Alþýðublaðið - 14.09.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.09.1951, Blaðsíða 8
Gerizt askrííendur, að AlþýðubiaSinu. I Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- | ið í srma 4900 og 4906 Alþýðublaðið Föstudagur 14. sept. 1951 Börn og unglingaij ' Koihið og selþð 1 ALÞtÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa Aljþýðublaðið lanskur lisfamaður opnar sýningu Frá kjöliðnaðarnámskeiðinii unnar Alfred densen, sem ráðinn hefur verið kennari við Handíðáskólann um skeið. DANSKI LISTMÁLARINN Alfred Jensen, sem licr hefur tívalizt í sumar, opnar sýningu á tréskurðarmyndum, lito- graphium, teikninguum, olíumálverkum, raderingum og pastel- miyndum í þjóðminjasafnshúsinu nýja á morgun klukkan 4 síðdegis. Alfred Jensen er ráðinn kennari við námskeið í tré- skurðarmyndagerð, scm hefst á vegum Ilandíðaskólans síðla í þessum mánuði, en í sumar hefur hann dvalizt hér á landi og minið að teikningum og málverkum. ’ ; V Sugar" Kouinson sigraði Turpin í 10. loiu á knock oui m BLÖKKUMENNÍÍÍNIR .,Su- gar“ Kay Robinson og Rand- otph Turpin kepptu um hcims- meistaratignina í millíþyngd- arflokki í hnefaleik í Nevv York í fyrradag, og sigraði Ro- Ibinson á knock out í 10, lotu. Leikurinn var mjög jafn og tvísýnn lengi vel og er lokið miklu lofsorði á frammistöðu Turpins, en hann sigraði sem kunnugt er Robinson á stigum í London í sumar. ál úfvarpsstjóra fer fyrir hæstaréft DÓMSMÁLARÁÐUNEYT- E) hefur nú áfrýjað máli Jón- asar Þorbergssonar útvarps- stjóra til hæstaréttar, en eins og kunnugt er hefur undirrétt ardómur þegar gengið í málinu, og var Jónasi þar gert að greiða 2000 króna sekt. Alfred Jensen nýtur mikils álits í heimalandi sínu sem efni legur og dugandi listmálari, en einkum hefur hann getið sér góðan orðstír fyrir tréskurðar- myndir sínar. Hefur listasafn danska ríkisins keypt tvo myndaflokka hans; er annar þeirra frá Færeyjum, en hinn um káiræktarstörf. Þriðja tré- skurðarmyndaflokkinn hefur hann og gert, sem hann nefnir ,,húsmóðurstörf“. Verða allir þessir myndaflokkar þarna á sýningunni, Á síðast liðnum árum hefur Alfred Jensen dvalizt á Frakk- landi, Hollandi og Færeyjum og hlotið til þess styrk frá danska listasafninu, og hefur það einnig styrkt hann til dval- ar hér í sumar, Þá er hann og formaður myndlistarmannafé- lagsins „Se“, en í þeim samtök- um eru margir af efnilegustu málurum Dana af yngri kyn- slóðinni. Þessi myndlistarsýning hans hér mun verða opin til mán- aðamóta. --------------------- Afmæli 60 ára. er í dag Magnús Pét- ursson, Urðarstíg 10 í Reykja- vík. Hann hefur um fjölda ára verið starfsmaður hjá Efna- laug Reykjavíkur og er mjög vel látimi af öllum, sem þekkja hann eða hafa starfað með hon- um. Hið nýjð skip Eimskipafélags* ins var afhenl í fyrradag ------*------ Hlaut nafnið Reykjafoss og er vætam legt heim í lok næsta mánaðar. HIÐ NÝJA SKIP, sem Eimskipafélag íslands hefur keypt á Italíu, var afhent félaginu í fyrradag og um leíð skírt upp og gefið nafnið Reykjafoss. Má búast við, að það komi hingað til lands í lok næsta mánaðar. Reykjafoss mun fara frá Genúa í dag áleiðis til Séte eða Port de Bouch í Suður-Frakk- landi (nálægt Marseilles), og taka þar fullfermi af málm- grýti, sem flutt verður til Hol- lands. Þaðan fer skipið til Ham jborgar, þar sem nokkrar breyt ingar og viðgerðir á því verða framkvæmdar. Skipstjóri á Reykjafossi er Sigmundur Sigmundsson (áður skipstjóri á Fjallfoss), 1. stýri- maður Eyjólfur Þorvaldsson, 1. vélstjóri Ágúst Jónsson, loftskeytamaður Sigurður Bald vinsson. Myndin hér að ofan er af þátttakendum kjötiðnaðarnámskeiðs- ins og döns'ku sérfræðingunum tveim, sem kenndu á námskeið- inu. Talið frá öftustu röð: Sigurður H. Ólafsson, Karl Jóhanns-; son, Sigurður Guðlaugsson, Eldjárn Magnússon, Jóel Sigurðs- son, Vigfús Tómasson, Hinrik Hansen, Stefán Bjarnason, Krist- ján Kristjánsson og Eiríkur Guðmundsson. Miðröð: G. K. Mik- kelsen kennari, Helgi Guðjónsson, Sigurður Álfsson, Kristján Guðmundsson, Jens G. Klein, Hafliði Magnússon, Maríus N. Blomsterberg, Carl G. Klein og Henry Hansen slátrarameistari. Neðsta röð: Sigurður Steindórsson, Jóhann Magnússon, Jóhann Kristjánsson, Guðmundur' Þ. Sigurðsson, Baldvin S. Baldvins- son og Arnþór Einarsson. Kjötiðnaðarmenn hafa lærf ýmsar nýjungar í framleiðslu kjöfvara Unnið að því að fá kjötiðnaðinn viður- kenndan sem sérstaka iðngrein. DONSKU SERFRÆÐINGARNIR frá Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn, sem hcr liafa dvalizt síðastliðinn mánuð við kennslu í kjötiðnaði og slátrun, cru á förum til Danmerkur á morgun. í gær áttu þeir tal við ýmsa forustumenn iðnaðarmála og fulltrúa úr stjórnarráðinu, og bentu á nauðsyn þess, að kjöt- iðnaðurinn verði sem fyrst gerður að sérstakri iðngrein, og fullkominni fræðslu verði haldið uppi fyrir þá menn, sem að kjötiðnaðinum vinna. Munu nú sterkar likur til þess, að kjöt- iðnaðurinn verði viðurkenndur sem iðngrein innan skammt, en Félag kjötiðnaðarmanna hefur lengi unnið að því, að svo yrði gert. Eins og getið hefur verið* áttu kjötiðnaðarmenn sjálfir frumkvæðið að því að fá hing- að hina dönsku sérfræðinga, en framleiðsluráð landbúnaðar. ins tók síðar að sér að halda námskeiðin. í gærdag áttu blaðamenn þess kost að ræða stundarkorn við G. K. Mikkelsen, annan hinna dönsku kennara; en hann er forstjóri fyrir þeirri deild Teknologisk Institut, sem kennir kjötiðnaðarmönn- um, og jafnframt fulltrúi mat- vælaráðuneytis Dana. Taldi hann árangur nám- skeiðsins hér mjög góðan; en kennslan var bæði verkleg og bókleg. 22 sóttu kjötiðnaðar- námskeiðið og 12 slátraranám- skeiðið í 35 tíma. Mikkelsen sagði, að sér hefði komið á óvart, hversu íslenzkir kjötiðnaðarmenn væru langt komnir í iðn sinni, þegar tekið væri tillit til þess, að hér hefði svo að segja engin kensla átt sér stað á þessu sviði. Þó var það ýmislegt, sem hann taldi að betur mætti fara, og nefndi Framhald á 7. síðu. m. flug- braut gerð á Egilssföðum FLUGRÁÐ hefur nýlega á- kveðið að láta gera 1700 metra langa flugbraut á Egilsstöðum, og hefur Bóas Emilsson tekið að sér í ákvæðisvinnu að láta gera brautina. Mun hann hefja verkið mjög bráðlega og láta vinna fram eftir hausti meðan tíð leyfir. Gerð brautarinnar á að vera lokið ekki seinna en á næsta sumri, og er gert ráð fyrir að kostnaður við verikð verði um 780 þúsundir króna. Hinn nýi flugvöllur á Egils- stöðum mun verða geysimikið mannvirki og hæfur til lend- ingar fyrir flugvélar af stórri gerð. MAÐURINN, sem skipuiag'ðá landgöngu bandamanna í Nor-» mandie ári'ð 1944, Sir Fredericla Morgan, mun innan skamms taka við starfi sem forstöðu- maður kjarnorkuframleiðsl- unnar á Bretlandi. Hann tekui? við af hinum fræga flugkappay Potal lávarði, sem dregur sig £ hlé af því, að hann er ósam- þykkur stefnu brezku stjórnar- innar í kjarnórkumá'um. Morgan kemur til með aS hafa á hendi yfirstjórn kjarn- orkurannsóknanna og kjarn- orkuframleiðslunnar. Hanu tekur við starfi sínu 30. septem- ber. Flokkur Papagosar siærsiur nteð 112 þingsæli af 259 HÆGRI fylking Papagosas? hershöfðingja hafði í gær feng ið 35% greiddra atkvæða 5 þingkosningunum á Grikk- landi, en þá var aðeins eftir aS telja hermannaatkvæðin. Þ\k- ir fullvíst, að hann verði stærsti flokkurinn og fái 112 þingsæti af 250. Hins vegar er útilokað, að hann gcti myndaffi stjórn upp á sitt eindæmi. Flokkur Plastirasar er ann- ar og flokkur Venezelosar í þriðja sæti. Hermannaatkvæð- in munu skiptast á milli Papa- gosar og Venezelosar. „Svöri verða sól- skin", ný Ijóða- bók efiir Guð- mund Frímann ,SVÖRT VERÐA SÓLSKIN* heitir ný ljóðabók eftir Guð- mund Frímann, gefin út af Þorsteini M. Jónssyni á Akur- eyri. Flytur hún 30 kvæði, flest frumsamin, en nokkur þýdd, og er þetta fjórða bók höfundarins, en íyrri bækur hans, „Náttsólir“, „ÚIfablóðÍS og „Störin svngur“ vöktu at- liygli á sínum tíma og einkuna liin síðast talda hlaut ágætas dóma. *,Svört verða sólskin11 er 112 blaðsíður að stærð, prentuð £ Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Bókin er prýdcl teikningum eftir höfundinnf og er ytri búningur hennar með miklum ágætum. Nú eru liði fjórtán ár síðan „Störin syngur“ kom út, og mun hin nýja bók Guðmundar Frímanns áreiðanlega vekja forvitni margra ljóðavina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.