Vísir - 11.04.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 11.04.1914, Blaðsíða 1
yi\ \e út- erelsla—■ besta V loll breiddasta og ódýrasta dagblaðið á islandí. Vísir er blaðið þltt. Hann áttu að kaupa fyrst og fremsL Kemur út alla daga. Sími 400. Afgr. i Austurstr. 14. kl. 11 árd.til 8 siðd. Kostar 60 au. um mánuðinn. Kr. 1,80 ársfj. Kr. 7,00 árið (380—400 tbl.) Skrifstofa i Austurstrætil4. (uppi), opin kl. 12—3 Sími 400. Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sje skilað fyrir kl. 6 daginn fyrir birtlngu. Laugard. 11 apríl 1914. 25. v. retrar. Háflóð kl. 5,44’ árd. og kl. 6,7 síðd. Afmœli: Guðm. Bjarnason klæðskeri. Dr. Helgi Jónsson. Jón Vilhjálmsson skósm. Á morgun Frú Valgerður Jónsdóttir. Guðm. Arason trjesm. Sigurður Hallsson söðlasm. í Betel: Á þáskadag kl. 6i/, síðd. Efni: Upprisa Krists og himnaför. Er kenningin um upprisu Krists og himnaför sönn, eða er hún, eins og margir halda, aðeins skáldsaga? Á annan í páskum kl. 67» síðd. Efni: Friður á jörðu. Friðarhöfðinginn rnikli og ríki hans; verður það hjer eða á hinni nýu jörð? Allir velkomnir. O. «1. Olsen. við Bergstaðastræti * E Uíl III og Grundarstíg : Guðsþjónustur báða páska- dagana kl. ó^síðd. Aliir velkomnir. D. Östlund. JíoUá sex\d\s\)e\xv frá Sendisveinaskrifstofunni. Simi 444. Barnast. ,Svava‘ Fundur á morgun (Páskad.) á vanalegum tíma. Söngur, ræða, uppl. o. fl. Mætið öll. r u TSVARSKÆRUR fást samdar á Bergstaða- stæti 20 kl. 5—6 síðd. Ííkk á f * fkkistur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Helgi Helgason. £e\föe\t\\x\$ \^x\x ^osew&ux, J| árnvörur, ISÍÍi atvörur, J., Þ aksaumur, I BL^asar, I I espur, E^lýhvíta, Sýltutau, J (arðarber, Strígi, 1 öetrek. þetta kjósa menn sjer helst frá fóni Zoega, því þar er það best og langódýrast. Páskaegg. Peir, sem vilja fá pásliíiegg verða að flýta sjer, því þau eru þvínær búin hjá Irma og- Carla Olsen, Austurstrœti 17. Skrifstofa :r,'n Elmsklpafjelags íslands, j Austurstræti 7. Opin kl. 5—7. Talsími 409. - St. „Æskan“ biður meðlimi sína að mæta á páskadags-fundinum oghafameð sjer sálmabók. ÚR BÆNUM í Morgunblaðinu í dag stend- ur, að í Dómkirkjunni syngi 60 börn undir stjórn Jóns Pálsson- ar. þetta er mishermi, þau syngja þar undir stjórn Sigf. Einarssonax-, en í Fríkirkjunni stýrir J. P. þeim. Silfurbrúðkaup halda þau Guðjón Einarsson prentari og Guðrún O. Benediktsdóllir í dag. Ceres fór fimmtudagskvöld til vesturlands með fjölda farþega. Bragi kom í gær. Eggert ólntsson kom í morgun. Sterling fór til útlanda i gær- kvöldi. Pollux kemur í dag. Raflýsing ísafjaröar. Halldór Guðniundsson raf- magnsfræðingur fór með Ceres snögga ferð til ísatjarðar, til þess að rannsaka vatnsmagn f ánum i Skutulfjarðarbotni. Hefur bæ- arstjórnin í hyggju að koma á raflýsingu í bænum ef nægilegt vatn fæst þar. tSúí & Ji jlTiötorbátur jerst uppi i ^orgarjirði. 5 menn drukna. Borgarnesi í gær. 1 gærmorgun kl. 9 fór mótor- bátur Teits Jónssonar í Borgar- nesi úr Reykjavík hingað á leið. Var eigandinn formaður á hon- um, en auk hans voru sonur hans og dóttir, Jón og Pórunn, og Andrjes Gilsson, öll hjeðan úr kaupstaðnum. Ennfremur stúlka frá Lækjarkoti í Borgarhreppi. Veður var hið]| ágætasta og sljettur sjór. Til bátsins sást frá Akranesi um hádegisbilið og hjeðan sást til hans kl. 1 Vs, og átti hann þá eftir um klukku- tíma ferð hingað. En hann kom aidx-ei. í morgun voru menn sendir í af stað að leita með öllum fjör- um hjer út eftir, báðu megin Qarðar. Fundu þeir lík stúlk- unnar frá Lækjarkoti, og var það rekið hjá Höfn í Melasveit. Engar getur leiða menn að þvf, hvernig þetta slys hefur að borið, það virðist nær óskiljan- legt. Teitur Jónsson lætur eftir sig konu og 2 dætur; aðra gitta hjer, en hina 13 ára, og son, Þorkel að nafni, í Verslunarskól- anum í Reykjavík. FRÁ ÚTLÖNDUMjjl „Carmen Sylva“, rjettu nafni Elísabet, Rúmeníu drottning, hefur verið gerð heið- ursmeðlimur konunglega breska bókmenntaíjelagsins (RSL). Mætti þar sendiherra Rúmena fyrir hönd skálddrottningarinnar, en formaður tjelagsins, Maurice A. Gerothwohl, hjelt snjalla ræðu og lýsti starfsemi hennar. Einkunn- arorð drottningarinnar kvað hann vera þessi: „Jeg þekki enga aðra sælu en þá, að gera skyldumína, enga gleði nema fegurðarást og enga hugsvölun nema að vera önnum kafin“. Heilsufar drottn- ingarinnar hefur verið betra upp á síðkastið, en varla er það til frambúðar, því að henni gengur krabbamein að sögn líflæknis hennar. Sjómenn heimssekja páfann. Nýlega sóttu 260 breskir sjó- menn um áheyrn hjá páfa. Hinn heilagi faðir veitti þeim hana, tók við þeim ásamt skipstjórum þeirra, þakkaði þeim komuna og kvað það gleðja sig, að fá tækifæri til að sjá breska sjómenn, er væru synir þeirrar þjóðar, sem bæri göfuga menning og dáð með sjer um víða veröld. Er það fyrsta sinni, er nokkur páfi hefur veitt slíkum fjölda sjómanna áheyrn í einu. Hegningarhúsin f Kfna. Ensk kona, frú Bulstrode hefur ferðast um Kína og hefur í enska vísindafjelaginu í London haldið fyrirlestur um hegningar- húsin þar í landi. Hegningarhúsið í Urza er t. d. þannig, að í mörgum jarðhúsum, þar sem aldrei kemur sólargeisli, eru fangarnir geymdir í járn- slegnum kössum, sem eru svo Iitlir, að fangarnir geta hvorki setið uppi eða rjett úr sjer. Á híið kassans er höfuðstórt gat, þar sem fanganum er rjett inn um matur og drykkur og er þetta eina gatið, sem þeim berst hreint loft inn um. Er ekki nema eðlilegt, að dauðahegning þar í landi þyki mikiu vægari en æfilangt fangelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.