Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.01.1964, Blaðsíða 1
■bragdast BBBOTBH VERÐIÐ HÆRRA A SALT- FISK OG SKREID JK-Reykjavík, 29. janúar Verð erlendis á saltfiski og skreið hækkaði mjög mikið á árinu, sem leið. fs- lenzkum framleiðendum gekk mjög vel að selja þess ar tvær afurðir út og eru bjartsýnir á árið, sem nú er hafið. Riehard Thors skrifar í nýútkomnum Ægi grein um saltfiskinn og Ingvar Vil- hjálmsson um skreiðina. Richard segijr,, að saltfisk- framleiðslan Í963 háfi num ið um 26.000 tonnum, eða verið nokkru minni en árið áður. Hann segir, að verð- hækkun hafi orðið nokkur árið 1962, og svo veruleg, þegar líða tók á árið 1963. í heild, sagði hann, að segja mætti um alla saltfiskmark- aði íslendinga, að þörf þeirra væri hvergi nærri fullnægt og langt frá því, að S.Í.F. geti sinnt eftir- spurninni. . Söluhorfur á þessu ári eru góðar. Ingvar Vilhjálmsson seg- ir, að skreiðarframleiðslan hafi numið 9300 þurrum tonnum árið 1963 og að verk unin hafi verið með bezta móti. Skreiðarverð hækkaði Framhald á 15. sfSu. Boðið suður og í Sögu á 90 ára afmælinu KJ-Reykjavík, 28. janúar. — Þetta er lengsta ferð, sem ég hef farið til aff borða, sagði Jón Þórðarson á Miðfelli í Hrunamannahreppi, sem á 90 ára afmæli í dag, og kom í boði nokkurra sveitunga sinna tii að borða á Hótel Sögu í tilefni af afmælinu. — Hérna áður fyrr þótti það gott, ef maður komst af með vikuna í Reykjavíkurferð, en núna fórum við að heiman, þeg arbúið var að mjólka og kom- urn aftur heim til okkar ein- hvern tíma með kvöldinu. — Þér finnst því öldin önn- ur? — Já, hún er nú önnur, og mikil breyting frá því að ég byrjaði fyrst að slétta túnið á Miðfelli með höndunum ef svo Framnalo á 15. siðu 4 ÚR AFMÆLISHÓFINU aS Hótel Sögu. Jón er lengst tll vinstri handan barsins, og er að tala við Þorstein á Vatns- leysu sem er yzt til hægri hérna megin við borðið. (Ljósm.: TÍMINN-KJ). SAMIÐ D AF 0RÆFAGRUNNI FAXASILDIN TYNDIST Á LEID SUDUR FLÓANN JK-Reykjavík, 29. janúar Svo virðist sem hin eiginlega I vetrarsíld ætli alveg að bregðast okkur í þetta sinn og kemur það sér mjög illa. Einkum er slæmt, | hversu lítið hefur veiðzt af sölt- unarhæfri síld. Er fyrirsjáanlegt, | að alls ekki verður hægt að salta upp í nema helminginn af fyrir- framsamningunum, og eru því | markaðirnir fyrir saltaða Suður- landssíld i hættu. Aðaluppistaðan í vetrarsildveið- unum hefur fram að þessu verið síldin, sem veiðist fyrir áramót út af Snæfellsnesi og fer í desem- ber suður í Faxaflóann. í þetta sinn fór síldin að hreyfa sig suður KOMIÐ HLE A SUMRI! FB-Reykjavík, 29. janúar Nú mun verða hlé á sumri um I stund, að sögn veðurfræðinga, og' hlýindin búin. Frost og kuldi er kominn norðan lands og sums staðar gekk á með éljum í dag. Kaldast var á Hornbjargi og í Grímsey, 4- 9 st. en heitast á Loft- sölum og Reykjanesi 3 stiga hiti. Norðanlands er norðaustan átt og frost alls staðar, víðast 4—7 stiga frost í dag, en kaldast í Gríms ey og á Hornbjargi eins og fyrr segir, Yfirleitt var ekki mjög hvasst, en gekk þó á með éljum. í Æðey komst vindhraðinn samt upp í 8 vindstig. Sunnan og suðvestanlands var vindur á vestan og hitinn við frost mark. Á Keflavíkurflugvelli varð vart við eldingar, sem ekki er ó- [ venjulegt, þegar veður er eins oe i það var í dag. Suðaustanlands var I Hornafirði, þar var léttskýjað og I á Loftsölum og á Reykjanesi 3 veðrið einna bezt, sérstaklega í 1 2 stiga hiti, en annars var hlýjast | stig. á bóginn um 10. desember. Þá skall verkfallið á og lítið var veitt. Þegar verkfallið leystist, skullu á tveggja vikna algerar ógæftir, og síðan hefur engin síld fundizt á þessum slóðum. Varðskipið Ægir fór núna um miðjan mánuðinn í síldarleit á þessar slóðir. Hefur því eingöngu verið veitt fyrir Suð- urlandi, þar sem sildin er miklu megurri. Þar veiddist síldin fyrst á Kötlugrunni, en hún hefur færzt smám saman og er nú komin aust- ui á Öræfagrunn. (Frh. á bls. 15).' LANDSPITALI OG LÆKNISLIST TÍMINN hefur s.núl8 sér tll átta lækna og hefur BALDUR ÓSKARSSON blaðamaður rætt vlS þá um Landspítalann, nýbygglngarnar þar og viðhorfið til spitalans sem læknlngaseturs. Læknarnlr sem rætt er við eru, dr. SIGURÐUR SIGURÐSSON, landlæknlr; SNORRI HALL- GRÍMSSON, prófessor; SIGURÐUR SAMÚELSSON, prófessor; DAVÍÐ DAVÍÐSSON, prófessor; GÍSLI PETERSEN, yfirlæknir; THEÓDÓR SKÚLASON, yfirlæknir; SNORRI P. SNORRASON, læknlr og HAUKUR JÓNASSON, læknlr. — SJÁ BLS. 8, 9, OG 13. M—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.