Vísir - 20.04.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 20.04.1926, Blaðsíða 3
VlSIR Þriöjudag-inn 20. apríl 1926. lí Rudge-Whitworth reiðhjólin i eru ágrelnlngslaust talin að vera bestu reiðhjól Englands. Verksmiöjan, sem býr þau til, er eina reiðhjólasmiðjan sem selur hjól til bresku konungshirðarinnar. Á reiðhjóium þessum eru sérstaklega góð frihjól með fóthemli (.fótbremsu'), en auk þess er á þeim handhemlll, svo að fullnægt sé enskum laga-ákvæðum. Öll eru hjólln afarsterk, falleg útlits og kosta ekki meira en almennar tegimdir, sem hér eru á boðstólum, enda þótt slík lijól séu með öllu ósambærileg við Rudge-Whit - worth. Hverju elnasta hjóli fylgir ábyrgð verksmiðjunnar. Sú ábyrgð gildir um alveg ótakmark- aðan tíma. Rudge-Whitworth mótorhjól eiga ekki heldur slnn líka. Getnr nokkor vafi leikið á þvi, að langbesta reiðhjðlið, sem til Islands hefir komið, sé tilvalin fermingar- og snmargjði? Þessi hjól fást aðeins hjá okkur. *%| HELGI MAGNUSSON & Sildarútvegnrinn. IV. Niöurl. Svíar. Þá er komiö aÖ þeim, sem aöal- lega hafa keypt af oss undanfarin ár salt- og krydd-síld. Það er aug- íjóst, að síldarfyrirtæki ríkisins þarf að gera alt sem hægt er til þess að halda sænskum síldar- kaupendum, sem öðrum, ánægð- um. Þeir Svíar, sem náð hafa sild héðan fyrir framleiðslukostnað með aðstoð íslenskra eða danskra leppa, mundu ef til vill í byrjun taka það illa upp, að sala og út- flutningur síldar hyrfi úr höndum einstáklingá og til einkasölu síld- arfyrirtækis ríkisins. En það sjá allir, að þessir Svíar eiga engan 1 étt á sér hér. Það getur ekki ver- ið meining nokkurs manns, að láta Svíann salta hér með leppum, og taka síldina fyrir framleiðslu- kostnaö, en íslendinga, sem gera út og salta fyrir eigin reikning, sitja eftir meb sína síld óselda, eins og svo átakanlega sýndi sig í ár, og á eftir að sýna sig ef sama skipulagsleysi verður látið ráða áfram. Þá eru þeir Svíar, sem sjá hið 1 étta i þessu máli, og eru þeir, sem betur fer, margfalt fleiri en hinir. Þeir sjá nauðsyn skipulagsins og hversu mikla kosti það hefir að stjórn síldarfyrirtækis ríkisins ráði yfir allri síld, saltaðri, krydd- aðri og til bræðslu. Þeir vita, að þá yrði ekki saltað nema það allra besta, því að úr nógu er að velja, í stað þess, að nú er alt saltað sem saltandi er, og kannske meira en það. Oft lendir það i bræðslu hjá einum, sem annar fær saltað. Etnn stærsti kostur þessa fyrirkomu- lags, að hafa síldina undir einni stjórn, er, að alt síldarmat yrði miklu léttara, eihfaldara og trygg- ara. Þetta sér Svíinn og aðrir, sem vilja segja rétt og satt frá. — Þá er hinn aðalkosturinn fyrir Svía, sem kaupa salt- og krydd- síld fyrirfram af stjórn síldarfyr- irtækis ríkisius, að öll viðskifti yrðu miklu áreiðanlegri og trygg- ari, en ef þeir ættu við einstakl- inga. Þessi kostur er svo stór, að Norðmenn og aðrir, sem á hafinu eru, mundu vart koma til greina þegar um fyrirframsölu væri að ræða, eins og mikið mundi eiga sér stað undir þessu fyrirkomu- lagi. Sá mikli misskilningur, sem er hjá mörgum hér, að Svíar mundu taka þessu illa og reyna að eyði- leggja síldareinkasölu ríkisins með toJlum og bönnum, er fjar- stæða, því að alþýða í Svíþjóð lítur á íslensku síldina sem einna ódýrasta, nauðsynlegasta og besta fæðutegund þar í landi. — Sá sem þetta ritar, hefir oftsinnis talað við sænska síldarkaupmenn og aðra víðsvegar í Svíþjóð um þetta málefni og þykist vera því eins kunnugur og margur annar útlendur og innlendur, sem slá fram allskonar staðhæfingum og vit- leysum út í loftið í þessu máli. Niðurlagsorð. Margir slá því fram, að oss þýði ekkert að l)reyta um fyrir- komulag á síldaratvinnuveginum vegna þess að Norðmenn verði svo miklir fyrir sér á hafinu, að vér fáum við ekkert ráðið. Hér er fljótfærni og skammsýni manna á ferðinni. Má eg spyrja: Er það nokkuð nýtt, að Norðmenn fjöl- menni hér yfir sildveiðatímann ? , Nei, eg veit ekki annað en að vér liöfum þá nú eins og er, og verra getur það ekki orðið. Hin stjórnlausa og taumlausa samkepní undanfarin ár, í þessum atvinnuvegi, getur ekki haldist lengur. Sama er að segja um all- an þennan útlendingavaðal. Hann þarf að hreinsast Jjurtu. — Þess vegna- er það brýn nauðsyn að ger- breyta um fyrirkomulag nú þeg- ar til þess að þessi átvinnuvegur komi landi og þjóð að gagni, í stað þess að vera þjóðarböl, eins og nú er. — Það kann að vera, að elcki sé lrægt að gera bylting í þessum atvinnuvegi án þess að gera einhverjum óþægindi, og er það ekkert nýtt, þegar um lækn- ing á þjóðarböli er að ræða. Hér má ekki fara hálfa leið þegar eitbhvað á að gera, eins og t. d. með því að koma á einkasölu á saltsíld, en skifta sér ekkert af síldarverksmiðjunum og útlend- ingunum. Slíkt er skammsýni og þess háttar einkasala getur ekki haldist nema ef til vill eitt ár, og það með sérstökum „sniðugheit- um“. Það sem hér liggur fyrir að gera er þetta: 1. Að koma öllum útlendingum, sem fást við síldarútveg, burt úr landinu. 2. Byggja fyrsta flokks síldar- verksmiðjur. 3. Koma föstu skipulagi á síld- arsöltun og útflutning. Þegar þetta hefir verið gert, getur komið til mála, að vér töl- uðúm vj;ð vini vora Færeyinga og Dani um stundarsakir. Yfirleitt múndi aðstaða vor verða svo góð með þessu fyrirkomulagi, að fjöldi Norðmanna hlyti að tærast upp á hafinu, enda gætu verksmiðjurnar lijálpað oss til að selja saltsíld endrum og eins svo lágu og sann- gjörnu verði, að Norðmönnum og öörum þætti ekkert girnileglr að gera út á hafinu. Hér er alvarlegt mál á ferðinni og þarf fljótrar lausnar og hjálp- ar með. Verður það ekki gert nema með aðstoð og vernd ríkis- ins, eins og bent hefir verið á áð- ur. Menn mega ekki láta glepja sig með aðvörunarhrópum, raka- lausum glamuryrðum hinnar frjálsu samkepni, þvi að hún á alls ekki við hér. óskar Halldórsson. Ritfregn. —o— Halldór Helgason: Upp- sprettur. —• Reykjavík 1925. — Prentsm. Acta. Höf. þessara kvæða hefir birt eftir sig nókkur kvæði í blöðum áður, og þótti mörgu'm, sem þar væri komið efnilegt skáld fram á sjónarsviðið. Eg verð að játa, að eg er ekki eins hrifinn af kvæðun- um nú, er eg sé þau í heild, þvi að fá ein skara þar fram úr. En þó íinnast sumstaðar góð tilþrif, og má þar til nefna kvæðin Elda, þar sem er þessi fallega lýsing: í haustnætur-húminu kyrra, er hrimsnær þekur fjöll, við göngum út frá garði um gulnaðan heyjavöll. — Öll bygðin hvílir í breiðum skugga, þótt l)liki ljós í hverjúm glugga. Kvæðaefnin eru flest einföld og blátt áfram, og mjög laglega kveður höf. t. d. um lóuna (Lóan komdu) eða um hestinn (Jódyn- ur), um Sumarmálin og Bónda- konuna. Hann ann ljósi og yl, bæði andlega og líicamlega, sbr. vísuhelminginn: Heill því auga, er sannleikann sér, þó að sortni af skammdegis-nótt. Heill þeim vilja, sem veit, hvert hann fer, þó að viðreisnin gangi’ ekki fljótt. Sumstaðar bregður fyrir gam- ansemi (sbr. lokalínurnar í kvæð- inu um Geirríði grimmu), og viða kemur fram meðaumkvun með þeim, sem eiga bágt að einhverju leyti. Smekkleysur koma ekki oft fyrir í bókinni. Þó tel eg þetta t. d. heldur flatt og smekklaust: Taktu’ ekki frá mér trúna! Teymdu mig heldur guði nær. Og eitthvað áþekt kemur víðar fyrir. Höf. er sem sagt eklci einn af stóru spámönnunum, en hann fýll- ir sitt rúm sem eitt af betri al- þýðuskáldum landsins, og margir munu geta haft ánægju af ljóðum hans. Jakob Jóh. Smári. Opið bi»éf til félaga Barnavinafélagsins Sumargjöf. —o— Þar sem okkur hefir komið til hugar að vera kynni að einhverj- ir af meðlimum félagsins mundu vilja hjálpa til við fjársöfnunina t’yrsta sumardag, leyfum við okk- ur að benda á, að skrifstofa Barna- dagsins verður á afgreiðslustofu Morgunblaðsins, Austurstræti, og opin kl. 4 e. m. (miðvikudaginn) síðasta vetrardag. Geta því þeir félagar, er vilja selja nokkur ein- tök af blaðinu, eða merkjunum, vitjað þess þar strax á miðviku- dag. Annars verður skrifstofan opin frá kl. 4 síðasta vetrardag og frá kl. 9 fyrsta sumardag. Hjálp ykkar með þökkum þegin. Virðingarfylst. F jársöfnunarnefndin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.