Vísir - 20.11.1918, Blaðsíða 1

Vísir - 20.11.1918, Blaðsíða 1
8. 6rj. MtðTÍkaáagÍBa 20 nÓTembcr 1018 806. tbl. r° Jarðarför Sveins eál I>órðarsonar fer fram frá dómkirkj- ■ unni, fimtudaginn 21. þ. m. kl. 2 e. m. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Þorkelsdóttir. tsm Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðar- för litla diengsins okkar, Amórs, fer fram frá heimili okk- ar, Bankaetræti 10, fimtndaginn 21. þ. m. kl. 11. Guðrún Jónsdóttir. Björn Arnórsson. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnnm, að okkar elskuleg móðir og tengdamóðir, Kristin Magnúsdóttir, and- aðist að heimili okkar, Skólavörðustíg 25, miðvikudag 13. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin eiðar. Halldóra Þórarinsdóttir. Andrés Andsésson. Guðrún Hákonardóttir. Magnús Þórarinsson. Símskeyti frá fréttaritara Vísls. Khöfn 18. nóv. Iniiuensan er mjög mikið að réna. Á fimtudaginn voru opn- aðir aftur allir opinberir skemti- staðir o. s. frv. Deuntser, fyrsti forsætisráðherra vinstrimanna, er látinn. Islandsmálanefnd danska þings-, ins, sem i ern 15 menn, gerði i dag fyrirspurn til stjórnarinnar út af hinum ægilegu fregnum af influensunni í Reykjavík, sem vakið hefir áhyggju mikla. Þýska stjómin hefir viðurkent sjálfsákvörðunarrétt Norður-Slés- vikur. Vopnahléið. Bandamenn taka Helgoland. í opinberri tllkynningu frá bresku stjórninni er skýrt nánar frá vopnahlésskilmálunum enáð- nr hefir verið gert i skeytum, sem hingað hafa borist. Þar er sagt, að bandamenn kafi áskilið sér rótt tij að setjast að í Helgolandi og hafa það sem tryggingu fyiir því, að vopna- hlésskilyrðin verði haldin. 30 þús- vélbyssur eiga Þjóðverjar að af- henda bandamönnum og allo kaíbáta sína, 6 brynvarin beitiskip, 10 bryndreka, 8 létt, vopnuð beitiskip og 60 tundur- spilla og önnur smærri skip eiga Þjóðverjar að afvopna. Járnbrautir i Elsass-Lothringen eiga Þjóðverjar aö afhenda og verða þaðan með her sinn og úr öðrum kéruðum fyrir vestan Ein innan 16| daga frá því vopna- hléið var samið. Öllum vopnahlésskilmélunum skal fullnægt innan 36 daga. Bandamenn heita því, að sjá miðveldaþjóðunuui fyrir matvæ!- um og ætla bráðlega að halda ráðstefnu um, hvernig fram úr matvælaskorti þeirra verði ráðið. Loftskeyti. London 18. nóv. Ftmðnr breskra og þýskra flotaforingjo. A föstudagskvöJdið kom Hugo von Meurer, þýskur yfirflotafor- ingi á fund Davíðs Beatty, yfir- fiotaforingja Breta, á skipi hans (v)ueen Elizabeth. í för með von Meurer voru 4 þýskir sjó- liðsforingjar og voru þeir fiuttir frá þýska herskipinu „Königs- berg“ á breska tundurspillinum „Oak“, sem meðal breska sjóhðs- ins er kaliaður „tundurspiilir Beattys“. Sátu þeir Beatty og Meurer á fundi í herbergi Beat- tys þangað til langt var iiðið á nótt. Síðan hófst ráðstefnan aft- ur fyrir hádegi á laugardag og var ekki lokið fyr en um kl. 6. Beatty sat við borðsendann, að baki hans var mynd af Nel- son en fyrir framan hunn dálít- ið Ijónslíkan, sem hann hefir lát- ið gera til minningar um for- ingjaskip sitt „Lion“, sem hann var á meðan hann var flotafor- ingi oiustuskipaflotadeildarinnar. (Á fundi þeesum hefir vænt- anlega verið rætt um framkvæmd vopnahlésskilmálanna að því er enertir flotann, afhendinguHelgo- lands o. s. frv.) Frá vigvellinum. Her bandamanna hefii nú haf- ið för sina til Rínar, samkvæmt v'vnnahlósskiimálunum. list er við því, að her Frakka komi til Metz og Strassborgar á morgun, ef liann er ekki þegar kominn þaDgað. Bandarikjaliarinn hóf för sína ?r.eiama f gærmorgun. Fyrati og fjórði her Breta halda'og aust- ur á bóginn. / Keisarinn og ættmeim iians. Þýskalandskeisari, sem nú hef- ir sagt af sér, ætlar að fara heim aftur frá Hollandi, vegna óeirða þar í landi, og „Lokal Auzeiger8 telur það líklegast, að honum verði leyft það. Sagt er að laun keisarans muni verða greidd til þess tíma er hann sagði af sér. EíkiserfingÍDn þýski erí Þýska- landi og dvelur í Cecilienhof. Eidel Friedrich prins hefir op- inberlega skorað á félaga sína í setuliðinu í Potsdam, að ganga í þjónustu nýju stjórnarinnar. Þingkosningar í Bretlandi 14. desember. í opinberri tilkynningu bresku stjórnarinnar er skýrt frá því, að þingkosningar eigi fram að fara í Bretlandi 14. desember. Þingið verður leyst upp nú í vikunni og hefir verkamanna- flokkurinn ákveðið að léta fnll- trúa sína ganga úr stjórninni um leið og þingi verður slitið. Sagt hefir verið að verkamenn ætli sér 'að bafa menn í kjöri í miklu fleiri kjördæmum en áður og berjast til* valda við kosning- ainar. Héraðslæknirinn, Jón Hj. Signrðsson hefir beðið Vísi að leiðrétta ónákvæmni nokkra, sem var í blaðinu í fyrrad. í frásögninn um komu influens- unnar hingað. Hann kveðst hafa borið það undir landlækni ein- an, en ekki forsætisréðherra, hvort Botnia skyldi sóttkvíuð, er hún kom hingað i október, og gert það áður en skipið var komiÖ inn á höfnina. Daginn eftir kom Willemoes frá Ameriku með skipshöfnint veika. Þá náði hér- aðslæknirinn ekki til landlæknis og bar þaö þess vegna undir for- sætisráðherra, hvort lað skip skyldi sett í sóttkví. Ráðherr- ann hafði víeað málinu til land- læknis og voru allar samgöngur bannaðar viö 'skipið, þangáð til svar hans var fengið. Esmpiö aigi Teiðar’seri án þoss að npyrja nm verð hjá Ails konar vörurtil ® véiabáta og seglsbipa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.