Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1915, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFELAG. Ritstj. JAKOB MOLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla i Hótel Island SIMI 400 5. árg Föstudaginn 24. desember 1915. 380. tbi. m tt me mmw. m $ *mm ............ gfe&'gí&feEis—..... ...— I H EIL Ö Gr KYRB. -<æ> Jólaliugvekj a eftir síra Bjarna Jónsson. Texti: Lúk. 2. 1.-14. Jólaguðspjallið falar um breytingar á ytri lífsvenjum. Menn yfirgáfu heimili sín og fóru í ferðalag. Keisarinn hafði látið það boð út ganga, að skrásetja skyldi alla heimsbygðina. Sú skrásetning gat ekki verið framkvæmd, nema mikið væri um að vera. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar, sumir með tilhlökkun, aðrir með kvíða. Alt var á ferð og flugi. Menn mættu daglega mörgum ferðamannalestum, til borganna komu fjölmenn- ir hópar æskulýðs og gamalmenna, víða mátti sjá rauöar rósir á kinnum, silfurhvít hár og hrukkur á enni. Oistihúsin voru troðfull af fólki, þar inni var glanmur og gleði, söngur og skraf, en þangað kómu einnig margir þreytt- ir til þess að leita sér hvíldar, en í æöum margra rann einnig æfintýrablóð og rík þrá bjó í hjarta. Pað var mikið um að vera í Betlehem; margir komu til litla bæjarins, því að fjölda- margir voru af húsi og kynþætti Davíðs. Qamlir kunningjar og frændur hittust og gleð- in var björt, er vinum var fagnað. Aðrir uröu daprir í bragði, er þeir litu fornar æskustöðv- ar, því að margir af fornvinum voru horfnir og þess vegna fanst þeim alt svo tómlegt. Kaupmennirnir höfðu nóg að gera, þeir vissu, að þeir nú gætu selt meira en vant var, gest- gjafinn hugsaði sér að græða og vildi auðvit- að helst hýsa þá, sem best gátu borgað. Það voru miklar annir í gistihúsinu, þar var ekki hægt að fá fleirí rúm, að minsta kosti var það ókleift fyrir fátæklinga. Oott áttu þeir, sem þektu góða vini og voru boðnir velkomnir hús þeirra. Það hefir eflaust verið glatt á hjalla í gistihúsinu og víðsvegar í þorpinu; kyrðin var þar ekki. En skamt þaðan var fjárhúsið; það kostaði ekkert að vera þar um nóttina, þar voru fátækl- ingar, sem gestgjafann hefir ekki langað til að hýsa. — En í fjárhúsinu var hin heilaga kyrð. Þar var iágt undir loft, en þar var himininn opinn, þar sást stiginn, sem náði frá jörðu til himins og englar guös fóru upp og niður stig- ann. Himininn var inni í fjárhúsiuu og Drott- inn heimsótti vini sína í heilagri kyrð, yfir þeim skinu hinar skæru stjörnur og hin gullnu ijós glitruðu. Fátæk móðir vafði hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér, og er hún horfði á barn- ið í jötunni og leit í hin skæru barnsaugu, þá sá hún hinar fegurstu stjörnur, og hjarta henn- ar fyltist sælum friði, því að hún hafði tekið á móti himneskri kveðju. í fjárhúsinu var hin sanna, heilaga jólakyrö, þaðan var þakkarbænin send til himins, því að nú var guðsbarnið komið úr himnadýrð, Jesús Kristur var kominn og með honum hin sönnu jól, En í þeirri bygð voru fjárhirðar úti íhaga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Þar var djúp og friðsæl kyrð, þar var þrá og eftirvænt- ing, þangað náði ekki skarkali heimsins oghá- vaði. Alt var svo kyrt, svo undurrótt, og kyr- látir, auðmjúkir menn, höfðu sungið himninum kveldljóð. En guð býr í kyrðinni, I hinum blíða blæ, og hann leitar þar að mönnunum. Alt var undir búið. Nú gátu jðlin homið. Hér voru þeir, sem hægt var að trúa fyrir boðskap frá himninum. Englarnir voru ekki sendir til hallar keisarans.heldur ekki til gistihússins í Betle- hem, menn hefðu víst ekki veitt þeim eftirtekt þar, menn höfðu um alt annað að hugsa en engla og himneskan boðskap, menn voru komn- ir til þess að láta skrásetja sig, en ekki til þess að hlusfa á englasöng. En í heilagri nætur- kyrð voru himr.eskir sendiboðar á ferð, þar Ijómaði dýrð Drottins og engillinn stóð hjá þeim, það var tekið vel eftir hinni stuttu, en fegurstu jólaprédikun: »Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögtiuð, sem veitast mun öllurn Iýðnum; því að yður er í dag frels- ari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs«. Á þessa jólaprédikun var hlustað með at- hygli, og himneskur fögnuður gagntók hjörtu þeirra. Á himni næturljósín ljóma svo ljúft og stilt og rótt, og unaðsraddir engla hljóma þar uppi’ um helga nótt. Fjárhirðarnir hafa fórnað höndum til hímíns. »Ó, heilaga stund, ó, friðsælu augnablik, hverf- ið ekki frá okkur, látið okkur fá að njóta hinn- ar sælu jólakyrðar«. Jólin voru komin og þcim var fagnað í heilagri kyrð. Enn einu sinni eru jólin komin. Enn er víða skarkali og ógnarys í tímans straumi. — Miklar jólaannir og mikill undirbúningur und- ir hátíöina miklu. Margt er á boðstólum og menn sækjast eftir mörgu, þegar jólrn nálgast eykst oft hávaöinn og mikil ókyrð ríkir. Alt er á ferð og flugi eins og á hinum fyrstujól- um. Hátíð heimilanna er í nánd, og þá hugsa allir heim. Þeir sem geta komið því við fara til vina sinna, aðrir bera þrá í- hjarta: »Ó, að eg hefði vængi, þá skyldi eg fljúga heim fyrir jólin«. — Vinir hittast og gleðjast sameigin- Iega, mörg umsvif skapast af þrá, menn vilja, veita öðrúm gleði. Slík þrá er svo eðlileg. — Er það ekki eðlilegt, að menn Iangi til að skreyta híbýii sín, svo að þeir, sem saman vilja vera, geti notið hátíölegra og bjartra gleði- stunda á hinu kæra heimili? Er það ekki fag- urt, að foreldrarnir tendra ljósin á hinu græna jólatré? Er ekki skemtilegt að sjá, hve mikið aðdráttarafl tréð hefir, fagurt að sjá börnin horfa hugfangin á töfratréð? Það getur verið, að þú hafir ekki jólatré en þú reynir samt að vekja heimilisgleði, bera jólabirtu til þeirra, sem þú elskar. Margir hafa haft mikið annriki og það hef- ir kostað mikla fyrirhöfn að undirbúa hin ytri jól. Starfið heldur áfram þangað til kirkju- klukkurnar kalla og jólasálmar hljóma í must- erum Drottins, og þegar á að tendra jólaljós- in heima, þá eru margir orðnir þreyttir. Það hefir verið svo lftið um kyrð, en borið mikið á truflun. En nú koma heilagar kyrðarstundir. Þær eru gefnar af guði, jólagjöf frá honum handa heimili þínu. Stuðlum að því, aö heimilin taki með gleði á móti hinni sönnu jóla- kyrð, syngjum jólasálma, Iyftum hjörtum vorum ti) himins og hlustum á englasöng. Jólin eru gefin heimili þinu. En þau eru einnig gefin þér. Þau vilja leiða sál þína inn í kyrðina. Þau eiga sérstakt erindi til þín. Þú heyrir óm kirkjuklukknanna. En heyrir þú ekki til hinnar himnesku klukku? Jóla- engill hringir þeirri klukku, það er kallað á þína sál: »Fagna þú maður, frelsari heimsins fæddur er«. Pér eru gefnir þessir dagar, til þess að hjarta þitt fái hlutdeild í himneskum gjöfum. Leituðu kyrðarinnar á þessum jólum. í kyrðinni getur þú fundið sjálfan þig, og í kyrðinni getur þú fundiö guð. Þú mátt ekki úthýsa hinni sönnustu og hreinustu jólagleði, þegar hún knýr á dyr hjarta þíns. Það má ekki vera komið svo margt ann- að inn í það herbergi, að þar sé ekki rúm fyrir hinn sælasta fögnuö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.