Tíminn - 09.04.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1964, Blaðsíða 9
Þá fór sm ekki úr fötunum rjár vikur Svlpmynd. Það er vor í lofti. Niður að bakka fljótsins kemur kona ríð- andi á dökkum jó og reiðir svein- barn í kjöltu sér. Hún er ekki ýkja há vexti, en situr vel í söðli og ber undir jörpu hári þann and- litssvip, sem glöggt má af ráða, að hún lætur ekki undan síga við fyrsta andbyr. Nú nemur hún stað ar á fljótsbakkanum og gefur sig á tal við lestamann, sem þar hefur staldrað við til að virða fyrir sér skolgrátt fljótið, áður en hann ieggur af stað yfir. Þau skiptast á orðum. Hún spyr, hvort honum sé ekki að meinalausu þótt hún komi í humátt á eftir honum yfir fljótið. . Hann hristir höfuðið, heldur, að hann hafði nóg með sjálfan sig í þessum leysingum, þótt hann fari nú ekki að dragnast með kven- mann í togi yfir þessa tvísýnu. Hins vegar geti hún farið þarna yfir að næsta bæ og fengið piltana þar til að fylgja sér yfir.Síðan legg ur lestamaður af stað út í móðuna. En þessi kona býr yfir þeim vilja, se n fátt fær bugað, hún vill komast áfram með drenginn sinn, og er þess albúin að bjóða nátt- úruöflunum birginn. Og nú knýr hún hest sinn, svo að hann lötrar fram á bakkann og leggur í fljót- ið, þvert ofan í vilja og ráð lesta- manns. Ferðin gengur vel, og þeg- ar kemur á hinn bakkapn, fara móðir og sonur af baki, en sá dökki hristir af sér' vatnið og byrjar að nasla grasið á bakkanum. Móðirin tekur að gæla við dreng- inn sinn, það eina, sem hún á, og svara óteljandi spurningum þessa skýreiga, fjögurra vetra hnokka. En brátt er lagt upp á ný, þetta var aðeins einn áfanginn í langri ferð. Enn þá er áfangastaðurinn langt undan og einhesta halda þau áfram og þannig sér auga fljótsins þau hverfa fyrir næsta leiti. Siðan eru 76 ár Síðan þetta gerðist eru nú liðin 76 ár. Hornafjarðarfljót klýfur enn sem fyrr gráa sanda, þótt kon an og lestamaðurinn hafi fyrir löngu hlotið hvíld í mold feðra sinna. En litli drengurinn lifir enn, man og kann frá mörgu að segja. Arin hafa að vísu breytt honum og hárið er orðið grátt. en það er enn þá spurn í augunum, spurn hins leitandi manns, sem enn fýsir að kryfja til mergar gátur lífsins cg höndla svör við þeim. Og þann 8. marz s.l., varð þessi , litli drengur" áttræður og þá var það, að þeim, er bezt til þekktu. þótti hæfa að fá hann til að leysa frá skjóðunni og rifja upp atyik liðinna daga. Ekki þó vegna þess, að það væri einsdæmi, að menn yrðu áttræðir, heldur vegna þess, að hann geymdi í fórum sínum I ýmislegt það. er unga fóikið nú og i á komandi tímum mun lítið skyn- bera á, en hefði aftur á móti gott af að kynnast. Vordagur á vetri Veðrið er eins og á sumardegi, þö stendur almanakið á því fastara en fótunum, að enn sé aðeins marz. Vegirnir eru eins og á vordegi, vot- i; og sundurgrafnir. Manni dettur ósjálfrátt í hug, að höfundar daga- ialsins hafi ruglazt eitthvað í rím- inu og þar ætti að standa maí, en ekki marz. Við höfum Sveigt út af Vallaveg- inum við Grímsá og höldum inn Skriðdal. Til frekari skýringar fyr- ir þá, sem ekki þekkja hér til ör- nefna, erum við stödd á Fljótsdals- héraði, og ökum nú eins hratt og holur vegarins og lög landsins leyfa, áleiðis upp að Haugum í Skriðdal, því að við ætlum að hitta „drenginn við fljótið“ að máli. lirólfur Kristbjarnarson heitir hann, kenndur við Hallbjarnar- staði í Skriðdal, með átta tugi ára að baki innan fárra nátta. Leiftur frá liðnum dögum Og inni í stofu á heimili Jóns Hrólfssonar í Haugum og hans á- gætu konu, hefjast nú viðræður milli þess, er hér heídur á penna og sögumanni okkar, sem gegnir að að loknu erfiðu lífsstarfi, afa- hlutverki á heimili sonar síns og tengdadóttur. Hann er samt ekKi búinn að leggja erfiðið á hilluna, því að úti í hlöðu var hann, þegar okkur bar að garði og, þangað mun hann efalaust fara aftur, þegar við ökum úr garði. „Það eru ekki of margar hendurnar í sveitunum í dag“, varð honum einmitt að orði, þegar hann kom inn í stofuna . . . — Segðu mér annars, Hrólfur. hvaða ferðalag var annars á ykkur mæðginum þarna við Hornafjarð- arfljótið vorið 1888? en þið komust alla leið á Reyðar- fjörð? — Já, og fórum fyrst að Selja- teigshjáleigu, en þar voru þá Katrín, amma min, og Sveinn, móðurbróðir minn. — Og þar með varst þú orðinn Austfirðingur? — Já. — Og hvernig urðu nú fyrstu kynnin? — Þau voru nú ekki slæm. Rétt eftir að ég kom austur, voru þau Friðrik Möller, kaupmaður á Eski firði, og kona hans gestkomandi í Seljateigshjáleigu. Þau voru for- eldrar Ólafs ritstjóra Friðriks sonar sem allir kannast við, og eitthvað voru þau venzluð Guð- rúnu, konu Bjarna Eiríkssonar, bónda í Seljateigshjáleigu. Kona Möllers vildi víst endilega fá , að sjá litla ferðamanninn, sem lá sofandi og hvíldi lúin bein. Ég vissi því fátt um þetta og varð þar af leiðandi ekki lítið undr- andi ,þegar mér barst í hendur böggull utan af Eskifirði. Bögg- ull sá var frá frú Guðrúnu Möller, og sendi hún mér þar alklæðnað, yzt sem innst. Þú getur ímyndað þér hrifninguna. Ég man enn eftir gylltu hnöppunum. — Já, gylltir hnappár hafa löngum þótt virðingarmerki. En hvernig var það, eyddirðu síðan bernskuárunum í Reyðarfirði? — Já. Nokkru síðar fór móðir •mín vinnukona að Sléttu þar í sveit og ég með henni. Næsta ár héldum við síðan að Borgargerði, en þaðan hélt móðir mín aftur suður á æskuslóðir sínar í Meðal- 'Hrólfur á Hallbjarnarstöðum. — Já. Sveinn átti nokkrar eig l — Jú, það held ég. Ég var ur. Mamma ráðstafaði þeim | smali á sumrum Það var nú ekki þannig, að þær gengu til mín, það beinlínis þrældómur. En á Kolla- litla sem það var.Ég fékk að halda | leiru var ég látinn hirða bæði kýr nokkru af þvi, ég fékk rúmið og'og hesta og bera til þeirra vatn í — tvær fcindur —. Séra Lárus tók mig, hérna Halldórsson, hapn var þá fríkirkjuprestur og bjó á Kolla leiru. Ég man vel eftir því, þegar Sveinn fell frá Það var á þorra. Líkið fannst samt ekki fyrr en um vorið, og þá átti að leyna mig því, þegar hann var jarðaður. Ég var sjö ára gamall og komst að því, hvað um var að vera, og hvarf að heiman frá bænum. Þegar far- Rabbað við Hrólf Kristbjarnarson á Hallbjarnarstöðum, áttræðan Hann svarar ekki strax, heldur horfir á spyrjandann, enda búinn að margspyrja sjálfur, hvort það svari kostnaði að vera að þessu. En síðan kemur svarið, og úr því ickur hvað annað, sagt fram mcð þessum gamla íslenzka frásagnar- máta, mælgislausum og sagnræn- um. — Þú spyrð, hvaða ferðalag hafi verið á okkur? Við vorum jú á ferð sunnan úr Meðaílandi austur á Reyðarfjörð. Við vorum einhesta og leiðin löng og erfið. Ég man nú fátt úr ferðinni, eitt atvik held ég rnig þó muna. Hesturinn hrasaði einhvers staðar og við móðir mín lentum bæði af baki. Þá varð mér það á að marghnýta saman blóts- yrðum og enda á því að segja: „Stattu á bölvuðum býfunum, klár- íjandi". Móðir mín sló mig utan undir, og sagði, að ég mætti alls ekki tala svona ljótt. „Já, en hann Páli í Hörgsdal sagði alveg það sama við hestinn, þegar hann datt með hann“ varð mér aftur að orði. Móðir mín hafði keypt klárinn af Páli í Hörgsdal. — Já, því læra börnin málið .. ., landinu, vistaðist þar ráðskona hjá Eyjólfi bónda Eiríkssyni á Steinsmýri Hann hafði misst konuna og stóð einn uppi með kornung börn Móðir mín hafði verið hja honum áður, og nú skrifaði hann austur og bað hana að hlaupa undir bagga með sér. — Og þá skildu leiðir ykkar mæðginanna? — Já, eg fór aftur yfir að Selja teigshjáleigu. Sveinn móðurbróð- ir minn tók mig að sér. Móðir mín ílentist aftur á móti syðra og þar bjuggu þau Eyjólfur, með- an kraftai entust. En á elliárun- um kom móðir mín hingað austur aftur og hjá mér dó hún árið 1912. Hjá vanda'lausum — Hvernig fór um þig, eftir að móðir þín var farin? — O, misjafnlega. Ég var tvö ár í Seijateigshjáleigu, og fyrra arið dó amma mín þar, en seinna árið varð Sveinn frændi minn úti hrna á Stafsheiðinni, sem liggur milli Skriðdals og Breiðdals. — Og þar með hefur þú staðið einn uppi? ið var að leita, fannst ég liggj- andi milli tveggja þúfna Það var vinnukona á Kollaleiru, Þórunn Vigfúsdóttir síðar í Freyju ’ í Fáskrúðstirði, kem fann mig. Hún tók mig að séi og reyndist mér eins og oezta móðir, meðan leið- ii okkar lágu saman. En leiðir okkar skiidu, og upp frá því átti ekki fyrir okkur að liggja að sjást aftur. En árin liðu, og þá var það eitt sinn er 50 ár voru liðin, frá því er Þórunn fór frá Kolia- leiru, að ég var staddur niðri á Fáskrúðsfirði.Þar rakst ég á mann og þóttist þekkja á honum svip- inn Ég fór að spyrja hann um ættii*, og kom þá í ljós, að hann var sonur Þórunnar minnar. Hann bauð mér heim með sér. Þar héngu.myndir uppi á vegg, og þar rak.st ég aftur á Þórunni, þekkti strax aftur myndina af henni, þott hálf öld lægi á milli síðustu funda okar. Svona geym- ist nú vei það góða, sem mönnum er gert á barnsaldrinum. Fældust fermingarkostnaðinn — Þú hefur nú fengið að púla á þessum árum? þungum tréskjólum. Handlegg- irnir bíða þess sjálfsagt aldrei bætur. Þegar ég átti að fermast, vildi helzt enginn taka mig til þess að þurfa ekki að borgá bæði ferm- ingarfötin og fermingartollinn. Að síðustu lenti ég þó til séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnar- sonar á Hólmum upp á það, að hann fermdi mig og skaffaði mér termingarföt í staðinn skyldi ég yinna hjá honum kauplaust að oðru í eiti ár Það tók mig sem sé árið að vinna fyrir því, að kom- ast í kristinna manna tölu. Um sumarið tór ég til hans og bað hann láta mig fá tvær krónur, svo að ég gæti fengið mér utan um ekki hægi — ég var búinn að fá svo mikið En Guðmundur. bróðir séra Jóhanns sem þarna var vinnumaður, komst að þessu og gaf mér verið „Sólartítið'- sumar — Fimmtán ára gamall len1 ég upp fjrir fjall, upp í Þuríðæ staði sem smali En ég var líka látinn vinna me smalastarfinu Eg held, að þett sumar nafi ^erið það versta, ser ég hefi lifað — Ert'ittV —Já, ég þurfti að gæta ánna o standa aak þess við slátt me Halldóri sem var dugnaðarmaðu Gg vildi að aðrir ynnu líka Ung íngai hefðu ekki látið bjóða sé það nú til dags Ærnar á Þuríí arstöðum voru látnar liggja úl yfir nóttir.a og ég fór ekki úr föl um i þrjái vikur eftir að frfáfæi urnar hófust. lagði mig aðeins dú og dúr úti um hagann. Einu sinn 1 stórrigningu iét ég ærnar im í húsin, porði nú samt ekki a sofna, hélt ég svæfi þá of leng En Halldór rakst seinna á skítim i húsunum og varð fokvondur yfit Framhald á 13. sfSu T í M I N N, fimmtudaginn 9. aprfl 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.