Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.07.1951, Blaðsíða 1
f Veðurútlits Breytileg átt, skýjað* með köflum; sums staðar skúrir síðdegis. 3 t r Forustugrein s 1 Kennaraskálinn. XXXII. árgangur. Þriðjudagur 10. júlí 1951. Þriðjudagur 10. júlí 1951. @|ð slp á ve Engu hægt að spá um þær, segir Ridgway jirinn ge VOPNAHLÉSVrÐRÆÐ- URNAR í KÓREU hófust í- K'cccong í gærkvöldi, en þá var -kominn þrið'judag- ur þar. Vo.ru mæfctir fyrir yf irhers'höf ðingj a komm- únista í Norður-Kóreu tveir hers'hÖfðingjar fyrir hvorn, en af hálfu Ridg- ways var mættur Joy flotaforingi sem aðalfull- trúi, en 'auk þess full'trúi frá fandher sameinuðu. þjóðanna í Kóreu, þar á tn'eðal frá her Suður- Kóreu. Ridgway hershöfðingi kom í flugvél frá Tokio til Seoul í gærmorgun. Hann mun sjálfur ekki sitja fundinn í Kaesong en fá daglega skýrslu um hann frá Joy flotaforingja. Hann lét svo um mælt eftir komu sína til Seoul, að undirbúningsfundur- inn í Kaesong hefði gengið vel og friðarvilji virtist vera þar fyrir hendi; en þó væri ómögu- legt að spá neinu um það, hvernig vopnahlésviðræðurnar sjálfar myndu ganga. Töluvert var barizt á víg- stöðvunum í Kóreu í gær, mun meira en undanfarna daga; en ekki ollu þcU átök neinum breytingum á aðstöðu herj- anna. Þetta er nokkur hiuti vegarstæðisins undir hinum hrikálegu hömrum í Óshlíð; en það var þar, sem slysið vildi til. Skemmtiferð Al- þýðuflokksfélag Reykjavíkur um helgina AIÞYÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR fer skemmti ferð vestur í Dali- og að Bjarkarlundi um næstu helgi. Verður lagt af stað á föstudagskvöld. Mikil þátt- taka er í ferðinni, og verða þeir, er hug hafa á að verða með, að tilkynna það fyrir miðvikudagskvöld. Allar nán ari upplýsingar eru veittar í síma 1159 og 5020. m éöö amerískir ferðamenn koðuðu Reykjavík og Þingvöll »----- 150 bifreiðar fluttu fólkið austur. BREZKA FERÐAMANNASKIPIÐ „CARONIA“ lét úr höfn í Reykjavík í gærkvöldi, eftir eins dags dvöl hér. Með skipinu voru 588 amerískir farþegar. Var farþegunum skipt i tvo hópa, er þeir komu á land í morgun. Fyrst var þeim sýndur bærinn, en síðan fór annar hópurinn á Þingvöll. Á Þingvelli voru ferðamennirnir viðstaddir g’ímusýningu, en að því búnu var ekið með þá suður me'ð Þingvallarvatni til Sogsfossa og Hveragcrðis og þaðan til Reykjavíkur. if IKUr 01 Tveir menn biðu bana og íveir síórslösuðust, er steinn íéll á 30 manna áætlunarbifreið Henn þessir voru ailir frá ákureyri. HÖRMULEGT SLYS varð á sunnudaginn á veg- inum miili ísafjarðar og Bolungavíkur, er steinn féll þ'ar úr fjalishlíðinni á 30 manna áætlunarbi'freið Tveir mienn, sem sátu í aftasta sæti bifreiðarinnar, biðu þegar bana, og tveir aðrir slösuðust hættulega. Mennirnir, sem biðu bana, voru tveir ungir Akureyringar, Kristján Kristjánsson verzlunarmaður, 20 ára, og Þórarinn. Jónsson verkamaður, 19 ára; en þeir, sem slösu'ðust, voru Þor- steinn Svanlaugsson bifreiðarstjóri, sem var fararstjóri Akur- eyringanna, og Halldór Árnason, einnig frá Akureyri. Meidd- ust þeir báðir mjeg mikið, einkanlcga á höfði, og töldu læknar fyrst í stað tvísýnt um líf þeirra; en í gærdag voru þeir báðir komnir tíi me'ðvitundar. Einn maður til meiddist nokkuð og mun hafa handleggsbrotnað, en aðrir £ bifreiðinni sluppu ó- meiddir. Alls voru í bílnum 29 manns. í Bolungarvík kom Ásgeir Guðmundsson bóndi í Æðey í bílinn og tók sér far til ísa- fjarðar, og sat hann í aftasta sæti bifreiðarinnar fyrst en á leiðinni breytti hann um sæti, þar eð hann átti erfitt með að þola hristinginn í aftasta sæt- inu. Fyrir það slapp hann ó- meiddur með öllu. Seinni hópurinn lagði af stað til Þingvalla eftir að hafa snætt hádcT=”erða að Hótel Borg og var he:m ek'ð sömu leið og fyrri hópnum. í morg- un ro+ngu su-oíf ferðamennirn ir tækifærið að ganva um bæ- inn og sjá það markverðasta. Ferðaskrifstofan sá um mót- töku ferðamanna og leigði 150 bifreiðar til að flytja fólkið. Það mátti glögglega sjá á minjagripaverzlunum bæjarins að e'tthvað mikið var í vænd- um, því afgreiðslufólkið var þá í óðaönn að laga útstillingar, þurrka af munum sem ekki höfðu verið hreifðir í marga mánuði og dusta gæruskinn og koma þeim sem bezt fyrir. Að því er frétzt hefur keyptu ferða. mennirnir all mikið af afskorn um blómu, einnig nokkur gæru skinn og ýmiskonar smámuni. „Caronia" er um 34 þúsund smálestir að stærð og er því með stærstu skipum sem hingað hafa komið. Fr það nýtt skip og talið eitt af fullkomnustu ferðamannaskipum í he;mi. Á- höfn skipsins er nærri 700 manns og eru skipverjar því fle'ri en farþegarnir. Skemmtisigling ,,Caroniu“ tekur 35 daga og mun hún koma við í 7 löndum í Evrópu. Að því er firmað Einarsson, Zoega & Co., sem fer með umboð skipsins hér á landi, hefur tjáð blaðinu kostar slík skemmti- sigling 950 dollara fyrir hvern farþega og mun það vera um 15,675 krónur íslenzkar, og læt ur því nærri að kostnaðurinn sé uin 450 krónur á dag. í þessu verði er innifalið allt það er sikpið hefur að bjóða, sömu leið is ferðalög og annar tilkostnað ur á landi, eins og til dæmis hóp ferðirnar. Samkvæmt fregnum, sem Al- þýðublaðið fékk í gær hjá Hannibal Valdimarssyni al- þir.gismanna á ísafirði, voru á milli 10 og 20 íþróttamenn frá Akureyri á ferð á ísafirði til þess að taka þar þátt í knatt- spyrnukeppni, en fararstjóri Akureyringanna var Þorsteinn Svanlaugsson, einn af forustu- mönnum ungra jafnaðarmanna á Akureyri. Eftir hádegi á sunnudaginn, bauð íþróttabandalag ísfirð- inga Akureyringunum til Bol- ungarvíkur, m. a. til þess að sjá hinn hrikalega og sérkennilega þjóðveg undir Óshlíð. Var ferða fólkið á heimleið um klukkan þrjú síðdegis, er slysið vildi til. Urðu farþegar í bifreiðinni þess varir að stór steinn losn- aði einhverstaðar langt uppi í fjallinu og kom með fleygiferð niður hlíðina í stefnu á bifreið ina. Setti bifreiðarstjórinn, Marteinn Eyjólfsson, þá á fulla ferð áfram, en steinninn, lenti ofhn á þaki bifreiðarinnar, yfir aftasta sætinu, og fór í gegnum i bílinn. Sátu fjórir í aftasta sæti bifreiðarinnar og biðu tveir þeirra bana þegar í stað, en , hinir stórslösuðust. Eftir slysið bar þarna að bifreiðar og voru strax send boð til lælcnanna á ísafirði og héraðslæknisins í Bolungarvík. Fystur kom á slys staðinn Hinrik Linnet læknir í Bolungarvík, en síðar lækn- arnir frá ísafirði og vroru hinir slösuðu strax fluttir á 'sjúkra- hús á ísafirði. Voru báðir með- vitundarlausir og komust þeir ekki til meðvitundar fyrr en í gærdag. MINNIN G AR ATHOFN Á ÍSAFIRÐI í GÆR. í gærdag kom varðskipið Ægir til ísafjarðar til að sækja Akureyringana og lík þeirra tveggja, sem fórust. Áður fór fram minningarathöfn um þá á ísafirði, og flutti sóknarprest- urinn, séra Sigurður Kristjáns- son, minningarræðu, og bæn. Skátar og íþróttamenn á ísa- firði stóðu heiðursvörð, en Ak- ureyringarnir báru kisturnar til skips. Hljómleikar Else Muehl ELSE MÚHL óperusöngkona heldur hljómleika fyrir styrkt- armeðlimi Tónlistarfélagsins í kvöld og á miðvikudagskvöld kl. 7 e. h. í Austurbæjarbíói. Á söngskránni eru lög eftir ýmis þýzk tónskáld, m. a. Schu- man, Schubert, Bach o. fl. — Undirleik annast dr Urbancic. HÚSALEIGUVÍSITALAN fyrir tímabilið 1. júlí til 30. september hefur verið reiknuð út og reyndist vera 196 stig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.