Alþýðublaðið - 03.11.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1951, Blaðsíða 1
Veðurútlit: Allhvass suðaustan, rigning. Ólagan í Arabalöndunum. Staðlausir stafir. ) XXXII. árgangur. Laugardagur 3. nóvember 195'X 251. tbl. Varð að biðja um lijálp A. Iþrðu fiokku rinn flytur frumvarp um rð rikisins tilafvinnujöfnunar Ríkið á að kaupa fjóra fogara, er leggi upp afla sinn þar, sem aí- vinnuþörf er mesf í hverf sinn —.. ..■■■■♦— — . ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS í efri deild 'alþmgis flytja frumvarp til laga utn að ríkið geri út togara til atvmnujöfnunar. Skal höfuðmarkmið þess- arar togaraútgerðar ríkisins vera að jafna atvinnu í kaupstöðum og kauptúnum landsins á þann hátt, að tbgararnir leggi þar einkum afla á land, sem atvinnu- leysi gerir vart við slg cg mest þörf er aukinnar at- vinnu hverju sinni. "v Gunnar Salomonsson (Ursus), hinn þekkti ísienzki aflrauna- maður, sem nú hefur átt við ofurefli að #tia í viðureigninni við danska grísk-róntverska glímumanninn Oi’la Petersen. KraflajÖtunninn Ursus lenti I slagsmálum við kokkál sinn ■.... —---- Koirist í hann svo krappan, að hann varð að hrópa á hjálp, - lögreglan skakkaði leikinn, en konan fór með kokkálnum. Einkaskeyti frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. ÍSLENZKI KRAFTAJÖTUNNINN Gunnar Salómonsson, sem í Danmörku gengur ruidir nafninu „Ursus“, lenti í alvar- legum ryskingum á miðvikudagskvöldið á hóteli £ Kolding. Keppinautur Ursus lék hann þannig, að kraftajötuniim varð að hrópa á hjá!p og komu 10 menn, sem staddir vmru á fundi í liótelinu. Símasamband komið aftur vfð Ausfarland AÐ ÞVÍ ER SKRIFSTOFA landssímans tjáði blaðinu er nú komið sömasamband við Aust urland um Suðurlandslínuna, sem slitnaði í Súluhlaupinu fyr ir nærri tveim vikum og hefur værið sambandslaust síðan. Við gerðinni var lokið í gser og komst samband á kl. 13,05. Viðgerðin var mjög erfið vegna vatnavaxta og varð við gerðaflokkurinn, sem var frá Vík í Mýrdal að ílytja lítinn bát á bíl að vötn ínum og var strengurinn dregimr yfir-á bátn um. Koma varð íyrir tveim staurum er flóðið sópaði burt. ♦ Mótstöðumaður Ursus var annar fjölleikámaður, Orla Petersen að nafni, sem þekkt ur er fyrir afrek sín í grísk- rómverskri glímu. A miðvikudaginn hafði Urs- us farið ásamt konu Orla Pet- ersen til Kolding lil þess að sækja konu sína, sem bjó þar með Orla Petersen, en þar kom til harkalegra slagsmála milli kappanna og keppmautanna. Gluggatjöld voru rifin í tætlur, húrgögn brotin í ' pón. hurðir gengu af hjörum og blóð flaut um íbúðina. Umboðsmaður Ursa. Árni Mathiessen greip til rýtings, en ekki kom þó til þess, að hann beitti honum. Slagsmálun um lauk með því, að TJrsus hróp .aði á hjálp, og lögreglan varð að endingu að skakka leikinn, og fór með báða kappana á lögreglustöðina. Á leiðinni frá hótelinu út í Framh. á 7. síðu. Samninganefndirnar deila um Kaesong Snjókoma hindrar hernaóaraðgerðir - FKK-ERT samkoinulag náðist í viðræðum fulltrúá kommún- ista og fulltrúa sameinuðu þjóðanna í Panmunjom í gær. Á fundi'uundirnefndarinnar var enn rætt um markalínu milli herjanna. Talsmaður samein- uðu þjóðanna hefur upplýst, að ! sameinuðu þjóðirnai’ hafi boð- :ið kommúnistum að láta af hendi landsvæði á aurturströnd Kóreu, þ. m. allar evjar fyrir strönd Kóreu norðan 38. breidd arbaugs; sömuleiðis svæði við Kumchon og hafa kommúnist ar tekið því boði. Fr því Kae- song aðal ágreiningsefnið og vilja báðir aðilar telja borgina innan sinna vébanda. Ekki var mikið um bardaga í Kóreu ,í gær, vegna þess að allmikið hafði snjóað á víg- stöðvunum og þá sérstaklega á j austurströndinni. þar sem veg jir urðu ófærir vegna sjó- þyngsla og bleytu. ♦ Samkvæmt frumvarpinu á ríkíð að kaupa og gera sjálft út eigi færri en fjóra togara af þeirri stærð og gerð, sem að áliti réyndustu útgerðarmanna eru taldir heppilegastir til öfl- unar hráefnis á heimamiðum fyrir hraðfrystihús og önnur fiskiðjuver, sem nú eru illa hagnýtt vegna hráefnisskorts. Að svo miklu leyti sem það samrýmist höfuðmarkmiði tog araútgerðar þessarar ber að stuðla að því með rekstri tog- aranna, að síldarverksmiðjur ríkisins fái aukið hráefni til vinnslu, svo að vinnslutími þeirra geti náð yfir lengri tíma en hingað til hefur verið. Stjórn togaraútgerðar ríkis- ins skal falin stjórn síldarverk smiðja ríkisins og á fram- kvæmdastjóri verksmiðjanna að hafa stjórn togaraútgerðar- innar einnig á hendi. Truman fékk kon- unglegar gjafir ÞEGAR Eiisabet prins- essa og Philip hertogi, mað- ur hennar, beimsót'u Tru- man Bandaríkjaforseta, fluttu þau honum gjafir Georgs Bretakonungs. Voru það forkunnarfagur kerta- stjaki og spegill yfir arinn- hil'u. Báðir gripimir þykja hinjar mestu gtorsemar og eru smíðaðir á 18. öld. Er þau hjónin fóru frá Wash- ington, þar sem þau dvöldú tvo daga í boði Trumans, gaf hann þeim áritaða mynd af sér. Bað hann þau að koma me'ð böm sín, er þau kærnu næst til Washington. Leggur (hurchiil aukin höfi á fisksöfu til Englands! FYRIR kosningarnar á Bret landi birti Chrchill stefnuskrá í þrettán liðum fyrir væntan- lega stjórn sína, og er þetta einn liðurinn: „Veita skal fislc veiðum Breta vernd gegn er- lendu undirboði k>g erlendri rányrkju“. Enn er ókunnugt, hvernig Churchill ætlar að fram- kvæma þennan lið stefnuskrár sinnar; en utan Bretlands bíða fiskveiðaþjóðir, sem við Breta skipta, þess með nokkrum kvíða, hvaða ráðstafanir kunni á eftir að fara. í GÆR kom aftur til óeirða í Casablanca. Fimm menn voru drepnir, en 16 særðust. Varðskipið þór í hringferð um landið Skipið reyndist vel í fyrstu gæzluför- inn’i. HIN NÝJA varðskip Þór hef ur undanfarnar vikur farið hringinn í kringum landið og hefur skipið heimsótt Akureyri, Seyðisfjörð og Vestmannaeyj- ar. Að sögn skipstjórans hefur skipið reynzt afburða vel. hreppti það heldur slæmt veð- ur og kom þá sjóhæfni svips- ins mjög vel í ljós. Egipzki ufanríkisráðherrann mun ræða við Eden í París —.—-♦—----- Bretar flytja herlið loftleiðis frá Lybiu til Súezsvæðisins. í FREGNUM frá Kairo er skýrt frá því, að utanríkismála- ráðherra Egiptalands muni ræða við Antliony Eden, utanríkis- málaráðherra Breta, um Súezdeiluna og gera grein fyrir afstöðú Egipta, er. þeir mæta á allslierjarþingi sameinuðu þjóðanna, sem hefst í París í næstu viku. Er þa'ð lájið í veðri vaka, að utanríkismálaráðherra Egipta muni bera fram málamiðlunar- tillögu um lausn deilunnar. Þá hefur stjórn Pakistan lýst yfir því, að hún muni gera það er í hennar valdi stendur til að reyna að koma á sættum og mun fulltrúi Pakistan á alls herjarþinginu ræða við utan- ríkisráðherra beggja landanna. í gær hófu Bretar mikla her flutninga frá Lýbíu til Suez. 50 herflutningaflugvélar ann- ast flutningana, sem haldið ex áfram dag og nótt, þar til her deildin ásamt vopnum er öll komin á áfangastaðinn. Þá hef ur flota Breta í austanverðu Miðj arðarhafi verið gefin skip un um að vera við öllu búin. Ekki hefur komið til óeirða á Súezsvæðinu, en skipaferðum um skurðinn hefur fækkað, og tefjast skip nú mjög vegna þess að ekki fást menn til að af- greiða þau. Talið er að 40% Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.