Alþýðublaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 4
4 A jþýgublaSlg Fimmtudag 8. des. 1955 Útgefandi: AlþýðuflotyuriM*. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttasljóri: Sigvaldi Hjálmarsso*. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvcrflsgðtu 8—10. rAsþriftarverð 15,00 á mánuði. t lettstsðl* lfiO. Krúsjev í Burma TVEIR æðstu menn Rússa, Bulganin og Krúsjev, eru um þessar mundir á opinberu ferðalagi og hafa heimsótt Burma. Temja þeir sér mik- il ræðuhöld eins og að lík- um lætur, og þykir Krúsjev sér í lagi taka munninn full- an. Hann komst svo að orði í Burma, að Bretar hafi arð- rænt þjóðina og torveldað henni langa hríð að njóta gæða landsins. Hefur sú stað hæfing valdið nokkrum úlfa þyt í enskum blöðum, sem finnst þessi áfellisdómur koma úr hörðustu átt. Vissulega liggur í augum uppi, að Bretar hafi forðum daga farið ómildum höndum um Burma eins og aðrar ný- lendur sínar. Þeir vildu bera mikið úr býtum, en láta lítið af mörkum. Nú er slík stefna fordæmd af æ fleiri frjáls- lyndum mönnum á Vestur- löndum, og þar standa Bret- ar í fylkingarbrjósti. Jafnað- armannastjórn Attlees hafði forustu um að veita ýmsum gömlum nýlendum Breta frelsi og fullveldi, meðan Ernest heitinn Bevin var ut- anríkisráðherra, enda getur naumast skeleggari málsvara kúgaðra í stjórnmálasögu undanfarinna áratuga. íbúar Burma nutu þessa eins og fleiri. Sjálfstæðisdraumur þeirra rættist, og nú býr þjóð in að landi sínu. — Reynsl- an hefur sannað, að þessi stefna var rétt. Burmabúar hafa ávaxtað frelsispundið dyggilega, komið á farsælu stjórnarfari og efnt til frið- samlegrar byltingar í at- vinnumálum sínum og..menn ingu. Spá Bevins og sam- herja hans er orðin að veru- leika og honum stærri og feg- urri en nokkur sá fyrir. Burma skipar í dag -með sóma sæti sitt meðal frjálsra og siðmenntaðra þjóða. Bretar þurfa ékkert að kippa sér upp við ummæli Krúsjevs. En þeir hafa hrein an skjöld, þó að þau séu í meginatriðum rétt, þrátt fyr- ir áróðurshneigðina. Hins vegar væri Krúsjev sæmst að líta sjálfum sér nær. Rúss- ar hafa líka sölsað undir sig nýlendur. Ríkin, sem þeim lúta, voru ekki frumstæð iönd, þegar rússnesku her- iveitirnar komu á vettvang. Menning þeirra og saga var mikil og góð. En þau hurfu úr tölu frjálsa þjóða líkt og ránsfengur, sem ekki fæst skilað aftur. Rússar hafa ekki léð máls á sömu fram- komu við Eystrasaltslöndin og Bretar sýndu Burma og fleiri nýlendum sínum í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Krúsjev á eftir að leggja stór og þung lóð á vogarskálarnar til að þola samanburð við brezku jafnaðarmennina, sem veittu Indlandi, Ceylon og Burma frelsi og sjálfstæði. Það hefði þurft fyrr að vera, og sannarlega reyndist brezka íhaldið skammarlega svifaseint að koma til móts við rökstuddar og tímabærar kröfur nýlenduþjóðanna. En meira að segja afturhaldið brezka sætir skárri dómi sög mnar en Krúsjev og félagar lans í Kreml. Þetta er ömur- :eg staðreynd um óheillaþró- anina í Rússlandi og talandi :ákn þess, hvað illgresið má sín mikils á hugsjónaakri Marx og Lenins. Boðskapur þeirra var allt annar en verk in, sem núverandi valdhafar Rússlands láta vinna og bera ábyrgð á. Og hvað ætli fólkið í Eystrasaltslöndunum segði, ef það frétti af leikaraskap Krúsjevs í Burma? Kannski yrði því hugsað til afbrota- mannsins, sem kallaði: Gríp- ið þjófinn— en hafði sjálfur stuldinn á samvizkunni? Og . á Vesturlöndum munu f agur- yrði Krúsjevs hljóma sem öfugmælavísa. Afgreiðslufólk Flugfélag íslands óskar eftír að ráða fólk til afgreiðslu- starfa nú þegar. — Skriflegar umsóknir, er greini aldur menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 955 fyrir n.k. föstudag, 9. desember. Flugfélag fslands Tónskál FINNSKA tónskáldið Jean Sibelius er níutíu ára gamall í dag. Hann er fæddur í bænum Tavastehus í Finnlandi 8. des- ember 1865. Tónlistarnám stund aði hann í Helsingfors og síðar í Berlín og Vínarborg. Þegar hann var aðeins þrjátíu og tveggja ára gamall — 1897 — hafði hann áunnið sér slíkt traust sem tónskáld, að finnska ríkið ákvað að veita honum ár- legan styrk til æviloka svo hann gæti eingöngu helgað tón- listinni krafta sína. Nú er hann viðurkenndur um heim allan sem eitt mesta tónskáld þessarar aldar og jafnframt mesta tónskáld, sem 10 þús. einfökum af nýrri umferðarbók dreiff í skóiana. JÓN ODDGEIR JÓNSSON, fulltrúi Slysavarnafélags fs- lands, hefur samið litla bók um umferðarreglur fyrir hjólreiða menn og nefnist hún: „Þú ert ekki einn í umferðinni“. Hefur Slysavarnafélag íslands gefið bókina út með fjárhagslegum stuðningi frá vátryggingarfé lögunum í Reykjavík. Bókin er prýdd fjölmörgum myndum til skýringar textanum, og m. a. eru myndir af öllum umferðar- merkjum íslenzkum í litum, og mun það í fyrsta sinn, sem myndir af þeim birtast á ein- um stað allar. Kennsla hefur undanfarið legið niðri í sundi og fimleik- um í skólum bæjarins sakir mænuveikifaraldurs, og verður svo enn um skeið. Tíminn, sem ella hefði farið til þeirra hluta, hefur því verið notaður til um- ferðarkennslu. Og nú er þess- ari umferðarkennslu var að ljúka, hefur nemendunum ver- ið gefin bókin „Þú ert ekki einn í umferðinni“, og hefur þannig verið útbýtt um 10 þús. eintök- um af henni. Er þetta sú bók, er kemur út í einna flestum eintökum. ' Finnar hafa átt. Á fyrstu hljóm leikum, þar sem eingöngu voru ! leikin verk eftir Sibelius og haldnir voru í Finnlandi árið 1892, var leikið verk eftir hann, sem hann hafði samið aðeins 26 ára að aldri. Verk þetta er sagn ræn tónkviða um hin tragisku örlög hetjunnar Kullvera í ltin um finnsku Kalevalaljóðum. Um verk þetta komst einn gagnrýnandinn, sem var við- staddur þessa hljómleika, svo að orði, að þessa hljómlist kann í aðist sérhver Finni við, jafnvel þótt hann hefði aldrei heyrt hana áður. Síðan hafa margir gert til- raun til að skýra þennan leynda „finnska“ kjarna í verk um hans og komast að raun um byggingu hans. — Utan Finn- lands er það skoðun margra, að Sibelius noti í verkum sínum finnsk þjóðlög og að það séu þau, sem setji hinn þjóðlega blæ á verk hans. Þessi skoðun er algjörlega röng. Allt til þessa hefur það reynzt ókleift að benda á eitt einasta þjóðlegt stef í verkum hans. Það er eft- irtektarvert í þessu sambandi, að mörg finnsk tónskáld hafa útsett fjöldann allan af finnsk- um þjóðlögum, en Sibelius hef- ur einungis gefið út þjóðlög í útsetningu fyrir píanó og þegar litið er á verk hans í heild, er gildi þeirra einungis fólgið í sérstöðu þeirra. Aftur á móti er hægt að finna í verkum eftir Sibelius fjölda stefja, sem í melódiskri byggingu og hljómfalli sýna ná- inn skyldleika við þjóðlög. Bent hefur verið á, að mögu- legt sé að rekja ýms sérkenni í tónlist Sibeliusar til hljóma hinnar finnsku tungu, en djúp þekking tónskáldsins á þessu sérstæða máli kemur greinilega fram í lögum, sem hann hefur samið við finnsk ljóð. List Si- beliusar er bæði þjóðleg og al- þjóðleg. í því liggur styrkur hans, og það sanna vinsældir verka hans í dag. Fiðlukonsert Sibeliusar er verk, sem nú er stöðugt leikið á öllum hljóm- leikum og sinfóníur hans og hinar sagnrænu hljómkviður njóta nú vaxandi vinsælda um heim allan og hið sama er að segja um kammermúsík hans og söngva. Á þessum tímamótum í ævi tónskáldsins eru verk hans nú flutt oftar en nokkru sinni fvrr og í dag munu tónverk skálds- ins hljóma um allt Finnland. Bandaríkjamaður, sem heim- sótti tónskáldið fyrir nokkrum árum, hefur lýst Sibeliusi á eftirfarandi hátt: Hann er jöt- unn að vexti og mjög snvrtileg- ‘ ur í klæðaburði. Hann reykir Havanavindla, þá beztu og stærstu, sem fást og heíur hið mesta jmdi af góðum mat og góðu víni. Hann er fyrirmynd- ar gestgjafi og veitir gestum sínum af mestu rausn bæði mat og drykk og undir slíkum kring umstæðum er frásagnarhæfi- leiki hans frábær og unun á að hlýða. Á slíkum stundum er Si- belius hrókur alls fagnaðar, en það er eitthvað við manninn, sem erfitt er að skilja. Þegar kvöldar og gestirnir hafa kvatt hvarflar ekki að honum að ganga til hvílu. Þá er eins og hann lifi í öðrum heimi og ekk ert geti truflað hann, því nú hefur tónskáldið tekið til við tónsmíðar sínar. Nýlf korf af Reykjavík komið úf. KOMIÐ er út að nýju kort af Reykjavíkurbæ, og var orðinn á því ærin þörf, þar eð breyt- ingar voru orðnar svo miklar á borginni, að eldra kort var ekki rétt á pörtum. Hið nýja kort sýnir öll nýju hverfin og meira að segja hið nýja hverfi, sem byggist sennilega á næsta ári við Hálogaland. Kort.inu íylgir skrá yfir allar götur. Það er prentað hjá Esselte í Stokk- hólmi. Söluumboð er hjá ísa- fold. Bók um baráffuna gegn eilinni. LISTIN AÐ LIFA UNGUR heitir bók, sem komin er út á íslenzku hjá bókaútgáfunni Spákonufell, Bókin er eftir dr. ( Victor Bogomoletz, rússneskan. lækni, sem gerður var útlægur eftir byltinguna 1917. Hann hef ur helgað sig mjög rannsóknum ( á yngingu og á sjúkdómum, er í ljós koma í sambandi við ellina. Meðal þeirra efnisgreina, sem | höfundur tekur til meðferðar í bókinni, eru: Fæðuval, svefn, kynlíf, starf, íþróttir, reyking- ar, skemmtanir o. fl. Bókinni fylgir skrá um upp- lýsingar, sem menn geta skrif- að upp, um þá sjálfa, og sent með fyrirgreiðslu útgáfunnar til dr. Bogomoletz í París. Framleiðir hann eftir þeim upp lýsingum sérstök lyf fyrir kon- ur og karla, eftir því sem við á. Þeim er svo blandað saman við venjuleg fegurðarlyf. Bókin er 214 blaðsíður að stærð, prentuð í prentsmiðj- unni Odda. Þýðandi er Þórir H. Einarssón.' Nóff fyrir noróan Fyrsta Ijóðabók Páls H. Jónssonar, kennara á Laugum, en hann er löngu kunnur orðinn fyrir kvæði sín. Allir þeir, sem vlija fylgjast með ís- lenzkri Ijóðlist verða að eignast þessa bólc. Bókaútgáfan Norðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.