Vísir - 15.03.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 15.03.1914, Blaðsíða 1
°iZ\ ÍVÍStr erblaðið þjtt. | Hann áttu að kaupa fyrst og fremst. * Kemur út alla daga. Sími 400. Atgr. i Austurstr. 14. kl. 1 lárd.til 8 síðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr.|l,80 Skrifstofa í Áusturstræti ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.). opin kl. 12—3, 14, (uppi), Langbesti augl.staður i bænum. Augl. Sími 400. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtingu. Sunnud. 15. mars 1914. Háfl. kl. 7,32’ árd.og kl. 7,56’ síðd. Á morgun Afmœli: Einar Jochumsson, truboði. Ólafur Ólafsson, skósmiður. Póstáœtlun: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. í Betel sunnudag 15. mars kl. ó1/^ síðd Efni: í dánarheiminum. Er afturhvarf eftir dauðann? Kenn- ing heilagrar ritningar um hegningu óguðlegra og afdrif þeirra; eiga þeir að pínast í endalausum kvöl- um? Hvernig og hvenær predik- aði Jesús fyrir öndunum í varð- haldi? Allir velkomnir. O. J. Olsen. eflnnin Engin samkoma UllUulll* í kveld. Lasleiki veldur. 1 íkklstur fást vénjulega tilbúnar I á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og I gæði undir dómi almennings. — Lmbw Sími 93. — Helgi Helgason. Ð;A I Blografteaterl O ' ' DlOf ReykjavíkurfO 10 Armur laganna. Leynilögreglu-sjónleikur í 3 þátt- um, fjarskalega áhrifamikill. »Járnhöndin« og foringi glæpa- mannafjelagsins »Hvíti glófinn«, de Croze, berjast í hinnsta sinni, Trúlofunar- hringa smíðar BjörnSímonarson. V allarstr.4. Sími 153 }tot\3 scwd\s\)e\\v frá Sendisveinaskrifstofunnt. Sími 444. GÓÐ HJÓN, sem kynnu að vilja þiggja að gjöf mjög efni- legt piltbarn á fyrsta ári, ósk- ast til viðtals á Lindarg. 43. (kjallaranum). S\mJv\e\V\v. Eyrarbakka í gær. Fiskurinn kominn. Fiskast hef- ur hjer fyrst í dag að nokkru ráði. Rjeru 3 opnir bátar og 2 vjela- bátar. Var ióið með lóðir. Frá Stokkseyri var einnig róið og höfðtt þeir net og veiddu nokkru meir, v»B\s^cv\nt\ i Stór sjerstök samkoma í kveld kl. 81/2. — Komið í tíma. 10—20 í hlut af vænum þorski. í gær var róið úr Þorlákshöfn með net og var allgóður afli. Drukknun. í gær drukknaði á Stokkseyri fón Böðvarsson, áður lengi bóndi í Dagverðarnesi á Rang- árvðllutn, um sextugt. Þetta var um hádegisbilið. Ætla menn að hann hafi verið að baða sig í sjónum, því föt hans fundust á klöpp hjá litlu Ióni þar, en líkið nakið rekið á sandinn. Besta tið er komin. Hefurtek- ið vel snjó af jörðu í uppsýslunni, en neðar var svo mikill snjór á, að ekki hefur komið upp jörð. Þó glatt sólskin sje í dag, er nokkuð frost og tekur því ekki upp. Vestm. eyum í gær. Afli hefur verið hjer nokkur und- anfarið, en farið minnkandi og í dagvarsamasemekkert, sem fiskaðist. Skemmtanir eru hjer miklar um hverja helgi. Nýlega komst það í móð að yrkja hjer gaman- vísur og urðu margir til þess. Þá var og saminn gamanleikur um þingmennskuframboð og ljeku hann Bjarni Björnsson og Ólafur Ottesen. Sherloc Holmes á að fara að leika hjer í næstu viku, leikur Ólaf- ur Ottesen Holmes. Bjarni Björnsson er að mála Ieik- tjöldin. Hettusótt er allt af að stinga sjer hjer niður. Hún er væg og hefur engin eftirköst haft. Akureyri í gær. Maður rotast. í gær fjell snjó- dyngja ofan af húsþaki á Siglufirði og varð maður undir henni og rotaðist. Hann hjet Ingitnar fónsson, miðaldra maður, og dó hann í nótt. Kong Helge hafði ekki komist vestur yfir Húnaflóa sökum ísbreiðu sem þar var, og fór því suður fyrir Iand. Hettusótt er nú mikil á Sauðár- króki, og flestir sveinar á Hólaskóla liggja í henni, misjafnlegu þungt haldnir. Snjór er hjer mjög mikill og stórhríð í dag. Aflalaust með öllu. Ljenharður er leikinn hjer um hverja helgi. Heldur farin að minnka aðsóknin. Samsöng höfðu þeir hjer í gær læknarnir, Steingrímur Matthías6on, Valdemar Stephensen og Sigurður Einarsson og Kristján Möller agent til ágóða fyrir sjúkrasamlagið. FuIIt hús, en ekki tókst söngurinn eins vel og vænta mátti. í gærkveldi var enn óafráðið, hvort Steingrímur sýslumaður byði sig fram í Norðurþingeyarsýslu móti Bened. Sveinssyni. Ú R BÆNUM Botnía kemur frá útlöndum í dag. Meðal farþega eru Garðar Gíslason kaupmaður, HalIdórDaníels- son yfirdómari, Sveinn Björns- son lögmaður, Frú Forberg sím- stjóra, og frá Vestmanneyum: Valdemar Ottesen kaupmaður, Frið- rik Gunnarsson túlkur, Gísli Lárus- son kaupmaður, Jón Sigurðsson um- boðssali. Stúdentafjelagsfundurinn í gær- kveldi var óvenjulega vel sóktur og vel setinn, því fám mínútum áður fundi var slitið — kl. 1V2 um nóttina — voru enn á fundi um 70 manns. Ræðurnar ráku hver aðra, ýmist alvarlegar eða gamansamar eða hvorttveggja í senn, en fund- urinn fór allur hið besta fratn. Fjórum sinnum talaði prófessor Jón Helgascn, tvisvar Gísli Sveins- son, Einar Árnórsson, Ástvaldur Gíslason, Þórður Sveinsson og Knútur Zimsen, en einu sinni Guðm. Finnbogason, sjera Bjarni Jónsson, Ágúst Bjarnason og út- gönguræðuna hjelt Einar trúboði Jochumsson. Til minnisvarða yfir Geir Ein- arsson stud. mag. safna stúdentar. Gjaldkeri er Kr. Linnet. r~n—rm~-iTH—Tfí irwrmiiwr—t——————■—1 Horðmenn bjóða qss til íþróttamóts. Nýlega barst formanni {. S. í. (íþróttasambands íslands) Axel sýslu- manni Tuliniusi boðsbrjef frá nefnd þeirri í Noregi, er stendur fyrir íþróttamóti móti miklu í Kristjaníu dagana 31. maí til 3. júní í sum- ar, og er í sambandi við 100 ára hátíð Norðmanna. Því miður voru frændur vorir svo ókunnugir hjer á landi, að þeir sendu brjefið manni á Norðurlandi, en hann sendi það svo kunningja sínum í Reykjavík, og sá kom því loks á rjettan stað. Þetta hefur gert svo stórkostlegan drátt á brjefinu, að nú er, þegar það loksins kemur fram, engin tiltök að senda mann á mótið. Tíminn allt of stuttur að æfa og undirbúa sig til fararinnar. Á íþróttamótinu verða um 900 Norðmenn, en 100 mönnum er boðið frá öðrum löndum, þó ekki fleiri en 16 frá hverju landi. Hjeð- an var boðið 6 mönnum. Það er leiðinlegt að ekki skuli geta orðið úr þátttöku hjeðan (vegna þessara krókavega, sem boðs- brjefið hefur farið). Þetta er mjög virðulegt boð og hefði orðið þátt- takendum til mikils gagns og á- nægju. Eru Norðmenn alkunnir að gestrisni og er einkar hlýtt til okk- ar frænda sinna, og hefðu gert ferðina hina bestu. Leikfjelag Reykjavikur. Ekki leikið í kveld sökum veikinda eins leikandans. Augu ástarinnar eftir JOHAN BOJER fimmtud. 19. þ. m. kl. 8 síðd. Tekið á móti pöntunum í bóka- verslun ísafoldar. Sunnuclagspantanir gilda fyrir fimmtud., og sjeu aðgöngumið- anna vitjað fyrir kl. 4 síðd. í Iðnó leikdaginn. Verslunin HERMES' (Njálsgötu 26) selur fyrst um sinn Kaffi ágætt kr. 0,78 pd. og flestar nauðsynjar eftir þessu, t. d. allur sykur ódýr mjög. Fingraför sendiherrans. Frakkneski stjórnmálamaðurinn Simon (1814—1896) var um tíma sendiherra í Kaupmannahöfn og var þá auðvitað oft í boði heldra fólksins, er hafði hann í háveg- um, enda þótt hann þætti stund- um ekki hegða sér sem samkvæm- ast ströngustu boðsreglumoghátt- um „fína fólksins“. Einu sinni var hann boðinn í teclrykkju hjá L. greifafrú, sem var mjög siða- vönd og tískuþræll mesti. Sam- ræður voru fjörugar og Simon gætti sín ekki, tók sykur úr ker- inu með fingrunum, en notaði ekki tengurnar, er til þess voru ætlaðar. Greifafrúin skipaði þjón- inum þóttalega að bera sykurkerið burt og sækja annan sykur í það, svo sendiherrann sá. Simon brá við í svipinn, en hjelt áfram sam- ræðunum eins og ekkert hefði í skorist. En er hann hafði lokið máli sínu, drakk hann í botn úr bollanum, gekk út að glugganum sem stóð opinn, og kastaði þess- um dýrmæta postulínsbolla út um gluggann. Að því búnu snjeri hann sjer að greifafrúnni og mælti brosandi: „Jeg ætlaði að spara yður það ómak, frú, að láta þjóninn fleygja bollanum út. því ef fingurnir á mjer hafa óhreinkað sykurinn í kerinu, hve mjög hljóta þá var- irnar á mjer að hafa sett bletti á bollann!“ Að svo mæltu hneigði sendiherrann sig djúpt og fór út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.