðar og ,,púkkaðar“, en um endingu . þessarar malbikunar er ekki vitað enn þá, og skoðast þetta einungis sem tilraun. 4 togarar komu full- fermdir ai karfa um helgioa. ■ FJÖRIR TOGARAR komu aí karfaveiðum um helgina, all- ir með fullfermi, eða á að gizka 450 tonn hver. Höfðu þeir ver- ið eitthvað í kringum 9 daga að veiðum. Voru þetta Ingólfur Arnar- son, Skúli IVÍagnússon, Uranus og Helgafell. Bætast þeir nú við þá togara, sem áður voru komn if og stöðvaðir vegna verkfalls- ÍKS. og skriðuhlaup kaupslað, EFTIR langvarandi þurrka brá til mikilla rigninga á Aust urlandi um helgina og rignir þar enn. Víða urðu miklir vatnavextir, og í Neskaupstað féllu aurskriður niður í þorp- ið, eyðilögðu tún og ruddust inn í nokkra kjallara. Enn fremur urðu víða hindranir á vegum bæði vegna vatnavaxta og eins þar sem skriður höfðu hlaupið á vegina. ærinn Tjarnir í Eyjafirði brennur. SÍÐAST LIÐINN laugardag brann bærinn Tjarnir í Eyja- firði. Bærinn var mannlaus, þegar eldurinn kom upp og brann hann til kaldra kola. Ekki er vitað um eldsupptök. Þetta er í annað sinn á fáum árum, sem bæjarhúsin að Tjörnum brenna. Að því er Rögnvaldur Þor- kelsson verkfræðingur hefur skýrt blaðinu frá, er talið, að reynsla á þessa malbikunarað- ferð fáist ekki fyrr en með vor- inu, þegar frost fara úr jörð eftir veturinn. Borgartúnið var valið fyrir þessa tilraun með tilliti til þess, að það er mikil umferðargata, go ef reynslan sýnir, að þessi malbikun endist vel, verður haldið áfram á sömu braut. T. d. er þá ráðgert að malbika á sama hátt ýmsar götur í íbúðar- hverfunum,_ þar sem minni um- ferð er, og jafnvel fjölfarnari götur líka. Rögnvaldur sagði þó, að ekki mætti gera sér of háar vonir um þessa aðferð, en tilraunin hefði þó þótt þess verð að gera hana. Hin stórvirka malbikunar- vél, sem áður getur, er sú sama og notuð var við Lækjargöt- una, og var hún notuð þaí í fyrsta sinn við gatnagerð hér, en hún er talin um það bil helmingi afkastameiri en þau tæki, sem áður hafa verið not- uð. Vél þessi er þó eingöngu notug þar, sem um samfellda malbikun er að ræða, en ekki er hægt að koma henni við í smærri viðgerðum. í sumar hefur verið unnið að malbikun á nokkrum stöðum í bænum. Fyrri utan viðhald eldri gatna er unnið að því að malbika Hringbraut sunnan við Sóleyjargötu. Þá verður í sum- ar lokið við að malbika Baldurs Fimm þúsund króna vinn- ingurinn kom upp á númer 22447. Það er einnig fjórðungs- miðar. Einn fjórðungur var seldur á Bíldudal, einn á Eski- firði og tveir í Hafnarfirði. rr r? 55 íslenik sönglög. ORGANUM I. „Vakna þú, ís- land“ nefndist nýtt sönglaga- safn, sem komið er út. I hefti þessu eru 55 íslenzk lög, val- in og raddfærð af Hallgrími Helgasyni tónskáldi. Er þetta þrítugasta lagasafnið, sem Hall- grímur gefur út. „Við eigum ekki að setja út- ’end lög við íslenzk kvæði. Við eigum að semja lögin sjálf- ir,“ sagði Helgi Helgason tón- skáld, og eru þessi orð tilfærð í inngangsorðum þessa söng- lagaheftis, og fyrsta lagið í því er eftir Helga Helgason. í niðurlagi inngangsorðanna segir Hallgrímur Helgason svo: „Elzta fjölröddun í Evrópu nefnist ,,organum“. Svarar hún að mestu til hins þróttmikla alþýðlega tvísöngs íslendinga. Nú er þessi söngháttur niður lagður meðal vor. En andi hans lifir enn. Að vísu hefur marg- röddúnin tekið hamskiptum, en laglínan hefur haldizt furðu- lega óbrotin og innileg, hálf forn og sterk. Aðaltilgangur fyrsta heftis af „Organum“ er götu og Lindargötu, og um ’ að leiða í ljós þessa laglínu for þessar mundir er verið áð ljúka við malbikun Norðurstígs, Bók- hlöðustígs og Miðstrætis. Eitt- hvað verður og unnið við mal- bikun nokkurra smærri gatna. tíðar og nútíðar, slá á þjóðborna strengi úr skírum, dýrum málmi, er lengi lágu í gildi þagnar, en glötuðu þó ald.rei göfugum hreim.“ Maður íéi! af hesfhaki á Þingvelli og beið bana. Yfir iiundrað hestar úr ýmsum héroð« om 4andslns sýndir o^. reyndir, GEYSILEGUB MANNFJÖLDI sótti landsmót Sambands íslenzkra hestamanna á Þingvelli um helgina. Mun þar hafai verið saman komið um tíu þúsund rnanns, er flest var, og; komu sutnir á hestum úr Norðuriandi. Hestar úr ýmsum hér- uðum Sandsins voru sýndir þar og reyndir, en mótið er vafa- laust það langstærsta, sinnar íegundar, sem hér hefur verið> haldið. ÞAÐ SVIPLEGA SLYS varð á landsmóti hestamanna á Þkig velli um helgina, að maður féll af hestbaki með þeim afleið- ingum að hann beið bana. Maðurinn Iiét Pétur Halldórs- son og var frá Akranesi. Slys þetta gerðist seint á laugardagskvöldið. Mun Pétur hafa farið á bak lítt tömdum hesti, en hesturinn stöðvaðist á hraðri ferð og hrökk Pétur þá fram af honum. Var maðurinn þegar fluttur inn í tjald til Bjarna Oddsson- ar læknis, sem ■ þarna var staddur, en á sunnudagsmorg- uninn var hann fluttur í sjúkrahús í Reykjavík og þar lézt hann á sunnudagskvöldið. Pétur Halldórsson var 32 ára að aldri, kvæntur og átti tvö börn. Nokkur smærri slys urðu á Þingvelli um helgina í sam- bandi við hestamannamótið. Meðal annars féll maður af hestbaki og gekk úr axlarliðn- um, og annar varð fyrir því að hestur sló hann, og meiddist maðurinn mikið í andliti. H. J. Hólmjárn, formaður Landssambands hestamanna- félaga, setti mótið á laugar- dagsmorguninn, en ræðu flutti Steingrímur Steinþórsson. for- sætisráðherra. Sýndir voru 23 stóðhestar, 33 hryssur og 26 gæðingar. Kappreiðahestarnir voru 53. Verðlaun á sýningunni hlutu bessir: STÓÐHESTAR 1: verðlaun og glæsilegan bikar hlaut Hreinn frá Þverá, 11 vetra, eigandi Hannes bóndi Stefánsson að Þverá í Blöndu- hlíð (að áliti dómnefndar glæsilegasti hestur á landinu). 2. Blakkur, 11 vetra, eigandi Hestamannafélagið Faxi í Borg arfirði. 3. Gáski, 6 vetra, eig. Hestamannafélagið Smári í Árnessýslu. 4. Skuggi, 13 v„ eigandi Faxi í Borgarfirði. 5. Nökkvi, 9 vetra, eigandi kyn- bótabúið á Hólum. HRYSSUR I. Svala, 9 v„ eigandi Jón Jósefsson bóndi að Núpi í Dala sýslu. 2. Hrönn, 8 v„ eigandi Páll Jónsson, Selfossi. 3. Fluga, 14. v„ eigandi Björn Halldórs- son á Akureyri. 4. Drottning, 19 v„ eigandi Þorgeir Jónsson í Gufunesi. 5. Gígja, 6 v„ eig- andi Óli M. ísaksson, Reykja- vík. GÆÐINGAR 1. Stiarni, 9. vetra, eigandi Viggó Eýjólfsson, Reykjavík. 2. Blesi, 7 v„ eigandi Árni Guð- mundsson, Sauðárkróki. 3. Gyllir, 10. v„ eigandi Óli M. ísaksson, Reykjavík. 4. Storm- ur, 14. v„ eigandi Jðn Jónsson, Hofi, Höfðaströnd. 5. Roði, 10 v„ eigandi Sigurður Arnalds, Reykjavík. ÚRSUIT KAPPREIÐANNA Engin fyrstu verðlaun voru veitt fyrir skeið sakir þess að enginn hestur náði þeim tíma, sem tilskilinn var, en það voru 24. sek. Aftur á móti voru 2„ 3„ 4. og 5. verðlaun veitt, en þau voru 2000, 1000, 600 og 400 krónur. íslandsmetið á 250 m. skeiði eru 22,6 sek, sett 17. máí 1948 af Glettu Sigurðar Ólafssonar, Eeykjavík. Hestarnir, sem verðlaun hlutu á skeiði, voru þessir: 2. verðlaun: Nasi, eign Þor- geirs í Gufunesi. Hann rann skeiðið á 25,9 sek. 3. verðlaun: Lettir, eign Jóns Jónssonar í Farmadal, 26,4 sek. 4. verð- laun: Svala, eign Jóns Jósefs- sonar, Núpi, Dalasýslu, 26,6 sek, og 5. verðlaun Gulltopp- ur, eign Jóns Ólafssonar Eystra-Geldingaholti, 26,9 sek.. Fyrstu verðlaun voru 3000- krónur, en enginn hestur hlaut sonar, Núpi, Haukadal, Dala- þau, eins og áður segir. Úrslit í stökki urðu þessi: 1. Gnýfari, eign Þorgeirs f Gufunesi, 25,9 sek„ sem er mjög góður tími, miðað við, hve völlurinn var slæmur. 2. Stígandi, eign Védísar Bjarna- dóttur, Laugarvatni, 28,1 sek. 3. Drottning, eign Jóns Jóseps- sýslu, 26,4 sek. 4. Haukur, eign Ingvars Jónssonar, Arnaholti., Kjósarsýslu, 2-6,4. 5. Trausti, eign Bjarna Ársælssonar, Bakkakoti, Rangárvallasýslu. Fimm verðlaun voru veitt fyrir stökk á 350 metra sprett- færi, og skiptast þau þannig: 1. verðlaun kr. 2500, 2. 1500, 3. 1000, 4. 600 og 5. 400 kr. 44 lelðangursmenn a s* Á SUNNUDAGSKVÖLD kom Geysir frá Kaupmanna- höfn með 44 leiðangursmenn úr leiðangri dr. Lauge Kock. Þ eir verða næstu daga flutt- ir til Norður-Grænlands með Vestfirðingi, catalinaflugbáti Loftleiða. Þorv, Ásgeirsson golfmeisiari. ÞORVALDUR ÁSGEIRS- SON vai'ð golfmeistari íslands að þessu sinni og komst hann> 72 holur í 296 höggum. Næst- ur honum varð Edvald Bernd- ren með 298 högg. í fyrsta flokki sigraði Jón Egilsson frá Akureyri með 321 högg. ) Lík finnsl úii í hafi. FYRIR HELGINA fann togarinn Hvalfell lík af manni. fyrir vestan Snæfellsnes. VaE Líkið orðið óþekkjanlegt, en við rannsókn kom í ljós, að það var lík Magnúsar Magnússonar, er tók út af togaranum Agli rauða snemma í júnímánuði. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.