Vísir - 13.11.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 13.11.1912, Blaðsíða 1
449 17 Ostar bestir og ódýrastir i verslun Einars Árnasonar. Föt og Fafaeíni s1í'J?u“u,™fí úrval Föt saumuð og afgreidd á 12-14 tímuni. Hvergi ódýrari en í ,OAGSBRÚN‘. Simi 142. Kemur venjul.út alla dagá nema laugard, I 25 blöð frá 25. okt. kosta: A skrifst.50a. Skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6, j Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 2—4 og 6—8. Venju- Langbesti augl.staður i bænum. Augl sjeskilað fyrir kl.3 daginn fytir birtingu. Miðv.d. 13. nóv. 1912. Háflóð kl. 7,55‘ árd. og kl. 8,17‘síöd. Háfjara hjer um bil 6 st. I2‘ síðar. Afmœli. Frú Anna Guðbrandsdóttir. Samkoma verður haldin af hr. C. H. Cox frá Vestur- heimi í Bárubúð annað kveld kl. Frú Cox syngur. — Allir velkomnir.— Aðgangur ókeypis. undir stjórn Hr. P. Bernbur skemtir gestunum i kveld á Hótel kl. 9 síöd. ;h ieykjavík Frú Kristín Hjálmsdóttir. Björn Árnason, gullsmiður. Halldór Jónsson, bankagjaldkeri. Aldarafmæli Páls Melsteds, sagnfræðings. Á morgun: Ingólfur fer til Borgarness, Veðrátta í dag. fciD O O nJ r í; Vindhraði Veðurlag Vestrn.e. 766,5 6,2 vsv 5 Kegn Rvík. 764,9 3,5 0 Regn ísaf. 761,8 5,1 s 3 Alsk. Akureyri 760,3 6,0 s 1 Heiðsk. Grímsst. 716,0 1,2 0 Skýað Seyðisf. 761,0 2,8 0 Regn Þórshöfn 766,0 12,1 N 1 Regn Skýringar. N—norð- eða norðan, A—aust- eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn.l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Kuldi táknaður með skáletri. Tóuskinn keypt í dag til kl. j,6. Hótel Reykjavík* Vísir No. 444 og 44S er keypt á afgreiðslunni. Ur bænum. Brúðkaup. í gærkveldi voru þau gefinsaman í hjónabaud, ungfrú Halldóra Þórðardóttir frá Ráðagerði og Gísli Guðmundsson gerlafræð- iugur, eigandi Sanitas verksmiðj- unnar. Höfðu þau veislu mikla í Hótel Reykjavík, þar sem saman voru komnir sjö tígir manna. »Ceres« kom frá útlöndum í nótt, tveimur dögum eftir áætlan, sakir óveðra á leiðinni, Með henni komu: Bjarni Jónsson frá Vogi, Arent Ciaessen, Bryde, Magnús Þorsteins- son meðfrúo.fl. Allsum 10 manns. »Perwie« fer vestur og norður kl. 5—6 í kveld, Dánir. 5. nóv. Þorkatla Sigurðardóttir, 44 ára, dáin á heilsuhælinu á Vífils- stöðum. 6. Kristín Jónsdóttir, gift kona, 38 ára, Vesturg. 50, 8. Kristinn bóndi Guðmundsson á Miðengi í Grímsnesi, 42 ára, dó áheilsuhælinu á Vífilsstöðum. * Mesti efnis- og myndarbóndi,* bjó mjög fallegu búi. Jarðast í dag. Gefin saman. 10. nóv. Guðbjartur Ólafsson stýrimaður og ym. Ástbjörg Jóns- dóttir, Nýlendugötu 16. 12. Eiríkur Þorsteinsson og ym. Ólína Guðrún Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 13. *Jxí úUöxvdum. Eftirmaður Biebersteins, sem sendiherra Þjóðverja í London, er orðinn Karl Maximilian Lich- nowsky greifi. Hann er fimmtíu °g tveggja ára að aldri, hefur verið við stjórnarstörf riðinn í Þýskalandi undanfarin átta ár og er maður vell- auðugur. Stærðfræðis- og land- fræðisþeltk ing* Forn- egypta. Það hefur lengi verið kunnugt, að fornegypsk alin, mál það, sem notað var á þeim tímum, er pýra- mídarnir voru bygðir, er nákvæm- lega 0,6356521 meter og vakti það mikla undrun, er hinn frægi stjörnu- spekingur,Clarke, gerði fyrirskömmu heyrum kunnar jarðmælingar sínar, þar sem hann fann að geisli jarð- ar til heimskauts (fjarlægðin frá jarðarmiðju til norðurskautsins) er 6356521 meter eða nákvæmlegalO niiljónir fornegypskra álna. — Frakk- ar ákváðu meterinn, sem einn tíu miljónasta hluta af hádegisbaugi til skauts, og reyndist mæling sú síður nokkuð ónákvæm. En Egypt- ar mæla eftir jarðargeisla og skakk- ar ekki einum tíumiljónasta og hafa þeir tekið þar tillit til flatmyndun- ar jarðarinnar við skautið. • Menn hafa reynt sig á að reikna út meðalfjarlægð sólar frá jörðu. Um miðja síðustu öld var hún talin 154 milj. rastir, en síðan hef- ur hver útreikningurinn af öðrum Iækkað þessa töiu og eftir nýustu rannsóknum er fjarlægðin talin 14940000 rastir. Hæð pýramídans, margfölduð með 109 (a: þúsund miljónum), er 148205000. Hvort myndi nú þessi ónákvæmni vera að kenna fornegypskum eða nú- tíðar mælingum? Hlið pýramídans, mæld í forn- egypskum álnum, er 365,2563, en þettað er dagatalan í siderisku ári. Margt fleira einkennilegt hafa menn fundið í sambandi við pýra- mída þennan og yrði of langt upp að telja, en eins skal þó enn getið. Siríus var uppáhalds stjarna Forn- Egypta og reiknuðu þeir eftir henni meðal annars hvenær flæði komu í Níl. Það er ekki langt frá því, að geislar hennar falli lóðrjett á hliðfleti pýramídans og stjörnu- fræðingur nokkur hefur reiknað út, að svo hafi verið árið 3303 fyrir Krist. Sumir draga af því þá ályktun, að á því ári hafi verið byrjað á byggingu pýramída þessa. Raddir almennings. Bæarlandið, Flestar menningarþjóðir í Evrópu kappkosta að rækta og bæta lönd sín, sem framast má verða. Sjer- staklega þó kring um höfuðborg- irnar. Þeir sem utan hafa farið, og sjeð liafa borgir í nágranna lönd- um vorum, munu sjálfsagt hafa tekið eftir, að óvíða eða hvergi eru óræktaðir blettir umhverfis þær, heidur skiftast þar á trjágarðar, ald- ingarðar, matjurtagarðar, akrar o. s. frv. Alstaðar þar sem nokkur mold- arlmefi er fyrir hendi gróðrinum til næringar. Landspildur kring um bæina eru verndaðir með girðing- um í því skyni, að yrkja þær og verja. En hjer í kring um Reykjavík— höfuðborgina á íslandi — á sjer hið gagnstæða stað. Raunar er bæ- arlandið girt, en sá er munurinn, að það er gert í þeim tilgangi að spiila þar ölluni gróðri, og elcki nóg með það, heldur er gróður- moldinni flett af landinu, og það gert óhæft tii ræktunar, sem áður mátti yrkja. Eins og nú horfir er ekki annað sýnna en að bæarlandið, sem nú er girt, og gert að hesta- geymslu, verði eftir nokkur ár ein óslitin eyðimörk — eintómar kiappir, grjóturðir og melar. Allir, sem litið hafa iandið á síðustu ár- um, hijóta að viðurkenna að þettað er rjelt, þeir sem ekki eru alger- lega blindir fyrir náttúrunni. Sann- ast er þó að segja, að víöast hvar í sveitum á sumrum, þar sem ann- ars nokkur inoldarjarðvegur er, er gnægð af alskonar jurtum og blórn- gresi og landið fagurlega skrýtt — nema kring um Reykjavík. I kringum bæinn sjest varla stingandi strá um hásumarið, hvað þá heldur nokkurt blóm; alt er rótnagað, sund- ur sparkað og troðið eftir hesta, þar sem helst væri þó von á gróðri. Þegar grasið er bitið, er jarð- vegurinn um leið sparkaður og troðinn sundur. Ræturnar slitna og missa því þróttinn tii að halda mold- inni kyrri og jarðveginum saman. Vatnið kemur þar næst og leysir í sundnr jarðveginn og'skolar hon- um burt. Þegar þurviðri ganga að sumrinu, tekur vindurinn við og tætirburt hverja moldar ögn,sem laus er, og sólin hefur bakað. Á vetr- utn heldur eyðingin áfrant, þótt engri skepnu sje beitt á landið, því að undir hana er búið að sumrinu. Frostið þenur út og sprengir í sund- ur gróðursnauða jarðveginn, og gerir vatniiiu hægra fyrir, er leys- ingar ganga, að skola honum burtu. Sporin eftir liestliófana frá sumrinu og troðningarnir verða nú marg- falt stærri um sig, en þeir voru í fyrstu, sakir áhrifa frosts, vatns og lofts. Náttúran leggur þannig sntiðs- höggið á eyðinguna, er mennirnir hafa látið hrossin byrja svo ræki- lega á. Frh. K. F. U. M. Þessa 4 bókstafi kannast allir við á landi voru. Kristilegt unglinga- fjelag er á barnsaldrinurn hjer hjá oss. Til er sá fjelagsskapur orð- inu utn miðbik 19. aldar. George Williams, ungur verslunarmaður, var stofnandi fjelagsins. Hann fann sárt til þess, live lítið var gert til eflingar kristilegu lífi meðai ungra manna, Fáeinir ungir menn söfnuð- ust saman með honum til þess að lesa biblíuna og öðlast meiri trúar þioska. Þettað fjelag byrjaði í smá-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.