Tíminn - 09.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓR! HALLUR SÍMONARSON Það fér eins og ti! var stofnað Hér sækja Bretar að marki íslenzka liðsins. En Matthias bægir hættunni frí með skaila. Ljósm. Tíminn G.E. ALBERT I KEPPNI VIÐ UNGLINGANA ,,UNGLINGAÚRVALIÐ" sigraði FH, styrkt með gömlum stjörn um, á sunnudagskvöld með 1:0. Leikurínn fór fram á Hafnarfjarð arvellinum og skemmtu áhorfendur sér hið bezta. Albert Guð- mundsson og Hermann Hermannsson vöktu mcsta athygli í liðl FH.— Og á myndinni hér að ofan sjáum við Albert kljást við tvo unglinga. Þrátt fyrir sin mörgu aukakíló sýndi Albert marga snilld- artakta og fékk óspart klapp frá áhirfendum. Hafði einhver orð á því, að það væri synd, að Albert væri ekki 20 árum yngri. „Ungl- ingaúrvalið" sýndl oft ágæta samleikskafla. Mesta athygii vakti markörðurinn, Guðmundur Pétursson, KR, sem varði mjög vel. Wanderers vann tilraunaliðið 6:1 Alf-Reykjavík. — Ógæfulegt tilraunalið landsliðsnefndar fékk háðulega útreið á Laugardals- vellinum í gærkvöldi, er það mætti brezku gestunum The Wanderers. Sex sinnum í leikn- um máttu varnarmenn íslenzka liðsins gera sér að góðu að horfa á eftir knettinum í eigið mark, en tilraunalandsliðinu tókst aðeins að skora einu sinni. Má segja, að farið hafi eins og til var stofnað. í næstum hverri stöðu í tilraunalandsliðinu var nýtt andlit, greinilegt merki um margvísleg sjónarmið, sem liin mannmarga landsliðsnefnd þarf að samræma. Og landsliðsnefndarmennirnir 5 mega vissulega þakka forsjóninni, að lokatölur leiksins urðu ekki 5:0, eins og staðan var nokkrum mínútum fyrir leikslok, en ekkert hefði getað undirstrikað betur „hin 5 földu hrossakaup.“ Vissulega má segja sem svo, að þörf sé breytinga, þegar landslið er valið, en var þetta ekki heldur mikið af því góða? Um 5 þúsund áhorfendur, sem sáu leikinn í gær kvöldi kváðu að minnsta kosti upp sinn dóm — sem sé góðlátlegan hlátur, þegar síðustu mörkin urðu að staðreynd. En nóg um það. — Öllum getur orðið á skyssa — og vonandi tekst landsliðsnefnd bet- ur upp næst, en næsta skref hlýt- ur að vera að fækka í nefndinni. Fyrsta mark leiksins var ekki á dagskrá fyrr en á 28. mínútu. Lítum nú á minnisblaðið. é Á 28. min. lék miðherji brezka liðsins, Fay, upp að endamörk- um hægra megin og gaf fyrir til Brimacombe, vinstri útherja, sem skallaði örugglega í mark, 1:0. ý Á 5. mín. í síðari hálfleik lék hægri útherjinn, Candey gegn- um vörnina hægra megin og skoraði með föstu skoti, 2:0. é Á 25. mín. kom 3:0. Miðherjinn, Fay, fékk sendingu frá kant: manni og skallaði inn. (Þess má geta, að eftir þetta mark yfirgaf Heimir markvörður völlinn vegna meiðsla). ý Á 3Ó. mín. skoraði Candey sitt annað mark með föstu skoti af vítateigslínu, án þess, að ís- lenzka vörnin reyndi mótleik. | Á 34. mín. skoraði Quail, vinstri innherji, 5. markið, fékk send- ingu rétt fyrir utan vítateigslínu og skaut nær viðstöðulaust. } Eina mark íslenzka liðsins kom á 40. mín. Eyleifur Hafsteinsson fékk sendingu fyrir opnu marki STUTTAR FRÉTTIR • Argentína sigraði England á laugardaginn og varð þar með sigurvegari í „Litlu heims meistarakeppninni", sigraði í öllum leikjum og fékk ekki á sig mark. Sigurinn gegn Eng- Iandi var 1:0, en það gefur alranga hugmvnd um gang leiksins, því cnska liðið var mun betra, þótt því tækist ekki að skora Daginn eftir vann Brazilía Fortúgal 4:1 og lokastaðan í mótinu var bví þannig: Argentína 3 3 0 0 6:0 í Brazilía 3 2 0 1 9:5 4 England 3 0 1 2 2:7 1 Portúgal 3 0 1 2 2:7 1 og þurfti ekki annað en ýta við knettinum. I Síðasta mark leiksins varð til á 41. mín. Það var Brimacombe, sem skoraði með hörkuskoti af um 20. m. færi. Fleiri urðu mörkin sem sé ekki og fannst sumum nóg. Hitt er víst, að þau gátu hæglega orðið fleiri og hjálpaði heppnin tilrauna liðinu í nokkur skipti. Varla er vert að geta um framimistöðu einstakra leikmanna f tilraunaliðinu lék „hver fyrir sig“ en minna var um samstillt- an leik liðsins. Tvær breytingar voru á liðinu frá þvl sem upphaf- lega var ákveðið. Árni Njálsson kom inn fyrir JÓhannes Atlason og Högni Gunnlaugsson kom inn fyr- ir Jón Stefánsson. Má segja, að þessir tveir varamenn hafi komið einna skást frá leiknum. Það var greinilegt, að ungu mennirnir, Her mann og Eyleifur, höfðu ekki þá reynslu til að bera til að geta komið fyrirvaralaust. inn í leik sem þennan. Dómari í leiknum var Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdi vel. Westmmmœyingar hafa forystuna AÁ-Véstmannaeyjum, 8. júni. VESTMANNAEYINGAR mættu Haukum í 2. deildar-keppninni i lelð- indaveðri á laugardag — og var knattspyrnan að ýmsu leyti í samræmi við veðráttuna. Þó sýndi Vestmannaeyja-liðið, sem vann með 3:1, mun betri knattspyrnu en gegn Víklng í Reykjavík á dögunum. Með þessum sigri sínum hefur ÍBV nú tekið forystu f A-riðlinum hlotið 6 stig í þremur leikjum, og á nú aðeins eftir að leika gegn FH í fyrri umferð- Inni. ÍBV náði forystu snemma í fyrrihálfleik, *r Haukar sendu knöttinn í eigið mark fyrir mis- tök. Bjarni Baldursson skoraði svo 2:0 fyrir ÍBV með glæsiiegu skoti af u. þ. b. 20 m. færi, sem hafnaði í stöng og inn. Rétt fyrir hlá skoruðu Haukar mark úr vítaspyrnu, 2:1. Og að- eins mínútu síðar er dæmd víta- spyrna aftur, en nú á Hauka- Ekki tókst ÍBV að nota þetta '„okifæri til að skora, þannig að í hálflsik var staðan 2:1.' Síðari hálfleíkui var allur þóf- óennari en sá fyrri. Eina markið í hálfleiknum skcraði Bjarni Ba’,d- ursson, sem einlék laglega gegn- um vörn Hauka og síðast mark- vörðinn og skoraði 3:1. Beztur í liði ÍBV var Atli Ein- arsson, sem að þessu sinni lék í stöðu vinstri framvarðar. Af sókn anmönnum var Ealdur beztur. — í liði Hauka sýudi markvörðurinn prýðisleik. Dómar: var Baldur Þórðarson úr Reykjavík o.g dæmdi vel. Víkingar kræktu ssn fyrstu stig VÍKINGAR kræktu í sín fyrstu stig í 2. deildar-keppninni með sigri gegn Breiðablik á sunnudagskvöld, 2:1. Ekki var knattspyrna þessara liða upp á marga fiska, en talsverð spenna var siðustu mfnúturnar, en þá reyndu Breiðabliksmenn án afláts að jafna mefin. Víkingar skoruðu fyrra mark sitt um miðjan fyrri hálfleik 0r vítaspyrnu, sem dómarinn, Carl Bergmann, dæmcii á Breiðab’ik- Þetta var eina mark hálfleiksins. — Snemma í síðari hálfleik bætti Víkingur öðru markinu við. Breiðablik skcraði svo sitt eina enark, þegar u. þ. b. 30 mín. voru liðnar af síðari hálfleik. Og síð- ustu mín. sóttu Breiðabliksmenn af miklum krafti. en ekki vildi knötturinn í netið. Oft skall hurð mjö« nærri hælum, og einu sinai glumdi hörkuskot í stöng Víkings- marksins. Þarna voru Vikingar heppnir að krækja í bæ^ stigin, en scgja ;ná, JS jafntefli hefði verið sanngjör.n úrslit. T ( M 1 N N, þriðjudagur 9. júni 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.