Vísir - 05.04.1933, Blaðsíða 2
VÍSIR
Höfum fyrirligg-jandi:
HAFRAMJÖL,
HRÍSGRJÓN,
HRÍSMJÖL,
VICTORÍUBAUNIR.
KANDÍS, svartan.
ímskeyti
Nev,- York 4. april.
Unitcd Press. - FI5.
Akron-slysid
Af þeim, sem voru á loft-
skipinu Akron er vitað með
vissu um, að einn er látinn og
að þremur var bjargað, en hver
orðið hafa örlög þeirra 76, sem
eftir eru, vita menn ekki með
neinni vissu, en alment óttast
menn, að þeir liafi aliir farist.
Tundurspillar, sem þátt taka
i leitinni, liafa fundið flak und-
an New Jerseyströndum. Rek-
ur flakið á liaf út. Nánari
fregnir vantar, en eigi ólíklegt,
að um leifar loftfarsins sé að
ræða.
Flotamálaráðuneytið hefir
tilkynt Roosevelt forseta, að
Akron liafi að líkindum lent
i fárviðri og eldingu lostið nið-
ur í það. — Mikil þoka og rign-
ing hafa gert leitina örðugri,
en henni er haldið áfram, með
öllum þeim tækjum, sem fyrir
hendi eru. Fjöldi skipa úr flot-
anum tekur þátt í leitinni og
sjö flugvélar.
Washington 4. april.
United Press. - FB.
Opinberlega tilkynt, að á
Akron hafi verið 77 manna á-
liöfn, og þar af hafi að líkind-
um 74 farist, þ. á m. Moffett
aðmíráll. — Tundurspillirinn
Tucker er kominn til flota-
stöðvarinnar í Rrooklyn með
þá þrjá, sem af komust. Höfðu
þeir allir meiðst. Eiunig með
lík Copeland loftskejdamanns,
sem lést á þýska eimskipinu
Phöbus, eftir að lionura hafði
verið bjargað. — Ein af strand-
gæslusnekkjunum hefir sent
loftskeyti um, að fundist hafi
lík MacLellands, annars j-fir-
manns á loftfarinu, og fanst
það á reki skamt þar frá, sem
menn ætla, að loftskipið hafi
farist. —
Sérfræðiugar úr flotanuin
hafa tilkynt Roosevelt, að full-
víst megi telja, að eldingu hafi
lostið niður í skipið. — Vonir
um, að þeir, sem ekki hafa
fundist, finnist á lífi, eru nú
næsta litlar.
Loftskipið var i þúsund feta
hæð, er eldingin grandaði þvi.
London 4. apríl.
United Press. - FB.
Bretar og Rússar.
Sir John Siinon hefir lagt
fyrir þingið frumvarp, sem
heimilar ríkisstjórninni að
banna innflutning á hverskon-
ar afurðum frá Rússlandi.
Budapest 5. apríl.
United Press. - FB.
Forvaxtalækkun.
Forvextir bafa lækkað um
1% i 6%.
Madrid 5. apríl.
United Press. - FB.
Uppreistaráform á Spáni.
160 syndikalistar og 3 leið-
togar anarkista voru liandtekn-
ir í Madrid og Sevilla í gær og
nótt. Lögreglan hafði komist
á snoðir um, að í ráði var að
gera stjórnarbyltingu þ. 14. þ.
m., er tvö ár eru liðin frá því
konginum var steypt af stóli.
Utan af landi.
Akureyri 4. apríl.
Réttarpróf út af Novumálinu
hófust í dag. Fyrst var yfir-
heyrður . Steingrímur Aðal-
steinssön, form. Verkalýðsfé-
lags Akureyrar. Svaraði liann
öllum spurningum greiðlega.
Næstur var Jón Rafnsson, úr
Vestmannaeyjum. Neitaði liann
að svara öllum spurningum.
Var hann settur i gæsluvarð-
liald. Kommúnistar hóta, að ná
honum út með valdi, verði
honum ekki slept fyrir kveldið.
Síðar: Þóroddur Guðraunds-
son frá Siglufirði, var sá þriðji
sem yfirheyrður var. Neitaði
hann einiiig að svara, og var
slept með það, að svo stöddu.
Jón Rafnsson var sóttur í
gæsluvarðhaldið og spurður að
nýju, en neitaði að svara, og
var slept úr varðhaldinu að
svo stöddu.
Frá Alþingi
Efri deild.
Fimm mál voru á dag-
skránni, en fundur stóð þó yf-
ir aðeins um 20 minútur.
Frv. til lijúkrunarkvennalaga
var afgreitt til Nd. aftur. —
Frumv. um breyl. á lögum um
sjúkrasamlög, var afgi-eitt sem
lög frá Alþingi. — Frv. um br.
á hafnarlögum fyrir Reykjavík
var, samkvæmt tillögu sjávar-
útvegsnefndar, samþykt ó-
breytt til 3. umræðu. — Frv.
um br. á 1. um aukatekjur rik-
issjóðs og frv. um br. á I. um
stimpilgjald var visað til 2.
umr. og fjárhagsnefndar.
Neðri deild.
Þar voru 9 mál á dagskrá:
t. Frv. til l. um varnir gegn
því að næmir sjúkdómar ber-
ist til íslands, 3. umr. Steingr.
Steinþ. liafði framsögu fyrir
hönd allsherjam. ogkvað liana
leggja til, að frv. yrði samþ.
með mjög smávægilegum
breytingum. Dómsmálaráðh.
sagði, að með lögum þessum
myndu nokkrir læknar missa
talsvert af tekjum sínum, en
sérstaklega væri það þó Iiér-
aðslæknirinn í Rvík, sem þetta
kæmi liart niður á. Mundi þetta
rýrar tekjur lians uin helming,
og væri það allmikið, sérstak-
lega þegar tillit væri tekið til
þess, að hann i fyrra liefði ver-
ið sviftur réttindum til læknis-
starfa út um bæ. Sanngjamt
mætti þvi telja, að honum yrði
á einhvem liátt bættur upp
xxxxiocxjooqöo; x>qo»oooöooc«x xjocooooooaop.m jcí'Æoocíioaoöat
55
ó:
Heimsfrægt
vörumerki
Tomato Catsup
Pickles Mustaröur
fæst hér í verslunum.
Þórður Sveinsson & Co.
Umboðsmaður fyrir
Califcrnia Packing Corporation
ÍÖOOOOOOOOOOO;XXXJOOOOOOOOOO!XXXXXXXSOOOOOÍXXÍOO«XÍOOOOOO;
Vísis kaffið gerir alla glaða.
þessi tekjumissir. Jóli. Jósefs-
son tók í sama streng, en benti
liinsvegar á það, að fleiri lækn-
ar myndu missa allmiklar
aukatekjur, cf frv. þetta yrði
að lögum, og nefndi í því sam-
bandi héraðslæknirinn í Vest-
mannaeyjum. Hann kvaðst og
vera i miklum vafa um það,
hvort lög þessi yrðu nema
„bjarnargreiði" við þær liafn-
ir, sem fyrir miklum aðsókn-
um yrðu af liálfu erlendra
skipa. M. Jónsson kvaðst ekki
vilja missa þá trjrggingu, sem
í því væri fólgin, að læknir
skoðaði skipin. Einkum vegua
þcss, að varúðarráðstafanir
þær, sem setja ætti í staðinn
væru svo litilfjörlegar. Og hvað
þvi við kæmi, að taka ætti trú-
anlegt það, sein viðkomandi
skipstjóri segði um það, hvort
hættulegir sjúkdómar hefðu
geisað í landi því, sem liann
kæmi frá eða ekki, þá væri lit-
ið á slíkum umsögnum að
ln'ggja. Enda myndi héraðs-
læknirinn og aðrir læknar geta
fylgst betur með þvi, en ein-
hver og einliver maður, sem i
þessu tilfelli jtöí falið að fara
um borð í skipin.
Nokkrar umræður urðu enn
um málið, milli M. J. og Vilm.
Jónss., og var málinu að þeim
loknum vísað til 3. umr.
2. Frv. til l. um dráttarvexti,
1. umr. Því var umræðulaust
vísað til 2. umr. og fjáhagsn.
3. Frv. til l. um bregt. á l.
um atvinnu við vélgæslu á ísl.
gufuskipum, 1. umr. Jafnaðar-
menn flvtja frv. þetta, og mið-
ar það til þess, að takmarka
rétt þann, sem undanþáguvél-
stjórum er veittur til vélgæslu,
til þess að tryggja mönnum,
sem útskrifaðir eru af vél-
stjóraskóla íslands forgangs-
réttindi til þeirrar starfsemi.
Málinu var, eftir stutta grein-
argerð frá H. G., vísað til 2.
umr. og sjávarútvegsnefndar.
4. Frv. til I. um nokkrar
breyt. til bráðabirgða á hegn-
ingarlöggjöfinni, 1. umr. —
Flm. þessa frv. er dómsmála-
ráðherrann (M. G.). Breyting-
in liggur í því, aö breyta því
ákvæði í lögum frá 1907 að
menn skuli ekki dæmdir skil-
orðsbundnum dómi, nema því
aðeins að þeir hafi gerst brot-
legir gegn liegningarlögunum.
Hér er farið fram á, að skil-
orðsbinda megi alla dóma
nema fjársektardóma, þar sem
þess er eigi talin þörf.
Flm. mælti með frv., og var
því visað til 2. umr. og alls-
herjarnefndar.
5. Frv. til l. um auka-út-
flutningsgjald af söltuðum
fiski, 1. umr. Flutningsm. írv.
er forsætisráðh; (Á. Á.). Hann
var ekki viðstaddur, og var
málinu umræðulaust vísað til
2. umr. og sjávarútvegsn.
6. Frv. til I. um almennan
ellistyrk, 1. umr. Frv. er flutt
af jafnaðarm. í Nd. Málinu var
umræðulaust visað til 2. umr.
og fjárhagsnefndar.
7. Frv. til l. um að niður
falli útgjald af landbúnaðar-
afurðum, 1. umr. Því var uin-
ræðulaust vísað til 2. umr. og
fjárhagsn.
8. mál, till. til þál. um að fela
skipaútgerð ríkisins stjórn
varðskipanna, ein umr., og
9. mál, frv. til áfengislaga, voru
tekin út af dagskrá.
Valdhöfunum ætlar að ganga
nokkuð örðuglega að átta sig á
þeim augljósu sannindum, að
innflutningshöftin sé þjóðinni í
lieild sinni til tjóns og ófamað-
ar. Stjórnin hefir skotið skoll-
eyrunum við öllum rökscmdum
í þessu máh og stympast við
eins og höfuðsóttarkind.
Frumvarp liggur nú fyrir
Alþingi um afnám liinna ill-
ræmdu liafta. Sjálfstæðismenn
vilja greiða fyrir málinu, láta
afnema höftin með öllu, en
stjórnin beitir húskörlum fram-
sóknar gegn þvi og ,má búast
við, að lieilbrigð skynsemi verði
enn að lúta í lægra lialdi.
Framsóknarmenn á þingi og
aðrir þeir, sem afvegaleiddast-
ir eru, halda þvi fram, að versl-
unarjöfnuðurinn við útlönd sé
nú miklu liagstæðari en að
venju sakir þess, að innflutn-
ingsliöftum liafi verið lieitt síð-
astliðið ár. Þetta er þó meira en
vafasamt. Innflutningar til
landsins hefði vafalaust farið
mjög þverrandi, þó að engar
hömlur hefði verið lagðar á
vöruflutninga liingað.
Gjaldeyrisskorturinn liefði
komið í veg fyrir allan óþarfan
innflutning og kaupgeta al-
mennings er ekki svo mikil nú
og hefir ekki verið að undan-
förnu, að verslunarstéttin hefði
séð sér neinn hag í því, að
ryðja inn i landið kynstrum af
varningi, sem litlar eða engar
likur væri til, að seljast mundi
í bráð. — Kaupsýslumenn hefði
og orðið að fá þær vörur mest-
megnis að láni erlendis, og er
engin ástæða til að ætla, að
þeir hefði talið það hagkvæmt
fyrir sig eða gróðavænlegt, að
taka miklar vörubirgðir að
láni úti í löndum og liggja svo
með þær óseldar liér heima
fyrir.
Innflutningar til landsins
mundu því hafa minkað af
sjálfu sér, þó að enguin böftum
hefði verið beitt. En sá er mun-
urinn, að kaupsýslumenn
mundu einungis hafa flutt
nauðsynlegan varning til lands-
ins, ef þeir liefði mátt ráða. Með
ililutan ríkisvaldsins — höftun-
um — snerist þetla svo, að
bráðnauðsynlegar vörutegundir
voru harðbannaðar, en margar
ónauðsynlegar, óþarfar og jafn-
vel skaðlegar vörur lcyfðar. —
Þess munu jafnvel dæmi, að
bannvitleysa stjórnarinnar liafi
komið svo óþægilega við ein-
staka kaupsýslumenn, að þeir
liafi neyðst til, að taka upp
verslun með meira og minna
óþarfan varning — heldur en
að leggja árar i bál — sakir
þess, að þeim var neilað um
innflutning á nauðsynlegum
vörum, sem þeir höfðu jafnan
liaft til sölu áður.
Öllum kernur saman um það,
að innflutningshöftin hafi auk-
ið dýrtíðina í landinu. Viða úti
um landið hefir og að sögn
kuimugra manna lakari vam-
ingur verið hafður á boðstólum,
en venja hefir verið til, og fólk
orðið að kaupa hann (dýru
verði) salcir þess, að annað var
ekki fáanlegt. Þetta er ærið at-
hyglisvert og þyrfti að breyt-
ast. Hér í Reykjavik mun ekki
liafa borið á )x:ssu, síst að neinu
ráði.
Það er ilt fyrir þjóðina, að
búa til lengdar við ráðsmensku
þeirrar ríkisstjómar, sem
hvorki getur lilýtt köllun heil-
brigðrar skynsemi, né lært neitt
af rejmslu liðins tíma.
Frumvarpið um afnám inn-
flutningshaftanna er hagkvæm-
ur prófsteinn á víðsýni og
þroska núverandi stjómar. —
Neyti hún nú aflsmunar og láti
drepa frv. má með sanni um
liana segja, að hún sé óhæf i
sessi og „ekki á vetur setjandi“.
íslenska vikan.
Hún verður að þessu sinni
30. apríl — 7. maí. Nefndin.
sem starfaði að framkvæmd-
unum siðastl. ár, annast allar
framkvæmdir í ár. Nefndin á-
kvað, þegar er hún tók til
starfa, að gefa út allsherjai'
vöruskrá yfir íslenskar fram-
leiðsluvörur og bauð öllum ís-
lenskum framleiðendum þátt-
töku i lienni, „með þeirri
breytingu, að i stað þess, að í
fyrra var aðeins um að ræða
hlutlausa upptalningu þeirra
vara, er á boðstólum voru, var
nú leyft að hafa tilkynningam-
ar í auglý.singaformi. Árang-
úrinn varð sá, að nokkru fleiri
gáfu sig fram en síðastl. ár, og
verður vöruskráin því nokkura
víðtækari að þessu sinni“. —
Nú er vöruskráin komin út, og
eru í henni greinar eftir ýmsa
áhugamenn. H. H. Eiríksson
birtir þarna grein, sem hann
kallar „Kaupið og seljið inn-
lenda framleiðslu“. Er þar
drepið á margt, sem vert er
athugunar. Ilöf. drepur á, að
við íslendingar séum, eins og
svo margar aðrar þjóðir, í
vandræðum með að selja fram-
leiðsluvörur okkar. Jafnframt
bendir liann á, að t. d. 1930
flytjum við iun samskonar
vörur og við erum að flytja
út og reyna að selja, svo sem
síld fyrir 62.000 kr„ og jafnvel
saltfisk, hangikjöt og saltkjöt.
Að vísu lítið, en vitanlega ætti
slíkur innflutningur ekki að
eiga sér stað. Alls telur höf.,
að flutt liafi verið inn 1930 fyr-
ir 873.861 kr„ af tólg, mjólk og
rjóma, smjöri, osti, fisksnúð-
um, laxi, inðursoðnu kjöti,
lifrarkæfu o. fl. En sama ár
fyrir 854.064 kr. af öli, gos-
drykkjum, næpum, gulrótum,
I