Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						24 SÍÐUR
108. tbl. — Föstudagur 1. maí 1964 — 48. árg.
4 mr/i verkalýSsmálaneíndar Framsóknarflokksins
DAGVINNULAUN
LÍFVÆNLEGRAR
Á háríðis- og baráttudegi verkalýðsins, 1, maí, flytur Verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokksins verkalýðsstéttun-
um í landinu hugheilar hamingjuóskir, og hvetiir til samstilltrar sóknar fyrir hagsmuna- og réttindamálum þessara
stétta. í því efni vill nefndin einkum minna á eftirtalin baráttumál, sem hún telur brýn og tímabær eins og nú horfir:
#   Vinnustéttunum verði tryggð full hlutdeild í vexti þjóðarteknanna, en mjög skortir á, að svo hafi verið undan-
farin ár. Misskipting þjóðarteknanna hefur og vaxið að mikium mun, og verður að snúa frá þeirri landsmálastefnu til
meira jafnræðis. Launþegasamtökin verði styrkt til þess að koma á fót eigin hagfræðistofnun til þess að fylgjast me2
þróun mála á þessu sviði.
#   Unnið verði markvisst gegn vaxandi dýrtíð og verðbólgu og snúið frá þeirri stjórnarstefnu, að verðlag hækki jafn-
an meira en kaupgjald, eins og nú er, þar sem kaupgjald hefur hækkað um 55% en verðlag um 84°/ ; -íðustu fjór-
um árum. Jafnvægi í þessunvefnum verði meðal annars náð með þyí að iækka vexti og hætta að legg'     ^yzluskatta
langt úr hófi fram, eins og gert hefur verið á síðustu árum.
#   Stefnt verði að styttingu daglegs vinnutíma, sem nú er óhóflega langur, með ^eim hætti, aðtekjur eð'ilegs vinnu-
dags nægi til lífvænlegrar afkomu/fen séu ekki Örþtrgðirkjör, eins og opinberar skýrslur staðfesta nú. Því er eitt
meginverkefni verkalýðsbaráttunnar í dag að ná því marki, að lægstu daglaun vinnandi manns dugi til mannsæmandi
afkomu meðalfjölskyldu.
#   Lögð verði áherzla á það í næstu kaupsamningum að koma á verðtryggingu launanna, og á þann hátt gert mögu-
legt að gera samninga og tryggja vinnufrið til lengri tíma, en verið hefur.
#   Gert verði nýtt og stórfellt átak til þess að afla öllum borgurum þjóðfélagsins viðunandi húsnæðis með greiðslu-
kjörum, sem þeir rísa undir. í þessum efnum hefur átt sér stað mikil öfugþróun á undanförnum árum, eins og sívax-
andi húsnæðisskortur, óhóflegur byggingakostnaður og stóraukið íbúðabrask ber vott um. Séð verði um, að bygginga-
lán geti orðið a.m.k. tveir þrið;u af byggingarkostnaði, og lánin til langs tíma, eins og gert er ráð fyrir í tillögum Fram-
sóknarmanna á Alþingi.
#   Unnið verði að endurbótum á tryggingakerfinu, m.a. á þann hátt, að allir geti orðið aðnjótandi stórhækkaðra
ellilauna og lífeyris, og stofnaður verði almennur lífeyrissjóður eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til á Alþingi.
#   Verkalýðsnefndin skorar á launastéttirnar að standa öruggan vörð um félagafrelsið og óskertan samningsrétt en
gegn allri lögþvingun, afskiptum og hefndarráðstöfunum ríkisvaldsins. Tilraunir ríkisstjórnarinnar á s.l. hausti voru
alvarleg áminning um aukna varðstöðu í þessum efnum, og fordæmir verkalýðsnefndin harðlega lögþvinganir þær,
sem ríkisst|órnin reyndi þá að koma fram á Alþingi. Minnir nefndin á, að opinberir starfsmenn hafa fengið að reyna
eftirminnilega, hvernig er að búa við skertan samningsrétt 0g gerðardóm.
#   Verkalýðsnefnd Framsóknarflokksins hvetur til sem allra beztrar einingar og samstöðu allra félagasamtaka
launastéttanna f landinu í kjarabaráttunni og telur það vænlegast til árangurs. Þess vegna telur hún ástæðu til að
harma, að ekki skuli nú vera fylgt þeirri venju að bjóða opinberum starfsmönnum þátttöku í l.-maí hátíðahöldunum í
ykjavík eða hátíðadagskrá útvarpsins, og einnig gengið fram hjá forseta Alþýðusambands íslands.
Verkalýðsnefnd Framsóknarflokksins heitir á verkalýðsstéttirnar, samtök þeirra og íslenzku þjóðina alla, að standa
saman í órofa heild um sjálfstæði þjóðarinnar, vernda menningu hennar og þjóðerni og óskertan rétt yfir auðlindum
og framleiðslutækjum, landi og fiskimiðum.
Með baráttukveðju á hátíðisdegi verkalýðsstéttanna.
Verkalýðsnefnd Framsóknarflokksins.
Ármann Magnússon              Á.sKjörn Pálsson'              Ásgelr Sigurösson             Borgþór Sigfússon
Paði Oiajsscn                   Hannes Jónsson  .              Hjörtur Hjartarson
Jóhann P. Einarsson             ' Jón Bjarnason               Jón Reynir Einarsson          Jón D. Gu'ðmundsson
Jón Jónasson                   KHstinn Gunnlaugsson         TArus Sigfússon
Markús Stefánsson                óðinn Rögnvaldsson  <          Páll Eyjólfsson               *>i~hnrr] Sigurbaldursson
Rúrik Kristjánsson             Si&urður Sigurjónsson           Stefán E. Jónsson           örn Einarsson
«>^
jjí^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24