Vísir


Vísir - 22.05.1916, Qupperneq 1

Vísir - 22.05.1916, Qupperneq 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 vrv W A Skrifstofa og afgreiðsia í Hótel fsland SÍMI 400 6. árg. Mánudaginn 2 2. maf 1916. 139. tbl. JL Skúli Thoroddsen alþingismaður. Skúli Thoroddsen alþingismaður lést í gær sfðari hluta dags. hann var fæddur í Haga á Barðaströnd ö. janúar 1859. Faðir hans var eitt af hinum bestu þjóð- skáldum vorum, Jón Thoroddsen. Skúli útskrifaðist úr skóla 1879, tók embættispróf í iögfræði í janúar 1884, hvortveggja með lofi. Dvaldi hann þá um stund í Reykjavík og fékst við málaflulning, en varð sýsluniaður ísfirðinga það haust og var það til 1895. Nokkrum árum síðar fluttist hann til Bessasíaða og þjó þar nokk- ur ár, en fluttist til Reýkjavíkur 1908 og var hér síðan til dauðadags. Skúli var þegar á ungum aldri hinn mesti áhugamaður um stjórnmál og almenningshag. Óðar en hann komst höndum undir Iét hann þenna áhuga í ljósi með þjóðþarfaverkum. Má þar til nefna að hann stofnaði með öðrum »Kaupfélag ísfirðinga* og veitti því síðan forstöðu ýmist einn eða með öðrum, þar til er það hætti störfum. Hann barðist og mjög fyrir samgöngubótum í sýslunni, símum og eimbátsferðum, og fyrir sjóðstofnunum. Vildi hann láta menn leggja í söfnunarsjóðinn fé til síðari tíma, kom á fót styrktar- sjóði fyrir ekkjur og börn sjódruknaðra ísfirðinga og sjóði handa gömlum formönnum við Djúpið. Var hann gerður úr ágóða þeim er kaupfélagið átti, þá er það hætti störfum. Hann setti prentsmiðju á ísafirði 1887 ogtók aðgefa út Þjóðviljann, er hann var rit- stjóri fyrir æ síðan. Pá tók hann að sýna að hann hafði áhuga á tleirum málum en héraðsmálum. Tók hann þá allfast í strenginn með þeim mönnum, er vildu að ísland yrði réttar síns að njótandi og varð oft allbeiskyrtur við stjórnina. — Þar af mnnu *Skúlamálin«, sem landfræg eru orðin.' Er hér eigi stað- ur að rekja þau. Það lýsir miklum skörung- skap, sem nú hefir verið tal- ið, og hefir margur maður orðið þjóðkunnur fyrir minna. En miklu meira er þó um vert þingstörf hans. Hann var fyrst kosintr á þing af Eyfirðingurn 1890 í stað Jóns heitins Sigurðssonarfrá Oaut- löndum. Mintist hann þess síðar er hann stofnaði þús- und ára aímælissjóð Ey- fjarðar og gaf til hans 1000 krónur. Árið 1892 var hann kosinn þingmaður ísfirðinga og var það til dauðadags.— Hann var jafnan einn hinna mestu þingskörunga og var í fjárlaganefnd alla þingtíð sína. Hann fylgdi fast fram málum sfnum og gætti hans jafnan mikið.sakir þessaöhann var mælskur maður og rök- vís. — Andrés heitinn Björnsson ritaði ágæta grein um Skúla Thoroddsen í júníblaði Sunn- anfara 1913. þar er gjör sagt frá ævi hans og starfi og vil eg benda mönnum á þessa grein. Hann lýsir Skúla svo: „Eftir því, sem sá, er þetta ritar, hefir bezt vit- á hefir Skúli Thoroddsen verið ein- hver hinn skýrasti samtíðar- manna sinna hér á landi. — Áhnga og atorkumaður, sem gengið hefir framan að öllu með góðu eða illu. Allra manna viðkvæmastur fyrir því, ef honum virtist maður eða málefni órétti beitt, enda skapmikill en þó lengst um stiltur vel. Hverdagsgæfur og fáskiftinn mjög, heimasætinn og eigi mannblendinn. Ur því réttist þó við nánari kynningu, enda var maðurinn eigi dramblátur, nema við stórbokka. Ritfær var hann vel og ræðufær með afbrigðum á sinn hátt. Olli því eigi svo mjög málsnild, þótt hann kæmist oft vel að orði, heldur rökvísi og sannfæring um málstað sinn----------------' Að öllu samanlögðu er maðurinn einn hinna helztu og einkennilegustu manna, er fengist hafa við ís- lenzk stjórnmál á síðari tímum“. Skúli var forgöngumaður um margt, svo sem endurbætur á löggjöf um búnað og löggjöf um hús- menn og verkamenn, en einkum munu tvö mál geyma lengi minning hans: Kvenréttindamálið og sjálfstæðis- málið. Hann var hvatamaður þess, að eigi væri lengur haldið sjálfsögðustu mannréttindum fyrir konunum og hafði barizt fyrir því í 20 ár áður en aðrir fóru að hans dæmi. Sagan og framtíðarkonur munu láta hann njóta sannmælis um þetta. Skúli var óvanalega frelsiselskur maður og þessvegna skipaði lunderni hans honum í hóp þeirra manna, sem krefjast fullkomins frelsis fyrir ísland. þar var hann og ætíð, þegar á herti. Sýndi hann það bezt með ágreiningsatkvæði sínu 1908 í hinni svonefndu „millilandanefnd". Honum var þakkað illa þá og marga skortir ennþá skilning eða sanngirni til að sjá að þá barg hann frelsi þessa Iands. En sagan mun kunna því betur að meta það verk hans og setja hann fyrir það í öndvegi meðal beztu manna íslands. Ætíð var orustugnýr, þar sem Skúli var, og oft átti hann í vök að verjast, en aldrei lét hann bugast. Mætti heimfæra þar þessa vísu: Að standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall: sú skyldi karlmanns iund. En þetta verður erfitt þeim mönnum, er standa einir sem vargur á viðum úti, og veit eg eigi, hvort Skúli hefði enzt til þess. Á það reyndi ekki, þvi að þar átti það við, sem eitt skáldið lætur segja um mann „der staar Kvinder bag ham“. Kona hans var honum sem Bergþóra Njáli. Mönnum mun nú þegar ljóst, og mun þó betur síðar, að ísfirðingar eiga vandaverk fyrir höndum að fylla skarð Skúla á Alþingi. " y. f

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.